Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 22.01.1987, Qupperneq 19

Helgarpósturinn - 22.01.1987, Qupperneq 19
ferli þínum og spyrja hvort þér hafi einhvern tíma dottið í hug að gerast endurskoðandi á Verslunarskólaárunum, þó svo að það hafi end- anlega verið tilviljun, sem réði því að þú fórst þá leið? „Nei. Þetta gerðist á miðjum vetri og ég var ekki farinn að taka stefnu. Það kom til greina að halda áfram í stúdentinn og fara síðan í við- skiptafræði. En þarna sá ég, að ég gæti haldið áfram að læra og um leið byrjað að vinna, og það hentaði mér ágætlega. í þá daga var endur- skoðunarnámið ekki komið inn í viðskiptadeild- ina í Háskólanum. Það fór fram í námskeiðs- formi. Kennarar úr viðskiptadeildinni kenndu raunverulega svipað námsefni og kennt er uppi í Háskóla, en einskorðuðu það meira að þörfun- um. Og þegar maður var með ákveðna starfs- reynslu að baki og þennan bóklega hluta, hafði maður heimild til að fara í verklegt próf.“ — Hvað sagði fjölskyldan? Fannst henni skynsamlegt af piltinum að fara í þetta nám? „Það held ég. Að minnsta kosti var aldrei hreyft neinum andmælum við því.“ — Þú stendur kannski allt of nálægt því til að sjá það, en heldurðu að það séu einhverjar ákveðnar manngerðir sem sækja í endurskoð- unarstarfið? FASTUR FYRIR „Helstu „karaktereinkenni", sem endurskoð- andi þarf að hafa, er að vera ákveðinn og fastur fyrir. Það reynir á menn að taka þá „prinsipp- ákvörðun" í vissum tilfellum að segja nei, ef stjórnendur fyrirtækis eða einhverjir sem eiga hagsmuni einhvers staðar vilja þrýsta á að meta niðurstöðuna á þann veg, sem endurskoðand- inn telur ekki samrýmast reglum." — Nú má gera ráð fyrir, að allur þorri almenn- ings líti svo á að starf endurskoðandans felist í að rýna í tölur daginn út og inn, allan ársins hring. Er það svo? „Nei, það er nú ekki svo. Endurskoðunarstarf- ið byggist upp á fjórum þáttum. Þar er fyrst að nefna endurskoðunina sjálfa, sem beinist að því að staðfesta það, að reikningsskil sýni glögga mynd af rekstri fyrirtækja. Annar þátturinn er reikningshald, þ.e. aðstoð við bókhald og upp- gjör. Sá þáttur hefur verið talsvert mikill hjá end- urskoðendum á íslandi, kannski vegna þess hve fyrirtækin eru almennt smá. Þriðji þátturinn er skattamál og ráðleggingar þar að lútandi. Fjórði þátturinn er síðan ráðgjöf, sem fer töluvert vax- andi í þessu fagi. Þar er m.a. um að ræða aðstoð við að setja upp bókhald og áætlanagerð í því formi, að það sé nothæft til að stjórna fyrirtækj- unum. Og síðan að aðstoða menn við að komast að niðurstöðu um hvað reikningsskilin raun- verulega segja um stöðu fyrirtækjanna." — Hvaða þáttur af þessu finnst þér skemmti- legastur? „Ráðgjafarþátturinn heillaði mig mest í seinni tíð. Þaðan hef ég kannski besta bakgrunninn í það starf, sem ég sit í núna.“ — Hvers vegna þessi þáttur fremur en aðrir? „Hann er meira lifandi. Hann krefst þess, að maður horfi á hlutina í víðara samhengi, sitji ekki bara við að setja saman tölur og skila ein- hverri niðurstöðu. Hann krefst þess, að maður meti raunverulegan árangur stjórnenda." EKKI ALGJÖR VINNUÞRÆLL — Okkur hefur verið ansi tíðrætt um vinnuna. Ertu kannski vinnuþræll? „Stundum hefur verið hægt að segja það um mig. Á vissum tíma ársins verður oft lítið eftir hjá endurskoðendum til að sinna áhugamálun- um. En ég vil samt ekki viðurkenna, að ég sé al- farið vinnuþræll." — En þú hefur þó tekið vinnuna með þér heim, einstaka sinnum að minnsta kosti? „Mjögsjaldan. Það er eitt af mínum „prinsipp- málum“ í lífinu, að þetta tvennt beri að aðskiija. En það sem raunverulega gerðist, var að maður var þeim mun lengur á vinnustaðnum." — Hvað gerirðu þá af þér fyrir utan vinnu- tíma? „Ég spila bridds. Við erum fjórir sem spilum saman einu sinni í viku yfir vetrartímann, og höfum gert það síðan við vorum í skóla. Ég hef aldrei verið keppnismaður í bridds, heldur hefur þetta meira verið í kjaftaklúbbsformi, og er það mjög gaman. Þá spila ég badminton tvisvar í viku. Ég hefði svo viljað geta stundað skíði meira en ég hef gert. En á undanförnum árum hefur skíðatíminn verið á mínum aðal anna- tíma.“ — Fer það vel saman að vera briddsspilari og endurskoðandi? Eru endurskoðendur slyngir í þeirri íþrótt? „Því skyldu þeir ekki vera það? Þeir eru vanir einbeitingu og ég myndi því ætla, að það færi mjög vel saman. En ég hugsa, að ég sé ekki góður. Ég hef aldrei tekið það sem alvöru, heldur sem skemmtun, og þannig verðurðu aldrei góður á mælikvarða atvinnumanna. Á tuttugu árum hlýtur maður þó að ná einhverjum tökum á þessu.“ SVAVAR OG SVIÐS- SKREKKURINN — Þú ert sagður feiminn maður, en allt í einu ertu kominn í stöðu, sem krefst þess óneitan- lega, að þú verðir þó nokkuð í sviðsljósinu. Hvernig kanntu því að þurfa að koma fyrir al- þjóð og tala máli fyrirtækisins? „Þó að feimnin sé leiðinleg og stundum erfið, er hún ágætis uppalandi. Mótlætið herðir mann. Kristinn Sigtryggsson framkvæmdastjóri Arnarflugs í HP-viðtali Og ég held, að það sé eitthvað sem maður lærir að lifa með. Nú, sumir leikarar eru alltaf með sviðsskrekk, þó að þeir hafi verið á sviðinu í tutt- ugu ár.“ — Ertu með sviðsskrekk? „Já, já. Hvort hann er mikill eða lítill veit ég ekki, því að ég þekki ekki nema sjálfan mig.“ — Heldurðu að þú munir sjóast þannig að hann hverfi? „Aldrei alveg, en auðvitað getur maður ekk- ert um það sagt. Svavar Gestsson var spurður að þessu í útvarpsviðtali um daginn og hann viður- kenndi, að hann hefði þennan skrekk. En maður er vanur að sjá Svavar í sjónvarpinu sem mann, sem ekkert hreyfir. Ég varð mjög rólegur á eftir.“ — Stjörnufræðingurinn segir m.a. um þig, að þú sért yfirvegaður, staðfastur og kaldur rök- hyggjumaður, svo eitthvað sé tínt til. En hvernig mundir þú lýsa sjálfum þér, ef lífið lægi við? „Ætli ég sé ekki mjög nálægt því sem hann lýsir mér. En sagan fær alltaf á sig mismunandi mynd eftir því hver segir hana.“ — Blundar kannski einhver ævintýramaður í þér? „Ekki kannski ævintýramaður, en einhver þörf fyrir tilbreytingu. Maður sem vill vera góð- ur stjórnandi, þarf að hafa þá þörf í talsverðum mæli, af því að hann þarf að hafa frumkvæði, sjá nýja hluti og móta þá.“ ÞORRABLÓT Á NESINU — Ertu flokksbundinn einhver staðar? „Já, ég var á sínum tíma skráður inn í Sjálf- stæðisfélag Seltjarnarness vegna þess, að það var svo erfitt að komast inn á þorrablót félagsins og félagsbundnir gengu fyrir. Hins vegar hef ég ekkert haft mig í frammi, kannski ekki síst vegna þess, að fram að þessu hef ég verið endur- skoðandi. Fyrir slíkan mann er mjög slæmt að tengjast ákveðið einhverjum stjórnmálaflokki. Rauði þráðurinn í siðaregluin endurskoðenda er að vera óháður á sem víðustum grundvelli, þannig að þeir geti haft fullt traust hvers sem er.“ — Heldurðu að þú hafir fengið þessa nýju stöðu, m.a. vegna þess að þú ert sjálfstæðis- maður? „Það held ég ekki. Ég var ekki spurður að því og ég efast um að stjórnarmenn Arnarflugs viti það.“ — Hvernig hefur helsti keppinauturinn tekið þér? „Ég hef ekki séð nein viðbrögð frá honum ennþá. En eftir því sem ég best veit, stjórna þar miklir sómamenn. Ég hef ekkert á móti því að eiga við þá samstarf um ákveðna hluti, en hins vegar á samkeppnin að fá að blómstra. Eitt af megin markmiðum nýrra hluthafa Arnarflugs er að viðhalda samkeppni i þessari grein, þannig að verðlagning á flugi, eins og annarri þjónustu, sé eðlileg."

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.