Helgarpósturinn - 22.01.1987, Blaðsíða 10
HP
HELGARPÓSTURINN
Ritstjóri:
Halldór Halldórsson
Ritstjórnarfulltrúar:
Helgi Már Arthursson
Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Blaðamenn:
Friðrik Þór Guðmundsson,
Gunnar Smári Egilsson,
Guðlaugur Bergmundsson,
Jónína Leósdóttir og
Óskar Guðmundsson.
Ljósmyndir: Jim Smart.
Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson
Ljósmyndir: Jim Smart
Framkvæmdastjóri:
Hákon Hákonarson.
Skrifstofustjóri:
Garðar Jensson.
Auglýsingastjóri:
Hinrik Gunnar Hilmarsson.
Auglýsingar:
Sigurður Baldursson,
Sveinbjörn Kristjánsson.
Dreifing:
Garðar Jensson
(heimasími: 74471)
Guðrún Geirsdóttir.
Afgreiðsla:
Bryndís Hilmarsdóttir.
Ritstjórn og auglýsingar
eru að Ármúla 36, Reykjavík sími
681511. Afgreiðsla og skrifstofa
eru að Ármúla 36, sími 681511.
Útgefandi: Goðgá h/f
Setning og umbrot:
Leturval s/f.
Prentun: Blaðaprent h/f.
LEIÐARI
Þegar „sökin
( seinni tíð hefur það orðið æ algengara, að
stjórnmálamenn, sem komnir eru út í horn í
málsvörn, kenna fjölmiðlum um það sem amar
að hjá þeim sjálfum. Hér í Helgarpóstinum höf-
um við fjallað um þetta stöku sinnum, þegar til-
efni hefur verið til. Nú er hins vegar svo komið,
að þessi varnaraðferð stjórnmálamanna og
hagsmunagaeslumanna hvers konar er orðin svo
algeng, að fullt tilefni er til að staldra við og átta
sig á því, hvað er á seyði. Eru stjórnmálamenn,
og einkum þá þeir, sem sitja við stjórnvölinn,
farnir að apa hver eftir öðrum hugsunarlaust,
eða er um að ræða róttæk sinnaskipti þessara
manna í garð fjölmiðla?
Þeir sem fylgjast með fréttum og hafa atvinnu
af því að segja fréttir af atburðum líðandi stund-
ar hafa óneitanlega orðið varir við andúð sumra
stjórnmálamanna á fjölmiðlum. Hreina og beina
andúð. Ekki á þetta við um alla stjórnmálamenn,
en þeir eru of margir. Oftast nær á andúð þessi
rætur að rekja til þess, að stjórnmálamaðurinn
hefur lent úti íhorni í málflutningi og fjölmiðlarn-
ir hafa skýrt satt og rétt frá staðreyndum.
Fjölmiðlafár, halda menn fram í beinni útsend-
ingu og ásaka fréttamenn um að „blása" mál
upp, eins og það er kallað. Sömu menn fullyrða
að það sé fréttamönnum sérstakt kappsmál að
„blása" upp mál og koma með því af stað illind-
um og deilum. Afstaða þessi byggist á þeirri
' er fjölmiðla
heimsku (í fornri merkingu orðsins), að það séu
fjölmiðlarnir sjálfir sem búi til málin.
Nokkrir embættismenn — opinberir starfs-
menn — hafa verið reknir frá störfum sl. misseri.
Sigurjón Valdimarsson var rekinn frá Lánasjóði
ísl. námsmanna, Wilhelm V. Steindórsson var
rekinn frá Hitaveitu Akureyrar, Stefán Ingólfsson
hrakinn frá Fasteignamati rfkisins.
Sturlumálið, sem mætti raunar allt eins kalla
Sverrismálið vegna þeirra yfirlýsinga, sem
Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra hef-
ur látið út ganga í fjölmiðlum, er nýjasta dæmið
um þetta. Ráðherra greip til umdeildra aðgerða.
Viðbrögð úr öllum áttum eru mjög hörð og hafa
að líkindum komið ráðherra á óvart. Hann er
krafinn svara við brennandi spurningum um
málið, en svarar í hálfkveðnum vísum. Hann er
kominn í vörn — og farinn að gagnrýna fjöl-
miðla.
Sverrir Hermannsson er bardagamaður mikill
og reynir hvað hann getur að snúa vörn í sókn,
sem í sjálfu sér er skiljanlegt, en einmitt hér valdi
Sverrir leiðina, sem orðin er ekki aðeins algeng
heldur hættulega algeng. Efnislega hefur Sverrir
beitt þeim rökum, að hér væri um fjölmiðlafár að
ræða, magnað upp af Mývetningum og Alla-
böllum. Og enn á ný beitir ráðherra orðasam-
bandinu „þið fjölmiðlamenn" með mikilli fyrir-
litningu í röddinni.
nna
Spurt var í upphafi, hvort þessi almenna til-
hneiging ráðamanna væri kækur, eða róttæk af-
stöðubreyting. I Ijósi reynslu síðustu missera
virðist mega draga þá ályktun, að um sé að tefla
afstöðubreytingu hinna eldri stjórnmálamanna
til fjölmiðla. Og það virðist vera full þörf á því að
fjölmiðlarnir séu vel á verði gagnvart þessari af-
stöðu.
Ástæðan er einfaldlega sú, að fjölmiðlar
gegna veigamiklu hlutverki í lýðræðisþjóðfé-
lagi. Þeir tryggja að til sé opinber vettangur þar
sem menn geta skipst á skoðunum. Tryggja að
upplýsingar komi fram um hin ýmsu málefni,
sem almenningur verður að taka afstöðu til. Það
er og nauðsynlegur þáttur í starfi fjölmiðils að
grafa fram upplýsingar sem hagsmunagæslu-
menn hindra að komi fyrir almenningssjónir.
Tögstreitan á milli fjölmiðla og þeirra sem sjá
sér hag í því að liggja á upplýsingum er ekki ný
af nálinni. Þetta er „klassískur" vandi, sem allir
þeir þekkja sem starfa á fjölmiðlum. Það sem er
nýtt í þeim tilhneigingum ráðamanna nú er ann-
ars vegar það að vilja gera fjölmiðla háða eigin
hagsmunum og hins vegar það, að fara gegn
embættismönnum með miklu offorsi — ef þeir
hafa skoðun sem gengur gegn vilja þeirra. I
margbrotnu samfélagi er það hlutverk fjölmiðla
að standa vörð um frjáls skoðanaskipti — frjálsa
skoðanamyndun.
Lesendakönnun Helgarpostsins:
Myndbandstækið
fór í Garðinn
Fyrsti vinningur í happdrætti, Fischer myndbandstæki af full-
sem haldið var samhliða lesenda- komnustu gerð. Vinningshafinn
könnun Helgarpóstsins á dögunum, reyndist vera Sesselja Hannesdóttir
var afhentur í vikunni, en það var úr Garði á Suðurnesjum — og sést
Áramótamyndgáta HP
Dregið var í verðlaunamyndgátu
Helgarpóstsins í lok síðustu viku, en
frestur til að skila inn lausnum rann
út fimmtudaginn 15. janúar. Mjög
góð þátttaka var og þakkar starfs-
fólk HP öllum þeim sem sendu blað-
inu lausnir.
Fyrstu verðlaun, kvöldverð fyr-
ir tvo á veitingastaðnum íKvosinni,
að upphæð kr. 6000.- fékk Helga
Sveinsdóttir, Bröttukinn 7 í Hafnar-
firði.
Önnur verðlaun, Ordabók menn-
ingarsjóös, fékk Sigurður Guðjóns-
son, Háholti 31 á Akranesi.
Þriðju verðlaun, bókina Nútíma-
fólk, eftir sálfræðingana Álfheiði
Steinþórsdóttur og Guðfinnu Eydal,
fékk Katrín Sigurjónsdóttir, Öldu-
granda 5 í Reykjavík.
Helgarpósturinn óskar þeim
heppnu til hamingju og vonar að
vinningarnir verði þeim til ánægju-
auka. Bækurnar sem voru í verð-
laun, verða sendar heim til réttra
aðila, en sú sem vann kvöldverðinn
á veitingastaðnum I Kvosinni, ætti
að vera búin að heyra frá okkur á
HP, þegar þetta er birt.
Ritstj.
hún hér til hliðar ásamt fjölskyldu
sinni, taka á móti tækinu úr hendi
starfsmanns Sjónvarpsbúðarinnar,
sem hefur umboð fyrir Fischer-
merkið. í þessu happdrætti voru
fleiri vinningar. Sjö útvarpsklukkur
komu á miða nr. 4307, 3306, 739,
3232, 4561, 1320 og 4039 og er það
áréttað hér með, þar eð nokkrir
vinningshafanna hafa ekki enn haft
samband við blaðið.
Svör vid manngerðarprófinu:
1. a) Þ b) Ö c) Æ
2. a) Æ b) Ö c) Þ
3. a) Æ b) Þ c) Ö
4. a) Þ b) Ö c) Æ
5. a) Æ b) Ö c) Þ
6. a) Æ b) Þ c) Ö
7. a) Þ b) Ö c) Æ
8. a) Æ b) Þ c) Ö
9. a) Æ b) Þ c) Ö d) Ö d) Þ
10. a) Þ b) Ö c) Æ
Samtals:
Mest P — Þú ert nautnaseggur og
nýtur þess! Þér finnst lífsins lysti-
semdir vera til þess að einhver njóti
þeirra og hvers vegna skyldir þú þá
ekki bjóða þig fram í það hlutverk?
Þú hefur einstakt lag á því að þefa
uppi samkvæmi og kannt hvergi
jafnvel við þig og á mannamótum.
Góða skemmtun!
Mest Æ — Þú heldur mikið upp á
orðatiltækið „Heima er best“! Þér
finnst algjör óþarfi að þeysast út um
borg og bý í leit að skemmtan og
viðmælendum. Eiginlega finnst þér
að fólk geti bara leitað þig uppi, ef
það vill eitthvað við þig tala. Það
getur líka gengið að þér vísum í
hægindastólnum fyrir framan sjón-
varpið.
Mest Ö — Þú leggur mikið á þig til
þess aö sýnast eitthvað, sem þú ert
innst inni alls ekki viss um að vera.
Þig langar óskaplega að teljast til
þekkta og auðuga hluta þjóðarinnar
og gera ekkert, sem gæti verið álitið
ósmekklegt eða óviöeigandi af því
útvalda liði. Vonandi þolirðu álagið,
sem óneitanlega fylgir þessu.
Hér sést Bryndís Hilmarsdóttir, starfsmaður HR draga út vinningshafana. Einsog mvnd-
in ber með sér var gífurleg þátttaka í áramótamyndgátu blaðsins að þessu sinni.
^^^tjórnmálasdl Þorsteins
Pálssonar fer nú mjög hækkandi.
Þetta merkja menn t.d. eftir að
fundaherferð Sjálfstæðisflokks-
ins fyrir kosningarnar var hleypt af
stað fyrir fáum vikum. Á fundi með
sjálfstæðismönnum í Garðabæ í
vikunni þótti Þorsteinn fara á kost-
um; vera venju fremur skýr í máli,
afdráttarlaus í málflutningi, rökfast-
ur og harður. Hann kom því til skila
sem þurfti á máli fólksins — og ber
hér að hafa í huga, að heimildir HP
í þessu efni koma ekki einasta úr
íhaldsátt stjórnmálanna.. .
LAUSNIR Á
SKÁIC-
ÞRAUT
37. Frú Rowland
1 e4! (hótar Hd5 mát)
1 - He5 2. Ha6
1 — Hxe4 2. Rxe4
1 - fe3 2. Dxd4
1 - de3 2. Ddl
1 - He8+ 2. fe8R
Þetta snotra dæmi varð
snemma víðfrægt og er enn vin-
sælt, einkum vegna framhjáhlaup-
anna og mátanna Dd4 og Ddl.
38. Massrnann
1. Rg4! Kb6 2 Hb5+ Kc6 3 Re5
(eða 2 — Ka6 3 Rc7). Mátið er
hreint og sparneytið, það er kór-
rétt og hver einasti maður hvíts á
hlut að því.
deild" sjálfstæðismanna í Reykja-
vík, er ýmislegt að gerast næstu
daga. Á mánudag stendur þannig til
að velja þingmann ársins og heiðra
hann í Alþingishúsinu. Væntanlega
verður sjálfstæðisþingmaður fyrir
valinu, en ekki gott að giska á hver
þeirra það verður. Djúpt hugsandi
mönnum dettur fyrst í hug Þor-
steinn Pálsson, Friðrik Sophus-
son, — eða Sverrir! Síðast þeg-
ar valið var sigraði Eyjólfur Kon-,
ráð Jónsson, en til að sigra þarf
viðkomandi að hafa barist þing-
manna „ötulast fyrir jákvæðum
þjóðfélagsbreytingum". En í millitíð-
inni sitja Heimdellingar ekki auðum
höndum. Á laugardagsmorgun
stendur nefnilega til að storma upp
á Keflavíkurflugvöll í utanríkis-
málanámskeið hjá Friðþóri Eydal,
blaðafulltrúa Varnarliðsins, sem
m.a. ætlar að sýna unglingunum
flugvélakost stöðvarinnar.. .
M
n ú hefur Verslunarbank-
inn slitið viðræðum við forráða-
menn Útvegsbankans og Iðnað-
arbanka auk Seðlabankamanna
um sameiningu þessara þriggja
banka. Samkvæmt heimildum HP
er það mat Útvegsbankamanna, að
í raun hafi alls ekki fylgt hugur máli
í viðræðunum, hvorki af hálfu Versl-
unarbanka né lðnaðarbanka og
raunar hafi fulltrúar Iðnaðarbank-
ans með Davíð Scheving Thor-
steinsson í broddi fylkingar komið
þannig fram í viðræðunum, að full
ástæða hafi verið til að efast um
heilindi þeirra. Til dæmis urðu þeir
seint, illa eða alls ekki við óskum
nefndarmanna um upplýsingar,
sem bæði Útvegsbankinn og Versl-
unarbankinn lögðu fram...
^^^kuldir þrotabús Kaupfélags
Svalbarðseyrar eru í raun mun
meiri en kröfuskrá gefur til kynna.
Þannig er að nokkrir aðilar, t.d.
Stofnlánadeild landbúnaðarins,
Iðnlánasjóður og Iðnrekstrar-
sjóður, lýstu ekki kröfum sínum í
búið. Þeir eiga hins vegar fyrsta og
annan veðrétt í nokkrum verðmæt-
ustu eignum KSÞ. Þegar þessu er
bætt við áður framkomnar veðkröf-
ur eru þær orðnar í heild um 145
milljónir kr. Það má telja af og frá að
nokkurn tíma fáist svo hátt verð fyr--
ir eignirnar. Því er ljóst að jafnvel
þeir sem hafa tryggt sér veð í eign-
um KSÞ muni tapa stórum uppboð-
uni á gjaldþrotinu, þá sérstaklega
Santvinnubankinn og Iðnaðar-
bankinn sem hafa ekki góð veð fyr-
ir lánum sínum. Jafnframt er ljóst að
ekkert mun koma upp í almennar
kröfur en þær eru um 166 milljónir
samkvæmt kröfuskránni...