Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 8
Um nokkurra ára skeid hefur þuí
verid haldid fram í þröngum hópi
þeirra, sem til þekkja, að Hjálpar-
stofnun kirkjunnar standi ekki und-
ir nafni afþeirri einföldu ástœðu, að
langstœrstur hluti ráðstöfunarfjár
hennar renni til allt annarra hluta
en hjálparstarfs og þróunaraðstoð-
ar. Eftir könnun á starfsemi stofnun-
arinnar og reikningum hefur HP
komist að þeirri niðurstöðu, að
kostnaður við rekstur skrifstofunn-
ar, laun, rekstur bifreiða, ferðalög,
safnanir, kynningarstarf og frakt,
ásamt fleiru og fleiru, nemi einhvers
staðar á bilinu 70—80% af ráöstöf-
unarfénu. Dœmi er um ár, þar sem
innan við 10% af söfnunarfé lands-
manna komst í hendur bágstaddra.
ÓNÁKVÆMIR
ÁRSREIKNINGAR
Við athugun á ársreikningum
Hjálparstofnunarinnar kemur í ljós,
að lesa þarf á milli línanna til þess
að fá rétta mynd af ráðstöfun fjárins
og uppruna þess. Þannig eru t.d.
fjármunir frá Alkirkjuráðinu í Genf
skráðir í sömu tölu og innlent söfn-
unarfé. Svo vill hins vegar til, að
þessir peningar runnu til Hjálpar-
stofnunarinnar eingöngu til kaupa á
matvælum. Rekstrarkostnaður er
settur undir hina ýmsu liði í árs-
reikningunum, en slíkan kostnað er
m.a. að finna í ósundurliðuðum töi-
um eins og t.d. ,,til Eþíópíu".
Bókhaldsdæmi af þessu tagi eru
mörg.
Þá hefur HP tryggar heimildir fyr-
ir því, að iaun starfsmanna, risna,
ferðakostnaður þeirra og annarra,
dagpeningar og fleira hafi verið og
sé svo slælega skráð, að nær
ómögulegt sé að gera sér grein fyrir
heildarkostnaði af slíku. Þó er vitað,
að þessi kostnaður er mjög mikill og
hótelreikningar oft frá dýrum hótel-
um.
ATHUGASEMDIR
ENDURSKOÐENDA
Þessi óreiða í bókhaldi Hjálpar-
stofnunarinnar er ekki ný af nálinni.
Að lokinni endurskoðun á ársreikn-
ingi fyrir árið 1982 gerði Lárus Hall-
dórsson, endurskoðandi stofnunar-
innar, mjög ákveðnar athugasemdir
við bókhaldið og gerði jafnframt til-
lögur um eftirlitskerfi, þar sem girt
væri fyrir hvers kyns hugsanlega
misnotkun á fjármunum til ferða-
laga, lánveitinga og styrkja. Ekki
hefur verið farið hátt með þessar at-
hugasemdir og eru þær á fárra vit-
orði.
I tillögum sínum gerir Lárus m.a.
ráð fyrir að færðar verði tvær að-
skildar bækur í bókhaldi Hjálpar-
stofnunarinnar, önnur greini frá öll-
um styrkjum og lánveitingum og í
hina verði færður allur kostnaður
við ferðalög. Hver færsla í styrkja-
bókina ætti að vera númeruð og á
móti ætti að koma móttökukvittun,
sem jafnframt væri númeruð. Til-
greina ætti nöfn þeirra sem þægju
styrki, upphæðin yrði tilgreind og
dagsetning færð. í ferðabókina
skyldi færa allar ferðir sem farnar
væru á vegum Hjálparstofnunarinn-
ar og þá skipti ekki máli hvort ferðin
væri vegna sérstakra verkefna eða
almenns eðlis. í henni ætti að koma
fram hver eða hverjir fóru, hvert var
farið, hversu lengi ferðin stóð og til
hvers var farið. Auk þess tók Lárus
skýrt fram að upphæðir fargjalda,
dagpeninga og annars kostnaðar
ætti að koma skýrt fram í þessari
bók og kostnaður vegna þessara
liða skýrt afmarkaður.
Lárus Halldórsson endurskoðandi
gerði kurteislega en jafnframt mjög
ákveðna kröfu um að farið yrði að
þessum tilmælum hans strax og
reyndar hefur HP heimildir fyrir því
að Lárus hafi tiltekið að styrkjabók
og ferðabók yrðu færðar frá 1. jan-
úar 1983. í samtali við HP sl. þriðju-
dag neitaði Guðmundur Einarsson,
framkvæmdastjóri Hjálparstofnun-
arinnar, hins vegar að þessar bækur
væru til hjá stofnuninni.
Framkvæmdastjórinn hefur þá
annað hvort alls ekki farið að þess-
um tilmælum endurskoðandans, en
þau eru einungis hluti af þeim at-
hugasemdum sem hann gerði við
ársreikninginn 1982, eða þá ekki
viljað láta koma fram að hann gæti
með auðveldum hætti flett upp og
svarað spurningum HP.
TRÚNAÐARBRESTUR VIÐ
GEFENDUR
I áðurnefndu samtali HP við Guð-
mund, neitaði framkvæmdastjórinn
að sundurgreina einstaka þætti þró-
unar- og neyðaraðstoðar. Hann neit-
aði því hins vegar ekki, að t.d. undir
liðnum ,,til Eþíópíu" væri að finna
ferðakostnað starfsmanna Hjálpar-
stofnunarinnar og ýmsan annan
kostnað, sem erfitt er að flokka und-
ir beina þróunarhjálp.
Samkvæmt heimildum HP, hefur
slík sundurliðun á einstökum verk-
efnum stofnunarinnar aldrei verið
lögð fyrir aðalfund hennar og marg-
ir af viðmælendum HP drógu í efa
að þesskonar könnun á því í hvað
fjármunir Hjálparstofnunarinnar
hefðu í raun farið, hefði nokkurn
tímann verið gerð. Slíkt verður að
teljast alvarlegur trúnaðarbrestur
gagnvart þeim sem gefa fé til Hjálp-
arstofnunarinnar og það er fáheyrt
á Vesturlöndum að samskonar
stofnanir gefi ekki út nákvæma og
sundurliðaða reikninga fyrir hvert
einstakt verkefni eftir hvert starfsár.
Þrátt fyrir viðkvæði Guðmundar
um að hér væri um trúnaðarmál
stofnunarinnar að ræða hefur HP
sent stjórn Hjálparstofnunarinnar
og endurskoðanda hennar bréfleið-
is 54 af þeim spurningum sem vökn-
uðu er ársreikningar stofnunarinn-
ar voru skoðaðir. Enn sem komið er
hefur ekkert svar borist.
GJAFIR METNAR TIL FJÁR
I ársreikningum Hjálparstofnun-
arinnar er beitt ýmsum aðferðum,
sem halda hlutfalli rekstrarkostnað-
ar niðri. Matvæli og aðrar gjafir sem
sendar eru til hungursvæða eru t.d.
metnar til fjár og með því fengin
upphæð, sem samkvæmt heimild-
um HP er oft á tíðum langt yfir
markaðsverði þessara gjafa. Þannig
var t.d. afrakstur fatasöfnunar á ár-
inu 1984 metinn á milljónir króna
og niðurgreitt mjókurduft, sem
stofnunin keypti af Mjólkursamsöl-
unni, er fært inn og út af reikningum
Hjálparstofnunarinnar á íslensku
framleiðsluverði.
Þegar HP innti Guðmund Einars-
son, framkvæmdastjóra, eftir því
hvaða aðferðum Hjálparstofnunin
beitti við að meta notuð föt til fjár,
sagði hann, að til þess væri notaður
alþjóðlegur staðall sem beitt væri af
hjálparstofnunum um allan heim.
Hann væri þannig fenginn, að verð
á ódýrasta, nýjum og sambærileg-
um fatnaði, sem fáanlegur væri á
markaönum, væri lagt til grundvall-
ar við verðútreikninga á fatasend-
ingum.
Þegar HP bar þetta undir menn,
sem vel þekkja til hjálparstarfs með-
ai annarra þjóða, kváðu þeir Guð-
mund fara með staðlausa stafi. Ekk-
ert væri til, sem kalla mætti alþjóð-
legan staðal til að verðleggja notuð
föt hjá hjálparstofnunum erlendis,
enda hefðu nær allar slíkar stofnan-
ir fyrir löngu hætt fatasendingum til
Þriðja heimsins. Þær nýttust þeim
hjálparþurfi að takniörkuðu leyti og
því hefðu þessar stofnanir snúið sér
að árangursríkari verkefnum.
AFDRIF SÖFNUNAR-
FJÁRINS
Viðmælandi HP, sem setið hefur
aðalfundi Hjálparstofnunarinnar,
sagði að samkvæmt þeim reikning-
um sem þar væru lagðir fram, næmi
neyðar- og þróunarhjálp erlendis á
bilinu 60—70% af tekjum stofnunar-
innar. Á árinu 1984 hefði þessi liður
t.d. numið 71% af tekjunum. Sam-
kvæmt heimildum HP hafa stjórnar-
menn stofnunarinnar ekki véfengt
þessar tölur og framkvæmdastjór-
inn hefur aldrei verið krafinn um
nánari útlistanir á því hvers eðlis
þetta 60—70% framlag af tekjunum
er.
Þar sem hlutfall erlendrar aðstoð-
ar, eða „ráðstafað erlendis" eins og
það heitir í ársreikningunum, er
mjög hátt árið 1984 skulum við
staldra aðeins við það ár.
Þetta ár var ráðstafað erlendis,
samkvæmt ársreikningi, rúmum 34
milljónum króna. Ef frá þeirri upp-
hæð eru dregin framlög Alkirkju-
ráðsins til matvælakaupa hérlendis
(enda var Hjálparstofnunin einungis
umboðsaðili í þeim viðskiptum), um
9 millj. kr„ og „metið verðmæti
gjafa“ (sem þetta ár var að stórum
hluta notuð föt, frímiðar með flugfé-
lögum og afsláttur af frakt), um 20
miilj. kr„ standa eftir rúmar 5 millj-
ónir króna. Ríkissjóður lagði fram
1.5 millj. kr. árið 1984 vegna hung-
urs í heiminum og þegar sú upphæð
hefur verið dregin frá standa eftir
rúmar 4 millj.kr. Undir liðinn „ráð-
stafað erlendis" er einnig færður
launakostnaður, um 1 millj. króna,
og kostnaður vegna alþjóðaráð-
stefnu Alkirkjuráðsins, sem reyndar
var haldin hérlendis, rúmar eitt
hundrað þúsund kr. Að þessum lið-
um frádregnum standa eftir rúmar
2.5 millj. kr. sem varið er af inn-
lendu söfnunarfé til aðstoðar í þró-
unarlöndunum.
Eins og fram hefur komið hér að
framan hefur Guðmundur Einars-
son, framkvæmdastjóri stofnunar-
innar, staðfest það í samtali við HP
að undir liðum eins og t.d. „til
Eþíópíu" og „til Póllands" sé að
finna öll fjárútlát til þessara verk-
efna undir einum hatti — hvort sem
um er að ræða beina aðstoð eða
kostnað vegna undirbúnings, kynn-
ingar eða fundahalda vegna þeirra.
Því er óhætt að gera ráð fyrir því að
eitthvað af þessum 25 millj. króna af
íslensku söfnunarfé, sem varið var
erlendis, hafi farið í kostnaðarliði
sem ekki er hægt að flokka undir
neyðar- eða þróunarhjálp.
Samkvæmt heimildum HP fóru
innan við 10% af innlendu söfnun-
arfé, sem ráðstafað var á árinu 1984,
til beinnar neyðar- og þróunarhjálp-
ar. Alls var á þessu ári ráðstafað um
15 milljónum kr. (um 23 millj. kr. á
núvirði) af innlendu söfnunarfé og
samkvæmt heimildum HP hefur því
um 13,5 milljónum kr. (um 20 millj.
kr. á núvirði) af því verið varið í
Nýlokið er við að dreifa hvítum pennum og gíróseðlum f hvert hús á landinu, og fylgir
með þessu bréf frá stjórnarformanni og framkvaemdastjóra. I því er ekki minnst einu
orði á þær framkvæmdir, sem verið er að safna fyrir að þessu sinni.