Helgarpósturinn - 24.07.1986, Side 3

Helgarpósturinn - 24.07.1986, Side 3
FYRST OG FREMST PANELUMRÆÐUR í sjón- varpinu á þriðjudagskvöld voru að mörgu leyti bráðskemmtilegar á að hlýða, ekki síst það hvernig menn voru stöðugt að ræða mál Hafskips, Gudmundar J. og Alberls — án þess þó að nefna þessa aðila á nafn. Enda var það tekið fram í upphafi þáttar að þau mál væru ekki til umræðu, heldur pólitískt siðferði. Þetta heitir víst að fara einsog köttur í kringum heitan graut og er mikil íþrótt. Víst var það skemmtilegt þegar Eiður Gudnason, þingmaður krata, dæsti mæðulega undir lok þáttarins og sagði: ,,Eg er orðinn hundleiður á því að Bandalag jafn- aöarmanna þykist vera öðruvísi en við hinir. . .“ Og þá var uppá- koman í bláendann á umræðunni ekki síður skemmtileg; þegar stjórnandinn, Ólafur Sigurðsson, kvaðst hafa haft nægan tíma til að hugsa meðan á útsendingu stóð og komist að því — þetta sagði hann barnslega hreinn á svipinn — að ef menn segðu alltaf satt og gerðu alltaf það sem þeir lofuðu og gera, gætu þeir komist framhjá mörgum skakkaföllum. Þá gall í meinhorninu Páli á Höllustöðum, þó þannig að flestir sem á hlýddu námu ekki: „Þetta sagði nú Móses líka. . LISTI Kaupþings yfir söluhæstu bækurnar í júnímánuði vekur at- hygli. Honum er sem fyrr skipt í þrennt; barna- og unglingabækur, skáldsögur og loks aðrar bækur — en það er einmitt síðastnefndi lið- urinn sem er hvað athyglisverðast- ur að þessu sinni. Af fimm sölu- hæstu bókunum eru tvær trúar- legar; Spámaðurinn eftir Kahlil Gibran — sem er þó kannski fyrst og fremst lífsspekikver — og sálmabókin (!) já, sálmabókin, svona yfir hábjargræðistímann, af öllum öðrum bókum. Og hver er nú skýringin á þessu? er vert að spyrja. Tæpast að áhugi á sálmasöng hafi aukist svona snögglega, hvað þá að kirkjusóknin hafi ágerst. Hitt er vísast að samanlagðir dálkaskrifar- ar landsins séu búnir að þurrausa Biblíuna af himneskum tilvitnunum til að nota í Hafskips- i umræðunni og þurfi nú á nýjum að halda. Og hversvegna þá ekki hendingar Hallgríms, Valdimars Briem og annarra andans jötna. Mikið liggur við. . . ÞESSA seljum við ekki dýrar en við keyptum hana. Þannig vildi til fyrir nokkru á Dagblaðinu Vísi að blaðamaður rakst á grein í þýsku blaði um knattspyrnu þar sem mikið var skrifað um skalla og afleiðingar þess fyrir knattspyrnu- menn að skalla mikið. í greininni var því haldið fram að þeir knatt- spyrnumenn sem gerðu mikið að því að skalla þjáðust af heila- skemmdum og öðrum kvillum svo sem höfuðverkjum og jafnvel að þeir töpuðu greind fyrir vikið. Þýska blaðið studdist við ein- hverjar rannsóknir, sem gerðar höfðu verið á miklum þýskum skallamönnum. Þetta þótti blaða- manni DV hin áhugaverðasta grein og tók sig því til og þýddi hana yfir á íslensku. Að því búnu fór hann yfir í íþróttadeildina, þar sem mönnum leist vel á efnið í fyrstu. Stuttu síðar fékk blaðamað- urinn hins vegar að vita að það væri ekki hægt að birta þessa grein á íþróttasíðunni. Þá fór hann með greinina í erlendar fréttir en sama sagan endurtók sig. Þýð- andinn gafst samt ekki upp. Hann reyndi næst við innlendar fréttir, en þegar aftur fór á sömu leið fóru að renna á hann tvær grímur. Hann komst svo loks að því, að þrátt fyrir góðar viðtökur hjá hverri deild, hefði alltaf verið einn eða tveir á hverri þeirra sem höfðu komið í veg fyrir að greinin birtist. Og ástæðurnar sem þessir menn höfðu; jú, þeir minntust þess að á sínum tíma var Ellert B. Schram ritstjóri DV mesti skalla- maður landsins. . . FYRIR tveimur árum birtust nið- urstöður Gallup-könnunar Hag- uangs á gildismati íslendinga, þar sem meðal annars kom fram hversu átakanlega hamingjusamir landsmenn eru, löghlýðnir og guð- hræddir. Þar var einnig innt álits á frammistöðu stéttarfélaganna og kom þar fram nokkurt vantraust almennt. í nýjasta hefti Fjármála- tíðinda vinnur Holger Torp áfram úr upplýsingum könnunarinnar meðal annars úr svörunum um stéttarfélögin og skiptir hann svar- endum eftir því í hvaða atvinnu- greinum þeir störfuðu. Spurningin var „Hversu vel eða illa finnst þér þitt stéttarfélag gæta hagsmuna þinna á vinnumarkaðinum?" í ljós kemur að hina óánægðustu var að finna í landbúnaðinum. Þannig sögðu alls 51% bænda að sitt stétt- arfélag, Stéttarsamband bœnda væntanlega og sjálfsagt einnig Framleiðsluráð landbúnaðarins, standa sig fremur eða mjög illa en aðeins 13% fremur eða mjög vel. Ekki beint góð einkunn sem þeir fá, Ingi Tryggvason, Gunnar Guð- bjartsson og Kompaní... HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR Fjöldauppsagnir Senn fer BSRB á kreik. „mja-á, mjá. . .“ - KOTTURINN TOMMI I VÆGÐARLAUSUM DV-YFIRHEYRSLUM best sem ráðin kunni. Þeir vilja fara í lögguleik DAGANA16. TIL21.JÚLÍ. í launabaráttunni. Niðri. t.a.m. Þetta er hálfgerð markasúpa, ekki satt? Valdimar Valdimarsson, þjálfari 2. deildar liðs Skallagríms í fótbolta „Jú, jú, dálítil. Við höfum fengið á okkur ein 63 mörk, að vísu í 11 leikjum." Hvernig stendur á því að ykkur hefur vegnað svona illa? „Það er engin einhlít skýring á því, það er frekar eitt og ann- að til samans. Þó má fyst og fremst nefna að nánast allt liðið frá í fyrra er horfið eftir góða frammistöðu síðustu 2—3 árin." Eru það kannski Skagamenn sem hafa lokkað þá til sín? „Nei, nei, það hefur enginn farið á Skagann. Menn hafa ým- ist farið erlendis, í nám eða í vinnu annars staðar." Nú er þetta ungt lið og nánast hið sama og spilar ágætlega í öðrum flokki. „Já, þetta eru svo til sömu strákarnir. Þeir eru búnir að spila tvo leiki í öðrum flokki og unnið þá báða, hafa skorað 6 mörk en fengið á sig 3. Það er staðreynd að við erum í markmanns- hallæri, sá sami er í markinu í öðrum flokki og í meistaraflokki og hann er aðeins 16 ára gamall, hefur hvorki mikla burði né reynslu." Segðu mér, er mórallinn ekki orðinn nokkuð slæm- ur? „Nei, nei, alls ekki. Menn eru ákveðnir í að standa sig, að klára mótið og halda haus. Við gerum okkur alltaf vonir um að vinna leik, auðvitað gerum við það. Við erum ekkert að missa móðinn." Hvað með Borgnesinga almennt. Einhver sárindi út í ykkur? „Heimafólk hér er almennt á því að standa á bak við liðið hvað sem á gengur. Nei, það eru engin sárindi út í liðið." Hvernig er háttað aðstöðunni til íþróttaiðkunar? „Við erum með malarvöll hérna og það verður að segjast að sú aðstaða sem við höfum frá hendi hreppsins er ekki góð. Það vantar alveg búningsaðstöðu við völlinn og auðvitað væri betra að hafa grasvöll. Núna er t.d. malarvöllurinn ein drulla eftir rign- ingarnar." Þú nefndir að liðið frá í fyrra væri horfið. Hvað er hægt að gera til að halda í menn? „Það þarf náttúrlega að skaffa mönnum vinnu hérna og það bætir ekki úr að menn þurfi að fara hingað og þangað í nám. Og það þarf vitaskuld að bæta aðstöðuna. Aðkomumenn vilja auðvitað spila á grasi." Þið hafið tapað öllum leikjunum ykkar. En hvenær komust þið næst því að sigra? „Það var hér, á móti Einherja. Við töpuðum leiknum 1:3, en staðan var 1:0 fyrir okkur þegar 17 mínútur voru eftir og 1:1 þeg- ,ar 10 mínútur voru eftir. Það má síðan nefna varðandi leikinn á sunnudag, sem tapaðist svona illa, að þótt við fengjum á okk- ur ellefu mörk, þá hefðum við með smá heppni átt að skora þrjú mörk. En það vantaði reynslu í sóknina og allt liðið. 17—19 ára strákar hafa hvorki reynslu sem dugar né líkamlegan styrk- leika. Við sáum það fljótlega, að á brattann yrði að sækja í meistaraflokki þegar flestir hinna eldri voru farnir, en við höfum lagt áherslu á að standa okkur vel í yngri flokkunum. Enda hef- ur fjórði flokkur ekki tapað leik og fimmti flokkur hefur staðið sig vel líka." Er ekki borin von að meistaraflokkurinn vinni leik í ár? Hverjum mætið þið næst? „Það þarf nú ekki mikið til að staðan breytist eitthvað; næstu liðum hefur ekki gengið neitt sérlega vel, Þrótti, KS og Njarð- vík. Næsti leikur okkar er í Njarðvík og þeim hefur ekki gengið vel, en eftir leik okkar á sunnudag er sigur þó vart inn í mynd- inni." Að lokum, Valdimar, þessi frammistaða getur varla talist sæma afkomendum Egils Skallagrímssonar, eða hvað? „Ég var reyndar búinn að minna strákana á að þeir væru af- komendur hans, en það virðist ekki hafa haft tilætluð áhrif." Annarrar deildar liði UMF Skallagríms í knattspyrnu hefur gengið af- leitlega það sem af er þessu keppnistímabili. Eftir 11 leiki af 18 hefur liðinu ekki tekist að hala inn eitt einasta stig, skorað aðeins 4 mörk en fengið á sig 63, eða nær 6 að meðaltali I leik. Ætla mætti að mórallinn væri orðinn nokkuð slæmur, en svo var ekki að heyra á þjálfaranum, Valdimar Valdimarssyni, fyrrum leikmanni hjá Breiðabliki, sem góðfús- lega veitti Helgarpóstinum viðtal. ÁRNIBJARNASON HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.