Helgarpósturinn - 21.05.1987, Page 16

Helgarpósturinn - 21.05.1987, Page 16
eftir Sigmund Erni Rúnarsson mynd Jim Smart AHORFANDI FÓLKI DALITILL AÐ „Við erum fjögur systkinin, fœdd á sex ára tímabili; Hrafn er elstur, svo Þor- valdur stœrdfrœdingur í Reykjavík, þá Snœdís lögfrœöingur á Húsavík og loks ég, sem eryngst. Viö systkinin lékum okkur töluvert í tveimur hollum, strákarnir sér og svo við Snœdís sem vorum ákaflega kærar vinkonur strax í byrjun. I hverfinu heima, sem var vestur á Dunhaga, vorum við reglulega með leiksýningar með miklum tilfæringum; stóru borði, teppi sem við skrið- um undir og svo tjaldi fyrir öllu saman. Alvaran í þessu gekk jafnvel svo langt að við prentuðum sérstaka aðgöngumiða fyrir leiksýningarnar sem við götuðum íendann með saumavél svo það væri hægt að rífa afþeim eins og í alvörunni. Svo voru fengnir pokar hjá fisksalanum og selt popp í hléi." Og var Hrafn ekki leikstjórinn? „Nei, reyndar ekki. Það var frekar hinn bróðirinn, Þorvaldur, sem hjálpaði okkur við þetta.“ Sídan er lidinn eitthvad um aldarfjórdungur. Og Tinna Gunnlaugsdóttir tekst nú á viö sitt stœrsta leikhlutverk til þessa — og ad hennar sögn jafnframt það erfiðasta. Yermu í sam- nefndu leikriti Federico García Lorca sem var uppi á öndverðri öldinni. Pjóðleikhúsið sýnir það nú við afbragðs dóma. Tinna er dóttir Gunnlaugs Þórðarsonar lög- frœðings og Herdísar Þorvaldsdóttur leikkonu og ég spyr hvort það hafi verið mamma sem hvatti til þykjustuhlutverkanna í gamla daga. „Nei, þetta var miklu frekar framtak okkar krakkanna en þrýstingur frá mömmu. Þetta var ákveðið tímabil í æsku, en aftur seinna á ungl- ingsárunum kom svo nokkurra ára skeið sem ég hafði lítinn áhuga á leiklist. Ég fékk þá hreinlega óbeit á leikhúsi og öllu sem því viðkom..." Kannski svar við vinnutíma móðurinnar? „Já kannski — og svo var maður auðvitað í og með að leita að sjálfstæði sínu á þessum árum og ýta því frá sér sem foreldrarnir voru að gera og fannst merkilegt..." EIN TIL AÞENU OG UM EVRÓPU Og svo voru hippatímar? „Alveg í algleymingi. Unglingar á þessum ár- um voru í leit að nýjum gildum og andstaða við ríkjandi viðhorf og hefðir mikil. — Auðvitað er þetta ekkert nýtt, unglingar á hverjum tíma telja sig vera að uppgötva heiminn og sjá hann eins og enginn annar hefur nokkru sinni séð hann áður. En ég lifði mig mjög sterkt inn í hugsjónir þessa tímabils sem unglingur. Það var setið kvöld eftir kvöld og rætt um lífið af takmarka- lausu umburðarlyndi og innlif un. Frelsi einstakl- ingsins til sjálfskönnunar átti helst að vera ótak- markað, en um leið var nægjusemi allsráðandi. í beinu framhaldi af þessu tók ég mig til eftir stúdentspróf og fór ein til Grikklands og þvæld- ist síðan um Evrópu í tæpt ár, — svo til án far- angurs og án fyrirheits.“ Bara ein? „Alveg ein. Og það var mjög merkileg reynsla. Þetta var ótrúlega þroskandi. Þarna átt- aði ég mig á því hvað íslendingar búa í vernduðu umhverfi hérna heima. Hér er enginn einn og yfirgefinn. Samfélagið er svo lítið og fámennt að menn þurfa vart að kynna sig hver fyrir öðrum. I þessari ferð fann ég fyrst hvernig það er að vera ein, maður sjálfur. Og það eru mikil við- brigði að standa allt i einu uppi óstudd og geta ekki treyst á aðra en sjálfa sig. Eftir á finnst mér líka eftirtektarvert hvað ég var laus við alla hræðslu og ótta á þessum árum. Foreldrar mínir voru auðvitað hræddir um mig — ég var á timabili komin yfir til Tyrklands á leiðinni til Indlands — en að ég væri hrædd var ekki inni í myndinni. Ég held að óttaleysi fylgi þessum aldri. Þegar maður eldist og eignast börn verður lífið manni miklu meira virði, mað- ur á meira, ábyrgðin eykst. Maður áttar sig ekki á því sem unglingur hverju maður er að hætta." Þú varst náttúrlega lögst í rugl á þessum ár- um, að mati foreldranna? „Jújú, það þótti enginn vafi vera á því. Ég var týndi sauðurinn þegar ég kom loks til baka. Og það var litið á mig rannsakandi augum og athug- að sérstaklega hvort ég væri ennþá í lagi.“ Ertu sátt við œskuna? „Uppvöxtinn?" Já. „Ég er það. Ég kem frá góðu heimili og tel mig eiga sérstaka og aðdáunarverða foreldra. Þau eru ólík, en mjög góðar manneskjur, bæði tvö.“ LÍFFRÆÐI EÐA LEIKLIST Tinna segir mér að hún hafi verið mjög efins um hvað hún ætti að taka sér fyrir hendur eftir að hún kom úr ferðinni austur á bóginn. Hún kveðst þó hafa verið ákveðin í að halda áfram námi ogþar eð líffrœðin hafi alltafverið svolítið ofarlega í huga hennar farið þá leiðina. En hún hafði stutta viökomu í Háskólanum, því fyrsta veturinn kynnti vinur hennar úr menntaskóla fyrir henni starfsemi SÁL, sem þá var kvöldskóli fyrir verðandi leikara. Ojg það var einfaldlega skemmtilegra en svo í SAL að líffrœði rúmaöist líka í lífinu. Þetta var svoddan ákvörðun sem Tinna man eftir, og segir: „Mér skildist að það væri hvort eð er álíka mikið offramboð í báðum stéttum svo einu gilti hvort ég tæki fram yfir annað." En sem sé skemmtilegra í leiklistinni. Eg spyr hvort hún hafi farið með einhverjar ranghug- myndir í námið a tarna, en hún heldur ekki, segir: „Ég fór ekki með neinar hugmyndir í leik- listarskólann. Ég vissi ekkert hvort ég ætlaði að setjast þarna að eða ekki. En það gerðist svo bara smám saman á löngu tímabili að ég fann að ég átti heima í leiklistinni og hvergi annars stað- ar.“ Hvernig tilfinning er að finna réttu hiltuna? „Hún er góð, hún er notaleg. Þetta er einmitt spurning um að njóta þess sem maður er að gera.“ Nú er leiklistarnám ögrandi og krefst langtum meiri innbyrðis kynna hjá nemendum en í öðr- um skólum. Þarna berstrípar fólk sig í miklu fleiri en einum skilningi. Fannst þér þú mótast mikið sem persóna í leiklistarnáminu? „Já. Og ég held að svo hafi verið um alla sem voru að læra þarna með mér. Ég held við höfum öll hugsað þetta einmitt svona; að hvað svo sem yrði — atvinnuleikur var okkur fjarlægur, al- gjört happdrætti — þá hafi þetta verið dýrmæt og merkileg reynsla sem við fengum þarna, góð- ur grunnur til að takast á við lífið.“ ÉG GLEYMI MÉR í DAG DRAUMUM Hvaö finnst þér svo um lífið, fólkið til dœmis. Hefurðu haft gaman af að kynnast því? „Mér finnst fólk alltaf spennandi. Eg er reynd- ar, að mér finnst, dálítill áhorfandi að fólki...“ Tortryggin? „Ekki beint tortryggin. Ég hef gaman af að skoða fólk og gleymi mér oft við að fylgjast með öðrum frekar en að vera mikill þátttakandi sjálf. Þetta getur maður óhindrað í útlöndum. Mér finnst yndislegt að sitja á bekk og virða fyrir mér mannlífið, látbragð fólks og tilbrigði. Ég er hljóð- lát persóna og hef gaman af dagdraumum. Verð oft vör við að fólki sem ekki þekkir mig náið finnst ég vera frekar lokuð svona hvunndags. Jafnvel köld? „Köld já, ég hef heyrt það líka. Ertu köld? „Nei, en ég er kannski frekar passív í sam- skiptum við fólk. Og það helgast að hluta til af því hvað mér finnst gaman að stúdera fólk á góðan máta áður en ég legg út í kynni við það. Svo kemur þessi árátta líka frá starfinu. Ég er sem leikkona sífellt að sökkva mér niður í per- sónur sem eru ekki ég sjálf. Maður er alltaf að verða sér úti um fyrirmyndir og viðmiðanir. Þegar ég er að vinna í hlutverki sé ég gjarnan pínulítinn hluta af því í persónum í kringum mig. Leikari er alltaf að tína til brot og brot úr mann- lífinu í kringum sig.“ AÐ GLEYMA SÉR I BARNAFÖTUM Leikari, eðli starfsins samkvœmt, vinnur sjaldnast sem eigin persóna. Hann er annar. Stundum hef ég svo séð þig vinna í barnafata- verslun við Laugaveg milli þess sem þú fœst við rullurnar við Hverfisgötu. Er ekki gott að vinna öðru hverju sem maður sjálfur?! „Jú, það er góð tilbreyting. Það er til dæmis svo í leikhúsi að leikarinn verður vart var við áhorfandann, sem við getum allt eins kallað kúnnann. í versluninni er maður hinsvegar í miklum tengslum við fólkið. Og þar hitti ég til dæmis gamlar skólasystur og vinkonur sem ég hitti aldrei annars. Leikhúsið er lokaður vinnu- staður. Jú, það er gaman að breyta svona algjör- lega til. Það er líka gott að geta gleymt sér í ein- hverju öðru en leikiistinni. Þessi verslun er í eigu fjölskyldu Egils, svo ég get gengið í þetta þegar mér hentar.“ Egill já, Ólafsson, hvenœr kynntust þið? „Við kynntumst fyrsta veturinn í SÁL-skólan- um. Spilverkið var þá að vinna með nemendum við uppfærslu á Gísl, sem var reyndar upphafið að því að þeir Egill, Valgeir og Bjóla fóru að spila opinberlega. Og skömmu síðar bættist Diddú við, sem var reyndar bekkjarsystir mín í SÁL þennan vetur. Þetta var 7 4 og þarna sáumst við í fyrsta skipti. Ég held að það hafi verið á jólagleði skól- ans sem við tókum fyrst verulega eftir hvort öðru.“ Ertu rómantísk? „Já. Ég nýt fallegra augnablika." Óg sœkir mikið í svoleiðis augnablik? „Já — við Egill gerum okkur far um að eiga rómantískar stundir saman." HJÓNABAND OG STOFNUN Hvað finnst þér um hjónabandið? „Það er erfitt að alhæfa nokkuð um hjóna- bandið. Ég hafði mjög mikla frelsisþörf áður en við Egill kynntumst. Eg hafði aldrei hugsað mig sem stúlkuna sem myndi ganga inn í hjónaband, eignast mann og börn og lifa sæl og glöð upp frá því. En svo kynnist maður manni sem maður vill vera nálægt — og hvergi annars staðar — og þá er þetta munstur fyrir hendi sem maður gengur inn í glaður og ánægður, án þess að vera neitt að velta fyrir sér hjónabandinu sem stofnun og tak- mörkunum þess..." Svolítið Ijótt orð „stofnurí' yfir hjónaband? „Já, og „hjónaband" líka...“ Yfir jafn saklaust fyrirbœri? „Já, saklaust og um leið dásamlegt þegar best lætur. Samt er þetta stór ákvörðun? „Tekur maður nokkurn tíma þessa ákvörðun? Ég held ekki. Þetta er eins og með börnin; ef maður færi að ákveða komu þeirra og skipu- leggja hana fullkomlega held ég að fólk færi ekkert út í barneignir." Þið Egill eigið tvo stráka, átta og níu ára. Hvernig finnst þér þeir upplifa ykkur sem kunna íslendinga, frœgt fólk? „Ég held að þeir upplifi okkur ekki á þennan hátt. Mamma og pabbi eru nú bara einu sinni mamma og pabbi, hvar sem það nú er. En við Egill höfum gert okkur far um að láta þá fylgjast mjög vel með því sem við erum að gera, því þeim kemur það við. Þeir fara mikið með okkur; ég tek þá á æfingar og þeir voru til dæmis með

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.