Helgarpósturinn - 11.06.1987, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 11.06.1987, Blaðsíða 17
fyrr en í sjúkrabíl á leiðinni í sjúkrahús, með dúk af veitingahúsi yfir andlitinu. Ég var flutt á Bellevue-sjúkrahúsið, þangað sem allir sem eru teknir upp af götunni eru fluttir. Þar lá ég alblóð- ug á börum innan um lík af ungri stúlku sem hafði verið myrt og alls kyns útigangsfólki. Þetta var svo ómanneskjulegt að ég hef aldrei upplif- að annað eins. Það fyrsta sem fólk er spurt að þegar það kemur þarna inn er hvort það sé tryggt og hvernig það ætli að fara að því að greiða fyrir læknisþjónustuna sem það muni fá. Þarna horfði ég upp á gamlan mann, sem ekki var tryggður, vera hent út af sjúkrahúsinu þrátt fyrir að hann hefði fengið hjartaslag úti á götu. Ef fólk getur ekki borgað verður það bara að gjöra svo vel og deyja drottni sínum... Þarna tók ég ákvörðun um að í New York gæti ég ekki búið lengur. Ég hafði einu sinni áður orðið fyrir árás blökkumanna þegar þrír unglingspiltar rændu af mér veski en þessi líkamsárás varð til þess að enn þann dag í dag verð ég hálfskelkuð ef ég sé svertingja, en aðeins ef ég er ein á gangi, enda á ég marga blökkumenn að góðum vinum," seg- ir hún. Eftirmálinn varð sá að blökkumaðurinn var fangelsaður og Guðrún varð að bera vitni fyrir rétti: „Hann hafði aldrei áður ráðist á neinn en hafði brotist inn 23 sinnum. Það kom í ljós síðar að ástæðan fyrir árásinni á mig var sú að hann var uppdópaður og elti bara gula litinn, hélt það væri strætisvagninn og gerði sér enga grein fyrir að hann var nánast að drepa mann- eskju. Það sem bjargaði mér var að þarna kom að glæsikerra og einkabílstjórinn var fyrrver- andi lögreglumaður. Hann stökk út úr bílnum og hélt manninum þar til lögreglan kom á vett- vang.“ Og frá New York í rólegheitin á íslandi kom Guðrún með son sinn. Vissi reyndar ekki alveg hvað hún ætti að fara að gera þegar hún rakst á auglýsingu um ,,I love New York“-ferðir, og ákvað að sækja um sem fararstjóri: ,,Ég leitaði fyrst upplýsinga hjá vinkonu minni sem vinnur hjá Flugleiðum í Lækjargötu. Hún sendi mig til Hans Indriðasonar sem aftur sendi mig til Más Gunnarssonar starfsmannastjóra Flugleiða. í stuttu máli sagt má orða söguna á þá leið að hann hafi „ráðið mig heim til sín“, því við fórum að búa saman skömmu síðar og til New York fór ég því ekki til starfa." BREYTTAR KRINGUMSTÆÐUR Þegar Guðrún kynntist Má var hann ekkju- maður með þrjú börn á aldrinum 8-15 ára. Ég spyr hana hvort ekki sé erfitt að taka við hlut- verki húsmóður og uppeldi þriggja barna: „Þetta eru nú svo einstök börn," segir hún hlý- lega. „Auðvitað verða allir að aðlaga sig breytt- um kringumstæðum og þetta var ekki síður erf- itt fyrir son minn sem fram til þessa hafði verið aleinn með mér alla daga. Þarna voru komin þrjú systkini og nýr pabbi, en þetta hefur allt gengið Ijómandi vel hjá okkur. Ég er mjög ánægð yfir því að vera komin heim til fslands, finnst ég eiga besta mann og bestu börn í öllum heiminum og er mjög sátt og ánægð með iífið og tilveruna. Við Már eigum nú þriggja ára son saman svo þetta er orðin sjö manna fjölskylda. Ég er almennt sátt við allt sem ég hef tekið mér fyrir hendur í lífinu og þar sem þetta viðtal varð upphaflega til vegna þess að ég var fulltrúi ís- lands í fegurðarsamkeppnum fyrir tuttugu árum vil ég bæta því við að mér finnst ekki að fólk eigi að hafa miklar áhyggjur af þeim ungu stúlkum sem fara út í fegurðarsamkeppni í dag. Þetta veitir manni mörg tækifæri til að skoða heiminn og kynnast öðrum þjóðum."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.