Helgarpósturinn - 25.09.1986, Side 16

Helgarpósturinn - 25.09.1986, Side 16
VIL EKKERT SEGJA Á ÞESSU STIGI ÞÓRÐUR ÓLAFSSON FORSTÖÐUMAÐUR BANKAEFTIRLITSINS VILL EKKERT LÁTA FRÁ SÉR FARA UM MÁL ÁVÖXTUNAR Þórður Ölafsson forstöðumaður banka- eftirlits Seðlabankans. Á þessu stigi þögn. „Ég tel ekki rétt á þessu stigi ad láta neitt frá mér fara vardandi niö- urstödu saksóknara eda málefni Ávöxtunar" sagði Þórður Ólafsson forstöðumaður bankaeftirlitsins er HP leitaði álits hans á niðurstöðu saksóknara og ásökunum Ávöxtun- ar á hendur honum. í niðurstöðu saksóknara að aflok- inni rannsókn málsins, þ.e. viðtöku Ávöxtunar á peningum frá almenn- ingi til ávöxtunar, er vísað til bréfs lögmanns Ávöxtunar s.f. Viðars Más Matthíassonar þarsem hann skýrir m.a. frá þeirri ákvörðun forráða- manna félagsins að þeir hafi ákveð- ið að laga starfsemi félagsins að því er varðar viðtöku á peningum til ávöxtunar að þeim óskum og ábendingum sem bankaeftirlitið hafi látið frá sér fara. Ármann Reynisson kannast ekki við neinar óskir bankaeftirlitsins einsog fram kemur í viðtalinu hér á síðunni. Þá segir í bréfi ríkissaksóknara að ann- ar forsvarsmanna Ávöxtunar, Pétur Björnsson hafi sótt um leyfi til að mega reka verðbréfamiðlun í nafni félagsins. Síðan segir orðrétt: „Með vísan til þess sem að framan er rakið og að athuguðum rannsóknargögn- um, þá þykir eftir atvikum eigi efni til þess af ákæruvaldsins hálfu að láta á það reyna með útgáfu ákæru á hendur greindum forráðamönn- um, hvort greindur þáttur í starf- semi félagsins hafi verið ólögmætur og forráðamönnum refsiverður". þeir séu meiri listamenn heldur af- því að í þeim eru trygg verðmæti. Ég aftur á móti horfi til framtíðar en ekki fortíðar og er meira fyrir nú- tímamálarana. Að vísu byrjaði ég á að safna Septemhópnum, svona rétt til að byrja, en ég kaupi fyrst og fremst málverk sem ég nýt þess að horfa á. Því miður er listáhugi ekki eins algengur og þú heldur — og alltof margir í viðskiptaheiminum eru hræðilega ódannaðir og hafa þröng áhugasvið. KRISTALL OG KJÖT — En þú finnur þig í að grœða peninga og ert orðinn hluthafi í fyrirtœkjum á ólíkum sviðum? — Já, mörgum finnst skrítið að ég skuli bæði vera í kjöti og kristal, en það er ekki þannig. Ég kem bara nálægt fjármálahlið þessa dæmis og fjármálin eru alltaf eins, sama hver reksturinn er. — / hvaða fyrirtœkjum átt þú og hver er framtíðin? — Auk Ávöxtunar eigum við Pét- ur Björnsson hlut í Verslunarbank- anum, helming í Kjötmiðstöðinni, verslun og vinnslu. Þá eigum við verslun Hjartar Nielsen, sem er með kristal og postulínsvörur. Það sem er hins vegar mest spennandi er að við tökum þátt í að fjármagna og framleiða hugbúnað. Eiginlega er Ávöxtun að byggjast upp sem hluta- fyrirtæki í hring fyrirtækja og við höfum margt fleira á teikniborðinu. — Hafið þið grœtt svona á verð- bréfaviðskiptunum eingöngu? — Nei, fyrirtækið hefur verið með fjölbreyttar aðferðir við ávöxtun fjárins. Við höfum til dæmis farið út í að kaupa kreditkort, verið með kröfukaup, útflutningskröfur og fleira. Margt af þessu var brautryðj- endastarf á Islandi, þó svo að önnur fyrirtæki hafi þóst byrja á þessu. Við höfum ekki verið að auglýsa hvað- eina sem við höfum verið að gera. Við kjósum að starfa í hógværð. — Sumir segja að Island sé alltof lítið fyrir þig og þú œttir að komast á stœrri peningamarkað. Ertu að hugsa þér til hreyfings? — Það er satt, mér finnst ísland afskaplega lítið og gæti þess vegna hugsað mér að fara til útlanda. En það er fólkið sem er líka oft smátt. Margir stjórnmálamenn eru t.d. ágætismenn, en þeir ættu aldrei að opna munninn um hagfræðileg mál- efni. Mér finnst vanta djörfung í unga fólkið, ég sakna frumkvæðis unga fólksins að því að takast á við ný, spennandi og skapandi verkefni. Það er margt á kafi í fortíðinni, í stað þess að horfa til framtíðar. Mér finnst ég stundum vera staddur á 19. öldinni og það á ekki síst við þegar ég kem inní suma banka. Ég er allur í framtíðinni, já allur í framtíðinni, sagði Ármann Reynisson forstjóri að lokum. annar en Bjössi litli Ltndal sem fær Þórhall Ásgeirsson til að skrifa undir þessa vitleysu án þess að kynna sér málin á nokkurn hátt. Allt eru þetta framsóknarmenn held ég og til dæmis er systir Björns Líndals gift Eiríki syni Tómasar seðlabanka- stjóra. Heldurðu að þetta sé eðli- legt? Og í þessu sambandi minnist ég þess, að fyrir þremur árum sagði Þórður Ólafsson að hann ætlaði að nota öll sín áhrif til að koma í veg fyrir slíka starfsemi. Þetta er opin- ber embættismaður, en mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds, því hvað er átt við með að nota öll sín áhrif? Gæti það verið á ríkis- stjórnarplani, en Þórður er tengda- sonur Alexanders Stefánssonar fé- lagsmálaráðherra. — Nýverið hafði forstöðumaður Verðbréfaþingsins samband við mig og þá kom í ljós að Þórður hafði aldrei tilkynnt Verðbréfaþinginu umsögn um Ávöxtun. í upphafi mót- mælti ég því við Jóhannes Norðdal að Þórður yrði sendur til að segja til um hvort Ávöxtun væri fær um að gerast aðili að Verðbréfaþinginu. Ég er lærður fagmaður á þessu sviði en hann gat ekki verið hlutlaus maður eftir það sem á undan var gengið. ÓELEGANT ÍSLENDINGAR — En niðurstaða málsins er þér þó íhag? — Vissulega er niðurstaðan sú að okkar starfsemi er lögleg og við- skiptin eru þegar farin að blómstra á ný. En það eru engin smáræðis átök fyrir fyrirtækið og mig per- sónulega að hafa verið svona nei- kvætt umfjöllunarefni í fjölmiðlum svo mánuðum skiptir. Um tíma í vet- ur varð samdráttur á viðskiptum okkar. Hver bætir mér skaðann? Réttur einstaklingsins er þverbrot- inn og þegar ég leitaði álits hæsta- réttardómara sem ég þekki, tók hann einmitt undir með mér um þetta. Grundvallaratriði réttlætisins eru ekki í heiðri höfð. Og svo sann- arlega hef ég rekið mig á að það er Nú horfir þetta öðruvísi við og ekki vildi ég vera i sporum Þórðar í dag eftir þessa niöur- stöðu. 16 HELGARPÓSTURINN ekki sama Jón og séra Jón í þessu þjóðfélagi. íslendingar eru svo óelegant í öllum samskiptum sín- um, fornaldarlegir. — En geturðu þá ekki farið í skaðabótamál? — Eftir allt þetta vil ég ekki fórna tíma, orku og peningum í slíkan málarekstur. Það borgar sig ekki. I svona málum sést einmitt hversu réttlaus einstaklingurinn er gagn- vart valdníðslu embættismanna. Ég legg mikið uppúr því að það sé jafn- ræði í viðskiptum — og eins tel ég að kerfið ætti að sýna jafnræði í samskiptum við einstaklinga. Þetta sýnir að hér sárvantar stjórnsýslu- dómstól og sérstakan umboðs- mann, ármann Alþingis. Umboðs- mann fólksins gagnvart stjórnsýsl- unni. BISSNISS ER LIST — Hefur þetta mál gengið nœrri þér persónulega? — Auðvitað og mér hefur lærst að því betur sem manni vegnar á Is- landi þeim mun hærra er reitt til höggs. Ég varð hálf niðurdreginn á tímabili vegna þessa í fyrravetur. En þá sagði ég við sjálfan mig: Ármann minn, þú verður að hressa sjálfan þig við — af hverju ferðu ekki í nýja sportgallann þinn og hleypur? Og það var einmitt það sem ég byrjaði á til að verða mér úti um orku og hressa mig við. Síðan hef ég skokk- að nokkuð reglulega og svo fer ég á skíði. — Þannig að þú lifir ekki bara fyrir peningana? — Veistu, að peningar skipta mig ekki mestu. Andlegu verðmætin hafa mest að segja fyrir mig. Ég legg mikla áherslu á að þroska mig and- lega og auk líkamsræktarinnar fer ég reglulega í leikhús og á tónleika. Ég skrepp stundum til Lundúna og svo safna ég málverkum. — Af hverju safna svo margir miklir peningamenn málverkum? — Viðskipti eru list — við bissniss- menn erum listamenn. Annars eru margir þeirra í því að safna verkum gömlu meistaranna — ekki afþví að Mörgum finnst skrítið að ég skuli bæði vera I kjöti og kristal.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.