Helgarpósturinn - 21.05.1987, Síða 10

Helgarpósturinn - 21.05.1987, Síða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúar: Helgi Már Arthursson Sigmundur Ernir Rúnarsson. Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson, Gunnar Smári Egilsson, Jónína Leósdóttir og Óskar Guðmundsson. Ljósmyndir: Jim Smart. Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Prófarkir: Sigríður H. Gunnarsdóttir. Ljósmyndir: Jim Smart Framkvaemdastjóri: Hákon Hákonarson. Skrifstof ustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson. Auglýsingar: Sigurður Baldursson, Sigurrós Pétursdóttir. Dreifing: Garðar Jensson (heimasfmi: 74471), Guðrún Geirsdóttir. Afgreiðsla: Bryndís Hilmarsdóttir. Sendingar: Ástríður Helga. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík sími 88t§11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36, sfrrti 681611. Útgefandi: Goðgá h/f Setning og umbrot: Leturval s4. Prentun: Blaðaprent h/f. LEIÐARI Sýknudómur eða peðsfórnir? Eitt athyglisverðasta mál sem lent hefur fyr- ir dómstólum í þessu landi er nú rekið fyrir Sakadómi Reykjavíkur. Það er mál ákæru- valdsins gegn nokkrum bankastjórum Út- vegsbanka íslands sem var. Bankastjórarnir eru sóttir til saka fyrir m.a. stórfellda og ítrek- aða vanrækslu í opinberu starfi. Bankastjórarnir sjö, sem nú sitja á bekk ákærðra, eru í rauninni peð í ríkisbankakerf- inu. Eins konar framkvæmdastjórar ríkis- bankaráðanna, sem kosin eru hlutfallskosn- ingu á Alþingi. Það eru bankaráðin, sem formlega ráða þessa bankastjóra til starfa, en alkunna er að hinir pólitísku flokkar hafa í raun ráðið mestu um hverjir hreppa banka- stjórastöður í ríkisbönkum. Áhrif stjórnmála- flokka og Alþingis á stöðuveitingar í þessum peningastofnunum eru svo mikil að flokkarnir eigna sér bankastjórastöður — og banka- stjóra — líkt og væru þeir lén. Ríkisbankakerfi byggist í sjálfu sér ekki á bankastjórunum. Þeir bera að vísu ábyrgð á dagiegum rekstri peningastofnunarinnar, en starfa, eins og áður sagði, sem eins konar framkvæmdastjórar bankaráðanna. Banka- ráð kosin hlutfallskosningu á Alþingi bera ábyrgð gagnvart eiganda bankanna, íslenska ríkrnu. Sjálf uppbygging þessa kerfis gerir ráð fyrir þessum skiintngi. Æðsti yfirmaður rlkis- bartkakerfisins er viðskiptaráðherra, sem hef- ur heilan Seðlabanka íslands undir sér til þess, m.a., að fylgjast með bankastarfsemi í nafni ríkisins og sjá svo til að þar gangi mál fyrir sig samkvæmt eðlilegum leikreglum. Undir stjórn bankastjórnar, eða bankaráðs, Seðlabanka Islands er síðan að finna sérstakt bankaeftirlit sem er eftirlitsaðili f.h. Seðla- banka íslands. Seðlabanki, bankaeftirlit, við- skiptaráðherra og loks bankaráð viðkomandi banka eru allt stofnanir til þess að tryggja að bankastjórar í þessu kerfi taki ekki upp á því einn góðan veðurdag að dreifa fé til hægri og vinstri — skuldbindingalaust. öðruvísi verður þetta kerfi vart skilið. Eða til hvers eru banka- ráðin? Bankastjórarnir sjö hafa ekki verið ákærðir fyrir auðgunarbrot. Og þar sem þeir eru að- eins einn hluti vaictakerfisins í ríkisbankakerf- inu hljóta þeir að spyrja sig nú: Gengum við gegn vilja, eða ákvörðunum bankaráðanna? Já, gengu bankastjórarnir sjö gegn vilja og ákvörðunum bankaráðanna, sem réðu þá til að sinna bankastjórastarfinu? I Ijósi þess að sjömervmngarnir eru ákærðir fyrir stórfellda og ítrekaða vanrækskj í starfi, en bankaráð lát- in afskiptalaus eins og þau væru ekki tii, mætti ætla að svo vaeri. Það mestti jafnvel ímynda sér að bankaráðin hefðu Itrekað varað bankastjórana við — veitt þeim áminningar svo sem tfðkast áður en opinberir starfsmenn eru reknir úr starfi fyrir vanrækslu sakir og mælt er fyrir um í lögum um réttindi og skyld- ir opinberra starfsmanna frá 1954. En því er ekki til að dreifa. Bankaráð hafa hreint ekki veitt bankastjórum áminningu, eða viðvörun. Allt bendir til þess að bankastjórarnir sjö hafi farið í einu og öllu eftir þeim ákvörðunum sem bankaráðin tóku, eða vildu að teknar yrðu, í nafni Útvegsbanka íslands. Þrátt fyrir eftirlitsskyldu Seðlabanka is- lands, nánar tiltekið bankaeftirlits Seðla- bankans, þrátt fyrir völd, skyldur og ábyrgð bankaráðs Útvegsbanka Islands, ákvað ríkis- saksóknari að reka mál gegn sjö bankastjór- um og ekki bankaráðinu sjáifu. Ákvörðun ríkissaksóknara virðist studd svipuðum rök- um og sú niðurstaða Jóns Þorsteinssonar, sem birtist seint á síðasta ári, að erfitt væri að koma starfsábyrgð yfir rikisbankaráð. Því verður ekki trúað að óreyndu, að sú stað- reynd, að í bankaráði Útvegsbanka íslands sátu atþingismennirnir og frambjóðendurnir Albert Guðmundsson, Alexander Stefáns- son, Jéhann Einvarðsson og Vaidimar Ind- riðaaon hafi haft áhrif á niðurstöðu Jóns Þor- steinssonar og ríkissaksóknara. Eða snýst bankastjóramálið um sýknudóm yftr ríkis- bankakerfi og peðsfórnir? fli W ■enntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, á ekki sjö daga sæla þessar síðustu vikur sínar í stjórn Steingríms. Nefnd sem skil- aði umsögn um hæfasta umsækj- anda um fræðslustjórastarfið á Norðurlandi eystra hefur heldur farið í taugarnar á Sverri, enda mælti hún sem kunnugt er nær ein- dregið með endurráðningu Sturiu Kristjánssonar sem Sverrir var þegar búinn að reka með látum úr starfinu. Nú bíður Sverris enn ein ákvörðun um nýjan mann í emb- ætti, en það er í stöðu lektors í_ stjórnmálafræði og heimspeki við Háskóla íslands sem Ólafur Þ. Harðarson hefur verið settur í og er reyndar einn umsækjenda um á móti Hannesi Hóhnsteini Gissurarsyni. Ljdst þykir að nefnd- in sem gefa á menntamálaráðherra umsögn um hæfni umsækjenda sé öll á bandi Ólafs, en hana skipa stjórnmálafræðingarnir Gunnar Gunnarsson, Ölafur Ragnar Grímsson og Svanur Kristjáns- son. Hannes Hólmsteinn er rífiega yfirlýstur flokksbróðir Sverris, sem nú er semsé enn og aftur í vanda. . . V, ið heyrum að Eiríkur Jóns- son fréttamaður á DV verði frétta- stjóri nýju útvarpsstöðvarinnar Stjörnunnar. . . lEttir því sem heimildir HP herma er nú verið að vinna í nýju skipuriti fyrir Flugleiðir sem mið- ast að því að skipta starfsemi fyrir- tækisins upp í afmörkuð markaðs- svæði, þannig að ákveðnir aðilar verði ábyrgir fyrir rekstri hvers sviðs fyrir sig. Þessi hugmynd, sem mun vera runnin undan rifjum Sig- urðar Helgasonar forstjóra, verð- ur lögð fyrir stjórn fiugfélagsins á næstunni, en ljóst þykir að hún eyk- ur á völd forstjórans á kostnað ann- arra yfirmanna félagsins. Helst er nefnt að áhrif Sigfúsar Eriings- sonar framkvæmdastjóra markaðs- sviðs fari minnkandi ef þessar hug- myndir ganga eftir, en þær gera nánast ráð fyrir því að markaðssvið- ið verði aflagt í þeirri mynd sem það hefur verið. Þessar tiffæringar hefðu líka í för með sér ýmis ný og breytt starfssvið og er meðal annars nefnt að starf kynningarfulltrúa fyrirtækisins verði ekki einungis út á við heldur og ekki síður inn á við svo starfsmenn fylgist betur með breytingum og þróun þessa stóra félags á íslenskan mælikvarða... Ú tvarpsstöðvarnar spretta upp á gorkúluhraða. Tíðindamaður HP var að fikta í viðtækinu í vikunni og fann sendingu á FM ca. 87,7 sem við náriari eftirgrennslan reyndist vera Útvarp Hafnarfjarðar. Sú stöð mun hafa ætlað að hefja út- sendingar fyrir nokkru, en ekkert varð af fyrr en nú að hún heftur til- raunaútsendingar. Halldór Árni Sveinsson er eigandi stöðvarinn- ar, en hann er kunnur frá árum áður sem plötusnúður á Óðali, Snekkj- unni og víðar, auk þess sem hann rak hljóðstúdíó í firðinum í gamla daga. Síðustu ár hefur hann aftur á móti rekið auglýsingastofu í eigin nafni fyrir ofan Prikið á Laugavegi. Eftir því sem HP heyrir best er ætl- unin að Útvarp Hafnarfjarðar verði grenndarstöð sem sérhæfi sig í mál- efnum Gaflara milli þess sem lög verða leikin... v ikublaðið Reykjanes, sem reyndar hefur undanfarið komið tvisvar út í viku og stendur þannig ekki lengur undir vikublaðsnafn- inu, er að missa ritstjóra sinn, Sig- raund Ó. Steinarssra. Sigmundur hefur starfað við Reykjanes undan- farna sex mánuði í leyfi frá DV þar sem hann hefur alla jafna stýrt íþróttafréttum. Líklegt þykir aðSÖS fari að sjást aftur á síðum síðdegis- blaðsins í sumar.. . II mmæli Svavars Gests- sonar formanns Alþýðubandalags- ins eftir miðstjórnarfund þess flokks hafa vakið mikla athygli. Hann sagði í DV að uppgjörið yrði að fara fram í sumar: „Það uppgjör mun fara fram í sumar áður en til lands- fundar kemur," og héldu menn áður að allaballarnir héldu fundi til að jafna eða ójafna ágreining sinn. Þá bætti formaðurinn við: „Það verður að hafa það þótt einhverjir telji sig sára eftir og yfirgefi flokkinn, svona getur þetta ekki gengið til lengurt Þessi ummæli þykja ekki bera vott um mikla sáttfýsi og spyrja allaball- arnir hver annan hvort þeir hafi lent á aftökulistanum hjá formanninum. HP hefur heyrt að meðal þeirra sem lent hafi á listanum séu margir sem hafa verið opinberlega ósáttir við pólitík formannsins: Guðrún Helgadóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Kristín Ólafsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Guðni Jóhannesson, Kristján Vaidi- marsson, Mörður Árnason og fleiri. Þetta fólk getur hins vegar huggað sig við að lenda á lista með mörgum þúsundum kjósenda. Ann- ars þykir líklegra að það taki her- skárri áskorun formannsins og hans manna. . . Dagbókin hennar Dúllu Kæra dagbók. Ég er alveg ákveðin í að verða fjölmiðlafræðingur. Bella vinkona líka. Við vorum nefniiega í starfs- kynningu — ég hjá Bylgjunni, en Bella hjá Stöð 2 — og það var meiri- háttar! Ég var að vísu ógeðslega feimin til að byrja með, rennsvitnaði undir höndunum og með ofsa hjartslátt. En svo var þetta bara allt í fína, þó það væri ekki beinlínis eins og ég hafði ímyndað mér. Það er t.d. ekkert pláss þarna og meira að segja útvarpsstjórinn er ekki einu sinni með sérherbergi. Glætan, maður... Og ég sem hélt að útvarpsstjórar væru með svona for- stjóraherbergi með sófasetti og svo- ieiðis. En það var hvergi neitt töff þarna. Fólkið var hins vegar óstjórn- lega hresst og alltaf að grínast og hlæja. (Ég myndi nú samt ekki þora að endurtaka alla brandarana þegar mamma væri nálægt. Mennirnir sem vinna þarna eru stundum svo- lítið dónaiegir. Sumt skiidi ég nú bara ekki almennilega, en ég hló samt með svo enginn fattaði...) Mamma yrði heldur ekkert hrifin af hreinlætinu á Bylgjunni, er ég hrædd um. Annað eins drasl hef ég hvergi séð, nema í herberginu hans Adda bróður! Ég fékk að skrifa tvær fréttir, eina um bruna á Akranesi og eina um byltingu úti í heimi, sem ég þýddi af fréttaskeyti. Svaka var gaman að heyra fréttirnar eftir mig lesnar svo allir gætu heyrt. Svo fékkég að velja þrjú lög og kynna þau. Það var í morgundagskránni hjá Páli Þor- steins og ég náttúrulega að missa röddina af hræðslu. (Páll er nú geð- veikislega ... þú veist! Það er bara verst að ég er svo lítil, en hann er rosalega stór. Þetta myndi líklega aldrei ganga. Æ, hann er líka giftur, held ég, og orðinn soldið gamall.) Það var líka rosa gaman hjá Bellu á Stöð 2, en hún fékk ekki að gera eins mikið og ég. Mér heyrist á lýs- ingunni að það sé miklu flottara á Stöð 2 en á Bylgjunni — allt í svörtu og hvítu og ofsalega móðins. Fólkið þarna er líka ferlega smart, axla- púðarnir standa langar leiðir út í loftið (bæði á köllunum og konun- um), hárið „gelað“ o.s.frv. Alveg æðislegt! En Bella sagði að það hefði verið rosalegt stress þarna. Allir á spani og ekki grínast svona mikið eins og hjá mér. Eitt var þó alveg eins á báðum stöðum. Það voru allir á fullu við að hæðast að ríkissjónvarpinu og út- varpinu og gera grín að þáttum og fólki á öðrum stöðvum. Rosalegur kapphlaupsandi, eða þannig... en mér fannst samt margir of hat- rammir í þessu. Svo ég er að hugsa um að fara í einhver útvarpsfræði, vegna þess að ég er ekki nógu sæt til að vilja láta alla sjá mig í sjónvarpinu. Svo myndi ég ekki nenna að vera alltaf svona stressuð. Bless, bless, Dúlla. PS Hvað ætli maður stækki annars mikið við að fara á háa hæla? Bara svona pæling... ATHUGASEMD í umfjöllun Heigarpóstsins um nýja húsnæðislánakerfið sl. fimmtudag var sagt, að þau Katrín Atladóttir og Hilmar Þórisson, helstu sérfræðingar Húsnæðisstofn- unar ríkisins, hefðu búið til forsend- ur nýja lánakerfisins fyrir laganefnd þá sem samdi húsnæðisfrumvarpið undir forystu Hallgríms Snorra- sonar, forstjóra Hagstofu Islands. Þetta er ekki rétt. Laganefnd sú sem bjó til forsend- ur nýja húsnæðislánakerfisins studdist ekki við upplýsingar frá áðurnefndum sérfræðingum Hús- næðisstofnunar. Þeir eru því beðnir afsökunar á fullyrðingu um annað. Eftir stendur að áðurnefnd laga- nefnd byggði nýja húsnæðislána- kerfið á ótraustum forsendum. Þótt ótrúlegt megi virðast byggði nefnd- in aðallega á íbúaspá, en ekki áætl- aðri lánsþörf. Með því að leggja til grundvallar íbúaspá, en ekki þann raunveruleika sem lesa má af, t.d. fasteignaviðskiptum á heilu ári, eða öðrum upplýsingum sem fyrir lágu um verslun og viðskipti í húseign- um, þegar húsnæðislánakerfið var búið til, var fagmennska látin víkja fyrir hæpinni spámennsku. ítrekuð skal afsökunarbeiðni til þeirra Katrínar Atladóttur og Hilm- ars Þórissonar. Ritstj. LAUSN Á SPILAÞRAUT Spilið kom upp í viðureign Ólafs Lárussonar og Delta í Reykjavík- urbikarnum og réð mestu um tap Delta, í jöfnum og spennandi leik. ♦ 5 C? ADG872 ♦ AK84 + G5 ♦' K632 ♦ G109 P 104 K65 O G9 O 7652 + D8742 * K109 ♦ AD874 93 O D103 + A63 Á báðum borðum hélt austur áfram með lauf-10, eftir að hata átt fyrsta slag á kóng. Tían átti slag- inn á báðum borðum. En nú skildi leiðir. Spilarinn í sveit Delta spilaði áfram laufi, í fljótfærni líklega. Sagnhafi þakkaði fyrir sig með því að hirða 10 slagi, eftir misheppn- aða hjartasvíningu. Á hinu borðinu var austur ekki eins bjartsýnn; að ætla félaga spaðaásinn eftir sagnir. En ef hann ætti kónginn... þá dygði hann jafn vel. Svo austur skipti í spaðagosa í þriðja slag. Lítil þúfa og þungt hlass. 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.