Helgarpósturinn - 22.01.1987, Síða 28

Helgarpósturinn - 22.01.1987, Síða 28
ÍSUNDSÁl A-EVRÓPUÞ eftir Þórmund Bergsson myndir: Þjóðviljinn EYSTRASALTSKEPPNIN í HANDKNATTLEIK í AUSTUR- ÞÝSKALANDI menn og V-Þjóðverjar mundu líta á það sem hina mestu hneisu ef þeim tækist ekki að komast á ÓL. Nú, Sví- ar hafa þegar hafið undirbúning sinn fyrir ÓL í Seoul í Suður-Kóreu og þeir sigruðu m.a. Sovétmenn á sterku móti í Svíþjóð fyrir skömmu þar sem þeir kepptu einnig við Júgóslava sem eru núverandi heimsmeistarar. A-Þjóðverjar eru einnig að undirbúa sitt lið fyrir ÓL og íslendingar eru að hefja undir- búning fyrir ferðina miklu til Seoul þar sem stefnan er sett á verðlauna- sæti og ekkert minna. Sá undirbúningur sem íslenska liðið mun ganga í gegnum fyrir ÓL í Seoul er einhver sá mesti sem um getur í sögu þessarar handbolta- þjóðar. Ekkert verður til sparað og áætlað að spilaðir verði hátt í hundrað leikir, sé miðað við lok síð- ustu HM keppni. Að sögn fróðra manna þá jafnast þessi undirbún- ingur á við undirbúning austan- tjaldsliðanna fyrir stórmót. Reyndar er alveg víst að ekki veitir af öllum þessum undirbúningi ef standa á uppí hárinu á risum eins og Júgó- slövum, A-Þjóðverjum og Sovét- mönnum svo nokkrar þjóðir séu nefndar. Þannig æfa til að mynda þjóðir á borð við A-Þjóðverja ekki eins mikið og fslendingar og nú þeg- ar eru frændur vorir Danir byrjaðir að líta upp til litlu eyjarinnar í norð- urhöfum. Þeir hafa litið mjög til Handknattleikssambands íslands á leið sinni að réttum markmiðum varðandi stuðning við handknatt- leikinn og handknattleiksmenn sína. En það er ekki aðeins að HSÍ sjái til þess að leikmenn íslenska liðsins hafi nóg að gera fram að ÓL heldur hefur sambandið lagt sig mjög í líma við að ná fjölmiðlunum á sitt band og í gegnum þá reynt að ná inn fjár- ígœr hófst í A-Þýskalandi einhver sterkasta landslidakeppni í hand- knattleik sem efnt er til að jafnaði. Þetta er hin svokallaða Baltic- keppni eða Eystrasaltskeppnin. Islendingar eru meðal þátttakenda í þessari keppni þrátt fyrir að skerið liggi ekki að Eystrasalti. Þannig er að frœndur vorir og vinir Danir sáu sér ekki fœrt að taka þátt í þessu móti og eru íslendingar því fyrsta varaskeifa. Reyndar verður tslenska liðið engin varaskeifa á þessu móti því afþeim sex þjóðum sem þarna keppa þá eru þrjár sem urðu fyrir neðan íslendinga íHM í handknattleik í Sviss síðastliðinn vetur. Það eru Pólverjar, V-Þjóð- verjar og hinir einu og sönnu Sovétmenn sem unnu okkur á síðasta Baltic-móti með 12 marka mun. Þœr tvœr aðrar þjóðir sem mœta til leiks í A-Þýskalandi eru heimamenn sem urðu í 3. sœti á HM og Svíar sem urðu íþví fjórða. Gífurlega sterkt mót sem gefur íslending- um fœri á að sanna að 6. sætið á HMhafi ekki verið nein tilviljun. Um styrkleika þessara þjóða þarf ekki að hafa mörg orð. Það þarf að- eins að minna á að A-Þjóðverjar urðu þriðju á HM eins og fyrr segir en þeir urðu í öðru sæti á HM árið 1982 og unnu síðan B-keppnina árið 1985. Svíar urðu í fjórða sæti á HM og í því fimmta á ÓL árið 1984. V-Þjóðverjar urðu sjöundu á HM og í öðru sæti á HM árið 1984. Sovét- menn urðu reyndar tíundu á HM í Sviss á síðasta ári en þeir urðu heimsmeistarar árið 1982 og þá héldu sérfræðingar að þeir væru að stinga af á sviði þessarar íþróttar. Pólverjar urðu aðeins í þrettánda sæti á HM í fyrra en þeir urðu þriðju á HM árið 1982 og eru núna að byggja upp sterkt lið fyrir B-keppn- ina á Ítalíu síðar í vetur. ísienska lið- ið á einnig að baki glæstan feril á síðustu árum. Liðið varð í sjötta sæti bæði á ÓL árið 1984 og HM í Sviss í fyrra. Það er því ljóst að þarna fara nokkrar sterkustu þjóðir í heimi á sviði handknattleiks. En hvað eru þessar þjóðir að undirbúa með þátt- töku á Baltic-mótinu? Það er klárt að þrjár þessara þjóða eru að leggja síðustu hönd á langan og strangan undirbúning fyrir B-keppnina á Ítalíu síðar í vetur. Sovétmenn, Pól- verjar og V-Þjóðverjar koma til með að slást þar ásamt ekki minni þjóð- um en Rúmenum, Tékkum og Dön- um svo einhverjar séu nefndar. Að- eins tvær þjóðir komast áfram á ÓL úr B-keppninni. Róðurinn verður erfiður fyrir Pólverja en bæði Sovét- magni til að kosta ailan þennan und- irbúning. Svo mikið leggur HSÍ upp- úr Baltic-keppninni að sambandið ákvað að bjóða „iitlu fjölmiðlunum", þ.e. Tímanum, Þjóðviljanum og Degi til þessarar keppni. Allir þessir fjölmiðlar þáðu boðið og nú er víst að næsta vika eða svo verður senni- lega kölluð „Baltic-vikan“ í fjöl- miðlaheiminum. Sennilega hefur aldrei verið jafn stíf umfjöllun um nokkurt íþróttamót erlendis nema ef skyldi vera HM í Sviss á síðasta ári. Þá sýndi sjónvarpið alla leiki ís- lendinga í beinni útsendingu en nú verður hinsvegar aðeins einn leikur sýndur og ku það vera vegna þess að heimamenn taka ekki upp alla leiki mótsins. Útvarpið verður með stífa umfjöllun á hverjum degi og mun öllum leikjum Islendinga verða lýst í beinni útsendingu. Blöð- in verða síðan með heilu opnurnar dag eftir dag um strákana okkar í A- Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfari ársins í Vestur-Þýskalandi metur möguleika íslands á Baltic-handboltamótinu fyrir Helgarpóstinn: GETUM UNNIÐ SOVETMEIS Sá íslendingur sem hve best hefur fylgst meö handknattleiknum hjá þeim þjódum er íslendingar mœta í Baltic-keppninni í A-Þýskalandi er Jóhann Ingi Gunnarsson. Jóhann er sem kunnugt er þjálfari þýska lids- ins Essen sem nú trónir á toppi v- þýsku 1. deitdarinnar í handknatt- leik. HP náði tali afJóhanni Inga og bað hann um að meta lítillega andstœöinga okkar á þessu mikla móti. A-ÞJÓÐVERJAR: „Um a-þýska liðið er það helst að segja að þeir verða mjög erfiðir viðureignar. Þeir leika á heimavelli í þessari keppni og því fylgir ákveðin pressa sem þeir munu reyna og geta staðið undir. Annað sem gæti spilað inn í er að a- þýsku félagsliðin, Rostok og Magde- burg féllu bæði úr Evrópukeppnun- um í handknattleik um síðustu helgi og það stappar sennilega stálinu í A- Þjóðverja. Þeir vilja án efa koma handknattleiknum á þann stall sem honum ber. Okkur íslendingum hef- ur gengið upp og ofan gegn A-Þjóð- verjum en bilið hefur þó minnkað á milli þessara þjóða. Munar þar mest um þann líkamlega styrkleika sem við höfum krækt okkur í m.a. með tilkomu atvinnumannanna í íþrótt- inni. Þetta verður þó sennilega erf- iðasti leikur okkar á þessu móti. A- Þjóðverjar hafa í sínum röðum ákaf- lega reynda og sterka leikmenn eins og Frank Wahl og besta línumann í heimi að mínu mati, Ingolf Wigert." V-ÞJÓDVERJAR: „Lið V-Þjóðverja fer í þessa keppni með byr undir báða vængi. Liðið spilaði í svokall- aðri Karpata-keppni fyrir um þrem- ur vikum og hafnaði þar í öðru sæti og tapaði ekki leik. Þeir unnu m.a. Sovétmenn. Þá eru þrjú lið frá V- Þýskalandi komin í undanúrsíit Evrópukeppnanna í handknattleik þannig að liðið hefur greinilega meðbyr. Að vísu krefur þessi góði árangur betri árangurs svo það verður pressa á iiðinu. Þá eru V- Þjóðverjar að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir B-keppnina á Ítalíu svo þeir eiga að vera í topp- formi. Leikir íslendinga og V-Þjóð- verja hafa að undanförnu verið jafn- ir og spennandi og ég held að það verði engin breyting á því núna. Bæði er að leikmönnum okkar í V- Þýskalandi er í mun að spila vel gegn þeim og það sama gildir um Þjóðverjana." SOVÉTMENN: „Sennilega er þetta eitthvert besta tækifæri sem við fá- um til að vinna Sovétmenn. Þeir eru ekki eins sterkir og þeir hafa verið venjulega og m.a. töpuðu þeir bæði fyrir Júgóslövum og Svíum á móti fyrir skömmu og fyrir V-Þjóðverjum á Karpata-mótinu eins og ég nefndi áðan. Sovétmönnum hefur ekki tek- Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfari Essen og nýkjörinn handknattleiksþjálfari Vestur-Þýskalands samkvæmt Hand- ball Magazin. Hann telur sigurlíkur Is- lendinga talsverðar gegn flestum keppinautunum. ist að varðveita þá yfirburði sem þeir voru búnir að ná 1982 og staða þeirra núna er ekki of góð. Hinsveg- ar eru Sovétmenn alltaf erfiðir keppinautar og þar að auki er þetta lokaundirbúningur þeirra fyrir B- keppnina þar sem þeir leika í riðli með Rúmenum og Pólverjum. Það væri saga til naesta bæjar ef þeir kæmust ekki á ÓL. Ég tel þó að í þessari keppni eigum við jafna möguleika á að sigra Sovétmenn." PÓLVERJAR: „Okkur hefur gengið nokkuð vel með Pólverjana. Þeir spila handknattleik sem hentar okk- ur vel og íslensku strákarnir munu sennilega leggja sig fram í leiknum gegn Pólverjum þó ekki væri nema fyrir Bogdan. Kjarninn í pólska lið- inu eru leikmenn Gdansk-liðsins sem spilaði gegn Víkingum í Evrópukeppninni m.a. Bogdan Wenta og Daniel Waszkiewcz. Við eigum að vinna Pólverjana." 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.