Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 25.09.1986, Qupperneq 37

Helgarpósturinn - 25.09.1986, Qupperneq 37
r eftir kynnum við konu á aldrinum laði heitið. Svör sendist „septembersór4. FA REYNSLU AF EINKAMÁLAAUGLÝSINGUM DV vitleysa og ég með nóga seðla. Auð- vitað kom ekkert út úr þessu. Þú getur rétt ímyndað þér timbur- mennina sem ég hafði þegar ég fór aftur suður á þriðjudeginum í rútu með úlpuhettuna dregna niður fyrir augu!“ I vor svaraði þessi maður svo aug- lýsingu þar sem greiði var auglýstur gegn greiða. Þetta reyndist vera sautján ára stúlka, íslensk sem hafði fengið sextíu svarbréf að eigin sögn. í ljós kom að þar var um að ræða hreint og klárt vændi, hún bauðst til að sofa hjá honum gegn greiðslu, hvað maðurinn afþakkaði. ,,Hún vann á veitingahúsi hér í Reykjavík," segir hann. „Eg held hún hafi verið í einhverju rugli.“ EINMANALEGUR AFRÉTTARI „Og bara núna um daginn hringdi til mín stúlka sem ég hafði svarað fyrir löngu síðan,“ bætir hann við. „Sú virtist nú bara vera í brennivínser- indagjörðum. Hún hringdi bæði á laugardags- og sunnudagskvöldi. Svo var að heyra sem hún væri við skál og spurði hvort ég gæti lánað sér fyrir flösku. Ég tók heldur dræmt í það. Svo hringdi hún á mánudagsmorguninn eftir þegar ég var varla almennilega vaknaður, og sagðist vera að farast úr timbur- mönnum og spyr hvort ég geti ekki bjargað henni. Ég hálfvorkenndi henni og kvað já við því. Hún kemur eftir tíu mínútur og reynist vera hinn myndarlegasti kvenmaður um þrítugt. Þar sem ég átti ekkert nema þúsund krónur læt ég hana hafa þær og hún sagðist ætla að koma aftur með afganginn eftir tíu mínút- ur. En ég hef hvorki heyrt hana né séð síðan. Ég hef samt ekki hugsað mér að leita til rannsóknarlögregl- unnar út af þessu. Það er bara gott ef hún hefur getað drukkið úr sér timburmennina, greyið!" Þessi viðmælandi segist ekki allt- af hafa svarað einkamálaauglýsing- unum af sömu hvötum. Stundum hafi hann gert það í einlægri von um að verða sér úti um góða konu, en stundum hafi hann fremur svar- að af forvitni. „Ég er svona hálf- gerður djókari í mér og hef haft dá- lítið gaman af svona uppákomum," segir hann. „Mér finnst ekkert at- hugavert við þessar auglýsingar, að fólk geti kynnst í gegnum þær á heiðarlegan átt. En þessi reynsla hefur sýnt mér að margir eiga erfitt í dag. Peningaleysi og óframfærni fólks kemur t.d. oft í veg fyrir að það láti eftir sér að sækja skemmtistaði í leit að félagsskap." Hinn viðmælandi blaðsins, sem er fráskilinn heildsali á sextugsaldri, var sammála skrifstofumanninum um að einkamálaauglýsingar í blöð- um ættu fullan rétt á sér sem leið fyrir einstaklinga til að kynnast, en auðvitað væri þetta fólk misjafnt eins og annað fólk. Hann var líka þeirrar skoðunar að margir þeirra sem auglýstu ættu við einhver vandamál að stríða. Þannig hafi ein konan sem hann heimsótti verið al- veg niðurbrotin og talað látlaust um eiginmann sinn fyrrverandi. Á end- anum sagðist hann hafa orðið pirr- aður og spurt hvort hún héldi virki- lega að hann væri sá margumræddi. „Önnur fráskilin kona var hrein- lega að leita að vel stæðum manni,“ segir heildsalinn. „Hún spurði mig hvort ég ætti íbúð og þegar ég svar- aði því til að ég ætti bara einstakl- ingsíbúð varð hún heldur óhress. Hún virtist vera illa stödd fjárhags- lega og var beinlínis á höttunum eft- ir einhvers konar sambandi með fjárstuðning í huga." VÆNDI MEÐ OG ÁN MILLILIÐS Einu sinni heimsótti þessi maður konu sem bjó í Sjálfsbjargarhúsinu en það hafi verið hálfdapurleg reynsla. Þá hafi hann og, líkt og skrifstofumaðurinn, komist í tæri við vændi í gegnum eina auglýsing- una. Undir hana skrifuðu þrjár kon- ur. Eftir að hann hafði fengið síma- númer viðkomandi hringdi hann og konan sem svaraði sagðist vera til- búin að koma til hans gegn ákveð- inni greiðslu. Þá bað hann um að komast í samband við aðra konu, rúmlega tvítuga, en þá svaraði kon- an því til að þá yrði hann að hafa samband við tiltekinn milligöngu- mann. Þarna var því um að ræða vændi, bæði með og án milliliðs. „Ég er orðinn dálítið bitur eftir þessa misjöfnu reynslu," segir heild- salinn. „Ég hef ekki beinlínis fengið það sem ég hafði áhuga á og stund- um hefur mér hreinlega fundist að verið væri að hafa mig að fífli." En víkium nú ögn nánar að því hvaða ástæður geta búið að baki einmanaleika fólks. Þar koma bæði ytri aðstæður og persónulegar við sögu; þær mótast oft af þáttum eins og búsetu, starfi, fjárhag o.fl., en persónulegu þættirnir fremur af óframfærni, feimni, tortryggni og yfirleitt óöryggi í samskiptum við annað fólk. Efasemdum um kyn- hneigð. Feimni, eksemi, andremmu, svitavandamálum... Sumir þessara eiginleika geta svo jafnvel verið afleiðingar einmana- leikans. Talað er um vítahringi ein- manaleikans: „Það skiptir engu máli þótt ég drekki og lykti langar leiðir af andremmu og svita, sé feit- ur og óásjálegur fyrst enginn elskar mig hvort eð er, og enginn elskar mig af því að ég drekk o.s.frv....“ Ög hvernig er svo hægt að rjúfa vV. Ofc ' C5V Maður, rúmleg reglusamur, ós stú'ku á aldrii olr £ ^ » h£a% ára tXlstúI 3Sff“ ar ser ^ tonu^l SSriTK g^waptum ^,ðseffleruðer emaj.eruð^ Einkamál , s^fmTrónaðiBðnS?ar Hverjar leynast? *“Vlfœ sem eru . óska eftir kvn- kvenfólk sem svf-- - trá JaIDaÍCaGreiöi JJoö senðiSi iljög geðgöð kona skar eftir aö kynnast glaövæi larmi á aldrinum 50—60 ára sei ' viöibreytt áhugamál. -*“*í‘*25*i Einkamál ! (25-35). sem kæru ,pnrt, án sambúöar 0( óskast af þrítugun alvöru meint og öllui sendist DV, meri slíkan vítahring? Hafi fólk farið í gegnum allt pró- grammið frá Leikhúskjallaranum eða Glæsibæ (það segir sína sögu að sá staður er oft kallaður Æöahnút- urinrí) upp í einkamálaauglýsingar án þess að það hafi borið tilhlýðileg- an árangur er aðeins um eitt að ræða og það er að sætta sig við ein- semd sína og gera gott úr henni. Að láta sér líka vel við sjálfan sig... Margir þeir sem einmana eru hata sjálfa sig og þá dreymir um að ein- hver komi aðvífandi og kippi öllu í lag sem úrskeiðis hefur farið í lífi þeirra. En þeim er alveg óhætt að binda endi á biðina því sá eini og sanni, sá Rétti, fyrirfinnst ekki! Fólk verður að læra að elska sjálft sig nægilega mikið til að geta notið lífs- ins á einn eða annan veg, eitt eða í félagi við aðra. BORÐIÐ HAM- BORGARA MEÐAN BEÐIÐ ER EFTIR STEIKINNI Þá geta svona alhlítar rómantísk- ar grillur um hinn Rétta beinlínis staðið í vegi fyrir því að fólk stofni til kynna við aðra, kynna sem gætu leitt til góðs sé til lengri tíma litið þótt kannski verði ekki nein spreng- ing í upphafi; að menn kæri sig hvorki um „daufleg" kynni né „skyndikynni". Sjónarmið sálfræðinga sem mik- ið hafa unnið með einmana fólki skiptast nokkuð í tvö horn hvað varðar kynlöngun þess. Bandaríkja- maðurinn Daniel Cashriel hefur það fyrir sið að reyna að hvetja fólk til að kynnast öðrum kynferðislega með eftirfarandi mynd: „Maður verður að fá sér hamborgara meðan maður bíður eftir steikinni, því annars svelgist manni á henni þegar hún loksins kemur. Þá er maður orðinn OF hungraður." Og kollegi hans Glaser hefur eftir- farandi til málanna að leggja: „Eftir margra ára hjónaband og skilnað hafa margir týnt niður hæfileikan- um til að nálgast aðila af hinu kyn- inu lið fyrir lið, að taka þátt í pörun- arleiknum sem hefst yfirleitt með samtali eða augnaráði sem gefur eitthvað í skyn. Þá þarf heldur betur að taka sér tak til að endurvinna þennan hæfileika, og sumir hafa jafnvel aldrei haft hann. Margir gef- ast upp of snemma eftir örfáar mis- heppnaðar tilraunir. Og hvernig eiga þeir þá að geta náð sambandi við aðra? Það sem skiptir höfuðmáli er að gera sér grein fyrir að kynni sem kannski virðast ekki svo þýð- ingarmikil í upphafi geta batnað og leitt til einhvers sem skiptir máli þegar fram í sækir. Oft eru báðir að- ilar hræddir og óöruggir meðan þeir eru að taka fyrstu skrefin og geta ekki gefið sitt besta, hvorki kynferðislega né á öðrum sviðum.“ Aðrir sálfræðingar, þar á meðal Elayne Kahn, halda því fram að bæði menn og konur sem búi ein, og þó sérstaklega konur, eigi erfitt með kynferðisleg skyndikynni, fyll- ist tómleika á eftir. Sumir reyni að bíta á jaxlinn og sannfæra sig um að þetta sé allt í góðu lagi, en við það versnar ástandið oft. I versta falli getur þetta leitt til þess að viðkom- andi verði gersamlega ófær um að tengjast annarri manneskju nánum böndum. Kahn lítur svo á að fólk sé hvað samfarasinnaðast á tveimur ólíkum æviskeiðum: á unglingsár- unum og rétt eftir að hafa lokið slæmu hjónabandi... KALDHÆÐNISLEG TORTRYGGNI: TÍM- ANNATÁKN? Ekki skal lagður neinn dómur á þessar sálfræðikenningar hér, en aftur á móti er eitt að vera „einn og einmana" af því að maður getur ekki myndað félagsleg og persónu- leg tengsl þótt maður gjarnan vildi. Og annað að vera „einn og óháður" vegna þess að menn vilja forðast skuldbindingar; að líta á sjálfsupp- eldi sem dyggð með boðskapinn „elskaðu sjálfan þig, vertu þú sjálfur og lærðu að segja nei“ að leiðarljósi. Síðarnefnda fyrirbærið var tekið fyrir nú nýverið í ágætum útvarps- þætti þeirrar Sigrúnar Júlíusdóttur og Önnu G. Sigurdardóttur. Þar vitnuöu þær m.a. í metsölubók bandaríska höfundarins Christoph- er Lash sem hefur átt feikivinsæld- um að fagna bæði í Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. Þessari nýju persónuleikagerð í heimi vestrænn- ar menningar, að vera einn og óháð- ur, lýsir hann m.a. svo: „Samskipti kynjanna mótast orð- ið af tortryggni þar sem báðir aðilar einangra sig á kaldhæðnislegasta hátt gagnvart hvor öðrum. Bæði kynin óttast að ef þau nálgast og gefa af sér í einlægni geti það valdið þeim vonbrigðum og sársauka síðar meir. Þess vegna reyna þau hvort um sig að fá eins mikið út úr hinum en verja sig sjálf með því að gefa sem minnst af sér. Þegar bæði kynin eru upptekin af þessari tortryggni eða vörn geta tengslin aldrei orðið annað en yfirborðskennd. Hvort um sig ásakar svo hitt fyrir að krefj- ast en vilja ekki gefa, þau tjá sífellt einsemdarkennd sina og þrá eftir dýpra sambandi." Þetta er vissulega dökk mynd. Og nú geta menn velt vöngum yfir hvort þessar andstæður, að vera „einn og einmana", og að vera „einn og óháður" séu tímanna tákn, og þá hvers vegna. HELGARPÖSTURINN 37

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.