Helgarpósturinn - 26.11.1987, Síða 10
VETTVANGUR
HELGARPÓSTURINN
Ritstjórar: Halldór Halldórsson, Helgi Már Arthursson
Blaðamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir, Friörik Þór Guömundsson,
Gunnar Smárii Egilsson, Jónína Leósdóttir, Kristján
Kristjánsson, Ólafur Hannibalsson, Páll Hannesson.
Prófarkir: Sigríður H. Gunnarsdóttir
Ljosmyndir: Jim Smart
Útlit: Jón Óskar
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson
Auglýsingar: Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir
Dreifing: Guðrún Geirsdóttir
Afgreiðsla: Bryndís Hilmarsdóttir
Sendingar: Ástríður Helga Jónsdóttir
Ritstjórn og auglýsingar eru í Ármúla 36, Reykjavík, sími 68-15-11. Afgreiðsla og
skrifstofa eru í Ármúla 36, sími 68-15-11
Útgefandi: Goðgá hf.
Setning og umbrot: Leturval sf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Vinsældir Steingríms
Steingrímur Hermannsson er merkilegasti stjórnmála-
maður samtímans. Það sem gerir hann svona merkileg-
an eru þær vinsældir sem hann nýtur. Endurteknar vin-
sældakannanir Helgarpóstsins leiða í ljós að utanríkis-
ráðherra ber höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálamenn
— mælt í vinsældum. Hann er a.m.k. sá stjórnmálamað-
ur sem mönnum dettur fyrstur í hug þegar spurt er um
þessa embættismenn þjóðarinnar. Og nýtur fylgis langt
út fyrir raðir framsóknarmanna.
Það er engin einföld skýring á vinsældum utanríkis-
ráðherra. Sá sem hefur þá skýringu á reiðum höndum
þætti vafalaust tillögugóður í öðrum flokkum sem eiga
og hafa átt við forystuvanda að stríða. Ef forysta Sjálf-
stæðisflokksins hefði til að mynda svar við spurningunni
þá væru menn ekki að velta því fyrir sér hvort Davíð
Oddsson sé næsta leiðtogaefni flokksins, eða einhver
annar kandídat.
Eitt sést mönnum oft yfir þegar þeir velta fyrir sér vin-
sældum Steingríms Hermannssonar. Hann kom tiltölu-
lega seint inn í pólitík, en er samt alinn upp í henni. Og
eftir að hann sest á þing nýtur hann nærveru reyndra
framsóknarþingmanna, áður en hann verður talsmaður
flokksins. Reyndar má segja að hann hafi sprungið út eft-
ir að hann varð forsætisráðherra 1983. Þá tókst honum
að leiða ríkisstjórn í gegnum efnahagsaðgerðir, sem fyr-
irfram mátti ætla að yrði mikil píslarganga. Verkalýðs-
hreyfingin fór ekki af stað fyrr en hálfu öðru ári eftir
fautalegar efnahagsaðgerðir og þá með hálfum hug. Og
Steingrími Hermannssyni, þáverandi forsætisráðherra,
tókst það sem föður hans tókst ekki tæpum þremur ára-
tugum áður — að máta verkalýðshreyfinguna. Og með
því hlotnaðist honum „landsföðurímyndin" sem svo
margir minni spekingar í pólitík vildu hafa.
Og þá er komið að „ímyndinni“. Sjálft hugtakið ber
með sér að það nái e.t.v. ekki yfir það fyrirbæri sem það
á að lýsa. Að ímynd stórnmálamanns sé eitthvað annað
en hann í raun og veru er. Eitthvað sem þess vegna er
hægt að selja í kosningum — óháð því hvort innstæða er
til fyrir vörunni.
í Helgarpóstinum í þessari viku reyna menn að
skyggnast á bak við þessa „ímynd“ og tína til ýmislegt
sem færir hana nær raunveruleikanum. Þar segir m.a.:
„Stjórnmálamaður nútímans er ekki settur saman úr
ferli sjálfs sín, aðgerðum og aðgerðaleysi, stefnu og
stefnuleysi. Hann er samsettur úr margs konar goðsögn-
um, sem fjölmiðlar koma á framfæri. Þá og þessa stund-
ina má ýkja þennan dráttinn eða hinn og breyta mynd-
inni. Minni manna er stutt, nýjar kynslóðir koma án af-
láts, sem ekki muna lengra en það sem gerðist í gær. Orð
stjórnmálamanna eru ekki lengur skjalfest né munuð
stundinni Iengur."
Vinsældir Steingríms Hermannssonar benda til þess
að hann sé goðsögn. Honum leyfist nánast allt. í blaða-
viðtölum tekur hann samherja og andstæðinga og tugtar
til og gengur lengra en aðrir leyfa sér. Nýlegt viðtal í
tímaritinu Heimsmynd er dæmi um þetta. Og þegar
hann fer yfir strikið þá fyrirgefst honum. Almennt hefur
ekki verið kvartað yfir því að utanríkisráðherra lýðveld-
isins skuli taka þátt í markaðssetningu bókar eftir Gorba-
sjoff sovétleiðtoga í kompaníi við sovéska sendiherrann
á Islandi.
Veigamikil ástæða fyrir vinsældum utanríkisráðherra
kann að vera sú, að í honum sér þjóðin sjálfa sig. Að
Steingrímur sé sumpart hinn ,;íslenski draumur“ — það
sem svo oft er nefnt „sannur Islendingur". Sé svo hefur
þjóðin búið til Steingrím úr vonum sínum og löngunum.
10 HELGARPÓSTURINN
Réttmæt rifrildismál
Það er fleira matur en feitt kjöt og
fleira, sem er þess vert að hugsa um
það og skoða en pólitísk deilumál.
Þó eru ýmis slík mál, sem þjóðin
ætti ekki að láta stjórnmálamenn-
ina eina um að útkljá í þingsölum
eða bakherbergjum, heldur taka af-
stöðu til og láta í Ijós skoðanir á. Til
þess eru reyndar stjórnmálaflokkar
að hjálpa liðsfólki sínu að skerpa lín-
urnar í slíkum málum og auðvelda
því þannig að mynda sér skoðun.
Eitt slíkra mála er „kvótamálið".
Fyrir nokkrum árum stillti einn
stjórnmálaflokkurinn upp spurning-
unni: Hver á ísland ? og leitaðist við
að gefa svör við henni og eins hverj-
ir, að hans áliti, ættu að eiga þetta
ágæta land. Fyrsta spurningin í sam-
bandi við kvótann er ekki um fisk-
veiðistjórnun, heldur hitt hver á að
eiga hina nýfengnu 200 mílna land-
helgi íslands. Eiga þeir, sem fyrir til-
viljun áttu fleytur þegar kvótinn var
ákveðinn, að eiga um aldur og ævi
fiskveiðiréttinn og hafa til þess
heimild að láta hann ganga kaupum
og sölum? Eigum við að láta mynd-
ast hér útgerðaraðal, sem fær rétt-
indi sín ókeypis frá ríkisvaldinu, rétt
eins og aðalsstéttin á miðöldum
fékk réttindi sín frá krúnunni og sat
yfir hlut állra annarra þjóðfélags-
þegna? Sérstaklega er einkennileg
afstaða samtaka sjómanna, sem
telja sjálfsagt að fiskurinn í sjónum
sé eign núverandi útgerðarfyrir-
tækja og að í framtíðinni verði út-
gerðarmenn að kaupa sig inn í stétt-
ina með því að komast yfir einhvern
kláf. Hér þarf að taka ákvörðun áð-
ur en núverandi fyrirkomulag nær
að festa sig frekar í sessi.
Annað mál, sem miklu varðar alla
þegna þessa þjóðfélags, eru húsnæð-
ismálin. Húsnæðislánakerfið hefur
sprungið reglulega á eins til tveggja
ára fresti allan síðasta áratug. Hver
félagsmálaráðherrann af öðrum
hefur lýst yfir gjaldþroti fyrirrenn-
ara síns í starfi og ætlað að reisa sér
minnisvarða með varanlegri lausn
þessara mála: Fyrst Magnús H.
Magnússon, síðan Svavar Gestsson,
þá Alexander Stefánsson. Og nú er
röðin komin að Jóhönnu Sigurðar-
dóttur. Svo virðist sem aðgerðir í
þessum málum hverju sinni verði til
að hækka íbúðaverðið meira en
nemur hækkun lánanna. Þannig
dugði lán til þriggja herbergja íbúð-
ar 1. september í fyrra fyrir 69% af
íbúðarverðinu, en 15 mánuðum síðr
ar dugar lánið, þrátt fyrir hækkun,
fyrir aðeins 54% verðsins. Enginn
stjórnmálaflokkur virðist átta sig á
því að þessi mál verður að skoða
alveg upp á nýtt og í samhengi við
heildarfjármagnskerfi þjóðarinnar.
Húsnæðiskerfið verður að vera í
jafnvægi við aðra geira fjármagns-
markaðarins, þannig að það spenni
ekki upp almenna vexti og valdi
aukinni ásókn í niðurgreidd hús-
næðislán, sem krefst þá jafnframt
síaukinna framlaga til þessarar
vaxtaniðurgreiðslu. Alþingi verður
að leysa þetta mál i samráði við eig-
endur fjármagnsins, lífeyrissjóðina.
Almennt lífeyriskerfi er á stefnu-
skrá þessarar ríkisstjórnar. í fjörutíu
ár er það búið að vefjast fyrir Al-
þingi að taka á þessum málum með
þeim afleiðingum, að það, sem
menn kalla launamisrétti er svipur
einn hjá sjón hjá því gífurlega mis-
rétti, sem bíður ellilífeyrisþega og
nær raunar út yfir gröf og dauða
með makabótum og örorkulífeyri.
Vissir hópar þjóðfélagsins hafa á
þessu sviði skapað sér samnings-
bundin forréttindi, sem enginn
minnsti möguleiki er á að þjóðfélag-
ið hafi efni á að uppfylla. Þessi mál
dugar ekki að skoða í smábútum.
Þau verður að taka upp til skoðunar
í heild og í samhengi.
Ólafur Hannibalsson
Bréf til ritstjórnar
Heiðraði ritstjóri.
Vegna deilu, sem virðist risin út af
einkunn Þorgeirs Þorgeirssonar í ís-
lenzku á meðan hann stundaði nám
við Menntaskólann, vil ég láta eftir-
farandi koma fram:
Þorgeir lauk stúdentsprófi vorið
1953 og hlaut einkunnina 7,8 í árs-
einkunn í skriflegri íslenzku hjá
Magnúsi Finnbogasyni og 7,0 í
prófseinkunn hjá Magnúsi og stjórn-
skipuðum prófdómara. Talan 1,0
kemur hvergi fram í plöggum skól-
ans. Hafi Þorgeir mislesið töluna 1,0
fyrir 7,0 sl. hartnær 35 ár þá leið-
réttist það hér með, og getur hann
þá vonandi tekið gleði sína aftur,
hafi hann týnt henni vegna þessa
misminnis. Virðingarfyllst,
Guðni Guðmundsson,
rektor.
Athugasemd
frá SKÁÍS
Vegna tæknilegrar skekkju í
tölvuvinnslu í síðustu skoðanakönn-
un birtust rangar niðurstöður í töflu
um fylgi flokkanna fyrir landiö í
heild. I umræddri töflu féllu einnig
niður atkvæði Þjóðarflokksins.
Forsvarsmenn SKAISS biðja lesend-
ur og umfram allt Helgarpóstinn
velvirðingar á þessum leiðu mistök-
um. Leiðrétt tafla fyrir landið í heild
birtist hér með.
AII1 landið
% af þeim % af þeim
sem náðist sem tóku
Flokkar Fjöldi í afstöðu
Alþýðuflokkur 76 10,2% 15,4%
Framsóknarflokkur 93 12,4% 18,9%
Sjálfstæðisflokkur 147 19,7% 29,8%
Alþýðubandalag 54 7,2% 11,0%
Kvennalisti 73 9,8% 14,%
Borgaraflokkur 33 4,4% 6,7%
Þjóðarflokkur 9 1,2% 1,8%
Aðrir flokkar 8 1,1% 1,6%
Svara ekki 121 16,2%
Óákveðnir 102 13,6%
Kjósa ekki/skila auðu 32 4,3%