Helgarpósturinn - 11.06.1987, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 11.06.1987, Blaðsíða 31
reka skrifstofur erlendis, hafa þá stefnu að skipa eingöngu íslendinga í stöður yfirmanna þar og þannig þjálfa menn í stjórnunar- og mark- aðsstörfum erlendis. Þetta virðist ekki vera stefna Flugleiða því yfir- menn skrifstofa þeirra í Bandaríkj- unum eru allir af erlendu bergi brotnir. Knut Berg er yfirmaður New York-skrifstofunnar, í Boston er Dan Miller yfir, Richard Galuzza er í Baltimore, Eduardo Andreo í Chicago og Tom Lougherty er yfir- maður skrifstofunnar í Orlando. Til samanburðar má geta þess að yfir- maður skrifstofu iðnaðardeildar SIS í Bandaríkjunum er Ólafur Ólafs- son, forstjóri Coldwater er Magnús Gústafsson og forstjóri Iceland Seafood er Eysteinn Helgason svo dæmi séu tekin.. . HPrr I yrrum þingmaður, Árni John- sen, skrifaði gagnmerka grein í Morgunblaðið í síðustu viku undir fyrirsögninni „Við dyrnar að helli fjársjóðanna". Opinberar hann þar svo ekki verður um villst skoðanir sínar á hlutverki þingmanna og ráð- herra í tilverunni, þar sem hann svarar grein eftir ungan lyfjafræð- ing. Telur Árni manninn vera að spilla fyrir möguleikum sínum á að fá lyfsöluleyfi síðar meir með því að hæða þingheim og helstu embættis- menn. Samkvæmt heilræðum Árna, sem ætti að þekkja vel til vinnubragða pólitíkusa í stjórnar- flokkum, er það sem sagt lykilatriði að koma sér vel við áhrifamenn ef maður ætiar sér að komast eitthvað áfram. Það var ágætt að fá þetta á hreint. . . ^Tímaritið Búið betur, sem margir höfðu spáð að kæmi ekki út oftar, mun nú á leiðinni í prentun. Utgefendur blaðsins eru Birna Sigurðardóttir fyrrum auglýsinga- stjóri tímaritanna Húsa og híbýla og Lúxuss og Guðmundur Karlsson framkvæmdastjóri hjá Byggung. Búið betur hefur verið ritstjóralaust undanfarna mánuði og ekki komið út síðan í lok nóvembermán- aðar, en nú hefur Birna Sigurðar- dóttir tekið að sér ritstjórastarfið. Munu ekki mörg dæmi þess að sama konan sé útgefandi, auglýs- ingastjóri og ritstjóri á einu blaði. . . ARSABYRGÐ A ALLRI VIIXINU OG EFNI Traust, örugg og góð þjónusta mEim% Ármúla 23, Sími 687870 LOFTNETA- OG A/IYNDLYKLAÞJÓNUSTA SJÓNVARPSKERFi - TILBOÐ SAMDÆGURS í BÚÐARKOT % SIMI 22340 PAULINA æ* hé. - w Járnrúmin vinsælu komin aftur, 5 nýjar gerðir. JL. J Opið aila daga ki. 9.00-21.00. « Búðarkot, ^ Hringbraut 119 (við JL-húsið) - ÁRSRIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ÍSLANDS, „19. JÚNh ER KOMIÐ ÚT Fœst í bókaverslunum, á blaösölustööum og hjá kvenfélögum um land allt. KVENRÉTTINDAFÉLAG ÍSLANDS Hurðir sem OPNA ýmsa möguleika Kostir lyítihurðanna frá Héðni eru margir og nægir þar að nefna að þær taka lítið rými, eru auðveldar í uppsetningu og léttar og meðfærilegar. Lyftihurðirnar hafa verið valdar á staði, þar sem hraði og öryggi skipta máli, s.s. á slökkvistöðvum, en þær henta einnig einstaklingum og fyrirtækjum. Ljftihurðirnar eru mjög vel einangraðar, fást í tíu litum og hægt er að velja um mismunandi glugga- og brautaútfærslur. Lyftihurðirnar frá Héðni eru fyrir þá sem vilja halda öllum möguleikum opnum. Hafið samband við sölumenn okkar og leitið tilboða í hurðir og uppsetningu. Seljavegi 2 Sími 24260 HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.