Helgarpósturinn - 22.01.1987, Page 25

Helgarpósturinn - 22.01.1987, Page 25
Þrettándakvöld í Nemendaleikhúsinu: „Mjög drífandi hlutverk“ — segir Halldór Björnsson 4. árs nemi „Ævintýri um ástir og hrekki“ — segir Þórhallur Sigurðsson leikstjóri um gamanleik Shakespeares ,,Þrettándakvöld er œvintýri um ástir og hrekki. Þad er léttur og leik- andi og auðskilinn gamanleikur um tvíburana, sem aðskiljast í byrjun, en ná saman í lokin." Þetta segir Þórhallur Sigurðsson leikstjóri um Þrettándakvöld Will- iam Shakespeares, sem Nemenda- leikhúsið frumsýnir í Lindarbœ á laugardag. Þrettándakvöld er ann- að verkefni lokaársnema Leiklistar- skólans á þessu ári, en þetta er t fyrsta sinn sem Þórhallur setur upp leiksýningu fyrir skólann. „í sjálfu sér er enginn grundvall- armunur þar á. Ég geri sömu kröfur til þeirra og þrautþjálfaðra leikara," segir Þórhallur þegar hann er spurður hvort mikill munur sé á að leikstýra í Nemendaleikhúsinu og í atvinnuleikhúsunum. „Reynsluleysi þeirra kaliar þó á önnur vinnubrögð," heldur Þórhallur áfram. Eins og endranær eru það nem- endur skólans, sem gera allt sem gera þarf í sýningunni. Og ólíkt því, sem verið hefur á undanförnum ár- um, hafa ekki verið tilkvaddir leik- arar úr atvinnuleikhúsunum til að taka þátt í sýningunni. í staðinn voru fyrsta árs nemar kallaðir til, og segir Þórhallur það eiga vel við. „Það gefur sýningunni þennan þokka æskunnar, sem hæfir henni,“ segir hann. „Það gefur henni mjög ungan og ferskan svip.“ Um ástæðu þess, að þetta leikrit varð fyrir valinu, segir Þórhallur að fyrst og fremst hafi verið leitað að klassísku verki og Þrettándakvöld hentaði hópnum vel. Þórhallur segir það nauðsynlegt hverjum verðandi leikara að kynn- ast Shakespeare sem allra fyrst á ferli sínum. „Það er mikið átak fyrir krakkana að skila textanum þannig að frambæriiegt sé,“ segir hann. En bætir því við, að Þrettándakvöld sé auðveldara en mörg önnur verk Shakespeares, þar sem talsvert stór hluti þess sé í óbundnu máli. — Hvað geturðu sagt um uppsetn- inguna? „Ég hef farið þá leið að gera verk- ið nær tímalaust, því að ævintýrin „Tóbías er slarkarinn og aðaldrif- fjöðrin í undirfléttu verksins." Halldór Björnsson er leikarinn og það er hann, sem viðhefur þessi orð um persónuna sem hann kemur til með að túlka á sviði Lindarbœjar nœstu vikurnar. Halldór er nemi á fjórða ári í Leiklistarskólanum og hlutverk hans eitt af þeim stœrri í Þrettándakvöldi Shakespeares. Tóbías Búlki, eins og persónan heitir fullu nafni, er níunda hlutverk Halldórs í Leiklistarskólanum og hann var spurður hvernig það stæð- ist samanburð, bæði að umfangi og skemmtilegheitum. „Hvert nýtt hlutverk er alltaf það skemmtilegasta, sem maður hefur gert," segir Halldór. „Þetta er mjög drífandi hlutverk og það þarf í það mikinn kraft.“ Hann segir, að texti Shakespeares sé tæknilega erfiður í flutningi, en jafnframt ótrúlega lifandi. „Og það er varla hægt að útskrifa leiklistar- nema, nema hann hafi fengið að glíma við þessa tegund texta,“ segir Halldór og á þar við texta í bundnu máli. „Hann þarf að vera manni alveg tamur og maður þarf að geta „Gengur ágætlega“ — segir Björn Ingi Hilmarsson 1. árs nemi Björn Ingi Hilmarsson átti sjálf- sagt ekki von á því, þegar hann hóf nám í Leiklistarskólanum í haust, að strax á fyrsta ári fengi hann all- nokkurt hlutverk í Nemendaleik- húsinu. Sú varð þó raunin og á laug- ardag þreytir hann frumraun sína sem sjórœninginn Antonio. „Þetta er svolítið erfitt," segir Björn þegar hann er spurður um hvernig það sé að vera dembt strax á sviðið. „Ég geri mér grein fyrir, að nokkur munur er á fyrsta og fjórða bekk, en ég mun reyna að gera eins vel og ég get.“ Björn Ingi segir, að sjálfsagt muni hann fá skrekk klukkutíma fyrir sýningu, en kvíðinn segist hann ekki vera. Það er heldur kannski engin ástæða tii, þar sem hann er allvel sjóaður úr áhugamannaleik- húsum. Hann byrjaði að leika í fæð- ingarbæ sínum Dalvík, en síðan lá leiðin til Vestmannaeyja og loks til Reykjavíkur, þar sem hann hefur starfað með leikhópnum Hugleik. — Hvernig þykir þér svo að leika Shakespeare? „Það eru ofsaleg viðbrigði. En það er mjög gaman, þegar maður er farinn að kunna hvernig á að fara með hann. Það er gaman að fá að kynnast þessu strax, að fá sma for- skot á sæluna.“ Og hann viðurkennir, að það sé erfitt, en bætir svo við: „Eigum við bara ekki að segja, að mér gangi ágætlega með þetta?“ segir Björn Ingi Hilmarsson, 1. árs nemi, sem tekur þátt í sýningu Nemendaleik- hússins. Bjöm Ingi Hilmarsson 1. árs nemi leikur sjóræningja. HP-mynd Árni Bjarna. Valgeir Skagfjörð og Ingrid Jónsdóttir gantast í uppfærslu Nemendaleikhússins á Þrett- ándakvöldi Williams Shakespeares. HP-mynd Árni Bjarna. talað hann eins og ekkert væri eðli- legra.“ Halldór segir, að verkið hafi alla burði til að verða vinsælt, ef þjóð- sagan um að Shakespeare sé þung- Halldór Björnsson leikur slarkarann Tóbías Búlka. HP-mynd Árni Bjarna. ur og leiðinlegur gangi ekki af því dauðu. „En áhorfandinn á að geta skilið allt og notið sýningarinnar, því að þetta er léttur og skemmtileg- ur gamanleikur," segir Halldór Björnsson í Nemendaleikhúsinu. Þórhallur Sigurðsson leikstjóri Þrettánda- kvölds. HP-mynd Árni Bjarna. eru alltaf að gerast, þau eru ekki bundin neinum ákveðnum tíma. En ég held miklum trúnaði við text- ann.“ Og um boðskap verksins, segir Þórhallur stutt og laggott: „Það er erfitt að finna annan boð- skap en þann að njóta stundarinnar, og maður má ekki hugsa of mikið um sennileika atburðarásarinnar. Þetta er fyrst og fremst gert til skemmtunar," segir Þórhallur Sig- urðsson leikstjóri. Alls taka 18 manns þátt í sýning- unni, sem er sú fjölmennasta í Nem- endaleikhúsinu til þessa. Þýðinguna á Þrettándakvöldi gerði Helgi Hálf- danarson. Og auk Þórhalls eru eftir- taldir á bak við tjöldin: Una Collins gerir leikmynd og búninga, Ólafur Orn Thoroddsen sér um lýsingu, Guðrún Þorvarðardóttir um förðun og hárgreiðslu, Halla Helgadóttir um búningasaum, Þorvaldur Þor- steinsson gerir veggspjald og tón- listin í verkinu er eftir einn af nem- endum Leiklistarskólans, Valgeir Skagfjörð. Frumsýning á laugardaginn, 24. janúar 1987, 2. sýning á mánudag og sú 3. á miðvikudag. -G.B. Höfundurinn Nafn: William Shakespeare. Fæddur: 1564 í enska smá- bænum Stratford við ána Avon. Látinn: 1616. Heimilishagir í lifanda lífi: Kvæntur Ann Hathaway, 3 börn. Nám: Latínuskóli Stratford. Störf: Aðstoðarmaður slátrara, leikari og leikritahöfundur. Verk: Þrettándakvöld, frumsýnt 6. janúar 1601, að talið er, Hamlet, Macbeth, Lér konungur og ótal fleiri. Sýningar: Um gjörvalla heims- byggðina. Viðurkenningar: Hefur löngum verið talinn eitt mesta leikskáld allra tíma. Á meðan hann lifði, naut hann m.a. þeirrar viður- kenningar að vera einn af „mönnum konungsins" við hirð Jakobs fyrsta Englandskonungs. STELLA , sú hin sama og enn er í orlofi, er nú komin á lygnan sjó og ljóst að aðstandendur hennar þurfa ekki að fara með eigur sínar undir hamarinn. Áhorfendur að áersla- leiknum eru nú orðnir nálægt 57 þúsund, þar af um 10 þúsurtd úti á landi. Um þessar mundir eru þau Guðný Halldórsdóttir handritshöf- undur og Halldór Þorgeirsson leik- myndahönnuður með myndina á kvikmyndahátíð í Hanaholmen í Finnlandi. I haust fór Stella á kvik- myndahátíð kvenna í Svjþióð og vakti mikla lukku. Krist'ín {’alsdóttir í kvikmyndafélaginu Umba segir það öruggt að félagið muni gera aðra kvikmynd, vaeutanlega á næsta ári. Umbar eru mikið að spá og spekúlera, en ekkert hefur enn verið ákveðið í þeim efnum. SÆTAnýting á sýningum Þjóð- leikhússins á Aurasálinni Molíeres, ku vera með mesta móti, að því er sagt er. Leikhúsið tekur alls 600 manns í sæti og á þeim tólf sýning- um sem þegar hafa verið hafa áhorf- endur aldrei farið undir 500, en það er langtum betri aðsókn en leikhús- menn höfðu ætlað. Skýringin mun ekki síst vera almennar vinsældir margra aðalleikara uppfærslunnar. DAGUR vonar, nýja leikritið hans Birgis Sigurðssonar, fékk fjórar stjörnur hjá Jóni Óttari á Stöð 2 á mánudagskvöldið, fyrst alira verka. Og svo virðist sem það fái jafn marg- ar hjá almenningi sem er kannski meira um vert. „Ég er auðvitað mjög lukkulegur," segir Birgir um viðbrögðin. „Það er greinilegt, að leikritið og leiksýn- ingin hafa náð til fólks, og betra get- ur ekki komið fyrir neinn rithöf- und." Birgir segist ekki hafa átt von á þessum rífandi viðtökum, en hann vissi þó að leikhúsfólkið, sem vann með verkið var hrifið. „Mér fannst það góð byrjun og endirinn er greinilega góður líka,“ segir hann. „Ég er mjög þakklátur þessu fólki fyrir hvað vel hefur tekist, en það er engan veginn sjálfgefið, og þá er ég fyrst og fremst með Stefán Baldurs- son leikstjóra í huga. En allir aðrir skiluðu hlutverkum sínum mjög vel.“ Ekki telur Birgir, að viðtökurnar, svo og sú staðhæfing sumra gagn- rýnenda að minnsta kosti, að hann sé kominn í allra fremstu röð leik- skálda okkar, muni gera meiri kröf- ur til verka hans í framtíðinni. „Ég hef alltaf vandað mig við allt, sem ég hef gert. Og það breytist ekki á neinn hátt,“ segir Birgir Sig- urðsson rithöfundur. HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.