Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 25.09.1986, Blaðsíða 32
Norrænir tónlistardagar í Norræna húsinu Nú er loks komiö aö þeim mikla menningarviöburöi aö opnuö veröi stór og vönduö sýning á verkum norska málarans Edvards Munchs í Norræna húsinu, en aö henni hefur veriö unniö í hálft annaö ár. Hún veröur opnuö á laugardaginn 27. sept. kl. 15 og stendur yfir til 2. nóv- ember. Á sýningunni veröur til sölu ítarleg sýningarskrá þar sem fjallaö er um lífMunchs og list. Þar er m.a. grein um sjálfsmyndir Munchs frá þessari öld eftir Uwe Schneede og grein eftir Arne Eggum, forstööu- mann Munch-safnsins í Osló, um sjálfsœvisögulegu myndrööina, Græna herbergið. Þá mun Eggum halda fyrirlestur um Munch í Norrœna húsinu nk. sunnudag kl. 17.00 í hinni svonefndu St. Cloud- stefnuyfirlýsingu skrifar Edvard Munch, sennilega um 1889: ,,Það ætti ekki lengur að mála innanhúss- myndir, fólk sem les og konur sem prjóna. Það eiga að vera lifandi manneskjur sem anda og finna til, þjást og elska." Þannig setti hann sér sem markmið í listinni að setja hið mannlega, sjálfa lífsvitundina, efst. Ef til vill hefur enginn annar lista- maður þróað jafn sérstætt eigið táknmál út frá þungbærri lífsreynslu sinni. Hann „kristallar" þessa lífs- reynslu í myndum sem túlka kjarn- ann í dýpstu tilfinningareynslu mannsins. Það, að líta á opinberun eigin lífs sem lífsnauðsyn, boðaði nokkuð nýtt, expressjónismann í skilningi Munchs, ákaflega persónulega list, sem varðveitir eitthvað uppruna- legt og frumstætt. Þessi sálfshyggja Munchs á sér m.a. hliðstæðu í skáld- skap Henriks Ibsens og Augusts Strindbergs. Ein frægasta myndröð Edvards Munchs, hin svonefnda Lífsbrík (Livsfris), var hugsuð sem röð mynda með efni úr sálarlífi manns- ins, sem tengdust fyrst og fremst ást og dauða, eins og aðalverkin Kross, Ótti, Óp, Blóösuga, Madonna, Af- brýöi og Dauöinn á sjúkrastofunni. Þau túlka öll mjög bölsýna afstöðu og eru máluð með samþjöppuðu expressjónísku myndmáli. Munch hefur sjálfur lýst reynslunni sem bjó að baki myndarinnar Ópiö: ,,Ég gekk kvöld eitt út eftir vegi — öörum megin lá þorpiö og fjöröur- inn fyrir neöan mig. Eg var þreyttur og sjúkur — ég stóö og horföi út yfir fjöröinn — sólin settist — skýin lituö- ust rauö — eins og blóö — ég fann eins og óp gegnum náttúruna —- mér fannst ég heyra óp. — Eg mál- aöi þessa mynd — málaöi skýin eins og raunveru/egt blóö. Litirnir œptu — Að sögn Knut 0degárd, forstjóra Norræna hússins, var við myndval sýningarinnar höfð mikil hliðsjón af aðalstraumum í myndlist dagsins í dag, hinni djörfu ,,grófu“ og frjáls- legu tjáningu tilfinninganna í nýrri málaralist. Munch-sýningin verður opin daglega frá 14—19. -JS Dagana 26. september til 4. októ- ber standa yfir Norrænir tónlistar- dagar í Reykjavík. Hér er um aö rœöa einhvern þéttasta og athyglis- veröasta tónlistarflutning sem um getur í borginni, aö Listahátíö ekki undanskilinni, fjölbreytilegt og oft býsna nýstárlegt tónleikahald upp á dag hvern sem á þriöja hundraö tónlistarmenn frá öllum Noröur- löndunum taka þátt t. Norrœnir tónlistardagar voru fyrst haldnir fyrir tæpum hundrað árum, í Kaupmannahöfn 1888, en voru ekki haldnir reglulega framan af. Nú eru þeir haldnir á tveggja ára fresti á Norðurlöndunum til skiptis og eru því hér á ferðinni tíunda hvert ár. íslendingar tóku fyrst þátt í þessari starfsemi 1959 og nú í ár verða Færeyingar með í fyrsta sinn. Samnorræn dómnefnd velur úr miklum fjölda verka til flutnings hverju sinni, en við valið er ekki tek- ið mið af höfðatölu og því eru allar norðurlandaþjóðirnar jafn réttháar í þessu samstarfi. Tónlistarflutningurinn hverju sinni er að langmestu leyti borinn uppi af gestaþjóðinni og því eru norrænu tónlistardagarnir óskap- lega krefjandi fyrir innlenda flytj- endur, mikil vinna hellist skyndi- lega yfir þá. Að sögn Þorkels Sigurbjörnssonar tónskálds sem hefur starfað að und- irbúningi tónlistardaganna hafa Is- lendingar oft barmað sér á þessum vettvangi sökum smæðar sinnr. ,,En það hefur komið í ljós að við getum allt sem við kærum okkur um. Og hinar þjóðirnar hafa alltaf tekið þessum umkvörtunum með hæfi- legri vantrú," sagði hann í samtali við HP. Dagskrá Norrœnu músíkdaganna verður sem hér segir fram á þriðju- dag: Laugardagur 27. sept. Háskólabíó kl. 14.30. KVIKMYNDIR Enn af löggulífi L.A. Bíóhúsiö: To Live and Die in L.A. (A fullri ferö t L.A.) ★★★ Bandarísk. Árgerö 1985. Framleiöandi: Irving H. Levin. Leikstjórn: William Friedkin. Handrit: William Friedkin, Gerald Petievich. Kvikmyndun: Robby Muller. Tónlist: Wang Chung. Aöalhlutverk: William L. Petersen, Willem Dafoe, John Pankow, Debra Feuer, John Turtorro, Dean Stockwell, Robert Downey o.fl. Það er alltaf jafn ánægjulegt, þegar nafn leikstjórans góðkunna William Friedkin rek- ur á fjörur hérlendra kvikmyndaunnenda. Eins og flestum mun kunnugt hefur hann að miklu leyti sérhæft sig í gerð vandaðra og þjóðfélagsgagnrýninna lögreglumynda, sem um margt sækja fyrirmynd til hinna s.k. ,,film-noir“ fjórða og fimmta áratugarins. Þekktustu verk Friedkins til þessa eru The French Connection, en fyrir hana hreppti hann leikstjórnarverðlaunin á óskarshátíð- inni 1972, og svo að sjálfsögðu The Exorcist, sem að öðru jöfnu er talin í hópi margslungn- ari hrollvekja kvikmyndasögunnar. To Live andDie in L.A. fjallar um leyniþjón- ustumanninn Richard Chance (William L. Petersen), sem vinnur að því að upplýsa mál afkastamikils og með eindæmum harðsvír- aðs peningafalsara. Þegar góðvinur hans og náinn samstarfsmaður í fjölda ára finnst myrtur einn góðviðrisdaginn, sver hann þess dýran eið að neyta allra tiltækra bragða til að hafa hendur í hári ódæðismannanna, og skiptir í því tilliti engu, hvort þær aðferðir er hann hyggst notast við í baráttunni geti í raun tæpast talist öllu móralskri eða siðavandaðri en þær, er téðir lögbrjótar og misindismenn nota við framangreinda iðju sína. Helsta aðalsmerki leikstjórnar Friedkins er hin með eindæmum raunsæja og mark- vissa persónusköpun, er jafnan þykir ein- kenna flest verka hans, ásamt því hversu ein- staklega meðvitaður hann er um áhrifamátt myndmáls miðilsins, því myndskyn hans virðist að öllu jöfnu nánast óbrigðult, hvert svo sem viðfangsefni hans er hverju sinni. To Live and Die in L.A. er engin undantekning hvað þetta varðar. Lofsvert klúöur Stjörnubíó: A Fine Mess (Algjört klúöur) ★★ Bandarísk. Árgerö 1986. Framleiöandi: Tony Adams. Leikstjórn/handrit: Blake Edwards. Tónlist: Henri Mancini. Aöalhlutverk: Ted Danson, Howie Mander, Richard Mulligan, Stuart Margolin, Paul Sorvino, Jennifer Edwards, Maria Conchita Alonso o.fl. Blake Edwards er flestum að góðu einu kunnur sem kvikmyndaleikstjóri. Hann háði frumraun sína sem slíkur fyrir einum þrjátíu árum með Bring Your Smile Along (1955) og hefur síðan oftar en ekki glatt lund unnenda kvikmynda sinna með gullkornum á borð við Operation Petticoat (1959), Days of Wine and Roses (1962), A Shot in the Dark (1964) að ógleymdum kvikmyndunum um bleika pardusinn. Þó svo að Edwards hafi komið víða við á löngum ferli, þá verður hans þó um ókomna framtíð fyrst og fremst minnst fyrir hina óforbetranlegu gleðileiki sína og farsa, sem að öðru ólöstuðu hafa alla tíð þótt sérgrein hans. A Fine Mess er hreinræktaður Edwards-farsi, og sem slíkur ómótstæðilega trúr uppruna sínum, hvers rætur liggja langt aftur, eða í síðasta gullaldarskeiði Holly- wood-farsans á fimmta og sjötta áratugnum. Líkt og í myndum manna á borð við Eddie Cantor, Jerry Lewis, Stan Laurel og Oliver Hardy, að ógleymdum sjálfum Marx-bræðr- um (sem okkur veláminnst gefst að líta á skjá sjónvarpsins nú um helgina), þá byggir þessi mynd Edwards tilverurétt sinn á þeirri sjálf- sögðu fullyrðingu hins klassíska Hollywood- farsa, að allt sé í heiminum hverfult og af þeirri einföldu ástæðu sé heimsmynd hans svo sjúklega rangsnúin og fáránleg sem raun ber vitni. I heimi farsans ríkir hin fullkomna anarkía og þar getur í raun allt skeð. Líkt og lífið sjálft utan veggja kvikmyndahússins er heimsmynd farsans sífelldum breytingum undirorpin. Þar er ekki hægt að ganga að neinu sem vísu. Þar eru öll lögmál heilbrigðr- ar skynsemi brotin á bak aftur og tilveran oft á tíðum svo rangsnúin og ófyrirsjáanleg að við áhorfendur komumst engan veginn hjá því að gera samanburð á okkar eigin veru- leika og þeirri öfugsnúnu heimsmynd, er hrjáir og þjakar þessar ógæfusömu persónur á hvíta tjaldinu. I fáránleikanum spilar fars- inn m.ö.o. á okkar eigin ómeðvitaða óró- leika og óvissu gagnvart þeim þjóðfélagslega raunveruleika er um síðir bíður okkar utan veggja kvikmyndahússins. A Fine Mess getur státað af nokkrum af skæðari gamanleikurum Hollywood í dag, og ber þar að sjálfsögðu hæst þá Richard Mulligan (úr Soap, eða Löðri) og Ted Danson (barþjóninn elskulega í Staupasteini). Kvik- myndin fjallar um vinina Spence (Ted Dan- son) og Dennis (Howie Mander), sem fyrir slysni komast að því, að mafíuforinginn Tony Pazzo hyggst sprengja veðbanka kappreiða- brautar nokkurrar, með því að dópa kerfis- bundið upp þau hross, sem engum heilvita manni dettur í hug að veðja fjármunum sín- um á undir venjulegum kringumstæðum. Þegar aðstoðarmenn Pazzos, þeir Turnip (Richard Mulligan) og Binky (Stuart Margol- in) verða varir við að þeir eru ekki lengur einir um hituna, upphefst hinn klassíski elt- ingaleikur Hollywood-farsans, sem síðan varir að meira eða minna leyti út alla mynd- ina, með öllum þeim varíasjónum og sjúk- legu tilbrigðum, sem jafnvel hinum reyndari meisturum hefðarinnar hefði sannarlega þótt akkur í að geta státað af í myndum sín- um. A Fine Mess er sem sagt prýðisgóður farsi, og í alla staði hin ágætasta skemmtun öllum þeim, er á annað borð hafa gaman af hinum léttu schizofrenu rangtúlkunum Hollywood- farsans á eðli og eiginleikum mannlegs breyskleika. Hvorki fugl né fiskur Regnboginn: Rad (BMX meistararnir) ★ Bandarísk. Árgerö 1986. Framleiöandi: Robert L. Levy. Leikstjórn: Hal Needham. Handrit: Sam Bernard, Geoffrey Edwards. Tónlist: James Di Pasquale. Aöalhlutverk: Bill Allen, Lori Loughlin, Ray Walston, Jack Weston, Bart Conner, Talia Shire o.fl. Enn gefst okkur að berja augum nýja út- gáfu goðsagnarinnar um mikilfengleik ameríska draumsins úr innrætingar- og áróð- ursmálaráðuneyti bandarískra kvikmynda- framleiðenda. Eins og best sést á vöruteg- undum þeim og skrásettu vörumerkjum, er hæst ber í auglýsingaflóði þessarar mætu afurðar þeirra Levys og Needhams, þá er það yngsta kynslóðin, sem myndinni er fyrst og fremst ætlað að höfða til. Enda hafa neyt- endakannanir síðari ára sterklega gefið til kynna, að þessi neytendahópur sé að verða einn sá kaupsterkasti á hinum almenna markaði ofneyslusamfélagsins. BMX meistararnir er dæmigerð fyrir það hlutverk, sem bandarískum kvikmyndaiðn- aði er í sífellt auknum mæli ætlað í fjármála- heiminum þar vestra. Hlutverk kvikmyndar- innar er sem sé núorðið ekki einvörðungu að sjá hinum almenna borgara samfélagsins fyrir þeirri dægrastyttingu og þeim veru- leikaflótta er hann virðist af einhverjum ástæðum hafa svo óslökkvandi þörf fyrir í gráma hversdagslífsins (þó svo að það eitt ætti í sjálfu sér að nægja til að selja þessa nánar tilteknu vörutegund). í þess stað hefur auglýsingaiðnaðurinn og framleiðendur ýmiskonar annarra vörutegunda fyrir löngu komið auga á þá gróðavænlegu leið, að með smá aukafjárfestingu í kvikmyndaiðnaðin- um geta þeir í raun slegið tvær flugur í einu höggi: Þ.e. haft dágóðar tekjur af þeim kvik- myndum er seljast vel, og ekki síst tekið þátt í mótun nýrra trenda, tíðaranda, eða al- mennra viðhorfa og væntinga þeirra neyt- enda, sem annars eru helsti markhópur þeirra vörutegunda, sem þeir hafa að öðru leyti sérhæft sig í að framleiða. Sem kvikmynd er BMX meistararnir eigin- lega hvorki fugl né fiskur. Söguþráður hennar er svo margþvældur í lágkúru sinni, að einu raunréttu viðbrögðin, sem henni tekst að vekja með áhorfendum, sem á ann- að borð geta talist komnir til nokkurs vits og þeim mun fleiri ára, eru einlægur leiði og von- brigði yfir því, að hápunktar hennar skyldu enganveginn samsvara þeim fyrirheitum, er gefin voru í stórkostleik auglýsingaplakats- ins. 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.