Helgarpósturinn - 26.06.1986, Side 25
Helgi Þór Jónsson og Sólveig Sigurgeirsdóttir kona hans taka við heillaóskum frá Birgi Þorgilssyni ferðamálastjóra.
„GESTIRNIR KOMA"
- MÚGUR, MARGMENNI OG ÓMÆLT KAMPAVÍN VIÐ OPNUN HÓTEL ARKAR í HVERAGERÐI
„Stórkostlegt œuintýri", „krafta-
verk" ,,hér hefur Grettistaki veriö
lyft", sagði samhljóda kór framá-
manna sem steig á pall við opnun
Hótel Arkar í Hveragerdi á laugar-
daginn. Jú, þad sögdu Árni Johnsen
alþingismaður, sem stjórnaði at-
höfninni, Þorsteinn Pálsson fjár-
málaráðherra, Kjartan Lárusson,
forstjóri Feröaskrifstofu ríkisins,
Karl Guðmundsson sveitarstjóri og
Hafsteinn Kristinsson oddviti, sem
taldi víst að Örk Helga Jónssonar
myndi fljóta, engu síður en hin upp-
runalega örk gamla Nóa.
Líklega voru þeir fjölmörgu gestir,
sem sóttu opnun Hótel Arkar, á
sama máli og framámennirnir sem
höföu orðið — hér hefur óneitan-
lega verið unnið mikið þrekvirki;
þetta stóra hús, sem rúmar 120
gesti, hefur verið reist á aðeins niu
mánuðum — bygging þess hófst
ekki fyrr en síðla hausts 1985. Og nú
er holan, sem þá var grafin, orðin
hið reisulegasta hús sem blasir við
frá þjóðveginum austur fyrir fjall.
Það ætti tæpast að væsa um gesti
á Hótel Ork; þar eru samtals 59 her-
bergi, fimmtíu tveggja manna her-
bergi og níu svítur, einsog það heitir.
I öllum herbergjunum er sjónvarp,
sími, ísskápur og bað. Á fyrstu hæð
hótelsins er stór veitingasalur og
annar salur með sérinngangi, ætl-
aður fyrir ráðstefnur og til útleigu.
Þar er líka pöbb í enskum stíl. Á
jarðhæð er aðstaða til heilsuræktar
af ýmsu tagi; tækjasalur, gufubað,
leirbað, kísilbað, lækningastofa og
aðstaða fyrir sjúkraþjálfara og
nuddara.
Ekki hefur minni rækt verið lögð
við umhverfi hótelsins, en þar eru
meðal annars þrír tennisvellir, golf-
aðstaða, skokkbraut, sparkvöllur og
sundlaug með forláta rennibraut.
Þar hafa líka verið gróðursett tré og
blómplöntur til yndisauka.
Og nú þykir mönnum forvitnilegt
að sjá hvort þessi herlegheit og lúx-
us nægi til að lokka erlenda og inn-
lenda lysthafendur austur í Hvera-
gerði. Gestir við opnunina voru
náttúrlega ekki á einu máli um það,
enda þótt flestallir dáðust að fram-
takinu og framkvæmdinni. Sumir
töldu að Hótel Örk væri of langt frá
bænum, aðrir sögðu að hótelið væri
of nálægt bænum — nema þá að
það væri hvort tveggja of nálægt og
of langt frá bænum. Enn aðrir töldu
að hér væri verið að bera í bakka-
fullan lækinn — það væri yfrið nóg
af gistirými á suðvesturhorni lands-
ins, Suðurlandsundirlendið þar með
talið, enda líka verið að opna annað
hótel á Selfossi. Arkarsmiðurinn
Helgi Þór Jónsson er þó viss í sinni
sök og segir í samtali við Helgar-
póstinn: „Gestirnir koma — ég hef
minnstar áhyggjur af því.“
Og það er víst að sá múgur og
margmenni sem fylgdi Örkinni úr
hlaði og þáði ómælt kampavín á
laugardaginn hefði ekkert haft á
móti því að gista eins og eina nótt
þarna undir Kömbunum. Það hafa
varla verið miklu færri en þúsund
manns sem þáðu veitingar hjá
Helga Þór Jónssyni þennan hátíðis-
dag; alþingismenn, ferðamálafólk,
þekktir borgarar af öllum stærðum
og gerðum og fólk úr Hveragerði og
nærsveitum.
Þeir kváðu vera byrjaðir að bóka
hótelherbergi á Örkinni, það er enn-
þá hægt að fá pláss í sumar — venju-
legt verð fyrir tveggja manna her-
bergi mun vera tæpar fimm þúsund.
„Er þetta ekki annars nokkuð gott hjá honum
Helga?" Magnús Hreggviðsson blaðaútgefandi,
Þorgeir Ástvaldsson rásarstjóri og Sigfríð Þórisdótt-
ir veitingamaður á Krákunni.
Mitt í náttúrunni í gróðurskála Hótel Arkar; Halldór
E. Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra, og Margrét
Gísladóttir.
Helgi Þór Jónsson hefur verið kallaður „krafta-
verkamaður", en þessi er víst kraftaverkamaður
líka; Kristinn Finnbogason, fyrrverandi og núver-
andi framkvæmdastjóri Tímans, og kona hans Guð-
björg Jóhannsdóttir.
Þessi tvö þekkja víst allir; Bryndís Schram borgar-
stjórnarframbjóðandi og Ingólfur Guðbrandsson,
ferðaskrifstofustjóri og söngmálafrömuður.
Samgöngumálafrömuðir, hvor á sinn hátt: Hörður Sigurgestsson,
forstjóri Eimskips, og Ingólfur Pétursson, yfirumsjónarmaður hótel-
halds í Valhöll á Þingvöllum.
Hluti af þeim fjölda sem sótti Hótel örk heim á opnunardaginn
hlýðir á ávarp Þorsteins Pálssonar, fjármálaráðherra og fyrsta þing-
manns Suðurlandskjördæmis; á myndinni þekkjum við meðal ann-
arra flokksbróður hans, Ölaf G. Einarsson þingflokksformann.
■Heftir Egil Helgason myndir Jim SmartMMB
Nærsveitungar Hótel Arkar voru meðal gesta við opnunina; þar á
meðal þessir.
HELGARPÖSTURINN 25