Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 26.06.1986, Blaðsíða 22
AÐ PÆLA I MOLDINNI BÓNDINN OG LEIKARINN LEIFUR HAUKSSON í HP-VIÐTALI UM FÉLAGSBÚSKAPINN Á STRÖNDUM, HIPPAÁRIN, HRYLLINGSBÚÐINA OG NORRÆNU LISTAHÁTÍÐINA SEM HANN ER AÐ UNDIRBÚA NÚNA Einn galdrastafurinn sem forfeöur okkar notuöu til galdra og sœringa hlaut nafniö Ægishjálmur. Hann minnir mest á ískristal aö lögun. Ogþegar Tryggvi Magnússon teiknari var beöinn um aö gera einkennismerki Strandasýslu fyrir Alþingishátíöina á Þingvöllum áriö 1930, datt honum strax í hug aö nota galdrastafinn Ægishjálm sem tákn fyrir sýsluna, sem var á sínum tíma annáluö fyrir galdra og sœringar. Seinna, þegar Héraössamband Strandamanna var stofnaö, varö Ægis- hjálmurinn geröur aö merki sambandsins. ' En hvaö kemur þetta leikaranum Leifi Haukssyni viö, þeim sem lék báö- arlokuna Baldur í Litlu hryllingsbúöinni? Já, Leifur er Strandamaöur — reyndar ekki innfœddur en hefur haft fast aösetur á Bakka í Bjarnarfiröi hinum syöri undanfarin níu ár. Leifur þvertekur fyrir þaö aö vera göldrótt- ur en hann getur aö minnsta kosti brugöiö sér í allra kvikinda líki, spilaö fótbolta meö Sundfélaginu Gretti, kennt upprennandi bœndum og hrepps- nefndarmönnum á Ströndum og staöiö sköllóttur á sviöi Þjóöleikhússins. Þess á milli hefur hann mokaö skít o. fl. á búgaröi sínum. Leifur hefur dvaliö í Reykjavík aö mestu leyti undanfarin tvö ár og þangaö viröist Ægishjálm- urinn elta hann, þvíþessa dagana er hann í óöa önn aö undirbúa norrœna listahátíö sem haldin veröur í Reykjavík í júlí. Og merki sýningarinnar er ekkert annaö en galdrastafurinn góöi, Ægishjálmurinn sjálfur. Yfirskrift hátíðarinnar er N’Art '86, sem er ein- hvers konar skammstöfun fyrir Nord Art, þ.e. norræna list. Leifur situr með fyrsta kaffibollann í baðstofunni hjá undirrituðum og sýgur síga- rettuna sína. Hann er búinn að lita hárið á sér rautt síðan ég sá hann síðast en sá litur mun vera leifar frá því þegar hann var í tygjum við Rauð- hóla-Rannsý síðastliðinn vetur. En áfram með Nartið: „Þessi hátíð er afmæiisheimsókn í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Hingað kem- ur fjöldinn allur af norrænum listamönnum og þessi hátíð hefst 18. júlí og stendur stanslaust í 10 daga. Þetta verða m.a. þrír leikhópar, rokk- grúppur og jassbönd, þ.á m. enginn annar en Nils-Henning Örsted Pedersen. Klassíska tónlist- in gleymist heldur ekki hjá okkur því þarna verður strengjakvartett og þar að auki náungi sem heitir Mogens Ellegárd sem spilar á ,,ac- cordion". Það er eins konar harmóníka eða drag- spil.“ — Og hvar verdur fjöriö? „Út um allan bæ. En aðalbækistöðvarnar verða á Háskólavellinum. Þar reisum við heljar- mikið samkomutjald og í því fara fram ýmiss konar uppákomur. Til dæmis kemur hingað til lands barnasirkus þar sem eingöngu börn koma fram. Háskólavöllurinn verður sem sagt eins konar nafli hátíðarinnar en síðan verða uppá- komur á Kjarvalsstöðum, í Hlaðvarpanum, fðnó, Lindarbæ og víðar." — Ertu framkvœmdastjóri þessarar hátídar? „Nei, sá maður heitir Birgir Edvardsson og hefur lengst af verið búsettur í Svíþjóð. Ég hef hins vegar titlað mig bátsmann og er einhvers konar allsherjarreddari. Það voru stofnuð sam- tök í Svíþjóð í kringum þessa hátíð sem kalla sig Kultur-projekt Island. Alls verða hérna yfir 200 listamenn á stjái á meðan þetta stendur yfir. Við búumst við gríðarlegri stemmningu í bænum." Öðruvísi en Listahótíð — Erud þiö ekkert smeykir vid ad koma með svona mikla menningarveislu rétt á eftir hinni eiginlegu Listahátíö? „Nei, aldeilis ekki. Þessi hátíð verður með allt öðru sniði. Hjá okkur verða eingöngu norrænir listamenn og við ætlum okkur að ná hátíðar- stemmningu til dæmis með því að hafa skrúð- göngu, flugdrekasýningu og reisa þetta sam- komutjald á Háskólavellinum. Það er gríðarlega stórt og verður leigt sérstaklega að utan. Mér fannst hátíðarstemmningin fara fyrir ofan garð og neðan á nýafstaðinni Listahátíð. Það voru reyndar ýmsir sniilingar sem sóttu okkur heim en það var því miður einhver hámenningar- bragur á hátíðinni sem fældi almenning frá því að taka þátt í henni.“ — Hvernig er fyrirtœkið fjármagnað? Við byrjuðum á núlli en fengum styrk frá norr- æna menningarsjóðnum og síðan hafa allar höf- uðborgirnar á Norðurlöndum styrkt fyrirbærið á einn eða annan hátt. Norræna leiklistarráðið hefur líka styrkt okkur og við höfum auk þess sótt um styrk til menntamálaráðuneytisins. Við byrjuðum sem sagt á núlli og vonumst til að enda á núlli líka. Og reiknum sko ekkert frek- ar með því að halli verði á hátíðinni. Við látum að minnsta kosti hverjum degi nægja sína þján- ingu.“ — Að láta hverjum degi nœgja sína þjáningu, segirðu. Ertu vanur því? „Ó-já, væni rninn.” Hippatímabilið — Einu sinni birtust litmyndir af þér í Vikunni vegna þess að þú kvœntist í kyrtli. Var þetta á hippatímabilinu? „Já, líkiega. Ég hafði mikið gaman af því að vera hippi. Ég lék meira að segja í hippasöng- leiknum Hárinu sem sýndur var í Glaumbæ. En svo brann Glaumbær, eins og allir vita, og hljóð- færin sem notuð höfðu verið í Hárinu urðu eld- inum að bráð." — En Hippahugsjónin, brann hún líka upp til agna? „Nei, langt því frá. Ég held hún blundi í ansi mörgum, þótt hún leynist kannski á bak við stresstöskur og stífbónaða skó. Ég er ennþá hrif- inn af þessari hugsjón. Mér fannst þetta gríðar- lega skemmtilegur tími og mjög svo eftirminni- legur. Svo þróaðist þetta í ýmsar áttir. Hjá sum- um seig heldur betur á ógæfuhliðina en aðrir af- neituðu sinni gömlu hugsjón alfarið eða létu klippa sig.“ — En hvað gerðir þú? „Ég fór norður á Strandir ásamt sambýliskonu minni Guðrúnu Bachmann og fór að kenna við lítinn sveitaskóla sem heitir Klúkuskóli. Ég var fljótur að klifra upp metorðastigann. Árið eftir varð ég skólastjóri við sama skóla. Það var árið 1977“ — Og hvað tók svo við? „Ég endaði sem bóndi á bæ sem er þarna ör- skammt frá skólanum. Sá bær heitir Bakki og hafði verið í eyði í hálft ár.“ — Viltu segja mér frá búrekstrinum á Bakka? „Alveg sjálfsagt." Og Leifur bóndi er nú hætt- ur að soga sígarettur og treður tóbaki í pípuna sína. „Avallt verið mikill reykingamaður. Ég vona bara að reykskynjarinn fari ekki í gang!“ Félagsbúið Bakki „Þegar við vorum búin að kenna í tvö ár við Klúkuskóla, stofnuðum við Guðrún félagsbú [eftir Bjarka Bjarnason myndir Jim Smart með vinafólki okkar úr Reykjavík, þeim Arnlíni Óladóttur og Magnúsi Rafnssyni. Þau höfðu fyrst farið norður á Strandir til að kenna við Klúkuskóla, alveg eins og við Guðrún. Mig hafði persónulega alltaf langað í sveit og sveitastörfin höfðu alltaf heillað mig. Við fórum að pæla í moldinni í orðsins fyllstu merkingu.” — Hvers konar bú rekið þið á Bakka? „Fyrst og fremst er þetta garðyrkjubýli en þó erum við með nokkrar rolluskjátur. Við ræktum alls konar kryddjurtir og seljum afurðirnar beint á veitingastaði í Reykjavík. Svo erum við með framleiðslu á ýmiss konar matjurtum og höfum verið með grænmetistorg á Hólmavík í hverri viku.” — Notiö þið ekki jaröhita við rœktunina? „Jú, jú, við virkjuðum jarðhitann strax og not- um hann líka til að hita upp íbúöarhúsið á Bakka, því fyrir örfáum árum settum við upp svokallaða varmadælu.” — Nú hafa margir af ykkar kynslóð reynt fé- lagsbúskap ! einhverri mynd en gengið misjafn- lega. Hver heldurðu að sé formúlan fyrir því að svona félagsbúskapur verði langlífur? „Ég held að það sé engin patent-formúla fyrir því, en í fyrsta lagi er nauðsynlegt að allir hafi áhuga á því sem verið er að gera. Við vorum öll borgarbörn og tiltölulega óvön sveitastörfum þegar við byrjuðum búskapinn. Við vorum öll að læra. Nú, þolinmæði, hógværð og nægjusemi skiptir líka miklu máli í svona samyrkjubúskap og það að gera ekki stórmál út af einhverjum hlutum sem eru svo kannski ekki neitt neitt. Við gerðum líka alltaf ráð fyrir þeim möguleika að hvert okkar gæti horfið á brott um stundarsakir og sinnt sínum hugðarefnum um lengri eða skemmri tíma.“ — Hvernig gengur reksturinn annars fyrir sig á félagsbúinu á Bakka? „Við eigum öll fjögur fjórðung úr jörðinni. Við vinnum kauplaust á búinu og allur ágóði af söl- unni rennur beint í búreksturinn. En auk hans höfum við stundað ýms störf. Magnús og Guð- rún hafa til dæmis verið afkastamiklir þýðendur. Við Arnlín höfum kennt mikið og ég hef spilað og sungið með Þyrlaflokknum á Hólmavík." — En nú hefur þú verið á höfuðborgarsvœð- inu undanfarin tvö ár. Ertu ekkert á leiðinni heim? „Ég get tekið rútuna norður á Hólmavík klukkan átta í fyrramálið ef þú endilega vilt. En ef satt skal segja er ég þessa stundina óráðinn í því hvenær ég sný aftur í Bjarnarfjörðinn. Fram- tíðin verður bara að leiða það í ljós.“ Á erf itt með að gera tíu óra áætlanir — Þú skipuleggur líf þitt ekki langt fram í tím- ann? „Nei, það hef ég aldrei getað gert. Ég hef bara aldrei getað planlagt líf mitt langt fram í tímann. Það finnst kannski sumum vera ábyrgðarlaus af- staða en ég er svona gerður. Mér finnst betra að gefa mig í eitthvert tiltekið verkefni hverju sinni. Fyrir tveimur árum langaði mig suður og fór og þá æxlaðist það þannig að ég fékk eitt aðalhlut- verkið í Litlu hryllingsbúðinni, sem hitti ræki- lega í mark, eins og allir vita. Sýningarnar urðu alls hundrað, eða þar um bil.“ — Varstu ekkert orðinn þreyttur á stykkinu þá? „Nei, langt því frá. Mér fannst það mjög skemmtilegt og fílaði músikina í botn.“ — Hitt leikhúsið hefur veriö umdeilt fyrir það að fjársterkir aðilar settu þarna peninga í fyrir- tœki sem stendur fyrir leiksýningum. Óttast þú ekki að menn reyni að beita áhrifum sínum um of við að móta leiklistarsmekk hjá fólki? „Nei, alls ekki. Þeir eru í engri aðstöðu til þess og hafa heldur engan áhuga á því. Þótt eigend- urnir hafi fulltrúa í stjórninni hafa þeir enga meirihlutaaðstöðu. Og það verður enginn höku- feitur á því að reka leikhús. En það er annað sem skiptir meira máli í sam- bandi við Hitt leikhúsið. Það einsetti sér í upp- hafi að reyna að ná til þess fólks sem sækir ekki leikhús alla jafna og það tókst svo sannarlega með Litlu hryllingsbúðinni.” — En hvað með Rauðhóla-Rannsý? „Það tókst ekki eins vel með hana, þótt sýn- ingin gengi þokkalega. Mér fannst kynningin á þessari sýningu vera svolítið misheppnuð.” — Hvað áttu við? „Ja, eins og menn muna var bein útsending frá æfingu á leikritinu skömmu fyrir frumsýn- ingu. Þetta var sent úí í sjónvarpsþættinum Á líðandi stundu sem öll þjóðin fyígdist með. En það vildi bara svo illa til að atriðin sem sýnt var frá voru eintóm slagsmál og ofbeldisatriði. Ég held að fólk hafi fengið ranga mynd af Rauð- hóla-Rannsý í gegnum þessa kynningu. Fólk hélt að þetta væri eitt allsherjar hanaat en sann- leikurinn er sá aö það var mikill húmor í þessu stykki og heilmikill söngur. Og þetta er eina leik- ritið sem ég veit um þar sem fólk er beinlínis hvatt til að vera með framíköll. Og á sumum sýn- ingum lifðu menn sig svo inn í leikritið að það var varla hægt að leika fyrir hvatningarópum í áhorfendum. Það var helvíti gaman að því. Ég kom reyndar inn í þetta leikrit þegar æfingatím- inn var hálfnaður, í staðinn fyrir Andrés Sigur- vinsson sem meiddist á hendi, en ég tek það fram að það var ekki á æfingu. Syngur í Dómkórnum — Einu sinni varstu í hljómsveitinni Þokkabót, Leifur. Þú hefur ekki lent í neinni hljómsveit núna eftir að þú komst suður? „Nei, reyndar ekki, enda hef ég ekki leitað sérstaklega eftir því. En égsyng núna með Dóm- kórnum undir stjórn Marteins Hungers Friðriks- sonar. Og fíla það vel.“ — Varstu lengi í Þokkabót? „Nei, ekki get ég sagt það. En ég tók þátt í að gera eina plötu með Þokkabót. Það var hljóm- platan Fráfærur. Mér hefur alltaf fundist það vera góð plata, þótt ég segi sjálfur frá og þó að sándið væri ekki upp á það besta. Á annarri hlið- inni er tónverk með pólitískum textum sem við sömdum í sameiningu.” — Ertu pólitískur? „Ég tel mig vera pólitískan en vil alls ekki láta bendla mig við neinn stjórnmálaflokk. En það er hægt að láta stjórnmálaskoðanir sínar í Ijós þó að maður sé ekki meðlimur í einhverjum pólitískum samtökum. Afskiptaleysi og pólitísk deyfð finnst mér vera alversta pólitíkin.” — En finnst þér félög og flokkar ekki vera rétti vettvangurinn til að koma hugðarefnum þínum á framfœri? „Nei, ekki endilega. Ég held að ég sé bara meðlimur í tveimur félögum. Það er slysavarna- deildin Björg og Búnaðarfélag Kaldrananes- hrepps. Mér finnst vera óþarfi að stofna félag í kringum hvað sem er. Það er jafnvel stofnað fé- leg tannstönglatálgara, drullusokkasafnara og hurðarhúnasmiða og allir vilja komast í stjórn og ota sínum tota. Þetta er ekki fyrir minn smekk. En ég hef geipigaman af að blanda geði við fólk og vasast í öllum fjandanum.” — Þú vilt þá ekki blanda saman stjórnmálum og listum? „Mér finnst að minnsta kosti rangt að spyrða þetta saman og binda listamenn á einhvern póli- tískan klafa." — Hvað finnst þér um þá listamenn sem sendu frá sér stuðningslistann á dögunum? „Þetta var nú bara fáránlegt í sjálfu sér og alrangt hugsað. Þessir ágætu menn hljóta að sjá að það er ekki hægt að kjósa einn mann án þess að kjósa allan flokkinn.” Listin er lygi — Langar þig aldrei til að gerast atvinnulista- maður? „Það er eins og ég sagði áðan: Engin framtíð- arplön.Ég hef haft gífurlega mikið gaman af þessu listastússi. En það er ekki allt. Málarinn Picasso orðaði þetta þannig, ef ég man rétt: List- in er lygi til að opna augu okkar fyrir sannleik- anum. Og ég get alltaf snúið til baka og farið að pæla í moldinni fyrir norðan. Það er ágætt. Moldin á hvort eð er eftir að eignast okkur flest!"

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.