Helgarpósturinn - 21.05.1987, Side 33

Helgarpósturinn - 21.05.1987, Side 33
Þær eru eflaust ekki margar skrifstofurnar á landinu, sem líta út i likingu við þessa. Þetta er kontór Bergs Gíslasonar hjá Heildverslun GarðarsGlslasonar við Hverfisgötu, en þarna bjó í upphafi aldarinnar sá heiðursmaður A. Obenhautt, sem hóf byggingu húss Borgar- bókasafnsins. Veggfóðrið er það samaog Rússinn lét setja upp, peningaskápurinn var upphaflega á kontór heildverslunarinnar í Hull, skáparnir eru frá fyrra stríði, en hægindastólarnir frá því um 1936. Þeir, sem hönnuðu þessa innanstokksmuni, hafa svo sannarlega hugsað um endinguna. Töluvert er af myndum á vfð og dreif um skrifstofuna, ma margar af flugvélum. Bergur Gíslason er lika mikill áhugamaður um flug og var t.d. fyrsti stjórnarformaður Flugfélags Islands. Heimsókn á fjórar skrifstofur í miöbœ Reykjauíkur, sem haldist hafa óbreyttar í marga áratugi mörg ár í viðbót. Hvort það verður rifið eða flutt á brott er þó óráðið. BÍLFLAUTUR OG BLAÐA- SALAR ( NÁVÍGI Frá Verslun Jes Ziemsen og þeirri sérstöku veröld, sem við höfðum fundið þar undir súðinni, lá leiðin á skrifstofu Jóns G. Tómassonar, borgarritara. Staðsetningu hennar verður best lýst á þann veg, að skrif- stofan er beint fyrir ofan blettinn hans Óla blaöasala á horni Austur- strætis og Pósthússtrætis. Og glæsi- leg er hún ... Jón upplýsti okkur um það, að Nathan Olsen hefði látið byggja hús- ið fyrir fyrirtæki sitt og það hefði verið tekið í notkun snemma árs 1918. Það var Guöjón Samúelsson sem teiknaði bygginguna, þá ungur að árum. Fyrst um sinn var Landsbanki Is- lands á jarðhæðinni og fyrirtækið Nathan Olsen á hæðinni fyrir ofan. Landsbankinn keypti síðan allt hús- ið árið 1924, en átti það ekki nema í fjögur ár. Nýi kaupandinn var Þor- steinn Scheving Thorsteinsson, apó- tekari, og hefur byggingin verið í eigu hans og fjölskyldu hans frá þeim tíma. Eins og flestir vita leigir Reykjavíkurborg nú mikinn hluta hússins og hefur það verið svo frá 1929. Skrifstofa Jóns G. Tómassonar var áður kontór borgarstjórans í Reykja- vík og höfðinglegt yfirbragðið leyn- ir sér heldur ekki. Veggir eru klædd- ir skápum úr „mahoní", sem m.a. fela ofnana í herberginu, en rauð- brúni viðurinn er einstaklega hlý- legur og glæsilegur. Gluggarnir eru þar að auki djúpir og með mörgum smáum rúðum, sem einmitt hefur komist aftur í tísku á síðustu árum. Og þarna sátu sem sagt borgarstjór- arnir, hver á eftir öðrum. Þeir Knút- ur Ziemsen, Jón Þorláksson, Pétur Halldórsson, Bjarni Benediktsson og Gunnar Thoroddsen, en það var í hans tíð sem þriðja hæð hússins varð tilbúin til notkunar og skrif- stofa borgarstjóra var flutt um set. Jón G. Tómasson er þriðji borgarrit- arinn, sem notað hefur þennan klassíska kontór, en faðir hans var raunar annar fyrirveri hans. Þó skrifstofan sé vissuiega vægast sagt glæsileg og sérstök er ekki endilega að sama skapi þægilegt að vinna þar. Jón tjáði okkur að þarna væri t.d. töluverður gólfkuldi, þar sem herbergið er beint yfir tröppum Reykjavíkurapóteks og því eigin- lega „frístandandi", ef svo má að orði komast. Tvöföldu gleri í glugg- um er heldur ekki til að dreifa og, eins og fyrr segir, eru ofnarnir faldir á bakvið skáphurðir. Þar að auki er auðvitað töluverður hávaði í bless- uðu Austurstrætinu á skrifstofutíma og menn geta ímyndað sér hve þægilegt það er t.d. að tala í síma með bílflautur og bíaðsöiufólk svo að segja við hlið sér. En hvað sem segja má um ýmis hagkvæmniatriði myndu víst fáir slá hendinni á móti því að vinna í slíkri umgerð, enda á hún eflaust fáa sína líka. 2000 KRÓNA MÁNAÐARLEIGA Fjórði og síðasti viðkomustaður okkar í leit að gamla tímanum í mið- bæ Reykjavíkur var Verslun Egils Jacobsen við Austurstræti. Haukur Jacobsen hefur þar kontór bakatil, að kaupmanna sið, sem við fengum að skoða og mynda. Skrifstofan er ekki stór, en hún hefur að geyma ýmsa góða muni frá því í „gamla daga“. Verslunin var fyrst til húsa í timb- urhúsi, sem varð eldinum í miðbæ Reykavíkur að bráð snemma á öld- inni. Núverandi húsnæði var byggt 1921 og hefur verslunin verið þar alla tíð síðan, fyrir utan tíu ára tíma- bil frá 1938-48. Þá flutti hún í minna húsnæði við Laugayeg, því á þess- um árum gekk kreppan yfir hér á landi sem annars staðar. Leigutaki þennan áratug var Bún- aöarbanki Islands og sagði Haukur okkur að leigan hefði fyrst verið 2000 krónur á mánuði, en síðar hækkað upp í 2500 krónur. Það er hætt við að slíkar tölur sæjust ekki á leigusamningum á þessum síðustu og verstu ... Mikið af innréttingum í búðinni er frá þeim tíma er verslunin flutti aft- ur í húsnæðið, árið 1948. Á kontórn- um er þar að auki ævaforn og ein- staklega traustvekjandi peninga- skápur og afar sérstæð mubla, sem er eins konar sambland af sófa og hillu. Þetta húsgagn hafði faðir Hauks, sem dó árið 1926, eignast áður en hann kvæntist. Líklegt hlýt- ur því að teljast, að sófinn sé frá því fyrir aldamót. Ekki beinlinis hlutur, sem maður sér á annarri hverri skrifstofu! Haukur hefur einnig fyrri tíð hjá sér í formi gamalla mynda, sem skreyta bæði veggi og skrif- borð. Faðir hans og móðir skipa þar t.d. heiðurssess. Með innlitinu til Hauks Jacobsen létum við kontórrápi okkar lokið og héldum á vit nútímans. Þetta hafði verið á við skemmtilega safnferð, nema hvað það jók gildi þess sem fyrir augu bar að vita að þarna var ekki um rykfallna minjagripi að ræða. Þarna var umgjörð um líf og starf nútímafólks. Umgjörð, sem á seinni árum er orðin afskaplega sjaldgæf sjón. Lieöursófasettið er auövitað ekki forngripur, en það sómir sér vel f viðarklæddri skrif- stofu borgarritarans í Reykjavík. GAMLI GÓÐI K0NTÓRINN eftir Jónínu Leósdóttur myndir Jim Smart Bókhald upp á gamla móðinn, með handskrifuðum debet- og kreditfærslum. Sam- kvæmt þessum heimildum má sjá að í september árið 1909 hafa viöskiptamenn Jes Ziemsen me. verið: „Heilsuhaelið, Böðvar bakari, Grams verzlun, Ishúsið, Iðunn, Skúli á Úlfarsfelli, Bærinn, Vatnsveitan, Sápuhúsið og Olíuskúrinn." HELGARPÖSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.