Helgarpósturinn - 21.05.1987, Síða 34

Helgarpósturinn - 21.05.1987, Síða 34
DAGSKRÁRMEÐMÆLI Ríkisútvarp Rás 1 Fimmtudagur kl. 20.00 Leikrit: Sunnudagsbarn eftir Odd Björnsson Fimmtudagsleikritin eru eitt af þessum klassísku efnum gömlu gufunnar. Efni sem alltaf stendur fyrir sínu hvað sem á dynur. Leik- stjóri að þessu sinni er Jón Viðar Jónsson og leikendur þau Róbert Arnfinnsson, Arnar Jónsson og Margrét Helga Jóhannsdóttir. Sunnudagur kl. 15.10 Sunnudagskaffi í umsjón Ævars Kjartanssonar Ævar er einn af okkar betri útvarps- mönnum, á því leikur varla vafi, og sunnudagskaffi hans er alltaf frem- ur afslappað og þægilegt. Hann talar við allskonar fólk, sem gefur þáttunum mikla breidd. Stöð 2 Fimmtudagur kl. 22.20 Þei, þei kæra Charlotte (Hush . .. Hush, Sweet Charlotte) Bandarísk hrollvekja frá 1965. Bette Davis stendur sig afar vel sem konan sem er kvalin af óbæri- legum minningum. Undarlegir at- burðir gerast sem ekki eru við hæfi barna og sumir munu víst fá full- orðna til að stífna upp. Sunnudagur kl. 20.25 Meistari Þessir spurningaþættir eru nokkuð vel heppnaðir, auðvitað eru þeir ekki uppfundnir hér heima en það er kannski ekki aðalatriðið. Að minnsta kosti er þetta burðugra en það sem Ríkissjónvarpið stendur fyrir á sama vettvangi um þessar mundir. Þorkell Sigurbjörnsson og Pétur Jónasson í Oddur Björnsson er höfundur Sunnudags- rúllukragapeysum og með hanska verða saman barns, fimmtudagsleikrits RÚV. í kvöldstund með listamanni á laugardags- kvöldið. © Ríkisútvarpið — sjónvarp Laugardagur kl. 21.10 Kvöldstund með Pétri Jónas- syni gítarleikara umsjón með þessum þætti hefur Þorkell Sigurbjörnsson, tónskáld. Pétur er auðvitað afbragðsgóður gítarleikari og á þar að auki að baki óvenjulegan feril, var í hljómsveit- inni Rétri og úlfunum hér í eina tíð, þannig að allar líkur eru á að þetta geti orðið góður þáttur. Laugardagur kl. 21.55 Eric Clapton og félagar Annar gítarsnillingur á ferð og unn- endur þess hljóðfæris fá því sinn skammt þetta kvöld. Eiki er að vísu orðinn nokkuð gamall og stundum allt að því lúinn en raddir þess efnis að þessi hljómleikaferð hans hafi verið vel heppnuð hafa heyrst og þá er bara að vona að rétt sé. AKUREYRSKT IÐNAÐARSPJALL Ævar Kjartansson er umsjónar- maður Sunnudagskaffisins og hann var spurður hvar og með hverjum hann ætlaði að drekka kaffi nk. sunnudag. ,,Ég ætla að drekka kaffi á Akur- eyri á sunnudaginn, í húsakynn- um Rúvaksins þar, og fá til spjalls og kaffidrykkju fólk sem starfar að iðnaði. Þarna verða m.a. Jón Sigurðarson, forstjóri sambands- verksmiðjanna, og Kristín Hjálmarsdóttir, formaður Iðju, félags verksmiðjufólks. Meining- in er að spjalla um þetta iðnaðar- samfélag sem Akureyri er, sem er örugglega einstætt á landinu, og kannski líka um hina hliðina, þ.e. um hlut iðnaðarins í þjóðar- búinu. Með mér þarna verða svo mínir fastamenn, Guðmundur Ingólfsson píanóleikari og Þórð- ur Högnason bassaleikari." Sn Ríkisútvarpið — Rás 2 Fimmtudagur kl. 20.30 Tekið á rás, íþróttaþáttur. Þetta er eitt af því sem Rás 2 gerir betur en aðrir, þ.e. að fylgjast með íþróttum og skýra frá þeim geira þjóðlifsins. Þetta kvöld ætla þeir Samúel og Ingólfur að lýsa fyrstu umferð íslandsmótsins í knatt- spyrnu. Föstudagur kl. 21.00 Annað sem Rás 2 gerir vel, hitt er annað mál hvort nóg er gert, en það er að sinna nýrri músík af þeirri gerð sem þar heyrist helst. Skúli Helgason er annar af því tvíeyki sem haldið hefur uppi þessu merki allt frá bernskudögum Rásar 2. Bylgjan fm 98,9 Fimmtudagur og föstudagur kl. 12.00 Þorsteinn J. Vilhjálmsson á hádegi Lipur útvarpsmaður Þorsteinn, gott innlegg þetta með það sem ekki er í fréttum auk fleiri góðra hugmynda sem hann bryddar upp á. Laugardagur kl. 12.10 Ásgeir Tómasson á léttum laugardegi Eftir því sem sögur herma er gott að taka til með Ásgeir og þátt- inn hans í bakgrunninum. Ásgeir er þar að auki vel að sér í sögu popps- ins, nokkuð sem fleiri af hans kollegum mættu gjarna vera. ÚTVARP útvarp eftir Sigmund Erni Rúnarsson Kreppa í klukkunni SJÓNVARP eftir Kristján Kristjánsson Hugmynd og úrvinnsla Hljóðvarp hefur það fram yfir sjónvarp að það heimtar ekki alveg alla athygli manns; það frystir mann ekki framan við sig. Maður getur til dæmis lagt spilakapal undir viðtalsþætti og borðað smekklega og slysalaust við flutning frétta. Þetta er auð- vitað ótvíræður kostur á tímum kreppu í klukkunni manns. Ég hef hlustað meira á hljóðvarp eftir að sjónvarpsstöðvum fjölgaði, sumpart af þeirri ástæðu sem hér er lýst að ofan, sum- part vegna þess að sjónvörpin eru farin að fara í taugarnar á mér. Samkeppni Stöðvar 2 og Ríkissjónvarpsins hefur leiðst út á kjánalegar brautir og snúist að mörgu leyti um hluti sem áhorfendum koma ekkert við. Fréttamennirnir sjálfir eru mjög gjarnan orðnir meira atriði en sjálfar fréttirnar. Iðu- lega impra fréttaþulirnir á því hvað „þeirra maður“ hafi nú staðið sig vel en gleyma fréttinni sem hann var að færa fólki, frétt sem kannski var mjög ómerkileg í sjálfu sér, eða færði ekkert nýtt inn í umræðuna. Þetta kemur æ oftar fyrir. Það skyldi þó aldrei vera að samkeppni sjónvarpsstöðvanna snúist bara um frétta- mennina, eða spurningin sé helst sú hvort Páll er í flottari jakka en Ingvi Hrafn? Eilífar, hundleiðinlegar og vita gagnslausar kannanir á „horfun" stöðvánna bæta hér ekki úr skák, enda eru þær alltaf settar fram eftir höfði annars samkeppnisaðilans á kostnað hins. Þetta er kjánalegt. Á meðan á þessu gengur senda útvarps- stöðvarnar út efni sem sífellt fer batnandi — og það sem meira er: Þær virðast reka samkeppnina sín á milli af heiðarleika og án alls kjánaskapar, að minnsta kosti er undantekning ef níðskot um hinn fara í loftið. Fréttatímar og aðrir dagskrárliðir eru sendir út án vangaveltna um hæfileika keppinautarins. Ég nefndi batnandi efni. Bylgjan hefur til dæmis tekið sig mjög á á síðustu vikum, rétt eins og Rás 2. Báðar þessar stöðvar hafa nú á að skipa mjög hæfu dagskrárfólki í flestum tilvikum og þess heyrast æ fleiri merki að menn eru að blómstra. Það er að vaxa úr grasi mjög sjarmerandi kynslóð dagskrárgerðarmanna með hljóðnemann í hjartastað. Hér vil ég til dæmis nefna Þorstein J. Vilhjálmsson á Bylgjunni, sem hefur náð á sitt vald þeirri tækni sem skilar í senn skemmtilegu, frumlegu og notalegu út- varpsefni sem hæfir hádegi. Það er að vísu ljóst að Hallgrímur Thorsteinsson vinnur í sama húsi, en hér finnst mér samt einmitt vera gott dæmi um uppsveiflu í útvarpi; við séum loks að eignast alvörukynslóð af ungu útvarpsfólki. Eg gleymi ekki Rás 1. Dagskrá gömlu gufunnar fer gjarnan eins og júróvisjón- lagið okkar — hægt og hljótt — en gæðin eru í fyrirrúmi (þó svo gufan lendi kannski aldrei í fyrsta sæti). Talmálsþættir stöðvar- innar eru margir til fyrirmyndar, en það sem að mínu viti sker sig þó úr er bætt og natið tónlistarval sem vert er að gefa meiri gaum en ég þykist vita að gert er. Og svo eru það fréttirnar frá Skúlagötu. Þegar á heildina er litið og vöngum velt yfir þróun rafmiðlanna þetta ár sem Ijós- vakinn hefur notið frelsisins held ég að fréttir ríkisútvarpsins standi upp úr saman- lögðum fréttatímum þessara miðla. Þar er ekki böslaganginum fyrir að fara eða að taugaveiklunar gæti þó nýir aðilar séu komnir á markaðinn. Þar er bara fag- mennska. Andskoti er ég annars jákvæður núna. Ætli vorið sé komið? Þegar ég barði augum sakamálaþáttinn Morðstund (skemmtilegt nafn a tarna) í sjónvarpinu í gærkvöldi rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði einhvern tíma verið að gera samanburð á þáttum sem voru um svipað leyti á Stöð 2 og í Ríkissjónvarpinu. Þessir þættir áttu það sameiginlegt að vera byggðir á svipaðri hugmynd um gamla konu sem leysir sakamál. Þeir fjölluðu annarsvegar um hina óviðjafnanlegu Miss Marple, karakter sem er frá Agöthu Christie kominn, og hinsvegar einhvern óskapnað sem mig minnir að heiti Miss Fletcher og gerir meira en leysa morð- gátur, hún skrifar síðan um það bækur eftir á og frægðin fylgir í kjölfarið. Að öðru leyti voru þessir þættir eins og svart og hvítt, bresku þættirnir um Marpie-konuna voru í alla staði glæsilegir, sviðsetningin, hand- ritsgerðin og leikurinn. Frábær persónu- sköpun var líka eitt af því sem mér fannst merkilegt og reyndar verður mér oft hugs- að til þess hversu Bretum er þetta lagið, að skapa skýrar aukapersónur, þrátt fyrir oft agnarsmá hlutverk. Ameríska moðsuðan er hins vegar allt önnur, karakterarnir óskýrir, plottið eins og úr íslenskum sveita- róman frá öndverðri öldinni og þegar ekki gefst annað er Rússum blandað í málið. Mjög svipaðar hugmyndir í upphafi en afar ólík úrvinnsla og þar af leiðandi mjög mis- jafnir þættir. Þetta leiðir hugann að mikilvægi úr- vinnslu hugmynda. Það er eins og menn geri sér oft ekki grein fyrir því að það er ekki nóg að setja fram góða hugmynd ef henni er ekki fylgt eftir og það hefur reynd- ar einkennt mörg af okkar eigin sjónvarps- leikritum, Iagleg hugmynd en úrvinnsla ekki nógu góð. Þetta er hinsvegar ekki bara spurning um að hafa þekkinguna sem til þarf, heldur ekki síður reynsluna. Það er t.d. fráleitt að ætla að ausa mörgum milljónum í íslenska kvikmyndagerð meðan enginn grunnur er til fyrir hana, en þar gæti sjónvarpið ein- mitt komið til sögunnar. Einhvers konar sjónvarpsleikhús, sem þyrfti ekki endilega að vera svo ofsalega háfleygt heldur gæti líka farið út í að gera íslensku útgáfuna af Miss Marple. Það gæti örugglega verið nokkuð góður skóli að spreyta sig á ein- hverju af þessari gerðinni, áður en menn ætla að fara út í að skrifa sálfræðilega sam- félagsádeilu í gegnum miðil sem þeir hafa lítil sem engin tök á. 34 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.