Helgarpósturinn - 11.06.1987, Blaðsíða 34

Helgarpósturinn - 11.06.1987, Blaðsíða 34
DAGSKRÁRMEÐMÆLI Fimmtudagur kl. 20.00 og áfram Vakin er athygli á aö sjónvarpið verö- ur meö útsendingu á fimmtudags- kvöldiö. Þar verður m.a. dagskrá um Nató-fundinn í Reykjavík og svo sæmileg bíómynd með Jack Lemmon og Romy Schneider sem fylgir í kjölfarið. Laugardagur kl. 20.40 Allt i hers höndum ('Allo 'Allo) Þessi breski gamanmyndaflokkur hefur aftur göngu sína eftir nokkurt hlé. Oft ansi smellnir þættir og skemmtilegt aö fylgjast meö hvern- ig endalaust grín er gert að stríös- hetjunum. Sunnudagur kl. 22.45 Pye í leit aö Paradís (Mr. Pye) Viröast vera ákaflega vandaöir þætt- ir hjá tjallanum. Derec Jacobi, sem lék Claudíus í samnefndum sjón- varpsþáttum hér um árið, fer þarna meö titilhlutverkið og er hreint af- bragö sem hinn ráövandi Hr. Pye. STÖD 7VO Laugardagur kl. 16.15 íslendingar erlendis Aö þessu sinni ræöir Hans Kristján Árnason viö Höllu Linker sem búsett er í Los Angeles, um ævi hennar sem hefur verið býsna viðburöarík, m.a. hefur Halla komiö til svo margra þjóðlanda að þau veröa vart talin. © Fimmtudagur kl. 20.00 Vegryk, þáttur í umsjá Jóns Hjartar- sonar Jón mun spjalla viö hlustendur, enda rás 1 eina stööin sem enn býö- ur upp á þann dagskrárlið, þ.e. aö spjalla við hlustendur. Meiningin mun vera hjá Jóni aö spjalla dálítiö um árin kringum 1970 í upphafi. Fimmtudagur og föstudagur kl. 16.20 Barnaútvarpiö Umsjónarmenn þáttarins munu aö þessu sinni bregöa sér norður á heimskautsbaug, til Grímseyjar, og vera með börnum þar í leik og starfi i einu sérstæöasta bæjarfélagi landsins. Aö auki munu þeir ætla aö senda út frá Ráðhústorginu á Akur- eyri í sömu ferö. áf? Alla virka daga kl. 9.00—12.20 Morgunþáttur rásar 2, eitt af lífakker- um stöðvarinnar. Laugardagur kl. 12.45 Laugardagsrásin, umsjón: Kristín Björg Þorsteinsdóttir, Sigurður Sverrisson og Stefán Sturla Sigur- jónsson. Þessi þáttur er ein af nýj- ungunum í dagskránni og inniheldur m.a. þaö sem áöu r hét Tekið á rás og var(og er) besta íþróttaumfjöllunin í fjölmiðlunum. IBYL GJANl Virka daga frá kl. 12.10—17.00 Þorsteinn J. Vilhjálmsson byrjar eft- irmiödaginn fyrir hlustendur Bylgj- unnar og Ásgeir Tómasson tekur síöan við frá 14.00—17.00. Bondariski vinsældalistinn fró 19. öld. Trausti Jónsson og Hallgrím- ur Magnússon sjá um vikuleg- an þátt á sunnudagskvöldum sem hefur hlotið nafnið Vestur- slód. Trausti greindi frá efni þáttarins á sunnudagskvöldið kl. 22.20 og fram eftir sumri. „Þetta verða vikulegir þætt- ir þar sem kynnt verður bandarísk tónlist frá síðustu öld og þaðan af eldra og örfá verk frá 20. öld, við erum ekki alveg lausir við það. Á sunnu- daginn verðum við með bandaríska píanótónlist sem er heldur afbrigðileg. Svo spilum við líka tvö lög sem tengjast þrælastríðinu, þau voru gefin út á nótum á sínum tíma og þær seldust í milljónaupplagi, það má eiginlega segja að það sé bandaríski vinsæídalistinn frá þeim tíma. Píanótónlistin er ekki eins vinsæl, þó hún væri vinsæl á sínum tíma. Þetta verða fjölbreyttir þættir, allt frá trúarsöngvum, sálm- um, til mótmælasöngva. Það eru drjúgmargir sem hafa gam- an af einhverri af þessari músík þó þeir hafi ekki gaman af henni allri.“ Frá rokkhátíð í Montreux 1987, sem haldin var 12.—14. maí, en ríkissjónvarpið sýnir þennan þátt á sunnudaginn kl. 16.00. James Caan i bandarisku myndinni Götur ofbeld- isins, Violent Streets, sem fjallar um fanga sem á erfitt með að rata beina veginn eftir að hann kemur úrfangelsinu. Stöð 2 sýnir myndina á laugardags- kvöldið kl. fimmtán mínútur fyrir tólf. Sunnudagur kl. 20.00 „Regin sund" Ný íslensk heimildarmynd eftir Pál Steingrímsson sem fjallar um Vest- mannaeyjar og Vestmanneyinga og sambúö þeirra viö óblíö náttúruöflin, hafið og eldstöövarnar. M.a. er í þættinum lýst sundi Guölaugs Frið- þjófssonar frá sökkvandi báti í land sem frægt er orðið. Sunnudagur kl. 20.40 Athyglisveröar auglýsingar Þáttur sem Saga Film og Hiö ís- lenska kvikmyndafélag hafa gert fyr- ir Stöö 2 um auglýsingar á Islandi í tuttugu ár. Sýnt er ógrynni auglýs- inga frá þessum tuttugu árum, rætt við leikara og aðra þá sem nálægt þeim hafa komið og sýndar verö- launaauglýsingar frá árinu 1986. UTVARP eftir Áslaugu Ásgeirsdóttur Af beinum útsendingum... SJÓNVARP eftir önnu Kristine Magnúsdóttur Hvar eru þœttirnir sem ég keypti afruglarann út á?7? Fimmtudaginn fjórða júní, nánar tiltekið klukkan tvö, hóf útvarpsstöðin Stjarnan út- sendingar sínar. Þar með eru útvarpsstöðv- arnar sem hlustendur Faxaflóasvæðisins geta valið á milli orðnar fimm, sex með Kanaútvarpinu. Allar þessar útvarpsstöðv- ar byggja tilveru sína að einhverju eða öllu leyti á auglýsingum, og verður gaman að fylgjast með því á næstu mánuðum, hvort allar stöðvarnar halda velli. Ég held nefni- lega að markaðurinn sé svo gott sem mett- aður, en það er kannski bara svartsýni í mér. Það er nú einu sinni svo að eftir því sem útvarpsstöðvunum fjölgar minnkar út- varpsnotkun mín. í mínum augum er þetta allt sama sullið og ekki er einu sinni reynt að matreiða það á mismunandi hátt. Að minnsta kosti á þetta við um þrjár af þess- um stöðvum. Oftar en ekki kýs ég að hlusta á plötuspilarann heima því að hann hefur þá ótvíræðu kosti, að maður ræður laga- valinu sjálfur, auk þess sem maður er bless- unarlega laus við að þurfa að hlusta á mis- munandi fyndna þáttastjórnendur segja misfyndna brandara. Einu staðirnir þar sem erfiðleikum er bundið að hlusta á plötuspilarann er á baðinu og í bílnum. Enda eru þetta einu staðirnir þar sem ég hlusta á útvarp að staðaldri. Hinar útvarps- stöðvarnar tvær, sem eftir eru, eru kristi- lega útvarpsstöðin Alfa og gamla rás eitt. Einhverra hluta vegna hefur mér ekki tek- ist að finna þá fyrrnefndu á tækinu mínu þannig að enn þann dag í dag er mér hulið hvað þar fer fram og rás eitt er helst til þung fyrir minn smekk. Eiginlega eru það bara fréttirnar klukkan sjö sem ég hlusta á. Svo að ég vaði nú úr einu í annað og fari aftur að tala um hina nýju útvarpsstöð. Eftir því sem maður hefur heyrt mun þessi stöð starfa undir merkjum afþreyingar og verð- ur efni hennar aðallega létt tónlist skreytt með viðtölum. Formúla, sem við könn- umst líklega flest við. Ætli þeir íslendingar, sem ekki hefur verið tekið viðtal við í hin- um ýmsu fjölmiðlum, séu að verða eins fágætir og geirfuglinn? Það er því synd að segja, að fjölbreytnin hafi aukist með tilkomu nýrra útvarps- stöðva, og ef til vill var aldrei við öðru að búast. Að vísu bryddaði Stjarnan upp á þeirri nýjung (að minnsta kosti hef ég aidrei heyrt neitt þessu líkt áður), strax á fyrstu starfsdögum sínum, að útvarpa beint frá veitingahúsi emu hér í bæ, þar sem Feg- urðarsamkeppni íslands fór fram með til- heyrandi viðhöfn, glaum og gleði. Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að fegurðarsam- keppnir væru fyrir augað að njóta en ekki eyrað. Stjörnumenn eru greinilega ekki á sömu skoðun. Ég get ekki að því gert að mér finnst það vanvirða við áheyrendur að bjóða upp á svona dagskrárgerð. Eins og fleiri er ég komin í afruglara- deildina þrátt fyrir eindreginn vilja um að slíkt tæki kæmi aldrei inn á heimilið. Ann- ars er ég búin að sjá að myndlykill gerir lít- ið annað en að valda manni hugarangri. Fyrst var ákvörðun númer eitt: Aldrei að fá sér myndlykil. Ákvörðun númer tvö: Það eru allir með myndlykil — nema við. Ákvörðun þrjú fólst auðvitað í því að kaupa myndlykilinn og þá tók mórallinn við. Hvað hefur maður svo sem að gera við myndlykil þegar Stöð 2 hefur tekið þá ákvörðun að sýna ekki þá tvo þætti sem einkum urðu til þess að myndlykillinn var keyptur, þ.e. „Perfect Strangers“ og „Our Housé‘1 Myndirnar sýnist manni í fljótu bragði vera annars flokks og þegar farið er að horfa á þær eru þær þriðja flokks. Dallas — þáttur sem er einkum fyrir þá sem eru á aldrinum 10—12 ára — er að auki sýndur svo seint að sá aldurshópur hefur ekki úthald í að bíða eftir þáttunum. Væri nú ekki heillaráð að flytja Dallas framar í dagskrána svo börnin geti fylgst með JR og fjölskyldu? Þegar ég lít til baka yfir liðna afruglaraviku kemur í ljós að það sem ég hafði mest gaman af að horfa á á Stöð 2 var óruglað — og þess vegna myndlykillinn óþarfur. Úrslitaþáttur Meistara var góður og það er synd ef svona þættir detta alveg niður á Stöðinni næsta vetur. Helgi Pé, fleiri svona þætti takk! Svona í leiðinni: Var það rétt sem mér sýndist að „svarti stóllinn" væri alls ekki svartur heldur grœnnTH Nema sjónin sé farin að gefa sig. ,,Happ í hendi“ Bryndísar Schram er einkar vel heppnaður þáttur og upplífg- andi að hafa stjórnanda jafn hressan og Bryndís er. Að vísu fór gamanið heldur að kárna um daginn þegar Iðnaðarbankafólk- ið keppti og þá var þetta ekki lengur hress leikur heldur fúlasta alvara um að græða sem mest. Maður hefði nú sagt „bé“ þótt það væri alveg út í hött, bara til að leyfa samstarfsfólkinu að koma heim með eitt- hvað annað en konfekt. Svo sá ég mynd á Stöð 2 á fimmtudaginn sem minnti mig svolítið á ónefnt fólk sem ég kannast við. Blaðamaður var leiddur í gildru og skrifaði heila síðu af þvælu, sem síðan féll auðvitað á þá sem bjuggu til gildruna, líkt og gerist oft í alvöru. Samt hefði ég heldur viljað hafa Jessicu Fletcher á sínum stað, en líkt og aðrir þættir hvarf hún af skjánum um leið og myndlykillinn var kominn á sinn stað á heimilinu. Annars var hún ekki rugl- uð frekar en Bjargvœtturinn hvort sem var, svo það breytir í rauninni engu. En það eru sem sagt vinsamleg tilmæli mín til forráða- manna Stöðvar tvö að þeir geri eftirfarandi hluti prívat og persónulega fyrir mig: Komi aftur með „Perfect Strangers" og „Our House", færi Dallas framar á mánudags- kvöldum (samt má ekki taka Bjargvættin út í staðinn!!), fleiri þætti í líkingu við Meist- ara, betri myndir og aðeins ofar í flokka- gæðum, láti síðdegismyndirnar byrja kl. 17.05 svo maður sé kominn heim úr vinnu, og, og, og, og . . Fleira var það ekki í bili strákar mínir. Þakka ykkur fyrir! 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.