Helgarpósturinn - 25.09.1986, Síða 24

Helgarpósturinn - 25.09.1986, Síða 24
SKAK Að spreyta sig við tölvu Tölvan er komin til valda í skák- inni eins og annars staðar. Nú eru haldin skákmót fyrir tölvur, jafn- vel heimsmeistaramót. Hver tölvukynslóðin tekur við af ann- arri, fullkomnari, fljótari, smá- vaxnari. Nú er komið svo langt, að sum flóknustu endatöfl, sem menn hafa ekki treyst sér til að glíma við, eru falin tölvum. Þær taka við og tefla töflin til enda, menn taka við niðurstöðunni hljóðir og hugsandi — án þess að skilja til fulls. I lítinn tening heimil- istölvu er hægt að troða meiri kunnáttu í taflbyrjun en venjuleg- ur áhugamaður um skák safnar á langri ævi. Tölvan er margfalt fljót- ari að reikna en nokkurt okkar, hún þreytist ekki og ekki verður hún taugaveikluð. En það sem er einna erfiðast að koma fyrir í henni er það sem við köllum inn- sæi og eigum erfitt með að skýra. Samt eru smávaxnar skáktölvur sem nú eru á markaði orðnar boð- legur andstæðingur flestum miðlungs skákmönnum, fijótar að leika og snöggar að koma auga á tveggja og þriggja leikja brellur. Einnig má nota tölvuna til að leysa skákþrautir eða leggja fyrir hana stöðu úr tefldri skák, láta hana tefla bæði á svart og hvítt og bera saman við hvernig lifandi tafl- meistarar hafa teflt. Tölvan er fljót að finna stutta leikfléttu, ef hún leynist í taflstöðunni. Hér koma fjögur dæmi úr tefld- um skákum sem lögð voru fyrir litla tölvu. Sá tími sem það tók tölvuna að finna vinningsleiðina er skráður fyrir neðan hverja mynd, en lausnina er að finna síð- ast í þættinum. Nú er því hægt að bera eigin getu saman við tölv- una! Fyrsta staðan er úr skák Aljekíns og Bogoljubows frá árinu 1929. Aljekín hefur hvítt. Bogoljubow fór mjög halloka fyrir honum í tveimur einvígjum um heims- meistaratitilinn, en hér snýr hann á Aljekín, þótt frelsingi Aljekíns á d6 sýnist ekki barna meðfæri. Svartur á leik og vinnur. Tölvan þurfti 9 sekúndur. Næst flettum við upp í skák Spasskís við Kortsnoj frá 1968. Spasskí hefur hvítt og á leik. Hvítur á leik og vinnur. Tölvan þurfti 13 sekúndur. I þriðja dæminu er það Anthony Miles sem hefur hvítt og á leik: Sú. skák var tefld vestur í Fíladelfíu ár- ið 1980. Hvítur á leik og vinnur. Tölvan þurfti 10 sekúndur. eftir Guðmund Arnlaugsson Síðasta dæmið er úr heims- meistaraeinvíginu í Meran 1981. Kortsnoj hefur hvítt en Karpov svart og bindur endi á skákina í fá- um leikjum, þótt ekki sé beinlínis um eina fléttu að ræða. Tölvan 'leysti málið líka og þurfti tæpar tvær mínútur til þess. Svartur á leik og vinnur. LAUSNIR 1. Bogoljubow: 1. - Rf6! 2. d7 Rxd5 3. d8D Hdl + 4. Kg2 Rf4 mát 2. Spasskí: 1. Dh6+! Kxh62. Hhl mát Kg8 2. Hc8 + og mátar í næsta leik. 3. Miles: 1. Dxf8+ Dxf8 2. Re7+ Kh7 3. Hxf8 b2 4. Rg6! og vinnur. 4. Karpov: 1. - Dc6 2. Ha8 + (Dfl Db6+ og Dxb5) Kh7 3. Dbl+ Hc2! 4. DflHcl og vinnur. Svona tefldi tölvan, Karpov lék hins vegar 3. - g6 4. Dfl Dc5 + 5. Khl Dd5+ 6. Kgl Hdl og vann. (En vitaskuld ekki 4. - Dxa8 vegna 5. Dxf7+ Kh8 6. Df6 Kh7 og hvítur heldur jafntefli með þráskák.) SPILAÞRAUT ♦ Á-G-2 Vestur lætur hjartakóng og síðan C 10-6-3 drottninguna, sem við trompum O D-5 heima. + D-G-9-5-4 + D-7-6-4 Vangaveltur: Sögnin virðist vera harla góð. <? 4 Það eru möguleikar á að vestur sé O Á-G með kónginn annan. Þess utan er + Á-K-10-8-7-3 möguleiki á að svína tíglinum, Sagnir: sem ætti að vera óþarfi. Við sjáum hvað skeður. S V N A 1 lauf I hjarta 3 lauf 3 hjörtu 3 spaðar pass 5 lauf pass pass pass Lausn á bls. 10. LAUSN Á KROSSGÁTU 1 1 • i • 1 • 1V 5 • Mr - \fí • •1-15 1 i • {5 (/<| / P\B\R\o T S\/n\£ N\N • B\fí\l< fí ■\)< 'fí\T\fí\R • F R B |- | N fí\G L fí\K\U L 1 1 L\fí si- R\E\r r / L\E\G u R - R fí\r / • l~l'? R\S s\fí • 1T R fí Ð / |/?l • T N N fí\• N • ivl^ \s\k fí • R\/ fí R • \R\fí\K U R\ J fí f\fí N t fí N E r\N fí • \fí\N\S\fí\ R • \fí K fí 1L L B\> \)< fí R ■ / N\hJ . B L\/ \/<\U • H L fí 2>\• ’fí R\ft R • /rt R /9|- R R 2>l/?|fl N <s fí • R. / 15 S • 1 ’f* * R y V / £\y J Ú • 1R í N 6 U L * 1K F 5\L fí <5 ölt L • 1 r 'fí R i I- N fí (S 6 ' F fí R ’o r u L z-i' m j\fí L T / R • K fí L fí Ð / /n fí fí N / 'o\N fí P fí • fí Ul 6 fí 24 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.