Helgarpósturinn - 26.06.1986, Page 39

Helgarpósturinn - 26.06.1986, Page 39
FRETTAPOSTUR Gamli Iðnskólinn brann. Allt tiltækt slökkvilið borgarinnar var kallað út þegar eldur kom upp í gamla Iðnskólahúsinu við Tjörnina, við hlið Iðnó leikhússins. Kviknaði í út frá radíógrammafóni og reyndist afar erfitt að slökkva eldinn. Þegar slökkvistarfi lauk hafði orðið verulegt tjón og húsið mjög illa farið. Nú velta menn því fyrir sér hver skuli verða örlög hússins, sem hefur sett mjög mikinn svip á umhverfi sitt. Verndarsinnar vilja að húsið verði endurbyggt, en þaö verður erfitt og telja svartsýnismenn einfaldast að rífa húsið. Meðal þess sem eyðilagðist var mikið af leikbúningum Leikfélags Reykja- víkur og baðstofa Iðnaöarmannafélags Reykjavikur, þar sem var fágætur tréskurður Ríkharðs Jónssonar mynd- höggvara. Haft er eftir borgarstjóra að hann telji einsýnt að húsið verði byggt upp aftur. Giftusamleg björgun skipstjóra Áhöfnin á Sigurfara frá Vestmannaeyjum tók skyndilega eftir því við togveiðar vestan eyjanna að skipstjórann vant- aði um borð. Þetta var í byrjun þessarar viku og var bátnum snúið við á punktinum með trollið úti. Eftir eins kilómetra siglingu til baka fannst skipstjórinn, Benóný Færseth, heill á húfi en aðframkominn af kulda í sjónum, enda hitastigið 5—6 gráður. Það þótti ganga kraftaverki næst að ekki fór verr. Örlítill hagnaður hjá SÍS Á aðalfundi Sambands íslenskra samvinnufélaga, sem haldinn var um síðustu helgi, kom meðal annars fram að hagnaður SÍS á siðasta ári varð 3 milljónir króna. Heildar- veltan nam 11.8 milljörðum króna, sem er 37% aukning frá 1984. Þá kom fram nokkur hagnaður á fyrstu þremur mán- uðum þessa árs. Á hinn bóginn er ljóst að fjölmörg kaupfé- laganna standa höllum fæti, heildartap þeirra í fyrra nam 334 milljónum króna. Fleiri kariar en konur í landinu. íslendingar töldust vera 242.089 hinn 1. desember 1985 og hafði okkur fjölgað um 1.646 frá árinu áður eða um 0,68%. Alls eru þetta 121.672 karlar og 120.417 konur. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu eru konur heldur fleiri en karlar, en öfugt á landsbyggðinni. íbúar Reykjavikurborgar reynd- ust 89.868 og á Stór-Reykjavíkursvæðinu alls 130.898. ís- lendingar eru greinilega eitthvað að hægja á ferð sinni, því hlutfallsleg fjölgun árið áður varð 0,95%. Hassinnflytjendur handteknir. Lögreglan í Reykjavik handtók um helgina níu einstakl- inga, sem reyndu að smygla til landsins nokkrum kílóum af hreinu hassi. Lögreglan hafði fylgst með þessu fólki og lét til skarar skriða þegar erlendur sendimaður seljenda afhenti einu þeirra tösku í hóteli hér í bæ, er reyndist sneisafull af efninu. Málshöfðun gegn Útvegsbankanum. Á fyrsta skiptafundinum í þrotabúi Hafskips var bústjór- unum veitt heimild til málshöfðunar gegn Utvegsbankan- um meðal annarra. Áætlað er að kröfuhafar fái aðeins greitt 10—15% af almennum kröfum. Kröfur í búið hljóða samtals upp á um 2.5 milljarða króna en bústjórarnir hafa sam- þykkt kröfur upp á rétt rúmlega 1 milljarð. Eignir þrotabús- ins eru taldar nema 720 milljónum króna. Bóndinn að Höfða borinn út. Sýslumaður Snæfells- og Hnappadalssýslu fór á þriðjudag ásamt fjölda manna að bænum Höf ða í Eyjahreppi til að gera sína aðra tilraun til að bera út bóndann þar, Sigurð Oddsson. í fyrri tilraun komu sveitungar Sigurðar í veg fyrir útburð, en að þessu sinni tókst fyrirætlun embættismannanna eftir að hurðir voru brotnar upp. Sigurður bóndi hefur staðið í deilum viö landeigendur vegna húsbyggingar sem þeir hafa nýlega reist á jörðinni. Höfði er ein af nokkrum jörðum við Haffjarðará sem er í eigu dánarbús Thors R. Thors og var lögfræðingur búsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, mættur á staðinn við útburðinn. Fréttapunktar • Strandeldisstöð íslandslax hf. (SÍS og Norðmenn) var opnuð í síðustu viku við hátíðlega athöfn, þar sem Stein- grímur forsætisráðherra Hermannsson sleppti seiðum lausum. • Fyrsta hjartaaðgerðin á íslandi hefur farið fram á Land- spítalanum. Er talið að á næstunni verði unnt að gera hér um 90% þeirra aðgerða sem annars færu fram erlendis og er einnig ráðgert að hér fari fram hjartaaðgerðir fuyrir Grænlendinga og Færeyinga. • Þrír menn hafa sótt um stöðu ríkissaksóknara, en Þórður Björnsson lætur brátt af störfum. Umsækjendur eru Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari, Hallvarður Einvarðsson, rannsóknarlögreglustjóri og Jónatan Sveinsson, saksókn- ari. LOKSINS! Það er búið að opna versiunina. LADY OF PARIS Laugavegi 84 (2. hœð) - Sími 1 28 58 hAÐBESTA KOSTAR OFT MINNST RAÐSETT VELJÍÐ ÁKLÆÐIÐ SJÁLF SVEFNSÓFAR EÐA STAKAR DÝNUR HEIMALIST HF HUSGAGNAVERSLUN SÍÐUMÚLA 23 SÍMI 84131 HELGARPÖSTURINN 39

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.