Helgarpósturinn - 11.06.1987, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 11.06.1987, Blaðsíða 9
sagðist hann fylgjast með umræð- unni ytra. Hann sagðist telja að hún hefði farið úr böndunum. Hugsan- leg skýring á því væri að atvinnu- leysi væri orðið töluvert meðal tannlækna í Svíþjóð og því hefðu margir þeirra orðið til að fylkja sér um þessar kenningar. AFSTAÐA ÍSLENSKRA TANNLÆKNA Varðandi skýrslu sænsku heil- brigðisyfirvaldanna vildi Magnús benda á varnagla sem eru í henni. Þannig taka þeir fram að stefnt skuli að því að afnema amalgam, en bæta svo við. „þegar ný efni eru orðin jafngóð." í skýrslunni væri hins veg- ar tekið fram að litlar líkur væru til þess að það yrði innan tíu ára. Þarna stendur kannski hnífurinn í kúnni. Amalgam er einfaldlega langbesta tannfyllingarefnið miðað við verð, að mati tannlækna. Þeir vilja fá afgerandi sannanir um skað- semi þess áður en þeir sleppa af því hendinni. Sigfús Þór Elíasson er prófessor í tannfyllingarfræðum við Háskóla íslands. Helgarpósturinn bar þetta undir hann. „Þessum kenningum er tekið eins og trúarsetningum af mörgu fólki," sagði Sigfús. „Við vísindamenn get- um ekki litið á amalgam og sagt að það sé allt í lagi með það. Þetta er það margslungið og við verðum að horfa á þetta akademískt. Hins vegar geta aðrir sagt fullum fetum að þetta sé stórhættulegt. Það er kvikasilfur í þessu og við vitum að kvikasilfur er eitur. Við vit- um líka að flúor er eitur. En spurn- ingin snýst um í hversu miklu magni þessi efni mega vera. Þú getur til dæmis ekki drukkið glas af vatni án þess að fá eitthvert flúor. Mörg víta- mín eru líka eitur ef þau eru borðuð í of miklu magni. Menn geta jafnvel dáið ef þeir drekka vatn í of miklum mæli.“ taka nú þátt í tilraun sem Tann- sjúkrahúsid í Birmingham stendur að í samvinnu við háskólann í borginni. „Við mælum kvikasilfursmagn- ið í líkömum þeirra sem taka þátt í tilrauninni áður en við fjarlægj- um fyllingarnar," útskýrir Dr. Manish Basu, dósent í meina- fræði. „Þá skiptum við um eina fyllingu í einu, fjarlægjum silfur- fyllingarnar og setjum fyllingar úr plastefni. Ef sjúkdómurinn er í beinu sambandi við kvikasilfrið ætti magn efnisins í líkamanum að minnka við hverja fyllingu sem fjarlægð er og á sama tíma ætti sjúklingurinn að braggast." Að sögn Basu skyldu menn þó hafa það í huga að allir hafa óveru- legt magn af kvikasilfri í líkaman- um. Það fá menn af sígarettureyk, neysiu sjávardýra og með því að anda að sér kvikasilfri úr and- r.úmsloftinu. (Byggt á grein úr The Times) HVAÐ GERIST OG HVERNIG? Þegar stál og eir eru skilin eftir á víðavangi ryðgar stálið miklu fyrr en vanalega. Astœðan fyrir því er að eirinn er ofar í spennuröðinni. Þessa vitneskju hafa menn not- fœrt sér. Þannig eru þakplötur úr járni oft húðaðar með sinki. Sink er neðar í spennuröðinni en járn. Ef það kemur gat á sinkhúðina eyðist hún öll upp áður en veðrið fer að vinna á járninu. Svipað er talist gerast þegar silf- urfyllingar blandaðar kvikasilfri eru við hlið gullkróna. Gull er ofar silfri í spennuröðinni og því verð- ur hreyfing á málmjónum þarna á milli. Silfrið eyðist hraðar en ella og kvikasilfrið fer hraðar út í lík- amann. Þó guilkrónur geti flýtt fyrir eyð- ingu silfurfyllinga eyðast þær þó ekkert gull sé í næstu tönnum. Þær slitna ekki bara við það að bit- ið sé í þær. Kvikasilfur eyðist hægt úr lík- amanum og ef nóg framboð er af því veldur það eitrun. Hins vegar deila menn um hvort það kvika- silfur sem eyðist úr fyllingum og fer út í líkamann sé nægjanlegt til að hafa eiturverkanir. Þeir sem halda því fram að um eiturverkanir sé að ræða tala um tvenns konar áhrif; staðbundnar og víðtækari eiturverkanir. Því hefur verið haldið fram að kvikasilfursútstreymi frá fylling- um í tönnum hafi áhrif á munninn, tannholdið og kjálkana. Þar safn- ist efnið fyrir og valdi ýmsum óþægindum; höfuðverk, þreytu og almennum slappleika. Á ráðstefnu sænsku iækna- samtakanna um síðustu jól voru kynntar niðurstöður tilraunar er skurðlæknir og tannlæknir stóðu að í sameiningu. Þeir tóku vefja- sýni úr andliti fólks er kvartaði undan höfuðverk og óþægindum í andlitinu og leituðu málma í sýn- unum. í sýnum af öllum fimmtán þátttakendunum fundust þungir málmar í meira magni en eðlilegt getur talist. Ekki bara kvikasilfur, heldur einnig aðrir þungir málmar. Þeir sem stóðu að rannsókninni veltu því fyrir sér hvernig þessir málmar hefðu komist í vefina og hvort samband væri á milli þeirra og kvartana sjúklingana um höf- uðverk. Hvort vefirnir heíðu verið sjúkir áður, eða hvorf svikasilfur og aðrir þungir málmar söfnuðust í vefi á sama hátt og vitað er að blý safnast í beinvefi og arsenik í negl- ur og hár. Þeir sem lialda því fram að tann- fyllingar geti valdið víðtækari eit- urverkunum segja þær lýsa sér á margan hátþmaga ogþarmatrufl- anir, kláði og ofnæmi í húð, vöðva- bólga, liðagigt, svo einhver dæmi séu tekin. Sjúklingar sem greindir hafa verið með mænusigg hafa tal- ið að þeir hafi fengið nokkurn bata eftir að silfurfyllingar í tönnum þeirra voru fjarlægðar. Þó tilgátur um staðbundin eitur- áhrif hafi mætt andstöðu hefur kenningum um víðtækari verkun verið mótmælt enn háværar. Þeir sem halda skaðsemi silfurfylling- anna á loft hafa bent á bata sjúkl- inga sem látið hafa fjarlægja fyll- ingarnar, kenningum sínum til sönnunar. Þar sem í raun er tiltölu- lega lítið vitað um áhrit óverulegr- ar kvikasilfursmengunar í langan tima finna báðir hópar nóg af rök- um til að berjast með. í kringum kenningarnar um skaðsemi silfurfyltinga hafa mynd- ast hópar sem trúa því að þær séu orsök ólíklegustu meina. Þannig hefur fólk talið sig öðlast bata á lestrarerfiðleikum og hármissi við að láta fjarlægja fyllingarnar úr tönnum. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.