Helgarpósturinn - 11.06.1987, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 11.06.1987, Blaðsíða 11
Dagbókin hennar Dúllu Kaera dagbók. Lífið í þessari fjölskyldu minni gengur sko aldrei fyrir sig eins og hjá eðlilegu fólki. Það eru alltaf ein- hver ægileg mál að koma upp. Núna er það amma á Einimelnum. Hún er búin að setja húsið sitt í sölu og ætl- ar að flytja úr hverfinu. A.m.k. af „melunum". Hún segir að það sé bú- ið að saurga Vesturbæinn. Hvorki meira né minna! Það er þetta með hommana. Amma er svo gasalega hrædd við þá, ekki síst eftir að eyðni kom til landsins. Ég þori nú ekki að segja það við hana, en hún er alveg ör- ugglega í minnstri hættu af öllum sem ég þekki — orðin eldgömul og hrukkótt. Það eru örugglega trilljón ár frá því hún svaf hjá karlmanni, þvi afi er jú löngu dáinn. En amma er ekkert alveg klár á þessu með smitleiðirnar, held ég, og ekki ætla ÉG að ræða kynlíf við hana. Það er sko pottþétt. Nýjasta nýtt í máiinu er svo það, að amma uppgötvaði að sæti, ríki, barngóði, hugulsami engillinn í bankastjóralíki, sem býr í næsta húsi við hana, er hommi. Og hún sem hefur alltaf dýrkað hann. Mað- ur hefur ekki þurft að hlusta á svo fáar sögur um það hvað hann er góður við konuna sína, duglegur í garðinum, mikill templari og guð veit hvað. Núna er engu líkara en það hafi vaxið á manngreyið horn og hali á einni nóttu. Svona getur nú þetta fullorðna fólk verið vitlaust! Alveg glætulaust í botn... Ég sé ekki að maðurinn sé neitt verri, þó hann verði hrifinn af strákum frekar en stelpum. Þar að auki kemur ömmu þetta nú ósköp lítið við, finnst mér. Eftir að amma heyrði þessa kjaftasögu um bankastjórann (aldrei þessu vant reyndist kjaftasaga rétt) hefur hún verið í ekkert venjulegu uppnámi. Við mamma skruppum til hennar og reyndum að sýna henni fram á að þetta væri ekkert mál. Við romsuðum upp úr okkur nöfnum á alls konar hommum, bæði háskóla- kennurum, leikurum, skáldum, læknum og skólastjórum og ég veit ekki hvað og hvað. En þetta var lík- lega ekkert sniðugt, því amma fékk það þá á tijfinninguna að Reykjavík væri að fyllast af hommum og „konuhommum", eins og hún kailar það. (Hún er svo ógeðslega tepruleg!) Og henni fannst alveg jafnhryllilegt að þurfa að búa áfram við hliðina á bankastjóranum, sem hún var að deyja úr snobbi út af fyrir nokkrum dögum. Hún segist ekki þora að taka blóm úr garðinum inn í vasa, ef það skyldi eitthvað hafa borist á þau úr bankastjóragarðin- um, og hún ætlar aldrei aftur í fisk- búðina sem hún er búin að versla við í heila öld. Fisksalinn er nefni- lega „einn af þeim“. Glætan, maður. Hún arama er nú bara reglulega vit- laus. Ég myndi sko pósta til hennar eyðnibæklinginn, sem ég fékk í skólanum, ef ég vissi ekki að hún myndi taka hann (með hönskum) og henda honum beint í ruslið. Aldrei þessu vant eru pabbi og mamma bæði sammála um ömmu. Ég held að pabbi skammist sín meira að segja svolítið fyrir hana núna. Þau voru áðan að telja upp nöfn á alls konar köllum, sem ömmu finnst rosalega merkilégir. Margir af þeim eru sko ekkert góðir og hafa gert margt ljótt, en samt þykja þeir eitthvað fínir og aliir smjaðra fyrir þeim. Nokkrir, sem mamma nefndi, hafa alveg kolhald- ið framhjá kellingunum sínum, eða lamið þær og allt... En svo verður amma brjáluð út í mann, sem hún hefur dýrkað upp úr skónum í fjöru- tiu ár, bara af því að hann er skotinn í strák. Ég meina það! Bless, bless, Dúlla. RowGnfa kaffivélar Rowenfa fkos 10 bolla kaffikanna kr. 1.990.- ÍS) yWfrlirTn-ii D Bleiki pardusinn huasar vel um m m nuasar vei SMAFOUa Barnaboxin eru frábær fyrir smáfólkið Allt í einu boxí, heil máltíð og margskonar leikir og gátur. Einnig einhver óvæntur glaðningur í hverju boxi. SKYNDIBITASTAÐURINN GNOÐARVOGI 44, sími 32005 HRINGBRAUT119, sími 19280 X x ALLA FJÖLSKYLDUNA Rowenra fkso 10 bolla kaffikanna kr. 4.226.- (Si Rowenfa fksi 10 bolla kaffikanna með gullsíu kr. 5.341.- Rowenra fkao 10 bolla kaffikanna með hitakönnu kr. 4.847.- Rowenra fk 30 8 bolla kaffikanna kr. 2.652.- Fást í öllum betri raftækjaverslunum HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.