Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 24.07.1986, Qupperneq 4

Helgarpósturinn - 24.07.1986, Qupperneq 4
INNLEND YFIRSYN r eftir Friðrik Þór Guðmundsson Hvað gerist ef fleiri að- ildarfélög BSRB ákveða að vera „þæg og góð“ eins og Landssamband lögregluþjóna? T.d. toll- verðir og hafnsögu- menn? Lögregluþjónar: Dulbúin úrsögn úr BSRB Það er ekki á færi neins aukvisa að lama og liða í sundur heildarsamtök tugþúsunda einstaklinga. Þeir eru þó margir sem halda því stíft fram að þetta séu að verða örlög Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og að orsakanna sé að leita í embættisgjörðum eins manns; Þorsteins Pálssonar, fjármála- ráðherra og fyrrum framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambands íslands. „Það er greinilega stefnt markvisst að því að eyði- leggja BSRB og önnur samtök launafólks," segir formaður BSRB, Kristján Thorlacius. Tilefnið er samningsuppkast ríkisvaldsins og Landssambands lögregluþjóna. Því verður ekki neitað að staða BSRB hef- ur mjög verið að veikjast og mörg aðildarfé- lög hafa íhugað útgöngu — að fara sömu leið og kennararnir. Þegar harkaleg viðbrögð BSRB-forystunnar gagnvart samningsuppp- kastinu eru skoðuð kemur ósjálfrátt upp í hugann sýn af helsærðri veiðibráð sem hefur látið króa sig af í gildru. Fjármálaráðherra neitar því auðvitað að hann stefni markvisst að því að eyðileggja BSRB. hann setur upp sakleysissvip og segir að þvert á móti vilji hann endilega hafa einn aðila til að semja við. Það er aftur á móti erfitt að ráða í rúnir fjármálaráðherra og samningamanna hans um þessar mundir. Annars vegar er Þorsteinn búinn að fá ríkis- stjórnarheimild fyrir lagabreytingu um að BHMR fái samningsrétt og jafnvel verkfalls- rétt, hins vegar leggur hann ofurkapp á að lögregluþjónar, tollverðir, hafnsögumenn og heilbrigðisstéttir afsali sér samnings- og verkfallsrétti. Stefnuleysi eða úthugsuð sundrungarstefna? Forysta BSRB leggur nú mikla áherslu á að lögregluþjónar felli samningsuppkast samn- inganefndar sinnar. „Þetta mál er ekki ein- angrað við BSRB," segir Björn Arnórsson, hagfræðingur bandalagsins. „Það er ríkjandi tilhneiging um alla V-Evrópu að félög séu að rifa sig út úr heildarsamstöðunni. Þetta hefur verið að gerast hjá okkur og hjá ASI og öðr- um samtökum. Ef Landssamband iögreglu- þjóna samþykkir að afsala sér verkfalls- og samningarétti þá eru þeir að mínu mati að grafa sína eigin gröf og spurning hvort aðrir fylgja í kjölfarið. Þá verður auðveldara að taka af réttindi sem útilokað er fyrir einstök félög að verja. Og ef t.d. heilbrigðisstéttirnar afsala sér verkfallsrétti þá er bara tímaspurs- mál um Sókn, verkakvennafélagið Fram- sókn og svo framvegis. Þetta er ekkert einka- mál BSRB,“ sagði Björn. Afsal verkfalls- og samningaréttar er það sem hvað harðast er gagnrýnt í samnings- uppkastinu, sagt að miklar kauphækkanir séu afar dýru verði keyptar og að umrædd viðmiðunarregla sé ótraust. Fleira er tínt til; verðtryggingarákvæði í lífeyrissjóðskafla er fellt niður, einnig sérstök hálftíma auka- greiðsla fyrir útkall í yfirvinnu og þá er at- hyglisvert að í samninginn er sett undan- þáguákvæði um styttingu hvíldartíma úr 10 tímum í 8 (í síðustu samningum var hert á há- markshvíld i ljósi þess að aldurslíkur lög- regluþjóna væru styttri en annarra stétta). Og horfið hefur verið frá endurskoðun á stytt- ingu eftirlaunaaldursins. A þingi Landssambands lögregluþjóna í haust verður á dagskrá aðild sambandsins að BSRB. Fyrst verður haldið þing banda- lagsins og með öllu er óljóst á þessari stundu hvort lögregluþjónar fara út úr bandalaginu. Hinir eru þó til sem telja að nánast sé búið að ganga frá úrsögninni. Fullyrt hefur verið í eyru Helgarpóstsins að í viðræðum samn- inganefndar ríkisins og fjögurra manna nefndar lögregluþjóna hafi úrsögnina borið á góma og hún jafnvel bókuð. Hvorki tókst okkur að fá staðfestingu á þessu né neitun. A hinn bóginn sagði Sæmundur Guðmunds- son, sem sæti á í samninganefnd lögreglu- þjóna en ekki í fjögurra manna nefndinni og er andstæðingur samningsuppkastsins: „Samninganefndin átti að koma inn í viðræðurnar eftir fund fjögurra manna nefndarinnar, en einhvern veginn varð ekkert úr því og ég veit ekki hvað þar hefur verið talað um í þessu efni. Hitt er annað mál að það var óhemju mikill hraði við að skrifa undir og ég lít svo á að samningur þessi sé spor í þá átt að Landssambandið segi sig úr BSRB. Þessi samningur er dulbúin úrsögn." Atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram í næstu viku. Flestir þeir sem Helgarpóstur- inn ræddi við voru sammála um að úrslitin væru nú tvísýn og þeir voru margir sem spáðu því að líkurnar á falli hans yxu eftir því sem meira væri um hann rætt. Ekki einungis vegna fórnarinnar á verkfalls- og samnings- réttinum, heldur ekki síður vegna fordæmis- ins gagnvart öðrum. Hvað gerist ef fleiri stéttarfélög semja um að vera „þæg og góð“, svo vitnað sé til orða Einars Bjarnasonar, for- manns Landssambands lögregluþjóna? Það er vitaskuld ekki ónýtt fyrir ríkisvaldið ef í framtíðinni verður hægt að treysta á gott veður hjá lykilstéttum á borð við lögreglu- þjóna, tollverði og hafnsögumenn. Tveir síð- arnefndu hóparnir eru taldir líklegir til að fara sömu leið og lögregluþjónarnir og yrði þá mikilvægt vopn slegið úr höndum opin- berra starfsmanna; það hefur einmitt verið hvað beittast í aðgerðum þeirra að stöðva vöruinnflutning til landsins og í síðasta verk- falli voru átökin við hafnirnar og töllvöru- geymslur hvað minnisstæðust og hörðust. Möguleg úrsögn Landssambands lögreglu- þjóna er einnig krítísk vegna fordæmisins. BSRB hefur misst kennarana og rafeinda- virkjana og vitað er að ýms önnur aðildarfé- lög hafa rætt um úrsögn, — t.d. sá stóri biti Starfsmannafélag ríkisstofnana. Forysta BSRB horfir upp á samtök sín liðast í sundur og veikjast með degi hverjum. Upplausn inn- an BSRB smitar síðan út frá sér. Forystumað- ur innan raða ASÍ sagði þannig að upplausn þessi væri slæm fyrir alla launþegahreyfing- una. Það er reyndar ekki bara þessi upplausn sem getur reynst afdrifarík. Nú hafa fjöl- mennir hópar launþega horft upp á það, að ýms félög hafa verið að fá „leiðréttingar" og launahækkanir langt umfram febrúarsamn- ingana, þegar samkomulag náðist um lágar kauphækkanir til að draga úr verðbólgu. Er hægt að ætlast til þess að fjöldinn uni glaður við sitt þegar einstök félög skera sig úr og fá 10—25% launahækkanir, auk annarra sér- kjarahlunninda? Reagan og Thatcher gengur illa að bera blak af Botha Forsætisráðherra Bretlands og Bandaríkja- forseti eru bæði komin í pólitíska klípu vegna viðleitni sinnar til að halda hlífiskildi yfir stjórn Þjóðernisflokks kynþáttamis- réttissinna í Suður-Afríku. Urgur magnast í íhaldsflokknum breska gegn Margaret Thatcher forsætisráðherra, og virt blöð í London staðhæfa að Elísabet drottning búi sig undir að bjarga Samveldinu undan of- stopa járnfrúarinnar. I Washington stefnir í stórátök milli þingsins og Reagans forseta um viðskiptaþvinganir gagnvart Suður- Afríku. Fyrir rúmum áratug varð breskur forsætis- ráðherra og foringi Ihaldsflokksins, Harold Macmillan, til að boða endalok yfirráða Evrópumanna yfir Afríkuþjóðum með frægri ræðu um „vinda breytinganna" sem hann kvað leika um Suðurálfu. Frá öndverðu var ljóst að í odda myndi skerast, þegar gust- urinn næði fyrir alvöru til Suður-Afríku. Þar í landi ríkja fimm milljónir manna af evrópskum ættum yfir 26 milljónum af öðr- um kynþáttum. Afríkumenn, sem telja 21 milljón, hafa ekki einu sinni borgararétt í sínu eigin landi. Áratugum saman hafa þeir verið hraktir um landið eins og búfé að vild stjórnvalda Búa. Grónir bændur hafa verið reknir af jörðum sínum og handverksmenn úr verkstæðum og vísað í þægindalausar skúraþyrpingar á hrjóstrugustu blettum landsins. Átthagafjötrum hefur verið beitt til að halda Afríkumönnum í ánauð. Hvað eftir annað hafa þeir verið skotnir niður hundr- uðum saman, þegar uppþot hafa orðið í svertingjahverfum borganna. Alþjóðasamtök eins og Sameinuðu þjóð- irnar, Einingarsamtök Afríkuríkja og sér í lagi Samveldið hafa látið ástandið í Suður- Afríku til sín taka. Sendinefnd virðingar- manna í umboði síðasta fundar æðstu manna Samveldislandanna var stödd í Pre- toria í vor, þegar Botha forseti gaf her og lög- reglu frjálsar hendur til að handtaka menn og fangelsa að vild án dóms og laga og inn- leiddi stranga ritskoðun á öllum frásögnum af aðförunum. Fyrir þessari nefnd virðingarmanna var Malcolm Fraser, fyrrum forsætisráðherra stjórnar íhaldsmanna í Ástralíu. Fraser gerði í síðustu viku grein fyrir því á síðum Interna- tional Herald Tribune, hvers vegna hann og nefndin öll komst að þeirri niðurstöðu, að umheiminum beri að beita efnahagslegum þvingunaraðgerðum til að koma vitinu fyrir ráðandi öfl meðal hvíta minnihlutans í Suð- ur-Afríku. Viljayfirlýsingar Botha forseta um fráhvarf frá stefnu kynþáttaaðskilnaðar og misréttis hafa reynst þýðingarlitlar, vegna þess að bæði innan stjórnar hans og meðal Búa al- mennt hafa þeir undirtökin, sem ekki taka í mál að komið verði á lýðréttindum allra án manngreinarálits. Raunverulegir leiðtogar Afríkumanna sætta sig ekki við samninga- umleitanir, þar sem jafnrétti er útilokað frá öndverðu. Því ríkir sjálfhelda og átök magn- ast. Fraser vitnar í ráðherra í Pretoria, sem gaf til kynna að með því að skjóta nógu marga unga Afríkumenn mætti sem hægast koma á aftur fyrra ástandi í landinu. Við þessar aðstæður ríður á að vestræn ríki komi til liðs við forustu Afríkumanna með efnhagaslegum þvingunarráðstöfunum gagnvart Suður-Afríku, segir Malcolm Fraser. Það er eina leiðin til að opna augu þorra Búa fyrir alvöru málsins og afstýra því blóðbaði, sem ella blasir við. Eins og nú horf- ir stefnir beint í borgarastyrjöld, sem staðið gæti í áratug eða meira, og þá fyrst hefðu kommúnistaríki aðstöðu til að seilast til áhrifa í Suður-Afríku með vopnasendingum til Afríkumanna. Fraser er þungorður í garð Reaganstjórn- arinnar í Washington fyrir að láta glepjast af refjum stjórnarinnar í Pretoria. Nú er svo komið að leyniþjónustur Bandaríkjanna og Suður-Afríku halda í sameiningu úti skæru- her gegn Angólastjórn. UNITA-menn undir forustu Jonas Savimbi hafa á sínu valdi hluta járnbrautarinnar frá Zambíu til sjávar í Angóla, og gera þannig Zambíumenn háða samgöngum um Suður-Afríku. Sama hlut- verki í þágu efnahagsófriðar Suður-Afríku- stjórnar gegn nágrannaríkjunum í norðri gegnir skæruher sem hún heldur úti í Mós- ambik. í breska íhaldsflokknum gengur nú maður undir manns hönd í viðleitni til að sveigja Margaret Thatcher frá algerri andstöðu við þvingunaraðgerðir á móti gagnvart Suður- Afríku fyrir fund æðstu manna nokkurra samveldislanda 2. ágúst. Fyrrverandi ráð- herrar eins og Heath, Pym og Brittan ganga þar hreint til verks, en vitað er að Howe utan- ríkisráðherra og Whitelaw, staðgengill for- sætisráðherra, beita sér bak við tjöldin. í Ottawa sagði Mulroney forsætisráðherra eftir Magnús Torfa Ólafsson Thatcher, að Kanadastjórn myndi ákveða þvingunaraðgerðir á eigin spýtur, ef sú breska skærist úr leik, og Hawke, forsætis- ráðherra Ástralíu, varar við að Samveldið leysist upp, láti breski forsætisráðherrann sér ekki segjast. í Washington gerir þingheimur sig líkleg- an til að taka ráðin af Ronald Reagan forseta í mótun stefnu gagnvart Suður-Afríku. Þegar í vor samþykkti Fulltrúadeildin með yfir- gnæfandi meirihluta ályktun um algert bann á viðskipti við landið. Eftir sumarhlé á þingstörfum tekur Öld- ungadeildin málið til meðferðar. Reagan for- seti fór í sjónvarpið í fyrrakvöld til að reyna að gera lýðhylli sína enn einu sinni að svipu á öldungadeildarmenn. Hét hann á þá að hrista af sér „tilfinningamótaðar skírskotan- ir“'og forðast að hagga við eðlilegum sam- skiptum við Suður-Afríku. Ræða forsetans hafði þveröfug áhrif við það sem hann ætlaðist til. Richard Lugar, for- maður utanríkismálanefndar Öldungadeild- arinnar og flokksbróðir forsetans, kunngerði að hann væri með í smíðum frumvarp um bindandi ákvörðun um hömlur á viðskipti og samskipti við Suður-Afríku. Er talið að þar verði meðal annars ákvæði um frystingu inn- stæðna suðurafrískra aðila í bandarískum bönkum, sviptingu lendingarréttar fyrir suð- urafrískar flugvélar í Bandaríkjunum og bann við veitingu landvistarleyfa fyrir Suð- ur-Afríkumenn til skemmti- og viðskipta- ferða um landið. Fréttaritari BBC í Washington hefur eftir íhaldssömum öldungadeildarmönnum, að þeir séu þess fullvissir að frumvarpið sem frá Lugar kemur verði samþykkt, með svo mikl- um meirihluta að ekki verði viðlit fyrir for- setann að ónýta það með beitingu neitunar- valds. Öldungadeildarmönnum þykir skjóta skökku við, að Reagan skuli brýna fyrir þeim að viðskiptaþvinganir gagnvart Suður-Afríku séu bæði rangar og tilgangslausar. Að hans sjálfs áeggjan hafa þeir sett algert bann á við- skipti við Lýbíu og Nicaragua og tekið upp víðtækar viðskiptaþvinganir gagnvart Pól- landi. 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.