Helgarpósturinn - 11.06.1987, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 11.06.1987, Blaðsíða 8
eftir Gunnar Smára Egilsson mynd Jim Smart Fyrir tveimur vikum vöruðu sænsk heilbrigðisyfirvöld við því að silfurfyllingar væru settar í tennur barnshaf- andi kvenna. Þessi ákvörðun fylgdi í kjölfar umræðu og rannsókna á skaðsemi kvikasilfurs í þessum fyllingum á mannslíkamann. í Danmörku hafa vinstri sósíalistar lagt fram þingsályktunartillögu, sem miðar að því að tak- marka notkun amalgams, en það er heiti efnablöndunn- ar sem notuð er í silfurfyllingar. HEILBRIGÐISYFIRVÖLD í SVÍÞJÓÐ VARA VIÐ NOTKUN SILFURFYLLINGA í TENNUR BARNSHAFANDI KVENNA MARGT BENDIR TIL AÐ SAMBAND SÉ Á MILLI KVIKASILFURSINS í ÞESSUM FYLL- INGUM OG ÝMISSA SJÚKDÓMA HEIL- BRIGÐISYFIRVÖLD HÉR HAFAST EKK- ERT AÐ Á Islandi er þetta sama efni notað á tannlækningastofum í miklum mæli. íslendingar hafa mun verri tennur en Danir og Svíar. Áætlað er að silfurfyllingar séu hér helmingi fleiri á íbúa en í þessum löndum. Það hlýtur því að vekja ýmsar spurningar á íslandi eþgar ná- grannaþjóðir okkar taka að vara við og reyna að draga úr notkun amal- gams í tannfyllingum. KVIKASILFUR í SILFURFYLLINGUM Það sem gerir það að verkum að menn hafa beint sjónum sínum að þessu efni, sem notað hefur verið í tannfyllingar síðan snemma á síð- ustu öld, er að í því er kvikasilfur. Þó þessar fyllingar séu í daglegu tali kallaðar „silfurfyllingar" eru þær ekki úr silfri nema að tveimur þriðju hlutum. í þeim eru einnig tin, kopar og zink. Þessir málmar eru síöan hrærðir upp í kvikasilfri svo þeir verði auðmótanlegri, en kvika- silfur er fljótandi málmur. Þegar fyll- ingunni er komið fyrir í tönnum er kvikasilfur um 3% af blöndunni. Það hefur verið vitað lengi að kvikasilfur hefur eiturverkanir á mannslíkamann. Þeir sem unnið hafa með hreint kvikasilfur í miklu magni hafa fengið alvarlega sjúk- dóma. Þannig varð til dæmis Hatt- arinn í Lísu í Undralandi geðveikur af því að þvo marðarskinn upp úr kvikasilfurslausn. Hingað til hefur það hins vegar verið álitið hættulaust að blanda kvikasilfri í fyllingarefni fyrir tenn- ur. Á undanförnum árum hefur and: staðan gegn því hins vegar vaxið. í fyrstu var umræðan mest meðal þeirra er aðhyllast náttúrulækning- ar og umhverfisvernd. í dag er hins vegar unnið að rannsóknum á hugs- anlegri skaðsemi silfurfyllinganna í mörgum löndum. Á Norðurlöndum eru mjög skipt- ar skoðanir um þessi mál. Félög tannlækna hafa lagst mjög hart gegn öllum kenningum um skað- semi fyllinganna. Sömuleiðis hafa tannlæknasamtök bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum gefið út yfirlýs- ingar þar sem þau þvertaka fyrir að silfurfyllingar geti verið hættulegar. HÖFUÐVERKUR OG SLAPPLEIKI En skoðanir eru skiptar meðal tannlækna. Þannig greindi dr. Steen Börglum Jensen, prófessor við Tannlækningaháskólann í Arósum, frá því í viðtali fyrir skömmu að þörf væri frekari rannsókna á þessu sviði. Það væri vitað að kvikasilfur hefði eiturverkanir og eitthvert magn af því eyddist úr fyllingunum og færi út í líkamann. Þá væri það vitað að það flýtti fyrir eyðingu silf- urfyllinganna ef menn hefðu einnig gullkrónur í tönnunum. Margir hafi orðið til að benda á hugsanleg tengsl fyllinganna við ýmis óþæg- indi og jafnvel alvarlega sjúkdóma. Þetta þyrfti að rannsaka nánar, áður en hægt væri að segja til um skað- semi silfurfyllinga. Ole Hovmand, tannlæknir í Kaup- mannahöfn og fyrrverandi þing- maður, er mikill andstæðingur silf- urfyllinganna. Hann hefur fjarlægt þær úr miklum fjölda fólks og sett plastefnisfyllingar í staðinn. Hov- mand hefur sent frá sér greinargerð þar sem hann greinir frá þeim bata er sjúklingar hans telja sig hafa fengið eftir að skipt var um fyllingar. Þar eru upp talin hin ólíklegustu einkenni, en höfuðverkur, slapp- leiki, svefnleysi og magatruflanir eru algengust. Þeir sem hafa gull- krónu í tönnum sínum ásamt silfur- fyllingunum hafa, samkvæmt Hovmand, frekar átt við vanheilsu að stríða. Hovmand segir í greinargerð sinni að hægt sé að greina eitur- verkanir frá silfurfyllingunum eftir sjúkdómseinkennum. Þau eru, sam- kvæmt Hovmand; höfuðverkur, málmbragð í munni, maga- og þarmatruflanir, kaldar hendur og tær, húð- og ofnæmissjúkdómar, minnistap og talerfiðleikar, þreyta og svefnleysi. ÞINGSÁLYKTUNARTIL- LAGA UM TAKMÖRKUN Á EFNINU Hovmand er einn helsti talsmað- ur þeirra er vilja setja takmarkanir á notkun amalgams í Danmörku. í janúar á þessu ári lögðu vinstri sósíalistar fram þingsályktunartil- lögu um aðgerðir til að takmarka notkun þessa efnis. í tillögunni er gert ráð fyrir að verð á amalgam verði hækkað svo það verði álíka dýrt og silfur. Verð- mismunur þessara efna er nú mikill. Gull er á íslandi um tiu sinnum dýr- ara. Auk þessa eru í tillögunni ákvæði um sérstakar varnir á tann- læknastofum til verndar þeim er vinna með þessi efni. Þessi tillaga hefur ekki náð fram að ganga. Hinum megin Eyrarsunds, í Sví- þjóð, eru starfandi samtök fólks, sem telur sig hafa hlotið bata eftir að silfurfyllingar í tönnum þess voru fjarlægðar. I samtökunum eru um fjögur hundruð manns. Þeir kvillar sem meðlimir samtakanna telja sig hafa ráðið bót á eru allt frá höfuð- verk og almennum slappleika upp í mjög alvarlega sjúkdóma. Þannig er í samtökunum fólk sem hefur í mörg ár leitað árangurslaust til lækna vegna sjúkdóma sem ekki hefur verið hægt að greina. Þeir hafa hins vegar lýst sér í hræðilegri líðan sjúklinganna. Sumir þessara sjúklinga voru af læknum taldir vera með mænusigg og fengu köst, ekki ósvipuð þeim er hafa þann sjúkdóm. Þegar fólk er svona langt leitt er ekki skipt um fyllingar í því, eins og þeim er kenna sér minna meins. Þeir sem taldir eru hafa kvikasilfur- seitrun á háu stigi eru í fyrstu látnir fá plasthulstur, sem þeir láta utan um tennur sínar til að einangra silf- urfyllingarnar frá nálægum gull- krónum. Við þetta skánar líðan sjúklinganna. Eftir nokkra mánuði er síðan skipt um fyrstu fyllinguna. Þá eiga sjúklingarnir það til að veikjast heiftarlega, vegna þess kvikasilfurs sem leysist upp við að fyllingin er spóluð út. Það geta því oft liðið nokkrir mánuðir milli þess að ein fylling er tekin og sjúklingur er tilbúinn í næstu aðgerð. SÆNSK HEILBRIGÐIS- YFIRVÖLD SENDA FRÁ SÉR VARNAÐARORÐ Umræðan um skaðsemi kvikasilf- urs í tannfyllingum í Svíþjóð varð til þess, að skipuð var nefnd vísinda- manna til að gera tillögur um úr- bætur, ef þess reyndist þörf. Á niður- stöðum hennar byggðu sænsk heil- brigðisyfirvöld tilkynningu sína, þar sem þau vara við því að silfur- fyllingar séu settar í tennur barns- hafandi kvenna. í niðurstöðum nefndarinnar kem- ur fram að þrátt fyrir að sjúkdóms- sögur margra sjúklinga bendi til að samband sé á milli tannfyllinganna og ýmissa kvilla sé það ekki vísinda- lega sannað. Nefndin gerir þó tillög- ur um ýmsar varúðaraðgerðir. I fyrsta lagi að rannsóknir verði styrktar, bæði á eiturverkunum kvikasilfurs og til þróunar nýrra efna til að leysa amalgam af hólmi. í öðru lagi að dregið verði úr notkun silfurfyllinga, varnir á tannlækna- stofum efldar og tannlæknum verði gert skylt að tilkynna sjúkdómsein- kenni, er hugsanlega kunna að eiga upptök sín vegna silfurfyllinganna. Þegar þessar niðurstöður eru lesnar vekur það furðu að ekki hef- ur orðið vart umræðna um skað- semi silfurfyllinga á Islandi. Meðan heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð reyna að draga úr notkun á þessu fylling- arefni hefur umræðan hérlendis ekki komist á yfirborðið. Þegar Helgarpdsturinn leitaði til Magnúsar Gíslasonar, deildartann- læknis hjá heilbrigðisráðuneytinu, „ÞAÐ ER EINS OG EINHVER HAFI ÞRIFIÐ GLUGGANA" - SEGIR BRESKUR MAÐUR ER ÞJÁÐIST AF MÆNUSIGGI OG LÉT FJARLÆGJA SILFURFYLLINGAR ÚR TÖNNUM SÍNUM ,,Mér skánadi ekki strax. Svona lagad gerist ekki tafarlaust. Þegar þeir tóku fyrstu fyllingarnar hafdi kvikasilfrid verid ad síast út í lík- amann á mér sídan ég var átta ára gamall. En eftir mánud leið mér auðfinnanlega betur. Það sló á þessa hrœðilegu þreytu. Aður en fyllingarnar voru fjarlœgðar var ég á stífum trefjalausum kúr. En það var ekki fyrr en kvikasilfriö var tekið að þessi kúr fór fyrir alvöru aö virka." Það er Ronnie Lane, fyrrverandi meðlimur bresku hljómsveitarinn- ar Faces, sem lýsir svo áhrifum þess að silfurfyllingar voru fjar- lægðar úr tönnum hans. Ronnie Lane, sem er fjörutíu og eins árs, var greindur með mænusigg þeg- ar hann var þrítugur. „Hvernig á ég að lýsa því hvern- ig mér líður," heldur Ronnie áfram. „Það er eins og einhver hafi þrifið gluggana og þá loksins áttar maður sig á því hvað þeir voru skítugir. Það eru margir van- trúaðir á þetta, en ég vil ekki deila við þá. Þetta gerði mér gott.“ Fjórum mánuðum áður en Ronnie Lane lýsti bata sínum á þennan hátt hafði hann leitað til Dr. Allen Brambir, náttúrulæknis. „Hann gat ekki gengið þegar hann kom til mín,“ segir Dr. Brambir. „Það að fjarlægja silfur- fyllingarnar var aðeins hluti af meðferðinnij en mikilvægur þátt- ur í henni. Eg beitti einnig fæðu- kúrum, kannaði rætur streitu og lét hann taka inn steinefni. Dóttir mín er með mænusigg. Hún tók ótrúlegum framförum eft- ir að fyllingarnar voru teknar úr henni. Við teljum að við getum hjálpað um 70—80% af sjúkling- unum, en það er viss hópur sem við getum ekkert gert fyrir. Ég veit ekki hvers vegna.“ En það eru ekki bara náttúru- læknar sem beita þessari aðferð til að lina þjáningar mænusiggssjúkl- inga. Antony Newbury, tannlækn- ir í London, hefur getið sér orð fyr- ir að hafa náð ótrúlegum árangri með því að fjarlægja silfurfylling- ar og setja plastfyllingar í stað þeirra. Newbury trúir því að ónæmis- kerfi þeirra sem hafa ofnæmi eða eru óvenju viðkvæmir fyrir kvika- silfrinu í silfurblöndunni í fylling- arefninu geti orðið fyrir skaða. Þessa trú byggir Newbury á ritum Dr. Davids Egglestone við háskól- ann í Suður-Kaliforníu. En það eru ekki allir jafntrúaðir á þessar kenningar. Einn þeirra vantrúuðu er Norman Webb, tals- maður heilsu- og vísindaráðs Bresku tannlœknasamtakanna. „Það er rangt að segja við þessa lasburða einstaklinga að ef þeir láti taka úr sér fyllingarnar öðlist þeir heilsuna á ný. Það er siðlaust. Það er óverulegt af kvikasilfri sem eyðist af fyllingunum og það er ekki hreint kvikasilfur, heldur blanda margra efna." Heilsu- og vísindaráðið stóð fyr- ir sinni eigin könnun og komst að þeirri niðurstöðu að silfurfyllingar væru hættulausar. í skýrslu ráðs- ins segir: „Því hefur verið haldið fram að upplausn kvikasilfurs úr tannfyllingum gæti orðið völd að þróun nokkurra ólæknandi sjúk- dóma, en sannanir styrkja ekki þessar tilgátur." Derek Bryce-Smith, prófessor í lífrænni efnafræði við Reading- háskólann, hefur stundað rann- sóknir á hugsanlegum tengslum mænusiggs og nokkurra eitur- efna, þar með talið kvikasilfurs. Hann segist frekar vilja sjá sjúkl- inga koma á ofnæmisrannsóknar- stofur til að fá úr því skorið hvort það hafi ofnæmi fyrir kvikasilfri heldur en láta tannlækna mæla rafgeislun frá fyllingunum, en að- gerðir þeirra eru byggðar á slíkum mælingum. En Bryce-Smith segist líka vilja sjá tannlækna sýna meiri varúð í notkun á kvikasilfri í fyll- ingar í tennur ungra barna. „Ég mæli ekki með silfurfylling- um í mjólkurtennur, því kvikasilf- ur er eitur fyrir vanþroskaðan heila." Patrick Kingsley, heilsugæslu- vistfræðingur, hefur 400 mænu- siggssjúklinga til meðferðar á stofu sinni skammt utan Birming- ham. Hann segist trúa því að nýjar fyllingar séu þáttur í heildarmeð- ferð sjúklingana og það ómissandi þáttur. „Ég breyti mataræði þeirra áður en ég mæli með að þeir láti fjar- lægja silfurfyllingarnar," segir hann. „Sumir sjúklinganna hafa sagt að þeir hafi séð betur frá þeim degi að fyrsta fyllingin var fjar- lægð. Á hinn bóginn verð ég að viðurkenna, að ég haft sjúklinga sem hafa breytt mataræðinu, látið fjarlægja fyllingarnar og hrakar engu að síður.“ Nokkrir af sjúklingum Kingsley 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.