Helgarpósturinn - 22.01.1987, Page 4

Helgarpósturinn - 22.01.1987, Page 4
eftir Óskar Gu&mundsson Steingrfmur. Allra manna vinsælastur, en býr við nokkurt andstreymi meðal fylgj- enda flokksins og virðist ekki fá aðdáend- ur sína til að kjósa sig. Þversögn? Þorsteinn. Þó Þorsteinn sé á uppleið í vinsældum vill mjög stórt hlutfall kjós- enda Sjálfstæðisflokksins skipta um forystu. Halldór Asgrlmsson — traustur eins og bjarg. Jón Baldvin. Meðal þeirra vinsælustu og til alls líklegur, en virðist samt hætt við vaxandi andstreymi. STEINGRIMUR HÆFA i í skodanahönnun HP, sem fram- kvœmd var fyrir rúmri viku um af- stöðu almennings til flokkanna, var einnig spurt um mal fólks á því hver vœri hœfasti stjórnmálaleiðtoginn í landinu núna. Þeir einir voru spurð- ir, sem áður höfðu gefið upp afstöðu sína til flokkanna. Alls tóku um 520 afþeim afstöðu til flokkanna en 142 tóku ekki afstöðu til stjórnmálaleið- togans. Útkoman varð sú að for- sœtisráðherra, Steingrímur Her- mannsson varð í fyrsta sœti með 108 tilnefningar, í öðru varð Þorsteinn Pálsson með 67, þá Halldór Ás- grímsson 53, Jón Baldvin 49, og Svavar Gestsson 20. Síðan komu þau Davíð Oddsson, Albert Guð- mundsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Ólafur Ragnar Grímsson með 6 til 13 tilnefningar. ÞORSTEINN PÁLSSON KOMINN UPPÍ ANNAÐ SÆTI Á VINSÆLDA- LISTANUM. HALLDOR ÁSGRÍMSSON TRAUSTUR EINS OG BJARG OG HAFNAR í ÞRIÐJA SÆTI. JÓN BALDVIN í KYRRSTÖÐU í FJÓRÐA SÆTI. SVAVAR SITUR í FIMMTA SÆTI. í desember var skoðanakönnun hjá DV, þar sem spurt var hver ætti að verða forsætisráðherra. Niður- stöðurnar voru í samræmi við úrslit- in úr þessari könnun Helgarpóstsins á dögunum. Steingrímur er lang- vinsælastur samkvæmt okkar könnun og DV. Megin frávikin eru þó þau, að Þorsteinn Pálsson hefur sótt eilítið í sig veðrið og er í öðru sæti hjá HP en var í þriöja um for- sætisráðherraembættið hjá DV. Þó ekki sé verið að spyrja um sama atriðið, þá er um vissar hliðstæður að ræða og óhætt er að fullyrða út frá þessum niðurstöðum að vegur Þorsteins hafi vaxið nokkuð síðus.u vikur. Steingrímur er maður vinsæll, að mörgu leyti af skiljanlegum ástæð- um. Forsætisráðherraembættið ljær stjórnmálamanni traust og fylgi í sjálfu sér og forverar hans í því embætti hafa notið góðs af embætt- inu á hliðstæðan hátt í svipuðum vinsældakönnunum. En það kemur fleira til; Steingrímur þykir yfirveg- aður og hefur ímynd sáttasemjarans (sem á einnig rætur að rekja til embættisins sjálfs) og hann þykir koma vel fram í fjölmiðlum. í þessu sambandi er athyglisvert að þessi vinsæli stjórnmálamaður skuli ekki hafa mælst með ávinning í skoðana; könnuninni um fylgi flokkanna. I Reykjaneskjördæmi varð ekki merkj- anleg nein sveifla milli skoðana- kannana frá því að tilkynnt var um framboð hans, þ.e. frá desember- könnun HP tii janúarkönnunar. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra er í þriðja sæti þessarar könnunar hjá HP. Hann hefur ekki fengið á sig áföll eins og margir hinna ráðherranna í ríkisstjórninni og þykir manna traustastur. Virðist vera óumdeilanlega meðal traust- ustu stjórnmálamannanna. stjórnmálaflokks þjóðarinnar. Nú hefur hann skotið Jóni Baldvin nið- ur fyrir sig og því íhugunarvert hvort Þorsteinn hafi gert eitthvað síðan í desember sem breytti ímynd hans, þannig að hafi orðið til vin- sældaauka. Og þá taka kenninga- smiðirnir við: Þorsteinn hefur ekki gert nein mistök síðustu vikurnar. Hann átti nokkur útspil, þar sem hann sýndi klókindi, sem margir hafa saknað af hans hálfu — t.d. sagðist hann mundu leggja sjálfur fram ráðherralista þegar og ef þar að kæmi. Þá þótti mönnum vel til fundið hjá fjármálaráðherranum að hafa orð á góðu gengi Thors Vil- hjálmssonar í jólabókaslagsmálun- um fyrir hátíðirnar. Og ef þetta er allt rétt, þá hafa vinsældir Þorsteins vaxið enn meðal kjósenda með því að ráðherrann stöðvaði lagasetn- ingu á sjómenn enda þótt hann hafi verið gagnrýndur fyrir þá aðferð sem hann beitti. Samt eru þó margir enn sem vilja skipta um forystu í Sjálfstæðisflokknum. LÆGÐ YFIR KRÖTUM Síðustu vikur hefur greinilega verið nokkur lægð yfir krötum. Einnig í þessari vinsældakönnun HP má merkja nokkurt bakslag í segl Jóns Baldvins Hannibalssonar. í könnun DV um forsætisráðherra- efni var Jón Baldvin í öðru sæti — á undan Þorsteini Pálssyni, en hjá HP nú lendir Jón Baldvin í 4. sæti. Nú er vel að merkja ekki um sömu spurningu að ræða, en samt má full- yrða að þetta merki afturkipp hjá krötum. Astæðurnar geta verið mý- margar; minna hefur farið fyrir krötum síðustu vikur í samanburði við hina flokkana. Jón Baldvin hef- ur greinilega ákveðið að eyða tíma í minnstu kjördæmin, þar sem krat- ar hafa staðið lakast að vígi í kosn- ingum. Þessi áhersla hefur hins veg- ar verið á kostnað höfuðborgar- fylgisins, ef marka má skoðana- könnunina að öðru leyti. Jón Bald- vin hefur áður mátt heilsa sveiflum í skoðanakönnunum og eins og sagt var frá í síðasta HP, þá eiga kratar meiri möguleika í kosningabarátt- unni, ef tekið er mark á þeim vís- bendingum sem fram komu í skoð- anakönnunum. Sama gildir um for- manninn Jón Baldvin. Jóhanna Sigurðardóttir lær þó nokkrar tilnefningar og lendir í átt- unda sæti. Svo virðist sem þingmað- urinn njóti mikils trausts og vax- andi. Margir líta svo á, að hún standi fremst í flokki þeirra, sem verja ör- yrkja, gamalt fólk og fleiri hópa sem hafa orðið undir gagnvart kerfinu á vettvangi Alþingis. Síðustu misseri þykir mörgum og, að Jóhanna hafi orðið skeleggari málafylgjumaður og er skemmst að minnast tann- læknadeilunnar í því sambandi. Þá hefur hún einnig sýnt ofurlítið meira sjálfstæði gagnvart flokks- og verkalýðsforystunni í seinni tíð, — og er þá átt við meira en flugfreyju- deiluna í fyrra. í BIÐSALNUM Af þeim sem ekki sitja á þingi, en fá tilnefningar í þessari óformlegu vinsældakönnun, eru þeir Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar Gríms- son. Davíð er sterki maðurinn í Sjálfstæðisflokknum og það finnst glöggt úti í þjóðfélaginu. Hann virð- ist vera sá, sem kallað verður á um leið og eitthvað bjátar á. Hins vegar má leiða líkur að þvi, að á meðan Þorsteinn stendur sig vel og er á uppleið, þá komi nafn Davíðs síður upp á. Á hinn bóginn er á að líta, að maðurinn situr ekki á Alþingi og er ekki um þessar mundir í neinum hugleiðingum um slíka vegsemd. Þess vegna er það mikill styrkleika- vottur, að vera tilnefndur í slikri skoðanakönnun, þar sem spurt er einungis í tengslum við þingkosn- ingar. Bæði í þessari könnun og í tilvitn- aðri DV-könnun fær Ólafur Ragnar Grímsson næstbesta útkomu al- þýðubandalagsmanna. Hann situr eins og kunnugt er ekki á þingi og tilnefningar hans því margar, ef til þess er eingöngu litið. Hins vegar hefur hann fengið á sig virðuleika- ímynd i gegnum starf sitt á alþjóða- vettvangi og er eini íslenski stjórn- málamaðurinn sem nýtur trausts fyrir störf utan landhelginnar. Annars er það umhugsunarvert, að í könnunum eins og þessum, skuli þeir Davíð og Ólafur Ragnar vera oft nefndir, — merin sem flokk- ar þeirra hafa ekki sett á oddinn í þingkosningum, eða notfært sér sterka stöðu þeirra umfram það sem flokkarnir eru nauðbeygðir til. Þeir eru mennirnir í biðsalnum. Albert Guðmundsson fær þó nokkrar tilnefningar og nýtur þar sígildra persónuvinsælda sinna, þó menn fái á tilfinninguna að eitthvað sé þar farið að gefa sig. Ef litið er til þess, að hann er oddviti stærsta ÞORSTEINN I UPPSVEIFLU í könnun DV í desember varð Þorsteinn Pálsson í þriðja sæti á eftir Jóni Baldvin. En það voru að sjálf- sögðu mikil tíðindi þar sem Þor- steinn er formaður langstærsta 4 HELGARPÓSTURINN FORYSTA ALÞÝÐUBANDALAGS OG SJALFSTÆDISFLOKKS í ÓHÆGUM SESSI 39,7% FYLGJENDA ALÞÝÐUBANDALAGS TELJA TÍMABÆRT AÐ SKIPTA UM FORYSTU. 37,7% FYLGJENDA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS, 23,3% FYLGJENDA FRAMSÓKNAR, 16,5% FYLGJENDA ALÞÝÐUFLOKKSINS OG 8,6% FYLGJENDA KVENNALISTA TELJA TÍMABÆRT AÐ SKIPTA UM FORYSTU f FLOKKNUM SEM ÞEIR STYÐJA. 39,7% þeirra sem taka afstöðu eru þeirrar skoðunar aö tímabœrt sé að skipta um forystu í Alþýðu- bandalaginu, 37,7% hjá Sjálfstœðis- flokknum meðan 8,6% eru þessarar skoðunar af fylgjendum Kvenna- lista. Ískoðanakönnuninni á dögunum var spurt hvort viökomandi teldi tímabcert að skipta um forystu í þeim flokki, sem studdur vœri. 75% fylgjenda Alþýðubandalagsins tóku afstöðu til spurningarinnar, 74,5% fylgjenda Kvennalista, en 70,5% þess, að einmitt Samtök um kvenna- lista hafa ákveðið að skipta um for- ystu hjá sér, ef litið er á þingmenn sem forystu. Tilkynning um fram- boðslista Kvennalistans í Reykjavík kom eftir að þessi könnun var gerð. 16,5% fylgjenda Alþýðuflokksins kváðu tímabært að skipta um for- ystu flokksins, 23,3% fylgjenda Framsóknarflokksins, 37,7% fylgj- enda Sjálfstæðisflokksins og 39,7% fylgjenda Alþýðubandalagsins. Samkvæmt þessu stendur flokks- forysta Sjálfstæðisflokksins og Al- leiðtoginn — og þvi hefði verið for- vitnilegt að kanna viðhorf fyrir nokkrum mánuðum til þessarar spurningar. Jón Baldvin, sem hefur allt að því „halelúja" í kringum sig á flokks- samkomum má búast við meira andstreymi inn á við næstu árin. 16,5% fylgjenda telja tímabært nú þegar að skipta um forystu í flokkn- um, en þessi hlutfallstala er þó vafa- lítið í samræmi við ,,klassískar“ óánægjuraddir með forystu flokka yfirleitt. Steingrímur Hermannsson hefur í þessu efni meðaltalsand- stöðu, eða 23,3% sem telja tíma- bært að skipta um forystu í Fram- sóknarflokknum. Svavar Gestsson stendur lakast að vígi í þessu efni en litlu munar á honum og Þorsteini Pálssyni. Sjá meðfylgjandi töflu. Telur þú tímabœrt að skipta um forystu í flokknum sem þú styður? fylgjenda Alþýðuflokksins. þýðubandalagsins lakast að vígi Fjöldi Tóku Hlut- Sögðu Hlut- meðal fylgjenda sinna, en Kvenna- alls afstöðu fall Já fall Langminnstar efasemdir um for- lista best að vígi (þar er ekki kosinn Alþýðuflokkur 129 91 70,5 15 16,5% ystuna voru meðai fylgjenda formaðurl). Nú er þess að gæta, að Framsóknarflokku r 84 60 71,4 14 23,3% Kvennaiista. Einungis 8,6% kváðu Þorsteinn Pálssön formaður Sjálf- Sjálfstæðisflokkur 187 138 73,8 52 37,7% tímabært að skipta um forystu. stæðisflokksins hefur vaxandi fylgi Alþýðubandalag 84 63 75,0 25 39,7% Þetta er merkileg niðurstaða í ljósi að fagna sem hæfasti stjórnmála- Kvennalisti 47 35 74,5 3 8,6%

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.