Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 12
TILFINNINGAÞRUNGNAR UMRÆÐUR UM
hvað það er sem fólk vill endurskoða. Ég
hef ekkert heyrt um sérstaklega tilgreind
atriði, en hins vegar heyrt um frekar til-
finningaþrungnar umræður um einhvers
konar endurskoðun. Ég lít svo á að varnar-
samningurinn hafi reynst mjög vel þessi 35
ár. í samningnum eru ákvæði um viðræður
um mögulegar nauðsynlegar breytingar ef
vandkvæði koma upp á sérstökum sviðum,
en ég tel að mál sem snerta ekki samning-
inn beint, eins og t.d. hvalamálið, megi ekki
leiða af sér ótímabærar kröfur um endur-
skoðun samningsins. Að mínu viti leysir slíkt
engin vandamál."
. En getur þú á þessari stundu ímyndad
þér einhverjar þœr kringumstœdur sem
leiddu til brottfarar varnarliösins?
„Nei, ég sé ekki fyrir mér slík vandkvæði
sem yrðu til þess að varnariiðinu yrði gert
að fara héðan. Ég sé ekki fyrir mér að
ástandið í heiminum breytist næstu árin á
þann hátt að nægilega friðvænlega horfi
eða að öruggur stöðugleiki komist á. Það er
að því er ég fæ best séð ansi iangt í land
með það. Sovéska stórveldið er mjög harð-
snúinn andstæðingur."
Bandarískir þingmenn rœda þad gjarnan
hversu allar framkvœmdir hér eru dýrar
þegar útgjöld til varnarmála eru á dagskrá.
Hvernig skyldi standa á því?
„Varnarmálaútgjöld í Bandaríkjunum eru
alltaf undir sérstakri smásjá og pólitískum
þrýstingi. Það hefur þó dregið úr kvörtunum
varðandi stöðina hér eftir því sem þing-
mennirnir hafa áttað sig á hinum sérstöku
aðstæðum og kynnst því hversu mikia
gæðavinnu er um að ræða. En auðvitað
reynum við ávallt að draga úr öllum kostn-
aði.“
Einmitt med þetta síöasta í huga: Nú eru
íslenskir aöalverktakar nánast meö einokun
á framkvœmdum fyrir herinn. Heldur þú aö
þiö fáiö nógu góö tilboö í verkin?
„Já, við semjum við íslenska aðalverk-
taka. Þetta gengur ekki þannig fyrir sig að
íslenskir aðalverktakar rukki okkur einhliða'
og að við segjum gott og vel. Við eigum við
þá samningafundi og við semjum af hörku
við þá allt árið. Við gerum nokkurn greinar-
mun á verkefnum eftir umfangi og áhættu
og semjum í samræmi við það. Okkur finnst
þar að auki að kostnaður hafi farið nokkuð
niður á við hvað smærri framkvæmdir varð-
ar, þannig að ég er nokkuð ánægur með
hlutina eins og þeir eru í dag.“
Þú nefndir tilkomu flugsveitar frá
Hollandi. Telur þú œskilegt aö önnur NATO-
lönd taki enn frekari þátt í vörnum íslands
eöa telur þú œskilegra aö varnarliöiö sé í
grundvallaratriöum frá einu landi?
„Eg tel það mjög mikilvægt að önnur
NATO-lönd taki þátt í þessu. Samskiptin á
friðartímum eru áríðandi, því ef til stríðs
kemur þá höfum við fordæmin um vinnu-
brögð og annað. Hinir ungu undirforingjar
dagsins i dag þurfa að kynnast hverjir öðr-
um, því þeir koma til með að gerast yfirfor-
ingjar í framtíðinni og þá er gott að þeir
þekkist — það auðveldar öll samskipti. Þetta
felur vitaskuld í sér styrkleika."
Að lokum. Margir Islendingar hafa af því
áhyggjur aö ef til kjarnorkustyrjaldar komi
veröi herstöðin hér og tengd svœöi líkleg
skotmörk. Eru slíkar áhyggjur réttlœtanlegar
aö þínu mati?
„í fyrsta lagi efast ég um að til kjarnorku-
styrjaldar komi. Ég hygg að hvorugur aðil-
inn vilji leggja út í slíkt. Ef til þess kæmi á
hinn bóginn að kjarnorkustríð skylii á um
heim allan þá er Ííklegt að ísland yrði
einnig fyrir skoti. En ég myndi þó halda að
Sovétmenn hugsuðu ájaeim línum, að ef
þeir sendu sprengju á Island stæðu þeir að
eilífu frammi fyrir andúð og hatri íslensku
þjóðarinnar. Ég myndi halda að þeir hefðu
meiri áhuga á því að geta í framtíðinni átt
einhver samskipti við Island og því ekki fýsi-
legur kostur að gera kjarnorkuárás á landið.
Þeir hafa líka önnur tiltæk ráð, hersveitir,
hefðbundin vopn, sérstakar innrásarsveitir
og svo framvegis. En svo fremi sem við get-
um gripið til skjótra aðgerða á spennusvæð-
um þá erum við rólegir."
„Eg er meö nokkuö handa þér," sagöi Ed
Anderson aömíráll og rétti blaðamanni
þykkan og vandaðan bœkling. „Ekki veit ég
hvort þú hefur séö þetta, bœklingurinn heit-
ir „Soviet military power" og þaö er Varnar-
málaráöuneytiö okkar sem gefur hann út.
Þetta er 1986 útgáfan, þú fœrö þarna allar
tölurnar. Ég kalla þetta „Horseshit and gun-
smoke about the Soviet" (hestaskítur og
byssureykur um Sovétríkin)."
Viömœlandi Helgarpóstsins er Edwin K.
Anderson, aðmíráll og tuttugasti í röö þeirra
œöstu yfirmanna sem stýrt hafa Keflavíkur-
herstööinni frá byrjun. Hingað til lands kom
Anderson 1. febrúar 1985 — af skrifstofu
bandaríska Herforingjaráösins (Joint Chiefs
ofStaff).
Ed Anderson hefur notað tímann vel þau
tæplega tvö ár sem hann hefur verið hér.
Fyrir aftan skrifborð hans má líta stórt kort
af íslandi, þar sem hann hefur merkt við þá
staði sem hann hefur ferðast tii. „Ég hef
reynt laxveiðina, veiddi 6 stykki í ár. í fyrra
náði ég einum átján pundara í Laxá í Kjós,
húkkaði hann reyndar í magann! Það tók
mig þrjá og hálfa klukkustund að landa hon-
um. Það var auðvitað skemmtilegt eftir á,
en ömurlegt þæ til hann kom á landl"
Hefur þú gertþér far um aö smakka á ís-
lenskum mat? Eg nefni til dœmis hvalkjötiö
okkar — viljandi auövitað.
„Já, ég hef smakkað hvalkjötið — í tvö
skipti reyndar. Ekki heid ég nú að ég vildi
borða hvalkjöt á hverjum degi! Maður þarf
tíma til að venjast þessu sérstaka bragði."
Undanfarið höfum viö upplifaö nokkra
spennu í samskiptum Islands og Bandaríkj-
anna, vegna hvalamálsins, Rainbow-málsins
— sem nú kann aö vísu að leysast — og
annarra mála. Valda þessi mál þér áhyggj-
um, séröu fyrir þér möguleikann á því aö
samskiptin kunni að fara versnandi?
„Áhyggjufullur, já, því þegar tvær lýð-
ræðisþjóðir með sameiginleg hagsmunamál
og ianga reynslu af góðum samskiptum
lenda í þeirri aðstöðu að eiga í deilu hvor
við aðra, þá hlýtur maður að hafa áhyggjur.
En svo fremi sem við höldum áfram
samningaumleitunum, að ræða málin og
leita lausna sem koma til móts við þarfir
beggja þjóða, þá ganga hlutirnir og árangur
næst. Ég hygg að ef annar aðilinn dregur
línu og segir: „Ef þú ferð yfir línuna ertu
búinn að vera" þá sé verið að gera mistök.
Því við viljum auðvitað að hægt sé að vinna
að lausn mála. I lýðræðisþjóðfélagi mega
auðvitað allir segja það sem þeim iiggur á
hjarta og það getur stundum ýtt undir til-
finningasemi og aukið á erfiðleikana. Og
menn hafa áhyggjur, en nýlega gerðist það
sem eykur á bjartsýnina, að það náðist sam-
komulag um sjóflutninga fyrir varnarliðið."
Burtséö frá hinni pólitísku deilu í tengsl-
um viö mál þessi, hvernig hefur samskiptum
milli Islendinga og Bandaríkjamanna á Vell-
inum veriö háttaö að undanförnu? Hefur þú
oröið var viö einhverjar breytingar og áhrif
af deilum þessum?
„Nei. Við höfum hér fjölmarga ísiendinga
við störf og ég veit ekki um nein tilvik þar
sem vandamál hafa komið upp vegna þess-
ara mála. Svo má spyrja hvort landar mínir
hér hafi af þessu áhyggjur, hvort þeir óttist
einhverjar refsiaðgerðir eða takmarkanir og
ég verð ekki var við það. Okkar fólk er önn-
um kafið við störf sín og telur atvik sem
þessi nokkuð sem alltaf getur átt sér stað í
iífinu og að unnið sé að lausn mála. Ég hef
ekki orðið var við viðhorfsbreytingu gagn-
vart íslandi eða íslendingum."
Hvaö meö móralinn almennt gagnvart ís-
landi hjá hermönnum og fjölskyldum þeirra,
meö hliösjón af því að fólk er nokkuö ein-
angraö viö vallarsvœöiö?
„Ég hef kynnst því að mórallinn er mjög
Edwin K. Anderson aömlráll og stjórnmálafræðingur. Sérstakur unnandi safns Einars Jónssonar. Hefur séö
Land míns föður og hafði ánægju af. Húkkaði einn átján pundara I magann I Laxá I Kjós...
góður hvað þetta varðar. Einhleypingar sem
hingað koma dvelja hér í eitt ár, en fólk sem
kemur með fjölskyldu sína dvelst hér í tvö
ár. Það eru fjölmargir sem fara fram á að
vera áfram í 6 mánuði, eitt ár og jafnvel tvö.
Svo margir reyndar að nýlega fórum við
fram á að iengja herþjónustuna hér úr ári í
átján mánuði fyrir einhleypinga og úr tveim-
ur í tvö og hálft ár fyrir fjölskyldufólkið.
Þetta sparar stjórnvöldum pening og gefur
af sér meiri stöðugleika. Þegar fólk hefur
komist í gegnum fyrsta mánuðinn hér og
jafnað sig á „menningarsjokkinu" fer það að
líta í kringum sig og kynnist fegurð landsins,
hversu Reykjavík er aðiaðandi borg og
hversu mikið hægt er að gera. Dátarnir eru
ekki úti á rúmsjó 6—8 mánuði ársins, heldur
á heimilislegum stað hér á Kefiavíkurflug-
velli. Og þó vindurinn blási vissulega kröft-
uglega á köflum hafa flestir ánægju af dvöl-
inni hér.“
Varnarliöiö hefur undanfarna mánuöi og
ár staöiö fyrir talsveröri uppbyggingu og
endurnýjun hjá sér. Ég nefni t.d. olíugeym-
ana, Helguvtkurhöfn, nýju F-15 herþoturnar
og nýju radarstöövarnar. Er hlutverk og eöli
stöövarinnar og varnarliðsins eitthvað aö
breytast að þínu mati?
„Við erum að færa okkur til nútímahorfs,
má segja. Á þvi sviði höfum við ekki gert
mikið um árabil og vegna þess hafa vand-
kvæði komið í ljós — á mörgum sviðum.
Það kom síðan að því að ríkisstjórnir landa
okkar og Atlantshafsbandalagið komust að
niðurstöðu um æskilegar aðgerðir. Þannig
að með þessum framkvæmdum erum við að
færa hlutina til nútímahorfs — og styrkja
okkar stöðu gagnvart Sovétríkjunum."
Nánar; eftirlitshlutverk herstöövarinnar, er
þab aö breytast?
„Verkefnið er hið sama. Annars vegar eru
það flugvarnirnar, þar sem við leitumst við
að fyrirbyggja loftárásir á ísland og skipa-
leiðir á N-Atlantshafi og hins vegar eru það
aðgerðir gegn kafbátum; að fyrirbyggja árás
sovéskra kafbáta á skip og halda þeim eins
norðarlega og kostur er."
Skoðanakannanir benda til þess aö tveir
af hverjum þremur Islendingum vilji áfram-
haldandi veru varnarliösins hér og aö 80%
vilji vera áfram í NATO. Þó hefur veriö rœtt
um endurskoöun á varnarsamningnum í
Ijósi nýlegra deilumála. Sérö þú fyrir þér
sem möguleika að Bandaríkin yfirgefi her-
stöðina á Islandi einhvern tíma í náinni
framtíð?
„Niðurstöður þessar sem þú nefndir voru
mér að sjálfsögðu gleðiefni. Stöðin hér er
óumdeilanlega NATO-stöð og við Banda-
ríkjamenn erum frekar eins konar umsjónar-
menn. Nú höfum við hér sveit frá Hollandi,
hér eru þrír skiptiforingjar frá öðrum NATO-
löndum og hinn fjórði væntanlegur frá
Noregi, en hinir eru frá Kanada, Danmörku
og Hollandi. Samskiptin við hersveitir
annarra NATO-landa eru mikil og það er
óhætt að fullyrða að NATO hafi átt vel-
jengni að fagna þessi 37 ár. Hvað varðar
umræður um endurskoðun á varnarsamn-
ingnum, þá á ég erfitt með að átta mig á því
Helgarpósturinn ræðir við Ed Anderson
aðmíról — yfirmann varnarliðsins ó
Keflavíkurflugvelli
leftir Friðrik Þór Guðmundsson mynd Jim Smartl
12 HELGARPÓSTURINN