Helgarpósturinn - 26.06.1986, Side 31
IISTAPOSTURINN
Hrakningasaga Söguleikanna heldur áfram:
Verða Rauð-
hólar endastöðin?
— allt bendir til þess að hópurinn fái ekki að sýna í
Hafnarfjarðarhrauni
Hrakningasögu Söguleikanna,
sem í sumar hugdust í gódum til-
gangi sýna landsmönnum nýja leik-
gerd a f Njálssögu, er sídur en svo
lokið. Eins og HP skýrði frá fyrir
skemmstu heimilaði Þingvalla-
nefnd leikhópnum ekki að leika í
Hvannagjá og þegar hópurinn taldi
sig loksins hafa fundið hentugan
stað í Kaldárselshrauni við Hafnar-
fjörð, kom babb í bátinn.
„Helgi Þórðarson, sem þykist eiga
þetta land og veifar drögum að lóð-
arréttindum sem hann lét stimpla
hjá fógeta fyrir 12 árum, kærir sig
ekki um sýningar okkar á landinu.
Hann ber við umhverfisverndar-
sjónarmiðum sem okkur virðast
heldur einkennileg í ljósi þess að
þegar við komum fyrst í gjána var
þar allt í sóðaskap og rusli en við
höfðum hins vegar bæði boðist til
að gróðursetja tré og lagfæra annað
jarðrask sem við kynnum að valda,"
sagði Sveinn R. Sveinsson, fram-
kvœmdastjóri Söguleikanna, í sam-
tali við HP. Sveinn sagði að ekki
væri ljóst á hve sterkum grunni
eignarréttur hans á landinu væri
reistur. Bæjarráð Hafnarfjarðar
myndi reyna að komast að sam-
komulagi við Helga, en ef það tæk-
ist ekki væri Söguleikafólk hrætt
um að hann kynni að fara í lögfræð-
ingaleik, s.s. lögbann, sem kæmi í
veg fyrir sýningar hópsins í hraun-
inu á þessu sumri.
„Þetta er allt saman á misskilningi
byggt, þetta fólk virðist ekki skilja
að þarna er um landréttindi að ræða
sem gengið hafa kaupum og sölum,“
sagði Helgi Þórðarson verkfræðing-
ur. Helgi sagði að það væri nóg af
öðrum stöðum sem hópurinn gæti
sýnt á án þess að vera að sælast inn
á einkalóð þar sem hann hygðist
reisa sér sumarbústað og stunda
jarðrækt. „Nei, ég myndi ekki vilja
leigja þeim landið undir sýningar og
þau geta aldrei bætt þann skaða
sem landið yrði fyrir. Synir mínir
sögðu mér að þarna hefðu blaða-
menn komið um daginn og tekið
ljósmyndir og skilið eftir sig för í
mosanum. Þess vegna endurreistu
þeir girðingu þá sem upphaflega
var komið fyrir þegar árið 1944.“
Helgi viðurkenndi að plagg það er
hann hefði í höndum væri ekki
formlegur lóðarsamningur en sagð-
ist ekki trúa öðru en að pappírar sín-
ir tryggðu að hann gæti náð fram
rétti sínum.
„Já, það lítur út fyrir að við verð-
um að færa okkur um set á nýjan
leik,“ sagði Helgi Skúlason, annar
leikstjóri og höfundur leikgerðar-
innar. Hann sagði að nú á síðustu
dögum hefði hópnum verið boðið
að setja verkið upp í Rauðhólum og
Hveragerði. Rauðhólar þættu betri
kostur og ef allur undirbúningur
næðist yðri frumsýning verksins lík-
lega þar um þessa helgi. „Þetta hef-
ur verið óskaplegt álag en þótt
sterkir vindar blási í mót er mikill
hugur í öllum aðstandendum sýn-
ingarinnar enda úrvalsfólk á hverj-
um pósti. Við viljum alls ekki gefast
upp og vonum að þessum hrakn-
ingum sé nú að ljúka." -Mrún
Leikarar og leikstjórar
Njálssögu sem Sögu-
leikarnir settu upp í
góðri trú og tilgangi
en eru nú hrakin burt
af hverjum staðnum á
fætur öðrum. Mynd:
Söguleikarnir.
Ralph Christians, einn kvikmyndagerðarmannanna ( Magmafilm, og Vilhjálmur
Ragnarsson hjá Hrif.
Þýsk-íslenskt
kvikmyndasamstarf
Hingað til lands eru væntanlegir
þýskir kvikmyndagerðarmenn og
miklir Islandsvinir frá kvikmynda-
fyrirtækinu Magmafilm. Þeir ættu
ekki að vera með öllu ókunnir á Is-
landi því þeir hafa gert heil ósköp af
myndum um Island og íslendinga
fyrir þýska sjónvarpið, m.a. um ís-
lenska kvikmyndagerð, fálkaþjófn-
að á íslandi og meginlandi Evrópu,
og fiskveiðar Islendinga, í samvinnu
við íslenska kvikmyndafyrirtækið
Hrif.
Að sögn Vilhjálms Ragnarssonar
hjá Hrif eru þeir að þessu sinni að
vinna að heimildakvikmynd fyrir
börn um unga íslenska hestamenn.
Aðalsöguhetja myndarinnar er
Edda Gísladóttir, 11 ára gömul. í
upphafi myndarinnar býr hún sig og
hestinn sinn undir þátttöku í Lands-
móti hestamanna, og þeir munu, í
gegnum kvikmyndatökuvélina,
fylgjast með því hvernig henni
vegnar í keppni í unglingaflokki.
Fjölskylda Eddu mun einnig koma
fram í myndinni og væntanlegir
áhorfendur munu auk þess fá að
skyggnast inní framleiðslu kvik-
myndarinnar stig af stigi. Myndin
mun bera nafnið „Kein Tag wie
jeder anderer" eða Öðruvísi dagur.
Hún verður 20 mínútna löng og er
framleidd fyrir suður-þýsku sjón-
varpsstöðina í Köln.
Fyrirtækin Magmafilm og Hrif
eru þessa stundina að ganga frá
heimildakvikmynd fyrir þýska sjón-
varpið um börn og sprang í Vest-
mannaeyjum. Eftir áramótin munu
kvikmyndafyrirtækin tvö síðan
beina sjónum frá íslandi um stund
og vinna að gerð heimildamynda
um mannlíf á Lófóten og í Færeyjum
og um norsku konungsfjölskylduna.
Þess má að lokum geta að
Magmafilm hefur einnig dreifingar-
rétt fyrir flestar íslenskar kvikmynd-
ir í V-Þýskalandi og hefur þegar tek-
ist að selja Dalalíf Þráins Bertelsson-
ar og góðar horfur eru á blómlegri
sölustarfsemi ‘íslensku kvikmynd-
anna til þýsku sjónvarpsstöðvanna í
allra nánustu framtíð.
LEIKUST
*
A vit fortíöar og framtíöar
eftir Gunnlaug Ástgeirsson
Leikfélag Kópavogs í Iðnó:
Svört sólskin
eftir Jón Hjartarson.
Leikstjóri: Ragnheiður Tryggvadóttir.
Leikmynd: Gylfi Gíslason.
Tónlist: Gunnar Reynir Sveinsson.
Ljósahönnun: Lárus Björnsson og Egill
Orn Arnason.
Undirleikari: Guðrún Birna Hannesdóttir.
Búningar: Gylfi Gíslason og Ragnheiður
Tryggvadóttir.
Leikendur: Eggert A. Kaaber, Margrét
Sœberg Sigurðardóttir, Sigríður Ragnars-
dóttir, Jóhanna Pálsdóttir, Sylvía Gústafs-
dóttir, Rúnar Lund, Jóna Guðmundsdóttir,
Ragnheiður Thorsteinsson, Ragnheiður
Ástvaldsdóttir, Katrín Anna Lund,
Ögmundur Jóhannesson, Hörður
Sigurðarson, Finnur Magnússon, Sólrún
Yngvadóttir, Sigfús Aðalsteinsson.
I þessari viku stendur yfir Norræn leiklist-
arhátíð áhugaleikfélaga. Frá íslandi eru þrjár
sýningar á þessari hátíð: sýning Leikfélags
Hafnarfjarðar á Galdra-Lofti, sýning áhuga-
leikfélagsins Hugleiks á Sálum Jónanna og
ný uppfærsla Leikfélags Kópavogs á frum-
sömdu leikriti eftir Jón Hjartarson sem heitir
Svört sólskin og frumsýnt var í Iðnó á sunnu-
dagskvöld. Þessi sýning er einnig upphafið
að hátíðahöldum Leikfélags Kópavogs í til-
efni þrjátíu ára afmælis sem verður á næsta
ári.
A leiklistarhátíðinni norrænu er einskonar
þema eða yfirskrift að vinna með menning-
ararf þjóðanna sem hlut eiga að máli. Jón
Hjartarson sækir efni sitt víða í sögu og bók-
menntir þjóðarinnar. Völuspá notar hann
sem einskonar stef og byggir reyndar verkið
á nokkrum grunnhugmyndum hennar. Það
er samt alls ekki svo að hér sé um að ræða
einhverskonar leikgerð Völuspár eða eitt-
hvað í þá átt, langt því frá.
Verkið skiptist í þrjá þætti. Fyrsti þátturinn
gerist í árdaga. Þar er vikið að sköpun heims
og manns, hinu saklausa upphafi. Leidd eru
fram tvö ungmenni sem verða táknmyndir
sakleysis og vonar og tengja saman þættina
þrjá. En þarna er einnig að finna upphaf hins
illa með rót í ágirnd og baráttu um auð og
völd. í þessum þætti er mikið Völuspárefni
auk margra vísana í önnur Eddukvæði og
fleiri forn fræði.
Annar þátturinn gerist á „hinum myrku
öldum íslandssögunnar." Þar er byggt á vís-
unum í ýmsa sögulega atburði á tímum þeg-
ar veraldleg og andleg kúgun þjóðarinnar
nær nánast hámarki. Sýnd er átakanleg
meðferð umkomulauss fólks sem hefur ekki
unnið annað til saka en að reyna að gera sér
lífið örlítið bærilegra.
Þriðji þátturinn er svo einskonar fram-
tíðar- og samtíðarsýn, þegar allt lífið hefur
verið prógrammerað af vísindalegri hárná-
kvæmni og öllu svigrúmi fyrir sjálfstæðar
ákvarðanir einstaklingsins eytt.
Það er myrk veraldarsýn í þessu verki og
kannski ekki ástæða til annars á þessum síð-
ustu og verstu tímum. Ógnin sem steðjar að
er ærin og full ástæða til þess að minna á
hana, ekki síst með tilstyrk fornra bók-
mennta þjóðarinar og sögunnar. En þrátt fyr-
ir góðan efnivið og víða vel gerðan texta og
skemmtilegar útfærslur á efni sínu finnst
mér Jón ekki ná þessu alveg saman. í heild
verður þetta verk of sundurlaust, þættirnir
ná ekki að tengjast í samstæða og vel virka
heild og þar af leiðandi verða heildaráhrifin
veikari en efni standa til.
Það er heilmikið vandaverk að sviðsetja
þetta verk, ekki síst með misþjálfuðum leik-
kröftum. Ragnheiður Tryggvadóttir sýnir
góða útsjónarsemi við uppfærsluna og eru
mjög mörg atriði vel og skemmtilega útfærð.
Ekki síst á það við um söngatriðin, sem eru
mörg, og nutu textar Jóns sín vel við lipra
músik Gunnars Reynis. Búningar og leik-
mynd þjónuðu vel anda verksins í hverju
atriði um sig.
Leikendurnir stdðu sig býsna vel ef á heild-
ina er litið. Samleikur var góður í hópatrið-
unum og einstakir leikendur gerðu góða
hluti, þrátt fyrir að persónusköpunin væri yf-
irleitt ekki mjög djúp af höfundarins hálfu.
Persónurnar eru flestar fremur fulltrúar
ákveðinna hópa eða eiginleika en eftir-
minnilegir einstaklingar í sjálfu sér. Eggert
Kaaber og Margrét Sæbert Sigurðardóttir
áttu þokkafullan leik í hlutverkum unga
fólksins. Nornirnar, Sigríður, Sylvía og Jó-
hanna, sýndu heilmikil tilþrif og sungu einn-
ig með ágætum. Katrín Anna Lund flutti
Völuspártexta með tónsetningu Gunnars
Reynis mjög fallega. Ögmundur Jóhannes-
son og Rúnar Lund áttu ágætan leik í hlut-
verkum klerks og valdsmanns og eins var
mynd þeirra Jónu, Ragnheiðar, Ragnhildar
og Katrínar af kúguðum og aumkunarverð-
um konum sterk. í lokaatriðinu áttu Sólrún
og Finnur skemmtileg atriði og þar voru þær
Ragnheiður og Ragnhildur hæfilega óhugn-
anlegar í hlutverkum framtíðarstjórnend-
anna.
Það er mikið átak fyrir áhugaleikfélag að
leggja út í sýningu eins og þessa. Þetta er erfitt
verk og glíman við það hefur áreiðanlega
verið erfið, en árangurinn er býsna góður.
Menn eiga ekkert að vera hræddir við að
gera eitthvað nýtt og óvenjulegt, þó svo að
útkoman sé alltaf happdrætti.
HELGARPÚSTURINN 31