Helgarpósturinn - 25.09.1986, Qupperneq 2
UNDIR SOLINNI
Kvöl meö listamanni
Við grípum hér nibur í mennirigarþátt
sjónvarpsins á sunnudögum: Kvöl með lista-
manni. Jónas Jónsson rœðir við Magnús
Þórðarson hljómlistarmann. Jónas er
klœddur í dökkan jakka með einföldu sniði,
grœnt bindi við og gleraugu frá Sviss. Magn-
ús er í hvítum jakka með marglitum rákum,
funað hár og sólgleraugu við. Þeir eru mjög
kasjúel.
Jónas: — Hvernig byrjaði þetta? Ég meina,
hvenær fékkstu áhuga fyrir tónlistinni?
Listamaður: „Tja, hvað skal segja.. . Ég er
auðvitað úr Keflavík. Maður fékk þetta í
blóðið...“
Jónas: — Meinarðu að þú hafir orðið fyrir
áhrifum af Keflavíkurútvarpinu?
Listamaður: „Það er hart að admitta það,
en náttúrlega var Kanaútvarpið inspírasjón.
Já, ég myndi segja það.“
Jónas: — En víkjum að öðru: Hvenær kom
þín fyrsta plata út?
Listamaður: „Það var 1969. Lúlli í Limbó,
Siggi og Addi í Blómabörnunum og ég kom-
um saman í stúdíó og hljóðrituðum „A ban-
anahýðinu". Hún sló strax í gegn.“
Jónas: — Hafðirðu búist við að Banana-
hýðið myndi verða svona vinsæl?
Listamaður: „Nei, ja, það er að segja jú, ég
vissi auðvitað að þarna var gott stöff á ferð-
inni en að Bananahýðið yrði þjóðarsössex,
vissi ég náttúrlega ekki. Það er að segja
svona þjóðarplága, hahahaha!!!"
Jónas: — Já. En víkjum að öðru: Þú fórst
síðar í Slökkviliðið?
Listamaður: „Já, ég gerði það. Okkur lang-
aði til að gera eitthvað annað en þetta hefð-
bundna popp, svo við bjuggum til svona al-
þýðlegt band með partísöngvum, ef ég má
kalla það því nafni. Sándið byggðist mikið á
bakkvojsi og stuði.“
Jónas: — Og þá varð smellurinn „Á leið-
inu“ til.
Listamaður: „Já, já. Ég verð eiginlega að
segja frá því fyrst ég er kominn í stúdíó. Það
var sko þannig, að eitt kvöldið átti ég leið í
gegnum kirkjugarðinn gamla og þá eru
þarna grafarar í eftirvinnu og einn þeirra
raular: „Ég er á leiðinu, ég er á leiðinu." Og ég kom heim, þá samdi ég lagið eins og skot.“
mér fannst þetta rosalega gott kjú, svo þegar Jónas: —■ Hvernig væri að hlusta á lagið?
Listamaður: „Það er alveg guð vel komið.“
(Listamaður klöngrast upp úr skjanna-
bjartri gryfju og sest við hvítan flygil. Regn-
bogalína er máluð bak við listamanninn á
ljósan vegg og kemur aftan að honum, gegn-
um haus tónlistarmannsins og heldur áfram
út á flygilinn. Að loknum söng með þriggja
gripa undirleik, sest listamaðurinn aftur hjá
spyrli.)
Jónas: — En víkjum að öðru: Þú ert kom-
inn með hljómsveit sem spilar á hverju
kvöldi á skemmtistað. Og svo kemurðu fram
á tveimur öðrum stöðum á hverju kvöldi.
Segðu mér, Magnús: Hvernig ferðu að þessu?
Listamaður: „Hahahaha! Það er von að þú
spyrjir. Það eru margir búnir að spyrja mig
að þessu. En menn vita að líf okkar lista-
mannanna er stundum strembið. Ég skal
segja þér galdurinn: Ég hef alltaf leigubíl til-
búin fyrir utan staðinn, svo í pásunni þeytist
ég niður og inn í bíl og keyri í loftinu á tvo
aðra staði þar sem ég næ lagi á hvorum stað.
Og kominn aftur til baka um leið og pásan er
búinn á fyrsta staðnum. Það er stundum erf-
itt að vera vinsæll, hahahahaha!"
Jónas: — Láttu mig þekkja það. En víkjum
að öðru: Þú fórst til Rússlands?
Listamaður: „Já, það var æðislegt. Maggi,
Stína og Björgvin og þú fóru með og við
sungum þarna fyrir Rússann, manstu?"
Jónas: — Hvað kom þér mest á óvart?
Listamaður: „Fólkið. Það var svo næs og
vingjarnlegt."
Jónas: — Getur það verið?
Listamaður: „Já, það er alveg ótrúlegt, en
Rússarnir voru rosalega frendlí og um-
hyggjusamir."
Jónas: — Þá varð til Iagið „Vinir við Volgu",
ekki satt?
Listamaður: „Jú, jú. Það væri kannski við
hæfi að leika það fyrir þig?“
Jónas: — Já, þakka þér fyrir. „Vinir við
Volgu“ með Magnúsi Þórðarsyni, gjöriðisvo-
vel.
Við látum þetta nœgja að sinni, en minn-
um á Kvöl með listamanni nœsta sunnudag.
Þá mun Magnús Þórðarson rœða við Jónas
Jónsson, hljómlistarmann.
HAUKURIHORNI
mtímsm
Maðurinn
með
hamarinn
2 HELGARPÓSTURINN