Helgarpósturinn - 11.06.1987, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 11.06.1987, Blaðsíða 7
STARFSMENN BANDARÍSKA SENDiRÁÐSINS NJÓTA EKKIVERND- AR ÍSLENSKRA LAGA STARFSMENNIRNIR FÁ HVORKI VEIKINDAFRÍ NÉ SUMARFRÍ EFTIR ÍSLENSKUM LÖGUM. SENDIRÁÐIÐ GREIÐIR EKKI BARNEIGNARFRÍ EÐA ORLOF Á YFIRVINNU. UPPSAGNARFRESTUR FÉKKST SÍÐASTLIÐIÐ SUMAR. SÖMU- LEIÐIS SLYSATRYGGING LAUNÞEGA OG LÍFEYRISSJÓÐSRÉTTINDI. FYRRUM STARFSMAÐUR SENDIRÁÐSINS HOFÐAR MÁL GEGN RÍKISSTJÓRN BANDARÍKJANNA. Baldur Frederiksen. Hann leitar nú réttar síns vegna brota bandaríska sendiráðsins á íslenskum lögum. íslenskir starfsmenn sem vinna hjá bandaríska sendi- ráðinu njóta ekki þess réttar er íslensk lög veita öðrum launþegum á Islandi. Þeir fá ekki greitt orlofá yfirvinnu, þeir fá ekki barneignarfrí og þeir fá færri veikindadaga og styttra sumarfrí. Það var ekki fyrr en á síðastliðnu sumri að starfsmenn sendiráðsins fengu samþykkt að ekki vœri hœgt að reka þá fyrirvaralaust úr starfi. Á sama tíma fengu þeir slysatryggingu launþega sam- þykkta og einnig að sendiráðið greiddi aflaunum þeirra í lífeyrissjóð. Þetta hefur viðgengist í áratugi. Þrátt fyrir að íslenskir ríkisborgarar séu undir vernd og vaidi íslenska ríkisins hvar sem er á hnettinum. Þetta er einnig látið óáreitt, þrátt fyrir að hverjum sem staddur er á Islandi sé skylt að hlíta íslenskum lögum. Þó sendiráð séu að hluta til utan þessarar meginreglu gildir sú undanþága ekki fyrir íslenska starfsmenn þeirra. KRAFINN UM ENDUR- GREIÐSLU Á VEIKINDA- DÖGUM Þetta ástand á réttindum starfs- manna bandaríska sendiráðsins hef- ur komið í ljós í kjölfar málshöfðun- ar Baldurs Frederiksen, fyrrverandi starfsmanns Menningarstofnunar Bandaríkjanna, á hendur banda- ríska ríkinu. Baldur gerir þá kröfu að sér verði greitt orlof á yfirvinnu síðastliðin níu ár auk þess sem bætt verði fyrir þá sumarfrísdaga, sem dregnir voru af honum vegna veik- inda. Sendiráðið sendi Baldri rukkun vegna ofgreiddra sumarleyfisdaga og veikindafrís; 3 sumarleyfisdaga og 52 klukkustunda í veikindafrí. Þessi rukkun fylgdi í kjölfar þess að Baldur sagði upp störfum að mati sendiráðsmanna. Baldur lítur hins vegar svo á, að hann hafi verið rek- inn. Lítum á sögu Baldurs. Baldur hóf störf hjá Menningar- stofnun Bandaríkjanna árið 1978. 1 fyrstu var hann bílstjóri, en varð síð- ar aðstoðarmaður fréttafulltrúa stofnunarinnar. Baldur er asma- sjúklingur og fyrir fjórum árum var annað lunga hans fjarlægt vegna þessa sjúkdóms. Vegna asmans, og sérstaklega árin áður en Baldur fór í lungnauppskurðinn, hefur hann verið veikari fyrir ýmsum sjúkdóm- um. Hann hefur því þurft að vera meira frá vinnu en þeir sem full- frískir eru. REKINN FYRIRVARALAUST „Það er kannski vegna þessa krankleika míns að ég hef staðið í meira stappi við yfirboðara mína vegna réttindaleysis starfsfólksins," segir Baldur. „Það hafa til dæmis verið teknir af mér sumarleyfisdag- ar vegna þess að ég hef verið veikur oftar en nemur þessum þrettán dög- um á ári sem þeir borga. Óánægjan hefur farið vaxandi með árunum og um síðustu áramó t var svo komið að hún var farin að bitna á vinnunni. Þegar ég svo kom heim frá viku- fríi erlendis um mánaðamótin mars—apríl réðst yfirmaður minn, Hugh Ivory, að mér með ónotum. Astæðan var sú, að ég hafði ekki fyllt reglulega út lista yfir stöðu- breytingar í íslenska þjóðfélaginu. Ég sagði þá að ég færi mér frekar hægt í vinnunni þar sem mér fynd- ist ekki nægjanlega hlustað á um- kvartanir starfsfólksins. Við þetta varð hann illur og tilkynnti mér að ég væri kominn í launalaust frí sem síðan varð mánuður. Ég gat náttúrulega ekki látið bjóða mér þetta og leit svo á að ég hefði verið rekinn þarna á staðnum. Þeir sendu mér svo bréf mánuði síð- ar, þar sem þeir sögðust líta svo á að ég hefði hætt af fúsum og frjálsum vilja, þar sem ég sneri ekki aftur til vinnu. Með þessu bréfi fylgdi rukk- un vegna sumarleyfis- og veikinda- daga, sem þeir teíja sig hafa greitt mér umfram það sem þeim bar skylda til.“ Á INNI 101 SUMARLEYFIS- DAG SAMKVÆMT LÖGUM Þegar Baldur tók saman þá sum- arleyfisdaga sem hann hafði fengið greidda hjá sendiráðinu og bar þá saman við það sem átti rétt á sam- kvæmt íslenskum lögum kom ann- að í ljós. I veikindum Baldurs dró sendiráðið af honum sumarfrí, þeg- ar hann var veikur lengur en sem nemur þeim þrettán dögum, sem sendiráðið telur sér skylt að borga í veikindafrí. Þannig hafði Baldur misst þrjátíu og fjóra sumarleyfis- daga vegna veikinda sinna. Sendi- ráðið fer auk þess ekki eftir íslensk- um lögum varðandi orlof launþega. Þannig fær sá sem hefur störf hjá sendiráðinu ekki rétt á nema þrett- án sumarleyfisdögum. Samkvæmt þessu telur Baldur sig eiga 101 sumarleyfisdag inni hjá sendiráðinu. Auk þess var honum aldrei greitt orlof ofan á yfirvinnu í þau níu ár sem hann vann fyrir sendiráðið. Samanlagt eru þetta há- ar fjárhæðir, að ógleymdum vöxt- um í allt að níu árum. Baldur leitaði því eftir aðstoð lög- fræðings til að ná fram rétti sínum. Málareksturinn hefur hins vegar gengið erfiðlega, þar sem ekki er hægt að stefna sendiráðinu, heldur verður málshöfðunin að vera á hendur bandaríska ríkinu. Sem dæmi má nefna, að enn hefur ekki borist svar við bréfi er lögmaður Baldurs sendi þann 4. mars, fyrir þremur mánuðum. Auk kröfunnar um sumarleyfis- dagana gerir Baldur kröfu um að fá greiddan þriggja mánaða uppsagn- arfrest. Sendiráðið lítur svo á að hann hafi hætt sjálfviljugur og því hefur hann ekki fengið greidd laun síðan hann var rekinn heim á sínum tíma. Baldur neitar hins vegar að viðurkenna rétt Hugh Ivory til að senda menn fyrirvaralaust í launa- laust frí. Hann lítur svo á að hann geti ekki snúið aftur til vinnu eftir slíka meðferð. EKKERT BARNEIGNARFRÍ NÉ VÍSITÖLUHÆKKANIR Eins og fram kemur í máli Baldurs búa íslenskir starfsmenn banda- ríska sendiráðisins við önnur lög en aðrir launþegar á íslandi. Þannig fá þeir ekki nema þrettán veikinda- daga greidda á ári. í íslenskum lög- um, sem ná yfir starfsmenn sendi- ráðsins eins og aðra íslenska ríkis- borgara, segir hins vegar, að laun- þegar eigi rétt á tveimur veikinda- dögum fyrir hvern unninn mánuð. Samskonar ákvæði er í lögum um orlof, en sendiráðið hlítir þeim ekki heldur. Þar fær sá sem hefur þar störf rétt á þrettán sumarleyfisdög- um. Sumarleyfið lengist í sextán daga eftir þrjú ár og verður tuttugu og fjórir dagar eftir fimm ára starfs- tíma. Auk þessa greiðir sendiráðið aldrei orlof ofan á yfirvinnu starfs- mannanna. Önnur réttindi starfsmanna sendi- ráðsins eru eftir þessu og í raun má segja að starfsmennirnir búi við ástand, sem fyrir löngu er búið að afnema á íslandi. Sendiráðið hækk- ar ekki laun starfsmannanna eftir vísitöluhækkunum. Þannig hafa starfsmennirnir ekki fengið launa- hækkun síðan í september, en al- menn laun hafa hækkað á þeim tíma um ein 8%. Sendiráðið greiðir ekki barneign- arfrí. Starfsmenn höfðu ekki rétt á uppsagnarfresti fyrr en hann fékkst viðurkenndur síðastliðið sumar, eft- ir mikið stapp. Þá fékk starfsmanna- félagið það einnig í gegn að starfs- mennirnir yrðu sjúkratryggðir eins og aðrir launþegar í landinu. Auk þessa var það ekki fyrr en nýja hús- næðislánakerfið var tekið upp að sendiráðið hóf að greiða í lífeyris- sjóð fyrir starfsfólkið. Árið 1979 hætti sendiráðið að taka íslenska starfsmenn inn í bandaríska eftir- launakerfið og frá þeim tíma og fram á mitt sumar í fyrra voru starfs- mennirnir í engum lífeyrissjóði. HALDA BÖNUS VEGNA LEIÐTOGAFUNDARINS EFTIR Þrátt fyrir að starfsmenn sendi- ráðsins njóti lítilla lagalegra réttinda er þeim á engan hátt bætt það upp á annan veg. Þetta er öfugt við það sem tíðkast í öðrum sendiráðum. Þannig njóta íslenskir starfsmenn þýska sendiráðsins allra íslenskra réttinda, auk þess sem þýsk lög gera betur við launþega. „Sendiráðið greiddi starfsmönn- unum reyndar bónus vegna leið- togafundarins í haust,“ segir Baldur Frederiksen, „enda unnu þá allir ótrúlega mikið. Þeir hafa hins vegar haldið mínum bónus eftir. Þeir hafa hann sjálfsagt sem tryggingu, ef ég skyldi ekki greiða þeim aftur þessa þrjá daga og fimmtíu og tvær klukkustundir." Bandaríska sendiráðið við Laufásveg. íslenskirstarfsmenn hjásendiráðinu njóta ekki sömu réttinda og aðrir launþegar á íslandi. leftir Gunnar Smára Egilsson myndir Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.