Helgarpósturinn - 11.06.1987, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 11.06.1987, Blaðsíða 32
Það var fleira að gerast í heiminum fyrir tuttugu árum en blóma- byltingin. Uppákomur ýmislegar í myndlist og tónlist voru þá ekki daglegt brauð og hófust ekki að gagni fyrr en um miðjan sjöunda ára- tuginn úti í heimi. Hér verður ekki reynt að varpa ljósi á þennan þátt í listasögunni heldur forvitnast um hvað var að gerast á íslandi í þá daga. Hérna var ein fyrsta uppákoman sem fólk man eftir þegar Kóreumaður nokkur, Nam June Paik, kom á vegum tónlistarféiagsins Musica Nova og „skemmti" gestum í Lindar- bæ. í vikublaðinu Fálkanum frá því í júní 1965 stendur þetta: „Það var ekki fyrr en daginn eftir tónleik- ana að allt komst í uppnám, enda þá komið á daginn að hér var ekki um neina venjulega nútímatónlist að ræða — hér var gengið lengra í ástríðufullri túlkun en dæmi eru til í hljómleikasölum hérlendis, og jafnvel hörð- ustu andstæðingar hins garnla og úrelta vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið, þegar Kóreumaðurinn sýndi á sér gulan rassinn í einu verkinu." — „Þegar allir voru komnir til sætis fór eitthvert radíótæki í gang og sendi það frá sér óþægilegan tón, er hélst drykk- langa stund en dofnaði síðan smátt og smátt. Paik settist nú við píanóið og sló sam- hengislausar nótur um hríð, stóð síðan upp og hneigði sig, en áheyrendur klöppuðu" BAÐ UM SÍGARETTU OG SPRENGDI BLÖÐRUR Þetta var byrjunin. Með Paik í för var selló- leikarinn Charlotte Moorman. Hún birtist allt í einu á sviðinu og fór að strjúka strengi hljóðfærisins; hún bað um sígarettu sem hún svo sprengdi blöðru með, hún blés á flautur sem hún hirti af gólfinu. Þá tók hún lausan trommuhlemm og lét hann svífa yfir salinn og varð þar af áhrifaríkur skellur. Á meðan á þessu stóð hafði Paik fært sig úr skyrtu og milliskyrtu svo bindið hékk eitt eftir á beru brjóstinu. Ungfrúin sló kropp hans með flöt- um lófa á milli sellóstroka og annarra hljóða. Undir lokin tók hún hamar upp af gólfinu og braut gler á fallegri landslagsmynd sem lá við hlið hennar. Paik settist nú við píanóið og sló nokkra hljóma en með svo löngu millibili að hann gat farið fram í sal og setið hjá gest- um á meðan; hann tók fram pappírsstranga, deif höfði ofan í fat með blárri málningu í og litaði pappírinn; settist við hljóðfærið og sló nokkrar nótur. Um leið og hann stóð upp leysti hann niðrum sig buxurnar svo skein í afturendann og þannig á sig kominn settist hann á stól fremst á sviðinu og sneri aftur í sal. — Þegar hér var komið sögu var fólk far- ið að ganga út. I næsta verki gekk á ýmsu. Paik makaði sig út í froðu og settist ofan í bala og sat þar stund og drakk vatn ur skó sínum. Þá gekk hann að píanóinu og settist þar hundrenn- andi með snuð í munni. Ungfrúin birtist nú aftur og tók að spila á sellóið sitt. Fljótlega stóð hún þó upp, gekk að nærliggjandi tunnu og stakk sér á bólakaf. Leið nú drykklöng stund. Hún kom loks upp aftur, gekk að hljóðfærinu og spilaði eins og ekkert hefði í skorist. — „Undir lokin gerðust þau undur að þau slógu samstillta hljóma á selló og píanó. Síðasta atriðið á þessum makalausu hljóm- leikum var samspil, Lullaby 4, eftir Dieter Roth. Kunnum við þá ekki frekar að segja frá þessum einstæða listviðburði í okkar fá- mennu höfuðborg, annað en það, að Kóreu- maðurinn Paik spurði um það eftir sýningu, hvort margir morðingjar væru á íslandi." 32 HELGARPÓSTURINN BOSSA-NOVA Hér á eftir fara glefsur úr blaðadómum og nokkur afsökunarorð. Úr grein í Tímanum með fyrirsögninni Bossa-Nova: Að Musica Nova ætti eftir að hafa strip-tease-sýningu karla sem sitt hjartans áhugamál og aðal- uppistöðu hefði maður etið hatinn sinn upp á að ætti eftir að gerast. En þetta gerðist raunverulega. . . Og í Þjóðviljanum: „Hvergi örlaði á skemmtilegu eða hnyttilegu atriði í þessari hálfrar þriðju klukkustundar dagskrá. Eina atriði sýningarinnar sem verulega var gam- an að var þegar Atli Heimir var að kjótla vatni yfir sviðið í ofurlítilli rauðri plastskjólu og hella í tunnuna sem kvenmaðurinn skyldi baða sig í. Þetta kunni skopskyn áhorfenda að meta, enda var þá óspart klappað." Vísir;...þegar annar nóvumúsíkantinn leysti niðrum sig, settist á hækjur og sneri sínum sénírassi í áheyrendur kom bara ekk- ert hljóð, hvernigsem hann rembdist. Undir næstu hljómleika verður úr þessu bætt, séní- ið etur nú ekki annað en hverabakaðan þrumara. Og svo kvaddi stjórn Musica Nova sér hljóðs. Þar segir m.a.: „Það ætti að vera óþarfi að benda á það að háttalag seinustu gesta þegar til kastanna kom var algerlega óskylt markmiði félags- ins, nánar sagt ófyrirsjáanlegt slys.“ Atli Heimir Sveinsson tónskáld var einn af aðalmönnunum í Musica Nova og var á sín- um tima nefndur „grand dragon" í því komp- aníi. Það var líka hann sem stóð fyrir inn- flutningnum á Paik og fékk því mestar skammirnar. Hann hefur ymislegt um þetta að segja: „Erró var held ég sá eini sem ekki hneyksl- aðist, jú, Hreinn Friðfinnsson myndlistar- maður, sem er í Amsterdam núna. En í sam- bandi við Paik, þá hafði ég fyrst kynnst hon- um eða séð til hans í Köln þar sem ég var við nám í Tónlistarháskólanum á þessum árum, um 1960. Á þeim tíma var framúrstefnan í al- gleymingi, þá byrjaði þessi elektróníska tón- list. Þá voru að byrja þessar svokölluðu „happenings" eða uppákomur — orð sem ég held Thor Vilhjálmsson hafi búið til — og þessi maður, Paik, vakti þá mjög mikla at- hygli. Hann var það klikkaður, gekk það langt, eins og við segjum, að menn héldu kannski að það væri eitthvað á ferðinni. Og það voru náttúrulega skiptar skoðanir um þetta, mönnum fannst þetta misgott, og auð- vitað gengu alls konar sögur um Paik, bæði sannar og lognar. Nú, við fengum anga af þessari framúrstefnu hingað, Dieter Roth, hann dvaldi hérna hjá okkur um tíma. Og þegar ég var svo kominn hingað heim þá hafði ég samband við Paik um að fá hann hingað og Musica Nova stóð fyrir þessu. Þá var töluvert fjör hérna: menn voru að byrja með nýja tegund af músík — elektróník, tólf- tónamúsík, seríalisma — og þá kom það fyrir að það voru skandalar á tónleikum og svolít- ið meiri gleðskapur um þetta í blöðum. . . . MEIRA AÐ SEGJA BAUNUM „Nema hvað ég næ í Paik og hann kom hingað með konu sem hét Charlotte Moor- Atli Heimir Sveinsson man, hún var einhvers konarsellóleikari. Og Paik, þetta var elskulegur drengur. Og hann hafði útbúið eitthvert vélmenni, róbot, sem var kvenkyns. Ég man að Paik og Charlotte Moorman bjuggu á Hótel Vík og svo þurfti að koma róbotnum einhvers staðar fyrir. Þá bjó Hreinn Friðfinnsson í kjallara á þessum há- hýsum þarna í Nóatúni, sem þá var nýbúið að reisa, og Hreinn lofaði róbotnum að vera. Og þá var Paik að setja hann saman og sýna okkur hvað hann gæti, því hann gat hreyft brjóstin og labbað og svo gat hann líka kúk- að — hann kúkaði meira að segja baunum. Og svo frömdu þau sína list í Lindarbæ. Nú, Musica Nova, þessi félagsskapur hafði nú fengið almennilegar skammir, og þetta varð til þess held ég að margir hneyksluðust mjög mikið á þessu og ýmsum mönnum í Musica Nova þótti þarna ansi langt gengið." — Musica Nova afsakaði þetta svo í blöð- um, var það ekki? „Einmitt, og þeir skrifuðu eitthvað hræði- lega illa um Paik, ég held það hafi verið Þorkell Sigurbjörnsson sem gerði það, hann brást í þessu máli. Og hann var svo sem ekki einn um að vera tortrygginn á Paik, það voru menn út um allan heim. Ýmsir voru svona — menn vildu vera nútímalegir, menn vildu vera frjálslyndir og allt, en fannst þetta ganga úr hófi fram.“ „Framúrstefnulist var eiginlega byggð á misskilningi. Það var t.d. maður, Jean Tingu- ely, hann gerði yndisleg listaverk; skúlptúra sem hreyfðu sig og kannski eyðilögðu sig sjálfa. En yfirleitt þegar þetta var sett af stað fór það öðruvísi en ætlað var. Og þetta var þannig hjá Paik, þetta fór svolítið öðruvísi en hann ætlaði. Hann átti það til að spila nokkra takta úr Hetjusinfóníu Beethovens, stinga svo hausnum á sér í bala og úða hann svo með rakkremi, eitthvað svona, og hún spil- aði á sellóið og þótti nú ýmsum svolítið klámkennt. Ég hef ekkert heyrt um Charl- otte Moorman eftir þetta, en Paik er prófess- or í Dússeldorf. Honum hefur gengið mjög Níels Hafstein vel og er mjög virtur listamaður í framúrstefn- unni. En Dússeldorf var einmitt lengi mið- stöð undir þetta í Þýskalandi, einkum prófessor Josef Beuys, sem var yndislegur maður og hafði mikil áhrif á Þórð Ben. Sveinsson, okkar mann, sem settist að í Dússeldorf." Það vekur athygli manns að framúrstefna hafði lítinn hljómgrunn meðal tónlistar- manna. Þeir voru ekki hrifnir af tilrauna- mennskunni og hún örvaði þá síst til dáða, öfugt við myndlistarmenn og jafnvel heim- spekinga, sem voru mjög opnir fyrir nýjung- um. Músíkantar voru bundnari, það var eins og klassíkin nægði þeim. Þessi afstaða músíkanta á sér þó kannski skýringu og ég man t.d. eftir því þegar ég var í klassísku tón- listarnámi fyrir u.þ.b. tuttugu árum að fram- úrstefna var ekki kynnt í nokkurri mynd og lítið sem ekkert gert til að glæða áhuga nem- enda á henni. Þetta var öðruvísi með mynd- listarnám. Þar var ýtt undir nýjungagirni nemenda með ýmsum hætti. Þeir leyfðu sér meira, — Og í þessu tilviki með Paik var mikil „Þórðargleði" í mönnum yfir óförunum og þótti þarna sannast betur en nokkru sinni fyrr hvað Musica Nova var vitlaus félags- skapur. ÞJÓÐIN VAR OF GREIND „Og það var alltaf verið að segja fólki ao almennilegir listamenn væru fúskarar. Halldór Laxness hann var hundskammaður fyrir að skrifa góðar bækur. Steinn Steinarr var hundskammaður fyrir að gera góð ljóð. En þjóðin er góð og listræn og sá strax í gegnum þetta. Hins vegar voru það einhverj- ir helvítis fúskarar, aðallega einhverjir jóla- sveinar á vegum stjórnmálamanna, sem allt- af var verið að segja þjóðinni að væru stór- kostlegir meistarar, en fólkið var of greint. Og ég held þessir f jölmiðlar og þessi blöð séu ekki nærri eins mikilvæg og menn halda. Því ég segi svolítið eins og danskurinn: ,Hvis det stár i avisen sá er det lognÞeir ganga út frá því. Aftur á móti höfum við alltaf haldið að

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.