Helgarpósturinn - 21.05.1987, Síða 26

Helgarpósturinn - 21.05.1987, Síða 26
INNLEND YFIRSYN Ríkisvaldið velur mjúku línuna í „innra öryggi“. Nefndin um „innra öryggi" skilaði munnlegu áliti til forsætisráðherra til að leyndar- málin lentu ekki á pappír. Forsætisráðherra: Ekkert öryggi, ef farið er að blaðra um málin út um allt. Eins konar leyniþjónusta starfað frá 1950 í tengslum við útlend- ingaeftirlitið. • • Oryggismýkt að innan í næsta mánuði verður haldinn Natófundur hér á landi, þar sem utanríkisráðherrar Natóríkja og embættismenn halda tveggja daga fund. Undirbúningur er hafinn fyrir löngu en bæði kostnaður og gæsla verða á vegum íslenska ríkisins. Af þessu tilefni er t.d. gert ráð fyrir um 200 fréttamönnum á landinu samkvæmt upplýsingum Hjálmars Hannessonar í utanríkisráðuneytinu. íslensk lögregluyfirvöld eiga að sjá um öryggis- vörslu að öðru leyti en því, að skjaílegar upplýsingar og öryggi inni á fundunum sjálf- um verða í höndum „alþjóðlegra starfs- manna Atlanshafsbandalagsins". Ekki er tal- ið líklegt að vopnuð varsla verði á fundinum, enda vandséð til hvers svo væri. íslenska ríkisvaldið hefur mýkst lítillega frá því fyrir rúmu ári ef marka má svör ráða- manna við spurningunni um „innra öryggi ríkisins" nú. Andrúmsloftið breytist mjög hratt í þjóðfélagi eins og okkar. Þannig má oft litiu muna að miklar breytingar verði á samfélaginu, með viðbrögðum við einstök- um atburðum. Þannig spannst mikil umræða um „innra öryggi" á Islandi í kjölfar hryðju- verkaöldu í Evrópu í fyrra og þegar drukkin skytta fer á kreik í þéttbýli koma fram hug- myndir um að vopna lögregluna. Þannig gætu slíkir atburðir orðið til þess að koma á laggirnar harðvítugri leyniþjónustu sem stundaði persónunjósnir á íslandi og að lög- reglan yrði vopnuð á ýmsum stöðum í land- inu. Slíkt myndi að sjálfsögðu gerbreyta þjóðfélaginu — og tæki þá að kortast saga ís- lands sem griðastaðar. Tildrögin að umræðunni fyrir rúmu ári voru m.a. þau, að á fundi Samtaka um uest- rœna samuinnu vakti aðstoðarráðherra utanríkisráðherra máls á nauðsyn þess arna. Það vakti auðvitað athygli, og mörgum fannst ósmekklegt, að embættismaður ríkis- ins teldi sérpólitísk samtök rétta vettvanginn til að kynna stefnuáherslu ríkisstjórnar sem varðaði alla þjóðfélagsþegna í afar við- kvæmu máli. Sjálfstæðisflokkurinn taldi sig þá hins vegar vera í slíkri stöðu, að þetta væri eðliiegur gangur máls. Á fundinum hjá Varðbergi voru m.a. staddir fulltrúar frá bandaríska hernum og mótmæltu nokkrir ís- lendingar því, að verið væri að kynna hug- myndir um „innri öryggisgæslu" við slíkar aðstæður. í ræðu sinni talaði Hreinn Lofts- son, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, um að þyrfti að „auka uidbúnad uid undirróöri og nidurrifsstarfsemi þeirra sem uitja lýö- rœdið feigt". Til að dæmið gengi upp hefði hins vegar þurft að benda á einhverja sem vilja lýðræðið feigt, með öðrum orðum, ut- anrikisráðuneytið hefði þurft að benda á ís- lenska óvini ríkisins. í ríkisstjórninni kom fram tillaga frá utan- ríkisráðherra um skipan nefndar til að yfir- fara þessi mál. Af orðalagi erindisbréfs henn- ar mátti ráða, að ráðherrar hefðu einnig í huga hvernig leyna mœtti hugsanlegum uid- kvœmum upplýsingum í stjórnkerfinu og hvernig hægt væri að treysta „innra öryggi ríkisins". Áður hafði tekið til starfa svokölluð „flugránsnefnd", en ótti ríkisvaldsins við hryðjuverkaöldu var þá mikill. Samgöngu- ráðuneyti og utanríkisráðuneyti áttu aðild að þessari nefnd, og var formaður nefndarinnar Kristinn Gunnarsson. Sú nefnd mun ekki hafa skilað endanlegu áliti. Nefndin fjallaði að- allega um „ytri ógnir“, þ.e. varðandi hugsan- legar aðgerðir erlendra hryðjuverkamanna á samgöngutækjum og þess háttar. Þetta mun einnig hafa verið í tengslum við aðgerð- ir á alþjóðlegum vettvangi. í nefndinni um „innra öryggi ríkisins" áttu m.a. sæti Baldur Möller, fyrrv. ráðuneytis- stjóri, sem oddamaður á snærum forsætisráð- herra. Nefndin hefur skilað forsætisráðherra áliti um málið. Nefndarmenn voru embættis- menn ríkisins. Upphaflega hugmyndin var sú meðal nokkurra manna, að mynda litla leyniþjónustu, sem fylgdist með „vafasöm- um“ mönnum íslenskum, en vandinn var náttúrlega sá, að í okkar litla þjóðfélagi vita flestir flest um alla, og „samsæri gegn rík- inu“ færi ekki dult. Það vantaði með öðrum orðum einhverja réttlætingu fyrir persónu- njósnum á vegum hins opinbera. En ætluðu opinberir aðiljar að mynda slíka litla leyni- þjónustu? „Það var meira spennandi saga en annað," segir Baldur Möller. „Þessi nefnd starfar áfram þó hún hafi skil- að áliti," segir Matthías Á. Mathiesen. „Hún skilar ekki endanlegri niðurstöðut Nú er hugsunin um leyniþjónustu á íslandi og sam- særismenn gegn ríkinu dálítið fjarri íslenskri hugsun. Hver er ástæða þessarar nefndar- skipunar. Eru miklar brotalamir á innra öryggi ríkisins? „Nú eru hlutirnir alltaf að færast nær okkur. Mönnum þótti eðlilegt að endurmeta þessi mál og yfirfara. Ég lagði þessa tillögu fram í ríkisstjórninni og miðaði hún almennt að því að yfirfara innra öryggi ríkisins," sagði utanríkisráðherra. Hins vegar orðaði hann hugmynd sína um nefnd þannig eftir Óskar Guðmundsson í Morgunblaðinu fyrir rúmu ári, að efla bæri viðbúnað „gegn hverskyns starfsemi er mið- ar að því að grafa undan öryggi og sjálfstæði landsins innnan frá". Andrúmsloftið í þjóðfé- laginu hefur breyst til hins betra síðan þá. Svo virtist sem utanríkisráðuneytið hefði hlaupið aðeins á sig í öryggiskappinu á áður- nefndum Varðbergsfundi, því í ljós kom að í tengslum við Utlendingaeftirlitið, sem heyrir undir lögreglustjóra, hafði verið starfandi eins konar ,,leyniþjónusta“ um árabil. „Þessi starfsemi er búin að vera í gangi í landinu um áratugi," sagði Böduar Bragason lögreglu- stjóri í samtali við HP fyrir rúmu ári. Hans embætti heyrir undir dómsmálaráðuneytið . Engu að síður var margfræg nefnd skipuð sem heyrði undir forsætisráðherra, þar sem sátu ráðuneytismenn úr dómsmála- og utan- ríkisráðuneytum. Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra var spurður um niðurstöður nefndar- innar: „Það var að mestu leyti munnlegt og ákveðið að halda því sem trúnaðarmáli, því það er nú eiginlega ekkert öryggi orðið ef farið er að blaðra um málin út um allt." En hvaða vandamál eru í sambandi við innra öryggi? Steingrímur kvað þau varða öryggi æðstu starfsmanna ríkisins, forseta, ríkisstjórnar og alþingis, öryggi í flughöfnum og þess háttar. Hann kvað málið ekki snerta medferd trúnaðarmála inni t kerfinu og ekki uceri uerið að girða fyrir upplýsingar úr stjórnsýslunni. Hann kvað enga hugmynd vera uppi um sérstaka leyniþjónustu í þessu sambandi. I kjölfar þessa nefndarstarfs er ekki að vænta mikilla breytinga á öðru en meiri öryggisgæslu á „viðkvæmum" stöð- um. Af þessari yfirferð um „innra öryggið" má ljóst vera að stjórnvöld keyra nú á „mjúkri línu", sem flestir munu væntanlega telja hugnanlegri en þá hörðu, en hins vegar sýn- ir þetta spjall við ráðherra og embættismenn einnig, að bæta mætti upplýsingastreymi milli þeirra. Nýjar hugmyndir Gorbatsjoffs ERLEND YFIRSYN Við heimkomu til Washington af fundi landvarnaráðherra NATÓ-ríkja í Stafangri er bandaríski ráðherrann, Caspar Weinberger, sagður hafa fengið bágt fyrir frammistöðuna í Noregi, bæði úr Hvíta húsinu og utanríkis- ráðuneytinu. Menn Reagans forseta og Shultz utanríkisráðherra eiga að hafa tekið óstinnt upp atbeina Weinbergers að ályktun NATÓ-ráðherranna, á þá leið að krefjast út- rýmingar allra meðaldrægra kjarnorkueld- flauga, ekki bara þeirra í Evrópu, en um það urðu Reagan og Gorbatsjoff ásáttir í Reykja- vík. Þar varð niðurstaðan, að hvort risaveldi mætti halda eftir 100 meðaldrægum eld- flaugum, og skyldu hinar sovésku hafðar austan Uralfjalla. Ályktun landvarnaráð- herra NATÓ er ekki annað en enn ein tilraun úr þeirri átt til að flækja málið og tefja fyrir niðurstöðu í viðræðunum í Genf um tak- mörkun kjarnorkuvígvæðingar, meðan ring- ulreið ríkir í bandalaginu um afstöðu til sam- komulags sem við blasir um útrýmingu með- aldrægra og skammdrægra kjarnorkuskeyta risaveldanna úr Evrópu. Efasemdir manna forsetaembættis og ut- anríkisþjónustu um hæfileika Weinbergers til að þreyta taflmennsku við Mikhail Gorbat- sjoff voru ekki lengi að ásannast. í fyrradag tók sovéski flokksleiðtpginn landvarnaráð- herra NATÓ á orðinu. í skálaræðu í Kreml, fyrir starfsbróður sinn frá Víetnam, kvað hann sjálfsagt að hreinsa sovésk Asíulönd af meðaldrægum kjarnorkueldflaugum, kæmu á móti samsvarandi aðgerðir af Bandaríkj- anna hálfu. Þær væru að allur búnaður til kjarnorkuhernaðar verði á brott frá banda- rískum herstöðvum í Suður-Kóreu, Japan og á Filippseyjum og bandarísk flugvélamóður- skip hörfi fyrir fullt og allt af Vestur-Kyrra- hafi, haldi sig þaðan í frá Bandaríkjamegin línu sem samkomulag verði um hversu dreg- in skuli eftir hafinu endilöngu frá Berings- sundi til Suðurskautslands. Hefur Weinberg- er þar með fengið nóg um að hugsa í bili. Helsti bandamaður Weinbergers í að þrá- ast gegn því að jáyrði sovétstjórnar fái gert að veruleika tillögur frá NATÓ runnar um núlllausn á togstreitunni um meðaldræg og langdræg kjarnorkuskeyti í Evrópu, Helmut Kohl kanslari Vestur-Þýskalands, fór ámóta hrakför, þegar hann hugðist sýna myndug- leik rétt fyrir tvennar fylkisþingkosningar um síðustu helgi og kveða upp úr með af- stöðu stjórnar sinnar í málinu. Úrræði Kohls var að leggja til, að tekin yrðu með í dæmið kjarnorkuvopn til nota á vígvelli, fallbyssukúlur, sprengjuvörpuskeyti og flaugar sem draga innan við 300 kíló- metra. En varla var yfirlýsing kanslarans komin fyrir almenningssjónir, þegar ráðu- neyti hans fór að draga í land, og tók fram að ekki væri um að ræða stefnuákvörðun, held- ur einvörðungu uppástungu. Genscher utan- ríkisráðherra lét vita, að kanslarinn hefði ekki haft samráð við sig um uppástunguna. Eftir kosningar til fylkisþinga Hamborgar og Rínarlanda-Pfalz á sunnudaginn stendur Genscher með pálmann í höndunum en Kohl á í vök að verjast. Frjálsir demókratar komust inn á bæði fylkisþing eftir mislanga fjarveru, Kristilegir demókratar töpuðu á báðum stöðum og misstu margra kjörtíma- bila hreinan meirihluta í Rínarlöndum-Pfalz, heimkynnum Kohls kanslara. Ekki fer milli mála að fylgi Frjálsra demókrata við núll- lausnina, en tilraunir forustumanna kristi- legra til að bregða fæti fyrir samkomulag risaveldanna á grundvelli hennar, réðu mestu um misjafnt gengi stjórnarflokkanna í kosningunum. Þar á ofan urðu úrslitin í Hamborg þannig, að stjórnarflokkarnir í Bonn hafa ekki lið- styrk til að mynda meirihlutastjórn í Hansa- borginni. Þar hafa því frjálsir demókratar lýst sig fúsa til að ganga til stjórnarsamstarfs við sósíaldemókrata, sem bættu hlut sinn verulega, einkum á kostnað kvennalista græningja. Miðjuflokkurinn sýnir þar með, að hann er síður en svo fastbundinn við kristilega. í Vestur-Þýskalandi er kominn upp sá kvitt- ur, að stjórnin í Bonn og Vesturveldin sem heild kunni brátt að þurfa að taka afstöðu til enn víðtækari og róttækari tillagna frá Mikhail Gorbatsjoff en hingað til hafa sést. Sovétleiðtoginn er væntanlegur til Austur- Berlínar síðar í mánuðinum, og mun flytja þar ræðu um stöðu mála í Evrópu og framtíð- arsýn núverandi valdhafa í Sovétrikjunum um þróun mála í álfunni. Bæði Alfred Dregger, formaður þingflokks Kristilegra demókrata í Bonn, og Otto von Lambsdorff, einn af forustumönnum Frjálsra demókrata, segjast hafa fyrir því traustar heimildir, að Gorbatsjoff muni birta í Austur- Berlín áætlun um að efla öryggi og gagn- kvæmt traust í Evrópu, sem leitt geti í fyll- ingu tímans til sameiningar þýsku ríkjanna tveggja. William Pfaff ræðir í International Herald Tribune þær víddir sem opnast, þegar þessi mál eru hugleidd, og farast svo orð: „Fyrr eða síðar verða erlendir herir kvaddir brott úr Þýskalandi. Um er að ræða hvenær það gerist, hvernig, við hverju verði, og hvernig verða það Þýskaland og sú Evrópa sem eftir eru skilin — stöðug eða óstöðug. Moskva á það á hættu, að sitja uppi með óviðráðanlegt ástand í Austur-Evrópu. Tækifærið sem blas- ir við Kremlverjum er að koma á nýju örygg- issambýli milli Sovétríkjanna og Evrópu, sem byggir á samþykki og gagnkvæmum hagsmunum, en ekki valdbeitingu og bæl- ingu sjálfstæðis Austur-Evrópuríkja. í vestri er látið reka á reiðanum í átt til ein- hliða fækkunar bandarísks herliðs, gerðrar af fjárlagaástæðum samfara illindum út af skiptingu byrða og verslunarsamkeppni. Við slíkt veikjast Vesturveldin. Menn verða að horfast í augu við vandann í Vestur-Evrópu, og Gorbatsjoff gæti gert okkur greiða með því að knýja okkur til að láta verða af því. Sambúðin í vestræna bandalaginu fer versn- andi, ekki batnandi, og Austur-Evrópa er tímasprengja sem tifar án afláts. Maður vildi geta trúað því, að nú þegar sé alvarlega hugsandi fólk í Washington tekið að fást við tillögur um brottför erlendra herja úr Evrópulöndum og niðurstöður í pólitísk- um efnum og öryggismálum — tillögur sem jafnist á við eða taki fram þeim sem kunna að berast úr austri. Maður bíður og vonar, en efast, því miður, um að svo sé." Það hefur enn ýtt undir orðróm um vænt- anlegt frumkvæði Gorbatsjoffs, að sá leið- togi Austur-Evrópu sem honum stendur næstur, Wojciech Jaruzelski í Póllandi, lét ný- verið frá sér fara uppástungu um samhliða niðurskurð kjarnorkuvopna og hefðbundins vopnabúnaðar í níu löndum Atlantshafs- bandalags og Varsjárbandalags í og við Mið- Evrópu. Tillagan er til þess sniðin, að lægja kvíða í Vestur-Evrópuríkjum við að hernað- arjafnvægi raskist við fækkun kjarnorku- vopna, vegna þess að Sovétmenn hafi yfir- burði í hefðbundnum hernaðarmætti. Jaruzelski vill gagnkvæmt samkomulag um að stig af stigi verði samhliða fækkað vopnum, fyrst þeim aflmestu og árásarskæð- ustu, í báðum þýsku ríkjunum, Póllandi, Ung- verjalandi, Tékkóslóvakíu, Luxemburg, Belgíu, Hollandi og Danmörku. Síðan mætti færa sviðið út til allrar Evrópu „frá Atlants- hafi til Úralfjalla". Þetta er ný útgáfa af tillögu pólska utanrík- isráðherrans, Adams Rapacki, frá 1957, um að ráðstafanir til að draga úr viðsjám í Evr- ópu hæfust með brottflutningi kjarnorku- vopna frá Póllandi og báðum þýsku ríkjun- um. Þá reyndust risaveldin ekki hafa áhuga. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.