Helgarpósturinn - 25.09.1986, Síða 28

Helgarpósturinn - 25.09.1986, Síða 28
ÍSLENSK VIÐURNEFNI AÐ FORNU O Uppi hefur veriö merkileg kerling að nafni Auður djúpúðga, dóttir Ketils flatnefs, Bjarnasonar bunu. Hún var gift Ólafi hvíta og hét sonur þeirra Þorsteinn rauður. Lagsmaður hans var Sigurður ríki, sonur Ey- steins glumru. Kona Þorsteins rauðs var dóttir Eyvinds Austmanns en systir Helga magra sem var kvœntur Þórunni hyrnu, og dótturdóttur hans átti enginn annar en Þorsteinn hausakljúfur. Maður er nefndur Leifur. Ovíst er hvort hann á œttir að rekja til þess fólks sem talið var upp hér að fram- an, en hann býr í Þingholtunum. I daglegu tali er hann kallaður Leibbi. Ekki er vitað til þess að hann hafi beinlínis orðið ber að dónaskap eða annars konar óviðurkvœmilegu athœfi, nema hvað honum verður býsna tíðlitið á klukkuna — og er í sjálfu sér nógu saklaust. Engu að síöur hefur lengi loðað við hann við- urnefni, sem margir gœtu víst hugs- að sér að vera án. . . Er nú Leifur úr sögunni í bili, en þó má ekki láta hjá lída aö geta þess aö í staöinn fyrir aö hann hafi þurft aö flýja eitt eöa neitt undan ofríki Haralds hárfagra, áö- ur lúfu, sonar Hálfdáns svarta, þá hefur á ofanveröum dögum hans farsœllega ríkt yfir honum Denni dœmalausi. Það er kunnara en frá þurfi að segja — enda skal ekki fjallað um það hér — að velflestir íslendingar halda enn fast við þann forna sið að kenna sig við feður sína, eða þegar verst lætur mæður sínar, eins og Loki Laufeyjarson. í öðrum löndum bera menn orðið ættarnöfn, sem ekki fór fram hjá íslenskum höfð- ingjasonum sem lögðust í ferðalög til útlanda á síðustu öldum. Þeir tóku margir hverjir að kenna sig við stórbýli feðra sinna — Vídalín, Espólín, Kúld, Briem (af Brjánslæk) — eða upp á dönsku við feðurna sjálfa — Stephensen, Thorarensen, Thoroddsen — en síðast við írska kónga og dýrlinga — Kvaran, Kjar- an, Kjarval og Kiljan. Og sumir kenna sig við ár e.o. Blöndu: Blandon. Lagt var bann við að fram- halda þessari óvenju þegar svo var komið að menn gátu ekki 0^010' skroppið í kaupstað án þess að fara að kalla sig Guðjohnsen eða þvíum- líkt. Að slepptum ættarnöfnunum, sem eru síðari tíma uppfinning á ís- landi, þá kemur í ljós þegar að er gáð að við hlið hinnar ævagömlu siðvenju að nefna karla eða konur syni og dætur feðra sinna eða mæðra ríkir hér annar vani, ekki síður forn, til að greina menn að hvern frá öðrum. Þetta eru viður- nefni, eða kenningarnöfn eins og þau voru kölluð áður fyrr. Viður- nefni er ekki sama og uppnefni eða gælunafn eða afbökun á nafni. Ekki er hér heldur um að ræða orð sem er sett fyrir framan skírnarnafnið til að auðkenna þann sem í hlut á; fornt dæmi um slíka nafngift er Hrafna-Flóki, en yngri eru Vellygni- Bjarni, Ástar-Brandur, Króksstaða- Jóna og Hafnarfjarðar-Gullí. Nei, viðurnefni er þvert á móti viðbót aftan við eiginlegt nafn manns, auk- nefni. íslendinga sögurnar byrja flestar á þvi að láta getið þeirra Bjarna bunu og Ketils flatnefs, en dæmi úr nútímanum er einmitt Leibbi dóni. Enn má nefna Óla maggadon og Sigga jójó. Þorpsfíflið í Ólafsvík hét Manni hoho og á Sauðárkróki er til maður sem gegn- ir nafninu Steini putt. Eigandi inn- römmunarstofu í Reykjavík, ekki ýkja hárprúður maður, hefur lengi verið kunnur sem Guðmundur rammaskalli, en vinnukona ein í Fína hverfinu var aldrei kölluð ann- að en Gunna hraðferð. Fram- kvæmdastjóri gífurlegs menningar- fyrirtækis við Laugaveginn verður að láta sér lynda að vera nefndur Dóri drusla. Ög á Akureyri er kunn- ur borgari ávallt kallaður Gunni sót, en hann var sótari í eina tíð. En ekki nóg með það. Einn af Skriðjöklun- um er alltaf kallaður Raggi sót og manna á meðal er fjölskyldan ávallt nefnd sótararnir. DÝRARÍKIÐ í OLAFSVÍK Kunnur borgari og vindlareyk- ingamaður í Reykjavík er alltaf kall- aður Óli blaðasali, og önnur per- sóna sem setur skemmtilegan svip á bæinn er Laugi rakari. Guðmundur hét brautryðjandi í tónlistarlífinu hér, og var nefndur Gvendur dúllari eftir músík sinni, dúllinu; er til marks um hversu tónsveltir íslend- ingar hafa verið á hans dögum að þeir borguðu geypifé í aðgangseyri til að hlýða á herlegheitin. Tónlistar- menn eru einnig nefndir eftir fram- leiðslu sinni eða framleiðslutækjum á okkar tíð, til dæmis þeir Diddi fiðla og faðir hans Jón bassi, og nafni þess síðarnefnda Jón horn. Aftur á móti þótti séra Jón prímus undir Jökli aldrei vera söngvinn, enda lét hon- um betur að gera við eldunartæki en tóna við messugerð. Væri téður Jón sögupersóna, þá var sannarlega af holdi og blóði Jón Kristófer kadett, sem endaði feril sinn alvar- lega þenkjandi hjálpræðisherfor- ingi. Ekki er alvaran á ferðum þar sem er Jói grínari, ötull hönnuður almanaks í einu eintaki, sem hann sýnir almenningi á gamlársdag ár hvert. Þá er spaugsamur á sinn hátt samnefnari kvenholla alþýðu- mannsins, Jói á gröfunni. Sannur al- þýðumaður er líka Stebbi dunkur, mjólkurbílstjóri á Selfossi, en hann er norðlenskur að ætt, eins og ræðst af því að mjókurbílstjórar eru ekki kallaðir dunkar á sunnlenskri flatneskjunni, heldur einungis á Norðurlandi. Mikill ökuglanni er svo Gunni rusla, öskukarl í Ólafsvík,. sem jafnan fer með alla fjölskylduna í berjamó á ruslabílnum. Um aðra fjölskyldu í Ólafsvík var settur sam- an eftirfarandi leirburður: Helgi hæna, Digga lús, Sívert rotta, Stína mús. Var fjölskylda þessi engu að síður mennskrar ættar, en faðirinn Sívert að vísu úr Færeyjum. Hér á mölinni gat hins vegar að- eins orðið til Óli kókosbolla, sem öll börn öfunduðu af því að móðir hans átti kókosbollufabrikku. Ætli Týra tönn, fyrsti íslenski kventannlækn- irinn, hafi samt ekki frekar haft at- vinnu af þeim meinsemdum sem hljótast af napóleonskökum en kókosbollum framan af langri starfs- ævi? Hvað sem því líður, þá er víst að yngri starfsbróðir Týru, Tóti tönn, er frægari fyrir að drepa lax og tímann yfir bridds en þá hrekkja- lóma Karíus og Baktus. BLAUT VÖR OG HVASST AUGA Væri Óli kókosbolla kenndur við móður sína var Siggi sveitó kenndur við föður sinn, og skipti engu þó fað- ir hans væri löngu hættur að vera sveitarstjóri en orðinn bæjarstjóri í staðinn. Enginn veit hins vegar af hverju vinur og félagi Sigga sveitó var kallaður Nonni tappi, og er vafa- samt að kenna jafnvel foreldrum hans um þessa umhugsunarverðu nafngift. Enginn vafi getur þó leikið á því hvers vegna Pétur pælot er svo nefndur; frá blautu barnsbeini þráði hann að fljúga um loftin blá, og gekk það eftir. Líklega myndu einhverjir vilja meina að viðurnefni Ragnars skjálfta væri dregið af pólitískum hræringum sem hann hefur alloft orðið undirrót að, en svo er þó ekki. Hann er okkar fremsti jarðskjálfta- fræðingur og er jafnan kvaddur til ef jörð hristist og skelfur hér á landi. En engum blöðum þarf að fletta um hvaða lífsskoðun Óli kommi aðhyll- ist, en hann telur að Austur-Þjóð- verjar hafi reist í kringum sig and- fasískan varnargarð og kallar fyrr- um Kremlbónda, sem einmitt hafði viðurnefni, aldrei annað en „minn marskálk". Sjaldan hefur Sæmi rokk verið bendlaður við sameignarstefnu, síst eftir að hann passaði sérvitringinn Fischer hér um árið; aftur á móti á hann engan sinn líka í tjúttinu. Sæmi er mikill að vallarsýn, en Ein- ar litla skáld hefur alla tíð lagt þyngri áherslu á andann en efnið, enda hefur víst ekki mikið af því þurft til að gera hann úr garði. Seint myndi nokkur fara þess á leit við Snorra hupp að hann auglýsti galla- buxur, en víst er að Bjarni blautavör er fráleitt ókyssilegri en Brigitte Bardot. Og hver verður ekki að gjalti þegar Árni með augað hvessir það á hann? Eins og fram kemur hér að ofan hljóta menn tíðum viðurnefni af framkomu sinni, sérkennum í fari, burðum, ásköpuðum líkamslýtum eða prýði og þar fram eftir götun- um. Jóhann risi hefði tæplega verið nefndur svo hefði hann ekki meiri vexti en aðrir menn, og Bjössi dvergur, sem fyrir fáeinum árum setti svip á bæjarlífið, þurfti ekki að óttast þá hvimleiðu kvöð að horfast í augu við dömurnar sem hann dansaði við á Borginni. Ólafur digri var Noregskonungur, en Óli feiti er í þann mund að verða höfuðklerkur. Grettir Ásmundarson hlaut viður- nefnið sterki og sama máli gegndi um Odd af Skaganum. Einsi kaldi bjó í Vestmannaeyjum. Sumir eiga þess betri kost en aðrir SKÁLDMÆLTUR HALLDÓR FYRIR NORÐAN ÁVALLT NEFNDUR HALL- DÓR GILJAN RASSNESS OG DUGN- AÐARFORKUR í . STRANDASÝSLU NEFNDUR HALLGRÍMUR STRANDÁ- GRAÐUR ætla að nýtast honum sem skyldi. Ætli ekki megi telja að hinir kunnu lærifeður í Menntaskólanum í Reykjavík, Guðni kjaftur, Magnús góði og Bjarni heitinn skammi, hafi í upphafi verið nefndir svo vegna andlegra en ekki líkamlegra ein- kenna? Þegar ungir menn halda að þeir séu miklir kallar ræða þeir um nóbelsskáldið okkar sem Killa kúk; miðaldra háskólamenn tala um Dóra Lax, en þeir sem best þykjast að sér um Bóbó Guðjóns. Hér verð- ur ekki hjá komist að rifja upp að í Glerárþorpi á Norðurlandi var mað- ur sem hét Halldór, bjó á Gili, var óvenju hlaunamikill og orti. Var hann því jafnan ávarpaður Halldór Giljan Rassness. Ljótasta viðurnefni á íslandi er ugglaust það sem kemur Lobba hlandhaus hér á blað. NEYSLA Á MAT OG EITURLYFJUM Einhverja fínustu íslendinga sem um getur má óefað telja Pétur heit- inn fína og Báru fínu, en í rauninni var Gunni fíni ekki síður fínn, þótt hann væri bara barnakennari. Margt ungmeyjarhjartað sló örar þegar Geiri stæll gekk niður Banka- strætið, en undarlegt má heita að hárprúðasti og víðkunnasti íslenski stjórnmálamaðurinn um þessar mundir, sem talar við Yoko Ono tím- unum saman og þiggur af henni verðlaun, skuli vera kallaður Óli grís. Ekki var jafn fínn pappír og framangreint hefðarfólk Jóhann heitinn aumingi, en aftur á móti var manna best skæddur í Reykjavík fyrri tíðar Sæfinnur á sextán skóm. Fín var að sönnu, en ekki nægilega fögur, kona að nafni Elísa sem aldrei vinnur; hlaut hún þessa nafngift af því að hafa tvisvar tekið þátt í feg- urðarsamkeppni, en ekki uppskorið eins og til var sáð. Fornir andans menn voru þeir Sæmundur og Ari fróðu; en segir sína sögu um ástandið í menntamál- um þjóðarinnar á okkar dögum að einn orðsnjallasti Shakespeare-þýð- að hljóta viðurnefni. Kallar eru nefndir kúlur, Maggar mýs, Bjössar bollur og Siggar sætir, nema Siggar sóðar. Ef maður heitir Guðmundur J. Guðmundsson er ólíklegt að hann verði kallaður annað en Gvendur jaki, og sakar ekki að hann hafi mikla líkamsburði; hafi hann þá hins vegar ekki má hann una því að vera nefndur Gvendur litli jaki. LJÓTASTA VIÐURNEFNIÐ Ef Islendingar hafa sterkara litar- aft en það sem hlýst af ýsuaugum og bleiku strýi er skeytt aftan við nöfn þeirra viðurnefnum. Rauð- skallar eru þeir Mangi rauði í Þöll og Batti heitinn rauði leigubílstjóri, en dökkur á brún og brá Bóbó svarti á Vestfjörðum, sem trúir á marin- kjarna, eins og frægt er. Sigga svarta, sem söng með vinsælli hljómsveit í gamla daga, bar þegar öllu er á botninn hvolft ekki nafn með rentu, því að hið mikla hrafn- svarta hár hennar var vissulega lit- að. Viðurnefni eru ekki einungis dregin af líkamlegu, heldur líka and- legu atgervi manna, karakterein- kennum. Hvorki fleiri né færri en tveir knáir íslenskir námsmenn í Þýskalandi hafa verið sæmdir nafn- bótinni villimaður, þeir Jói og Adam; í báðum tilvikum var þó lík- aminn enginn eftirbátur andans. Hæglátur bjartsýnismaður var á hinn bóginn Hermann maur, einn auðugastur maður að lausum aurum sem sópað hefur götur þessarar borgar. Skít gaf í peninga hann Geiri frík, og ekki vildu þeir loða við nafna hans Geira greyið. Óli mamma drakk út einar tíu húseign- ir, og var skammaður af móður sinni fyrir vikið. Nonni kerling er hins vegar engin kveif. Guðmundur lati er nafn á sjúkrahúslækni hér í bæ, sem aldrei hefur nennt að fara utan í sérnám, en kollegi hans Svenni sveitti hefur viðað að sér gríðar- miklum lærdómi, sem virðist ekki eftir Þórhall Eyþórsson 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.