Helgarpósturinn - 25.09.1986, Side 38
HELGARDAGSKRÁVEIFAN
Föstudagur 26. september
19.15 Á döfinni.
19.25 Litlu Prúöuleikararnir.
20.00 Fréttir.
20.40 Rokkarnir.
21.20 Bergerac. Lokaþáttur.
22.15 Á heitu sumri (The Long Hot
Summer) ★★ Bandarísk sjónvarps-
mynd í tveimur hlutum, gerö eftir
sögu William Faulkners. Leikstjóri
Stuart Cooper. Aöalhlutverk: Jason
Robards, Ava Gardner, Don Johnson,
Cybill Shepherd, Judith Ivey og Willi-
am Russ. Myndin gerist í sveit í Suður-
ríkjunum þar sem stórbóndinn og
jarðeigandinn Will Varner ræöur lög-
um og lofum. Hins vegar gengur hon-
um illa að tjónka við fjölskyldu sína.
Sonurinn er duglítill, tengdadóttirin •
hálfgerð gála en dóttirin hlédræg um
of. Allslaus aðkomumaður, sem
kemst í náðina hjá Will, hleypir síðan
öllu í bál og brand í fjölskyldunni.
Sögulokin eru á dagskrá á laugar-
dagskvöldið.
00.00 Dagskrárlok.
Laugardagur 27. september
17.30 Iþróttir.
19.25 Ævintýri frá ýmsum löndum.
20.00 Fréttir.
20.35 Fyrirmyndarfaöir.
21.05 Laumufarþegar ★★ (Monkey Busi-
ness). Bandarísk grínmynd frá 1931,
s/h. Aðalhlutverk leika fjörkálfarnir
Marxbræður, þeir Groucho, Harpo,
Chico og Zeppo. Þeir bræður gerast
laumufarþegar um borð í risaskipi á
leið vestur um haf. Ekki líður á löngu
þar til yfirmenn á skipinu fá veður af
þessum aðskotadýrum og hefst þá
mikil leit og eltingaleikur sem berst
víða.
22.25 Á heitu sumri — s(ðari hluti. ★★
Bandarísk sjónvarpsmynd gerð eftir
sögu William Faulkners. Aðalhlut-
verk: Jason Robards og Ava Gardner.
Efni fyrri hluta: Hörkutólið Will Varner
hefur boöið allslausum aðkomu-
manni, Ben Quick, jörð og dóttur sína
fyrir konu. Tengdadóttir Varner lítur
Ben einnig hýru auga og hefur þetta
þegar valdiö árekstrum á heimilinu.
00.05 Dagskrárlok.
Sunnudagur 28. september
17.00 Guösþjónusta f Strandarkirkju.
18.10 Andrós, Mikki og fólagar.
18.35 Sumariö '83. íslensk sjónvarpsmynd
um sumardvöl Reykjavíkurstúlku í
Flatey á Breiðafirði.
20.00 Fróttir.
20.50 Flóttamenn '86. Fyrsti norræni
fræðsluþátturinn af fimm sem sýndir
verða í Sjónvarpinu í tengslum við
sameiginlegt átak á Norðurlöndum til
hjálpar flóttamönnum í Afríku og
Asíu.
21.05 Janis Carol ó Sögu.
21.30 StaÖgengillinn. Kanadísk sjónvarps
mynd gerð eftir vísindasmásögu eftir
Ray Bradbury.
22.00 Samuel Beckett. Heimildarmynd frá
írska sjónvarpinu um nóbelsskáldiö
og verk hans.
23.30 Dagskrórlok.
©
Fimmtudagur 25. september
19.00 Fréttir.
19.50 Daglegt mól.
20.00 Leikrit: „Kappinn að vestan" eftir
John M. Synge.
22.20 Fró Loömundarfirði.
23.00 Á slóðum Jóhanns Sebastians
Bach.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Föstudagur 26. september
7.15 Morgunvaktin.
9.05 Morgunstund barnanna.
10.30 Ljóöu mór eyra.
11.03 Samhljómur.
12.20 Fréttir.
14.00 Miðdegissagan.
14.30 Nýtt undir nólinni.
15.20 Landpósturinn.
16.20 Sfðdegistónleikar.
17.03 Barnaútvarpið.
17.45 Torgiö — Skólabörnin og umferðin.
19.00 Fréttir.
19.50 Nóttúruskoöun.
20.00 Lög unga fólksins.
20.40 Sumarvaka.
21.30 Frá tónskáldum.
22.20 Hljómskólamúsík.
23.00 Frjólsar hendur.
00.05 Lógnætti. Spilað og spjallað um tón-
list.
01.00 Dagskrárlok.
Laugardagur 27. september
7.30 Morgunglettur.
8.45 Nú er sumar. Hildur Hermóösdóttir
hefur ofan af fyrir ungum hlustend-
um.
9.20 Óskalög sjúklinga.
10.25 Morguntónleikar.
11.00 Frá útlöndum.
12.20 Fréttir. Af staö. Sigurður T. Björgvins-
son sór um umferðarþátt.
13.50 Sinna. Listir og menningarmál líð-
andi stundar.
15.00 Miðdegistónleikar.
16.20 Á hringveginum.
17.00 Iþróttafróttir.
17.03 Barnaútvarpið.
MEÐMÆLI
SJÓNVARP
Óhætt er að mæla með
heimilislegum húmor Cosbýs
á miðju laugardagskvöldi, og
svo fyrsta af fimm þáttunum
um flóttamenn á sunnudags-
kvöldi. Samuel Beckett-þátt-
urinn er víst þrusa.
ÚTVARP
RÁS 1
Frjálsar hendur Illuga Jökuls-
sonar á föstudagskvöldum
eru notalegar, Lágnætti Eddu
Þórarinsdóttur þar á eftir ljúft
og Svavar Gests svo á sunnu-
dag, með athyglisverða
útvarpsupprifjun.
RÁS 2
Bylgjur Árna Daníels og
Ásmundar koma gjarnan á
óvart. Djassspjall Linnets
ómissandi fyrir geggjara og
gott fleiri. Fjörkippir Ástu
Ragnheiðar á sunnudag.
BYLGJAN
Vert er að gefa Vökulokum
Bylgjunnar gaum en þar núa
starfsmenn hennar saman
fréttanefum sínum. Reykjavík
síðdegis heldur ágætu flugi.
Og vikuskammtur útvarps-
stjórans í sunnudagshádegi.
17.40 Einsöngur í útvarpssal.
19.00 Fréttir.
19.35 ,,Hundamúllinn", gamansaga eft-
ir Heinrich Spoerl.
20.00 Sagan: ,,Sonur elds og ísa" eftir
Johannes Heggland.
20.30 Harmoníkuþáttur.
21.00 Gullgröftur og Drangeyjarsund.
Ari Trausti Guðmundsson ræðir við
Hauk Einarsson frá Miðdal.
21.40 Islensk einsöngslög. Þuríður Páls-
dóttir syngur lög eftir Pál Isólfsson og
Karl O. Runólfsson.
22.20 Laugardagsvaka.
23.30 Danslög.
00.05 Miðnæturtónleikar.
01.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur 28. september
8.00 Morgunandakt.
8.35 Létt morgunlög.
9.05 Morguntónleikar.
10.25 Út og suður.
11.00 Messa í Fríkirkjunni í Reykjavík.
12.20 Fréttir.
13.30 Aþeningurinn Evrípídes.
14.30 Miödegistónleikar.
15.10 Alltaf ó sunnudögum. Svavar Gests
velur, býr til flutnings og kynnir efni úr
gömlum útvarpsþáttum.
16.20 Upphaf og endir íslenskrar hlut-
leysisstefnu.
17.00 Frá tónleikum Musica Antiqua í
Langholtskirkju í fyrra.
18.00 Síðslægjur.
19.00 Fréttir.
19.35 Frá hátíðinni N'art '86.
20.00 Ekkert mál.
21.00 Kvöldtónleikar.
21.30 Útvarpssagan: ,,Frásögur af
Þögla" eftir Cecil Bödker.
22.20 ,,Haustheimar".
22.30 Síðsumarstund.
23.15 Úr íslenskri tónmenntasögu.
00.05 Gítarbókin.
00.55 Dagskrárlok.
íitw
Fimmtudagur 25. september
20.00 Vinsældalisti hlustenda rásar tvö.
21.00 Um nóttmól.
22.00 Rökkurtónar.
23.00 Dyrnar að hinu óþekkta. Annar
þáttur af þremur um Jim Morrison og
hljómsveitina Doors.
24.00 Dagskrárlok.
Föstudagur 26. september
9.00 Morgunþóttur.
14.00 Bót í máli.
16.00 Frítfminn.
17.00 Endasprettur.
20.00 Þræðir.
21.00 Rokkrásin.
22.00 Kvöldsýn.
23.00 Á næturvakt.
03.00 Dagskrárlok.
Laugardagur 27. september
10.00 Morgunþáttur.
14.00 Við rósmarkiö.
16.00 Listapopp.
17.00 iþróttafréttir.
17.03 Tveir gítarar, bassi og tromma.
20.00 Bylgjur.
21.00 Djassspjall.
22.00 Svifflugur.
23.00 Á næturvakt.
03.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur 28. september
13.30 Krydd í tilveruna.
15.00 Fjörkippir.
16.00 Vinsældalisti hlustenda rósar tvö.
18.00 Dagskrárlok.
yay
'BYLGJA Ni
Fimmtudagur 25. september
06.00 Tónlist í morgunsárið.
07.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni.
09.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum.
12.00 Á hádegismarkaöi með Jóhönnu
Harðardóttur.
14.00 Pótur Steinn á réttri bylgjulengd.
17.00 HallgrímurThorsteinsson (Reykja-
vík síðdegis.
19.00 Tónlist með léttum takti.
20.00 Jónína Leósdóttir á fimmtudegi.
21.30 Spurningaleikur.
23.00 Vökulok. Fréttamenn Bylgjunnar
Ijúka dagskránni með fréttatengdu
efni og Ijúfri tónlist.
24.00 Dagskrárlok.
Föstudagur 26. september
06.00 Tónlist í morgunsárið.
07.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni.
09.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum.
12.00 Á hádegismarkaði með Jóhönnu
Harðardóttur.
14.00 Pótur Steinn á réttri bylgjulengd.
17.00 Hallgrfmur Thorsteinsson (Reykja-
vík síðdegis.
19.00 Þorsteinn J. Vilhjálmsson leikur
létta tónlist og kannar hvað næturlífið
hefur upp á að bjóða.
22.00 Nótthrafn Bylgjunnar leikur létta
tónlist úr ýmsum áttum og spjallar við
hlustendur.
04.00 Dagskrárlok.
ÚTVARP
eftir Óskar Guðmundsson
Nýmiðlar í öngviti
Einhvern veginn fannst manni ástæða til
að fagna pínulítið inní sér, þegar Bylgjan
fór af stað, afþví í einfeldni sinni gengur
bjartsýnn maður útfrá, að fleiri fjölmiðlar
ættu að leiða til aukinnar fjöibreytni.
En þessi rifjagleði stóð einungis í
skamma hríð. Og eftir að hafa gert tilraunir
til að hlusta á rás 2 og Bylgjuna til skiptis
í nokkra daga kenni ég efasemda — og
jafnvel meðaumkunar.
Það er tæpast hægt að finna að sam-
keppnin á öldum ljósvakans hafi leitt til
aukinnar fjölbreytni, — og eitt er alveg á
hreinu, að samkeppnin hefur ekki staðið
um gæði. Hún .kann að hafa staðið um
fjölda hlustenda (og mun bráðlega standa
um fjölda áhorfenda) en gæðin láta á sér
standa.
Samkeppnin um hlustendur virðist ein-
göngu háð á léttu nótunum þannig að lög-
málið um að því minna sem er til umhugs-
unar, þeim mun fleiri verði til að nota tæk-
in sín, virðist helst haft í heiðri. Metnaður-
inn er allur í eina átt, einsog best sést á dag-
skrárkynningum rásar 2 og Bylgjunnar:
tónlist með léttum takti, á réttri bylgju-
lengd, frívakt, um náttmál, rökkurtónar,
endasprettur, léttur sprettur, vökulok, á
léttum nótum og gvuðmávitahvað. Ekkert
af þessu til þess fallið að vekja fólk til um-
hugsunar eða bæta mannlífið á menning-
arvísu. Fréttatengda efnið er á sömu bók-
ina lært; létt einsog allt á að vera nú um
stundir.
Enginn veit betur en sá sem unnið hefur
á blöðum að léttmeti er nauðsynlegt —
meðlœti. En það er jafn fráleitt að bjóða
notendum nánast einungis uppá léttmeti. í
fjölmiðlunum verða og eiga að koma fram
mismunandi skoðanir og vera þar til um-
fjöllunar. Og í fréttum og umfjöllun um þær
verður líka, að minnsta kosti öðruhvoru,
að komast undir yfirborðið. Summa
summarum: nýmiðlarnir virðast ganga út-
frá því að fólk og þá sérstaklega ungt fólk
sé ekki annað en eitt stórt poppeyra. Þetta
er ekki nógu gott. Léttmetið flóir yfir alla
bakka og felur í sér lítilsvirðingu gagnvart
fólki. Stendur samkeppnin þá í raun og
veru um það hvaða stöð geti lítilsvirt fólkið
mest? Hvaða stöð geti gargað hæst — og
lengst?
Allt er þetta gert í nafni samkeppninnar
—■ og því var nánast menningaráfall að
heyra viðbrögð yfirstjórnar útvarpsins við
samkeppni. Yfirstjórn útvarpsins hugsar
nefnilega á sömu „léttu nótunum" og
hyggst svara samkeppninni bæði í hljóð-
varpi og sjónvarpi á sama „létta sprettin-
um“ — með því að garga lengur — helst all-
an sólarhringinn. Ekkert var minnst á sam-
keppni um innihald, gæði. Útgangspunkt-
ur fjölmiðianna er sá, að fólkið liggi hvort-
eðer i öngviti — en þarmeð liggja þeir sjálf-
ir í því sama viti. Samkeppnin hefur einnig
sínar skoplegu hliðar. Samkvæmt skoðana-
könnun er yfirgnæfandi meirihluti sjón-
varpsáhorfenda þakklátur forsjóninni fyrir
að ekki skuli sjónvarpað á fimmtudögum.
Stöð 2 hlýtur að draga sínar ályktanir af
þessari staðreynd og gefa þjóðinni orlof á
fimmtudögum — og máske oftar — til að
þóknast áhorfendum betur en ríkissjón-
varpið — í nafni samkeppninnar.
SJÓNVARP
eftir Helga Má Arthúrsson
Útvarp fyrir sjónvarp
Þegar fréttastofa sjónvarps segir frá list-
viðburðum er fréttapunkturinn peningar.
Picasso sýning í sumar sem leið snérist um
peninga. Gjöfin til frú Vigdísar snérist um
verðmæti myndar. Og Munch myndir í
Norræna húsi um tryggingafé. Þetta er
ótrúlegur útkjálkaháttur og ber vitni van-
metakennd hins smáa. Viðmiðunarramm-
inn er þröngur. Otrúlega frumstæður.
í tæp tuttugu ár hefur sjónvarp tekið út-
varpsefni, sett við það myndir og sent það
út sem umræðuþátt í sjónvarpi. Uppskriftin
hefur jafnan verið sú sama. Þú tekur frétta-
mann, eða mann utan stofnunar, og raðar
í kringum hann fimm mönnum. Tíu, ef
mikið liggur við, eins og í fyrrakvöld. Síðan
setur þú upp þrjár sjónvarpsvélar og sendir
út. í dagskrá kallar þú fyrirbrigðið: Um-
ræðuþáttur í sjónvarpssal.
Yfirburðir sjónvarps yfir útvarp eru þeir,
að mynd og tal er sent út samtímis. Og
numið samtímis í stofum landsmanna. Með
öðrum þjóðum er lagt mikið uppúr mynd-
málinu og yfirburðir sjónvarps nýttir til
fullnustu. Það er ekki gert hér. Kannski er
það spurning um peninga, eina ferðina
enn. En ef við ætlum að gera sjónvarp, þá
verðum við að gera það eins og menn. Það
kostar sitt að sjónvarpa, eða nota þá tækni
sem við höfum í höndunum.
Útvarpsefni fyrir sjónvarp er leiðinlegt.
Svo leiðinlegt, að klassískir umræðuþættir
sjónvarps eru venjulega misheppnaðir,
nema menn fari að rífast í sjónvarpi, eða
geri eitthvað það fyrir opnum skermi sem
brýtur þann fasta ramma, sem umræðu-
þáttum er sniðinn. Þá tala menn um hið
óvenjulega. Og hafa af mikla skemmtan.
Björn Vignir Sigurpálsson og Magnús
Bjarnfreðsson stjórnuðu á þriðjudag um-
ræðuþætti undir yfirskriftinni: íslenskir
fjölmiðlar á tímamótum. Og þrátt fyrir að
viðmælendur væru tíu — í stað fimm — var
þátturinn hrútleiðinlegur. Magn tryggir
ekki gæði. Lotning fyrir tæknibrellum —-
ljósleiðurum, gervitunglum og leysigeisl-
um — réð ferð í þessum þætti. Asamt hrifn-
ingu hins smáa, að loksins vera í hópi stór-
þjóða, sem útvarpa og sjónvarpa á mörg-
um rásum.
Sérhver tímenninganna hafði frá ein-
hverju að segja. En þeir fá vitaskuld ekki
tíma til neinna útlistana í beinni útsend-
ingu. Þennan þátt átti að pródúsera og
leggja í hann mikla vinnu — og metnað
sem yfirmenn Ríkisútvarps virðist vanta.
Þátt þennan átti að klippa sundur og
saman. Raða brotum uppá nýtt og senda út
fullbúinn með umsögnum og mismunandi
skoðunum. Slíkur þáttur er sjónvarpsefni.
Það sem við sáum á skjánum var
fimmtudagsumræða fyrir sjónvarp.
Ég horfði á þáttinn til enda. Bjóst við því
í einfeldni minni, að menntamálaráðherra
hefði eitthvað að segja. Það eina sem ég
man eftir var að ráðherra lofaði að beita
sér fyrir eflingu Ríkisútvarpsins. Og að
hann hafði engar áhyggjur af frjálsri sam-
keppni. Eg hef áhyggjur af Ríkisútvarpinu.
Mér finnst skorta mikið á metnað stjórn-
enda RÚV eftir miklar mannabreytingar
hjá stofnuninni. Það er hreint ekki riægjan-
legt, að mála bílana bláa. Búa til nýtt merki
og biðja Gunnar Þórðarson um ný stef —
auglýsingastef. Það vantar metnaðarfulla
stjórnendur. Fólk sem lítur á Ríkisútvarpið
se fjölmiðil í samkeppni. Ekki flokkspóli-
tíska stassíón.
38 HELGARPÓSTURINN