Helgarpósturinn - 11.06.1987, Blaðsíða 33

Helgarpósturinn - 11.06.1987, Blaðsíða 33
J eftir Sigríði H. Gunnarsdóttur myndir Jim Smart ef það stendur í Morgunblaðinu, og sérlega í Velvakanda, þá sé það satt.“ — En segðu mér, voru ekki fleiri en þú með kúnstir í músíkinni? „Jú, jú, jú. Það var skrifað voðalega illa um alla. Menn voru þá t.d. með elektróník. Magnús Blöndal o.fl., spila á píanó á nýjan hátt; þrýsta niður mörgum nótum í einu bara með handleggnum, og svo var spilað á strengina inni í hljóðfærinu. Mönnum þótti þetta ekki góð meðferð." — En í myndlist? „Nú, sams konar náttúrulega gerðist í myndlist. í staðinn fyrir að hafa þarna mynd á flötum ramma þá fóru menn að festa alls konar hluti á léreftið, leysa upp flötinn. Menn settu gamlan skósóla, menn kannski settu bíómiða og máluðu svo á milli. Menn voru með collage eða klippimyndir og dúkku- hausa.“ — Þeir sem fóru fremstir í flokki myndlist- armanna á þessum vettvangi voru meðal annarra bræðurnir Kristján og Sigurður Guðmundssynir, sem flúðu til Hollands — þeim var alltaf tekið mjög illa hér, — Dieter Roth hafði geysilega mikil áhrif, Jón Gunnar Árnason var vel aktívur, Hreinn Friðfinns- son, Sigurjón Jóhannsson sem seinna fór í leikhúsið, Gylfi Gíslason og Erró, sem þá kallaðist reyndar Ferró, var þarna í kringum tilstandið með Paik og hann var víst mjög skemmtilegur — átti það til að gera bomm- ertur eins og brjóta málverkin sín á hausnum á gagnrýnendum og fleira í þeim dúr. Þarna voru líka viðloðandi Atli Heimir Sveinsson og Guðbergur Bergsson. — Þetta var hópur manna sem var að líta eftir nýjum tjáningarmiðli á sínu sviði. Þeim fannst það „stimúlerandi" að vera innan um fólk úr öðrum listgreinum. SÚM var eins og allir slíkir hópar; menn runnu í svipaðan farveg um stund, en svo fór hver sína leið. Það var ekkert annað sem gerðist. „ÉG SAKNA ÞESSARAR FANATÍKUR — En hver er staðan í dag miðað við þá. Hvað gerðist ef fyrirbæri eins og Paik kæmi núna? „Ekki neitt, ekkert. Það myndu allir taka ofan. í fyrsta lagi, hann væri frægur í útlönd- um, svo held ég að þetta hafi allt róast. Kannski er ekki hægt að hneyksla fólk leng- ur eða ganga fram af því — það er búið að ganga í gegnum ýmislegt — og svo er fólk held ég orðið opnara og umburðarlyndara. Við erum búin að hafa alls konar bylgjur, klámbylgju, hassbylgju, allan fjandann. Og svo er það kannski eitt núna. Mér finnst bara uppeldi fólks hafa heppnast svo grunsam- lega vel, skólarnir orðnir svo grunsamlega góðir — ég er dálítið hræddur við þessa ró- legu kynslóð. Það eru allir svolítið ánægðir með sitt, allir hafa það svolítið gott. Maður er orðinn miðaldra, búinn að koma sér fyrir — ég held kannski að engum þyki vænt um þessa list, en fólk virðir hana svolítið, maður er meira virtur heldur en elskaður — ég sakna þessarar fanatíkur. Þetta er hættulega þægilegt umhverfi, því þegar þægilegheitin eru komin þá kemur smáborgarahátturinn og þá kemur útnesjamennskan. Annars er útnesjamennska miklu minni í framúrstefnu- list en í þessu svokallaða poppi, maður þarf ekki að vera nema númer sextán þá fer allt fjölmiðlaliðið af stað. Þjóðin hefur engan áhuga á þessu — ekki nokkurn. Sko, synir mínir sem eru sextán og átján hafa ekki nokkurn áhuga á Eurovision og þeir segja að enginn hafi það. Það er bara illa menntað fjölmiðlalið, kyn- slóðin '68, sem heldur þetta sé menning." . . . OG FLYGILLINN FÓR FRAM AF . . . Einn af þeim sem náðu í skottið á herlegheit- unum var Níels Hafstein, myndlistarmaður. Við báðum hann rifja upp atburðinn og segja nokkur orð um framúrstefnu í stærra samhengi. „Ja, ég er nú kannski ekki alveg af réttri kynslóð, en ég man nú samt vel þegar Kóreu- maðurinn Nam June Paik kom hingað í Lind- arbæ og allt uppþotið varð. Og það hefur lík- lega bara verið í eitt af fyrstu skiptunum sem nokkuð þessu líkt gerðist hér á landi. Hann var búinn að fara víða um lönd og halda svona samkomur, t.d. var honum eitt sinn boðið að halda tónleika í Stokkhólmi. Það var búið að fá glænýjan og náttúrulega rán- dýran Steinway-flygil í húsið en það var sam- ið um að Paik notaði í staðinn gamalt hljóð- færi, þar sem forsvarsmennina grunaði að listamaðurinn færi ekki sem mýkstum hönd- um um hljóðfærið. Það var gert og Kóreu- maðurinn var hinn stilltasti og spilaði í róleg- heitum á gamla flygilinn og hinn var settur til hliðar á sviðinu á meðan. En rétt þegar hann var svo að yfirgefa sviðið eftir tónleik- ana hljóp hann til og hrinti nýja fína flyglin- um fram af sviðinu. — Þetta er dæmi um hans stíl. Þegar þessi maður kom svo til Is- lands hleypti hann, má segja, nýju blóði í þær örfáu hræður sem von var til að vildu fást við svona lagað og þar með fór þetta af stað, þó í litlum mæli væri. Þetta var aðallega bundið við Gallerí SÚM. T.d. gerðu Þórður Ben. Sveinsson og fleiri mjög umtalaða mynd um þorsk. Svo man ég líka eftir því að hafa farið einhverntíma í gagnfræðaskóla á uppákomu í Tjarnarbíói, ég man ekki hverjir þar voru að verki, en það var alla vega ekki gott — bara stæling á mönnum eins og Alan Kaprow í New York sem voru fremstir í flokki framúrstefnulistamanna á þessum tíma. Annars er það nú svo skrýtið að Japanir voru eiginlega frumherjar í þessum málum: svona um 1955 voru félagar í Gutai-hópnum farnir að velta sér upp úr leðju, stökkva í gegnum pappírsferninga og fleira í þeim dúr.“ — Hver er munurinn á uppákomu og gjörningi. Má kannski ráða það af nöfnunum sjálfum? „Mörkin eru nokkuð óskýr á þessum hug- tökum tveimur. Þó má kannski segja að uppákoma eða happening sé óskipulögð eða tilviljunarkennd, en gjörningur eða per- formance sé undirbúinn. Gjörningur er stundum settur upp eins og Ijóð; reynt að láta sem mest felast í sem minnstu — allt mjög hnitmiðað og beinskeytt — öfugt við popp- list, þar sem magn er sama og gæði, en segja má að uppákomur flokkist undir það. — Annars renna þessi tvö hugtök nokkuð sam- an í sögunni. Dadaistar voru með alls konar uppátæki á árum áður í París og Zúrich; þeir gengu fram af fólki með því að tala í stbylju og spila undir á píanó og þvíumlíku. Fútúrist- ar í Rússlandi voru á árunum eftir byltinguna frumkvöðlar í kvikmyndun, ljóðlist og öðr- um skáldskap." — Til hvers voru þeir að þessu? „Oft var auðvitað verið að hrista upp í dauðu ástandi, stundum var verið að reyna að hneyksla; ganga fram af fólki — og því ekki það? Það eru svo margir fletir á þessu máli. Sumir voru alls ekkert að reyna að hneyksla fólk og ekkert bjó undir, þetta var bara þeirra máti að túlka list sína.“ 1 Um uppákomur og skemmtilegheit í listsköpun HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.