Helgarpósturinn - 22.01.1987, Síða 16

Helgarpósturinn - 22.01.1987, Síða 16
eftir Jónínu Leósdóttur teikningar: Cath Jackson mynd: Jim Smart HVAÐ ÞURFA KONUR AÐ VITA UM EYÐNI? ÞARF AÐ GERA MIKLAR RÁÐSTAFANIR VEGNA BARNA MEÐ EYÐNI? KONUR, BÖRN OG Þegar umrœdan um eydni hófst fyrir nokkrum árum, uar í fyrstu gert lítid úr þeirri hœttu, sem kven- fólki kynni ad stafa af þessum óhugnanlega sjúkdómi. Þannig tal- ar fólk ekki lengur, enda langt síðan veiran hœtti að uera eingöngu bund- in uið þá tuo áhœttuhópa, sem hue mest uar rœtt um í upphafi þ.e. homma og eiturlyfjasjúklinga. Góð- gerðarstofnun í Bretlandi The Terrence Higgins Trust, sérhœfir sig í upplýsingamiðlun um eyðni. Þar hefur uerið gefið út sérstakt rit um konur og það sem að þeim snýr varðandi sjúkdóminn. Verður hér minnst á það helsta, sem þar kemur fram. HVERJIR ERU í HÆTTU OG HVAÐ ER SMITANDI? Allir geta fengið eyðni, en veiran er þó ekki bráðsmitandi á sama hátt og t.d. mislingar og rauðir hundar. Eyðniveiran berst aðallega á milli fólks við kynmök og það er ekki hægt að smitast við það að drekka úr sama bolla og smitaður maður, eða með því að nota sama klósett og sama handklæði og manneskja með veiruna eða veikina. Þú getur einn- ig faðmað eyðnisjúkling, tekið í höndina á honum og hegðað þér á hvern þann máta sem eðlilegur er í samskiptum fólks, án þess að eiga smit á hættu Smit uið kynlíf: Flestar þær konur, sem eru með eyðni-veiruna í sér eða eru með ein- kenni um eyðni, hafa smitast með því að eiga kynmök við sýkta menn. Veiran getur komist inn í blóðrás kvenna, ef sæði úr sýktum manni berst inn í leggöng þeirra eða enda- þarm. Ef konan er með sár eða rispur í eða við munninn, gæti henni stafað hætta af því að fá sæði í munninn. Eyðni-veiran hefur fundist í slím- húð í leggöngum sýktra kvenna, en það er sjaldgæft að konur smiti menn af eyðni. Meiri hætta stafar að öllum líkindum af tíðablóði. Ekkert dæmi er um það að lesbíur smiti hvor aðra við kynmök, sem þýðir þó ekki endilega að þær séu ónæmar fyrir veirunni. Það er hins vegar algengur misskilningur að telja lesbíur til áhættuhóps hvað varðar eyðni. Svo er alls ekki. Smit uið sprautunotkun: Konur, sem sprauta sig með lyfj- um og nota nálar, sem einhver hefur notað á undan þeim, eiga það á hættu að smitast af eyðni-veirunni. Smit uið tœknifrjóugun: Þar sem vitað er að eyðni-veiran getur verið í sæði sýktra manna, ættu konur að sýna mikla varfærni ef þær hafa hug á að verða ófrískar á þennan máta. Eingöngu ætti að nota sæði manna, sem verið hafa í sambandi við sömu konu síðan fyrir árið 1980 og hún hefur ekki haft mök við aðra menn á þeim tíma. Við tæknifrjóvgun ætti aldrei að nota sæði manns, sem sprautar sig með lyfjum eða er haldinn einhverj- um sjúkdómi, þó svo hann sýni ekki jákvæða svörun í eyðniprófi. Sæðis- bankar geta þó gengið úr skugga um, að um ósýkt sæði sé að ræða, ef notað er fryst sæði. Konur í barneignarhugleiðingum: Ef þú eða maki þinn eruð í svo- kölluðum áhættuhópi, eða ef annað hvort ykkar hefur fengið staðfest- ingu á því að vera með eyðni-veir- una, ættir þú ekki að verða ófrísk. Verðir þú samt sem áður barnshaf- andi, er ráðlegt að íhuga vandlega hvort ekki sé ráðlegt að fara í fóstur- eyðingu. Þegar kona með veiruna verður ófrísk, aukast nefnilega til muna líkurnar á því að hún veikist af eyðni {þ.e. komist á svonefnt „lokastig"). Börn, sem konur með eyðni-veiruna fæða, fá hana oft líka og þau er mjög líkleg til þess að fá einkenni sjúkdómsins. Smitun barna: Nokkur börn hafa fengið eyðni- veiruna. Þau áttu annað hvort mæð- ur, sem voru með veiruna í sér eða með sjúkdóminn eyðni, eða þá að börnin smituðust við blóðgjöf. Eins og fyrr segir, geta mæður með veiruna átt börn, sem fæðast með þennan ófögnuð. Eldri börn á heimilinu eru sjaldnast í hættu. HVERNIG MINNKUM VIÐ SMITHÆTTUNA? Allar konur, sem lifa kynlífi, ættu að kynna sér hvaða kynlífshegðun er örugg og hverju fylgir minna ör- yggi. Osýkt par, sem ekki á kynmök við aðra, getur auðvitað gert hvað sem er, án þess að eiga á hættu að smitast af eyðniveirunni. Það er al- gengur misskilningur að halda að ástundun svokallaðs hættulegs kynlífs geti orðið til þess að fólk fái eyðni, þegar um ósýkta einstakl- inga er að ræða. Slíkt er auðvitað af og frá. Þeir, sem annað hvort hafa mök við aðila í áhættuhópi eða að- ila með veiruna, verða hins vegar að vita hvað er öruggt að gera og hvað ekki. Þetta gildir að sjálfsögðu einnig um fólk, sem sængar hjá aðil- um sem það þekkir ekki vel til. Það virðist engin augljós hætta fólgin í kynlífshegðun Iesbía. Þær þurfa samt sem áður að vera vel á verði, ef þær eiga mök við konur sem sprauta sig eða konur, sem einnig sofa hjá karlmönnum í áhættuhópum eða gerðu það til skamms tíma. Á töflunni hér á síðunni má sjá hvað er öruggt og hvað ekki, í kyn- lífi með sýktum aðila eða mann- eskju, sem maður þekkir ekki náið. KONUR MEÐ EYÐNI- VEIRUNA EÐA SJÚKDÓMINN Fólk, sem fengið hefur eyðni-veir- una eða er komið með sjúkdóminn eyðni, getur verið afskaplega ein- angrað og einmana. Oft er það vegna þess hvernig fólk með rang- hugmyndir um eyðni bregst við sjúklingunum. Margir eru hræddir um að smitast við venjulega um- gengni, en hafa ber í huga að veiran berst aðeins milli manna ef sýkt blóð eða sæði kemst inn í blóðrás annarrar manneskju. Það fylgir því þess vegna engin hœtta að sofa í sama herbergi og eyðnisjúklingur, sitja hjá honum í strætó eða nota sama klósett, sömu mataráhöld og annað slíkt. Veiran getur heldur ekki borist á milli manna við faðm- lög og alls ekki í sundlaugum, eins og sumir virðast halda. Konur með eyðni verða að borða hollan mat og fá næga hvild og svefn. Engin ástæða er til að hætta íþróttaiðkunum, sem stundaðar hafa verið áður og konan hefur gaman af. Dagleg umgengni og börn: Konur, sem fengið hafa veiruna eða sjúkdóminn, verða að sýna öðr- um að þær geri hinar einföldu var- úðarráðstafanir sem nauðsynlegar eru. Með því draga þær úr óöryggi og hræðslu annarra. Venjulegar hreinlætisaðgerðir, eins og þær tíðkast á flestum heimil- um, eru alveg nægilegar. Það þarf raunar að grípa til afar fárra ráð- stafana á heimavelli: Hafið börn ekki á brjósti, þar sem læknum kemur ekki saman um hvort það er smitleið eða ekki, en haldið endi- lega áfram að faðma og kyssa börn- in ykkar. Því fylgir alls engin smit- hætta! Munið hins vegar að sturta notuðum tíðatöppum niður um klósettið og setja notuð bindi í lok- aða poka, áður en þeim er hent. HANSTU íTTIR LiKANDAt O.HVAÐ ECr S/\KNA <SöMLU GiÓÐU DACiANNA.. f’A'P STENDU R AB MAbUR MB&IKKFISTA KKEISTA HVA©V 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.