Helgarpósturinn - 22.01.1987, Page 40

Helgarpósturinn - 22.01.1987, Page 40
Íl^ár Á Þ Ijármál Stöðvar 2 hafa verið nokkuð til umræðu í fjölmiðlum að undanförnu, og ganga margar sög- ur um slæma fjárhagsstöðu þessarar fyrstu frjálsu sjónvarpsstöðvar landsins. Stöðvarmenn bera sig hins vegar vel og telja reksturinn gull- tryggan. Það þykir og til marks um það, að barist sé af alvöru á þeim bæ, að einn af aðaleigendum stöðv- arinnar, Ólafur H. Jónsson kaup- maður í Hummel-búðinni og aðal- eigandi Stefaníu-hótelsins á Akur- eyri og fyrrum landsliðsmaður í handknattleik, hefur afhent rekstur búðar sinnar til annars manns og hefur hafið að fullu störf við fjár- málastjórn Stöðvar 2.. . Ijá Ríkissjónvarpinu mun ,,mórallinn“ ekki vera í sem bestu lagi þessa dagana og stafar það að- allega af flótta margra gamalgró- inna starfsmanna frá stofnuninni. Þannig hefur Maríanna Friðjóns- dóttir kvatt RÚV, en hún er „fædd og alin upp í sjónvarpinu", eins og félagar hennar segja. Maríanna fer til Stöðvar 2, þar sem hún verður tæknilegur yfirmaður innlendrar dagskrárgerðar. Með henni frá sjón- varpinu fór Erna Kettler skrifta. Þá hefur Óli Örn Andreasen upp- tökustjóri einnig kvatt sjónvarpið og fer hann tii Staría hjá Sámveri á Akureyri, en það fyrirtæki er aðili að útsendingum Stöðvar 2 á Akur- eyri. Þá telja menn fullvíst, að Bogi Ágústsson fréttamaður sé á förum niður á Skúlagötu 4, þar sem hann mun taka við starfi fulltrúa Markúsar Arnar Antonssonar og Elfu Bjarkar framkvæmda- stjóra. Mun Bogi hafa verið beðinn um að sækja um starfið, en það mun einkum felast í því að rífa Rás 2 upp og gera hana samkeppnishæfa við Bylgjuna. En straumurinn liggur ekki bara í eina átt. Nú hefur Albert Jónsson fréttamaður hjá hljóð- varpi flutt sig um set til sjónvarps og samkvæmt því, sem við heyrum mun útvarpsfréttamaðurinn Katrín Pálsdóttir vera á leiðinni upp á sjónvarp líka. . . L. þessu ári hverfa gömlu kempurnar, Ingi 'fryggvason hjá Stéttarsambandi hœnda og Gunnar Guðbjnrtsson hjá Fram- leiðsluráði, frá störfum fyrir aldurs sakir. Alls mun vera óvíst hver tekur við af Gunnari, þar sem fáir hafa þá yfirsýn sem nauðsynleg er í þessu starfi. Gunnar ætlar að starfa við hlið eftirmanns síns í einhvern tíma, en erfðaprinsinn er sem sagt enn ófundinn. Það sama er ekki að segja um stéttarsambandið. Þar hafa ýms- ir verið nefndir til sögunnar. Má t.d. nefna Hauk Halldórsson í Svein- bjarnargerði, sem m.a. er formaður Félags íslenskra loðdýrarækt- enda. Þá hefur nafn Böðvars Páls- sonar að Búrfelli í Grímsnesi einnig heyrst í þessu sambandi og enn- fremur er Jóhannes Geir Sigur- geirsson á Öngulstöðum talinn koma til greina. Þetta eru þó alls ekki þeir einu, sem hugsanlega gætu tekið við af Inga Tryggva- syni. . . landsvirkjunarmenn hafa að undanförnu setið á samninga- fundum með fulltrúum bandaríska tölvufyrirtækisins „Harris“ um kaup á nýjum kerfiráði fyrir virkj- anakerfið. Fullvíst má telja, að inn- an skamms verði samkomulag þess- ara aðila komið í heila höfn. Kerfi- ráðurinn, sem er stjórntæki fyrir virkjanir og línur Landsvirkjunar, mun kosta nálægt 200 milljónum króna... Ý ■ ms I ú eru menn önnum kafnir við að undirbúa endanlega útgáfu laganna tíu, sem valin voru til úrslita í Eurovision-keppninni. Jón Ólafsson í Skífunni stendur að út- gáfu einhverra þessara laga og eins munu þeir félagarnir Pétur Krist- jánsson og Steinar Berg hafa ver- ið mættir til leiks á Hótel Holti, þegar úrslitin voru gerð kunn þar á fréttamannafundi um daginn. Hvort þeim tókst að fá einhvern höfund- inn til þess að skrifa undir samning á staðnum, fylgdi ekki sögunni. .. t msum sögum fer af fram- göngu Þorsteins Pálssonar á Al- þingi vegna sjómannasamninganna og lagafrumvapirsins, sem búið var að leggja fram. Sem kunnugt er snerist formaður Sjálfstæðisflokks- ins gegn öðrum ráðherrum og taldi lög ónauðsynleg og viðsemjendur ættu að setjast aftur niður til þess að komast að niðurstöðu. í samtölum við þingmenn og fleiri kunnuga ber mönnum ekki saman um það hvort Þorsteinn hafi látið þetta út úr sér óvart eður ei. Hins vegar hefur HP heimildir fyrir því, að á ríkisstjórn- arfundi um morguninn sama dag hafi komið fram, að lausn fengist í deilunni á meðan kjaradómsfrum- varpið væri í nefnd á þingi. Þá hefur HP jafnframt fregnað, að Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra hafi rætt við þá Óskar Vigfússon Guðjón A. Kristjánsson og Krist- ján Ragnarsson, forystumenn samningsaðila, og samtali þessara manna verið slitið með handsali um að samið yrði áður en málið kæmist úr nefnd. Samkvæmt sömu heimild- um, sem ekki hafa fengist staðfestar, mun sjávarútvegsráðherra hafa ver- ið bundinn þagnareiði um handsal- ið og því gat hann ekki sagt neitt á þingi. Allt að einu virðist Ijóst að andstaða Þorsteins við lagafrum- varpið hafi verið sjónarspil, hvort sem hún var óvart eða látin vaða með þegjandi samþykki sjálfstæðis- ráðherranna... að er alltaf svoiítið gaman að þessu innbyggða grobbi í Akureyr- ingum. í Degi var skýrt frá því um daginn, að Geirmundur Valtýs- son ætti lag í íslenskri undankeppni Evrópusöngvakeppninnar. Þetta þótti blaðamanni Dags mjög merki- legt og einkum vegna þess, að þetta væri annað árið í röð, sem hann ætti lag í þessari keppni. Svo vill hins vegar til, að flestir þeirra sem eiga lag í keppninni núna áttu lag í sömu keppni í fyrra og má þar til nefna Ólaf Hauk Símonarson, Jóhann G. Jóhannsson, ofl.. . . 40 HELGARPÓSTURINN T I vö kvikmyndahús í Reykjavík eru nú til söiu, Austurbæjarbíó og Tónabíó. Rekstur húsanna hefur gengið erfiðlega upp á síðkastið og sjá núverandi eigendur ekki aðra leið úr ógöngunum. Tilboð munu hafa borist í bæði bíóin og verður Austurbæjarbíó væntanlega áfram rekið sem kvikmyndahús. En það er allt eins líklegt, að Tónabíó verði selt undir annan rekstur. . . Nú er kominn tími til að bregða undir sig betri fœtinum og skreppa á skíði til Mayrhofen í Austurríki. Á þessum skemmti- lega skíðastað eru brekkur við allra hœfi, frábœrt gönguskíðasvœði og víðfrœgir skíða- skólar í öllum greinum skíða- íþrótta. Veitingahús eru um allar brekkur þar sem notalegt er að setjast niður með ölkollu og slappa af fyrir nœsta áfanga. Á ölstofum þorpsins safnast fólk saman eftir góðan dag á skíðum, bregður sér á diskótek eða slappar af á glœsilegum gististað. Allt þetta og meira til kostar ekki svo mikið: Tveggja vikna ferð með gistingu og morgunmat á Rauchenwalder- hof, sem er sérlega fallegur gististaður í ekta tírólskum stfl, kostar ekki nema kr. 23.272* á mann, sé miðað við tvo í herbergi. Allar nánari upplýsingar fást á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðs- mönnum og ferðaskrifstofum. Upplýsingasími 25100 FLUCLEIÐIR * Gildir til 31/1. Aðrar brottfarir kr. 24.511

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.