Helgarpósturinn - 14.01.1988, Page 6

Helgarpósturinn - 14.01.1988, Page 6
SKOÐANAKÖNNUN HELGARPÓSTSINS OG SKÁÍSS RÍKISSTJÖRNIN í MINNIHLUTA Fjóröungur stuöningsmanna Alþýduflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstœdisflokks styöur ekki ríkisstjórn Porsteins Pálssonar. Fylgi við ríkisstjórn hefur aldrei mælst minna í skoðanakönnunum Helgarpóstsins. Ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar fékk minnst 46 prósenta fylgi í janúar 1985, en mest mældist fylgi hennar í febrúar 1986, eða 55,7 prósenta fylgi. stjórnarflokkanna sjálfra. Hækkun skatta, aukinn söluskattur, kvóta- mál, óeining og klúður í þinginu, sem rekja má til hversu seint ríkis- stjórnin skilaði sínum málum af sér, eru allt mál sem ætla má að hafi mótað afstöðu fólks í könnuninni. Annað sem gæti hafa haft áhrif á afstöðu fólks er að stjórnarandstað- an og þeir stjórnarliðar er hafa verið andvígir ýmsum aðgerðum ríkis- stjórnarinnar hafa verið meira áber- andi í fjölmiðlum á undanförnum vikum. Þetta má einnig sjá í þeim þætti könnunarinnar þar sem spurt Styður þú ríkisstjórnina? Fjöldi Prósenta þeirra sem tóku afstöðu Nóv. Ágúst Júlí Já 280 44,4% 55,8% 63,8% 54,6% Nei 351 55,6% 44,2% 36,2% 45,4% Alls voru 776 spurðir. Þar at svöruöu 15 ekki (1,9% af úrtaki) og 130 voru óákveðnir (163% af úrtaki). Það var því 631 sem tók afstöðu eða 81,3 prósent af úrtakinu. var hvaða stjórnmálamenn fólk vildi styðja. Á listann yfir þá stjórn- málamenn sem fengu fleiri atkvæði en tíu komust aðeins tveir almennir þingmenn stjórnarflokkanna, Kar- vel Pálmason og Matthías Bjarna- son, en þeir hafa báðir lýst sig and- snúna ýmsum stefnumálum ríkis- stjórnarinnar svo sem kvótalögun- um o.fi. Eins og áður sagði nýtur ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar nú í fyrsta skipti fylgis minna en helmings þeirra sem tóku afstöðu. Hún nýtur ekki fylgis nema fjórða hvers stuðn- ingsmanns þeirra flokka sem að henni standa. Svo mikill munur hef- ur ekki áður mælst í skoðanakönn- unum Helgarpóstsins. Ástæður þessa má sjálfsagt finna í Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar Samkvæmt skoðanakönnun Helgarpóstsins og SKÁISS hefur rikisstjórnin tapað meirihlutafylgi sínu sem hún hefur haldið í öilum skoðanakönnunum frá því hún var mynduð. Þeir stjórnmálaflokkar sem standa að ríkisstjórninni njóta fylgis um 60 prósenta aðspurðra, en ríkisstjórnin sjálf ekki nema tæp- lega 45 prósenta aðspurðra. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hefur misst fylgi sam- kvœmt skodanakönnun Helgarpóstsins og SKAISS. Hún nýtur nú ekki fylgis nema tœplega 45 prósenta þeirra sem tóku afstööu. Þetta er í fyrsta skipti sídan ríkisstjórn- in var mynduð að minnihluti aðspurðra segist styðja hana. EFTIR GUNNAR SMÁRA EGILSSON MYND JIM SMART Andstaðan við ríkisstjórnina nær inn í raðir stjórnarflokkanna. í könnuninni sögðust tæplega 60 pró- sent kjósa einhvern hinna þriggja stjórnarflokka ef gengið væri til kosninga í dag. Ef gert er ráð fyrir að enginn stuðningsmanna annarra flokka styðji ríkisstjórnina er ljóst, að um fjórðungur fylgismanna Al- þýöuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstœöisflokks styður ekki þessa ríkisstjórn. aðgerðum ríkisstjórnarinnar að undanförnu. Þær hafa mætt and- stöðu sem nær langt inn í raðir FYLGI FLOKKANNA IFÖSTUM SKORÐUM I Eftir aö fjórflokkakerfiö hrundi er komiö annaö landslag I stjórnmál- in. Niöurstööur skoöanakönnunar Helgarpóstsins og SKÁÍSS benda til aö þaö sé aö festa sig í sessi. Hœgri- flokkur meö fylgi fjóröungs kjós- enda, miöjuflokkur sem nýtur fýlgis fimmtungs, Kvennalistinn sem þriöji stœrsti flokkurinn meö aö baki sér 15 prósent kjósenda, tveir jafnstórir sósíaldemókratískir flokkarsem njóta samtals fylgis um fjóröa hluta kjósenda og einn lítill hœgriflokkur til viöbótar. Þetta eru þær meginlínur sem hefur mátt lesa út úr niðurstöðum flestra skoðanakannana sem gerðar hafa verið eftir kosningar. Sumar hafa reyndar sýnt einhver frávik, en þetta eru eftir sem áður meginnið- urstöðurnar. Sjálfstœöisflokknum virðist ekki hafa tekist að vinna aftur upp það mikla fylgi er hann tapaði í síðustu kosningum. Þrátt fyrir að fylgi Borg- araflokksins hafi dregist saman hef- ur það ekki skilað sér til Sjálfstæðis- flokksins. Jafnvel þó að fylgi þessara tveggja flokka væri lagt saman er það mun lægra en Sjálfstæðisflokk- urinn var vanur að hafa í skoðana- könnunum fyrir klofninginn. Orsak- ir vanda Sjálfstæðisflokksins virðist því að finna víðar en í klofnings- framboði Alberts Guömundssonar. Ef til vill er tími hins gríðarstóra hægriflokks á fslandi einfaldlega liðinn. 6 HELGARPÓSTURINN Framsóknarflokkurinn er fastur fyrir. í þeim skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið frá kosning- um hefur hann haft svipað fylgi og í kosningunum, í kringum 20 pró- sent. Gríðarlegt persónufylgi þeirra Steingríms Hermannssonar og Hall- dórs Ásgrímssonar er sjálfsagt styrkar stoðir undir íylgi flokksins. Það nær þó langt út fyrir raðir Fram- sóknarflokksins, þar sem sam- kvæmt þessari skoðanakönnun nyti Framsóknarflokkurinn fylgis um 35 prósenta kjósenda ef persónufylgi Steingríms og Halldórs skilaði sér allt til flokksins. Kvennalistinn virðist vera orðinn traustur í sessi sem þriðji stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Hann hefur verið með um 15 prósenta fylgi í skoðanakönnunum frá kosn- ingunum. Kvennalistinn virðist því hafa lagt fjórflokkakerfið í rúst, nokkuð sem oft hefur verið reynt en alltaf mistekist. Ástæður fylgisaukn- ingar Kvennalistans virðist ekki vera að finna í hinni opinberu stjórnmálaumræðu, þar sem Kvennalistinn hefur ekki haft mikil áhrif á hana. Ástæðurnar virðist vera að finna annars staðar. Ef til vill nýtur Kvennalistinn þess að vera valkostur á móti fjórflokkunum. Alþýöuflokkurinn fær tæplega 13 prósenta fylgi samkvæmt þessari könnun. Það er svipað og hann hef- ur fengið í öðrum könnunum frá kosningum. Fylgistap hans virðist því staðreynd. Minnkandi persónu- fylgi ráðherra flokksins virðist ekki hafa haft þarna teljandi áhrif. Draumur Jóns Baldvins um stóran Alþýðuflokk sem einn réði við hinn stóra Sjálfstæðisflokk virðist því úti. Forsendurnar eru reyndar brostnar, þar sem Sjálfstæðisfiokkurinn hefur skroppið saman. Alþýöubandalagiö hefur lítillega rétt hlut sinn frá því það fékk hryllilega útreið í hverri skoðana- könnuninni á fætur annarri. Það nær þó ekki enn að auka fylgið frá kosningunum, þar sem flokkurinn fékk eina verstu útreið sem hann hefur fengið í samanlagðri sögu sinni. f þeim kosningum tókst Al- þýðuflokknum í fyrsta skipti frá seinna stríði að skjótast upp fyrir Alþýðubandalagið og forvera þess. Munurinn á þessum flokkum er nú lítill samkvæmt þessari skoðana- könnun. Aðeins munar 0,6 prósent- um á fylgi þessara flokka. Borgaraflokkurinn fær minna fylgi í þessari könnun en í síðustu kosningum. Fylgistap hans sást strax í niðurstöðu þeirra skoðana- Þingmenn Könnun Kosn. Alþýöuflokkur 8 10 Framsóknarflokkur 13 13 Sjálfstæðisflokkur 18 18 Alþýöubandalag 8 8 Samtök um jafnrétti 0 1 Borgaraflokkur 5 7 Kvennalisti 10 6 Þjóðarflokkur 1 0 kannana sem gerðar voru fljótlega eftir síðustu kosningar. Síðan þá hef- ur hann haldið sér um og yfir 7 pró- sent atkvæða. Það er því ekki hægt að spá þessum flokki dauða, þó framboð utan fjórflokkanna hafi ekki verið langlíf á fslandi, utan Kvennalistinn. Þingmenn Borgara- flokksins hafa auk þess verið óþreytandi á þingi og í raun barist fyrir lífi hans úr ræðustólunum þar. FALLKANDÍDATAR OG ARFTAKAR ÞEIRRA Samkvæmt útreikningum taina- spekinga Helgarpóstsins yrðu helstu breytingar á þingstyrk flokk- anna, samkvæmt könnuninni, þær að Kvennalistinn ynni fjóra þing- menn og fengi því samtals tíu, Borg- araflokkur og Alþýðuflokkur töpuðu hvor um sig tveimur þingmönnum, Stefán Valgeirsson fólli útafþingi og Þjóðarflokkurinn fengi mann inn. Þingstyrkur Sjálfstæöisflokks, Fram- sóknarflokks og Alþýöubandalags yrði óbreyttur. En breytingarnar á þingliöinu yrðu örlítiö meiri, þar sem hiö kostulega kosningakerfi setur allan þingheim á hreyfingu við tilfærslu fáeinna at- kvæða. Ef farið er yfir kjördæmin yrðu helstu breytingarnar þessar: I Reykjavík félli Jón Baldvin Hanni- balsson, fjármálaráðherra og for- maður Alþýðuflokksins, út af þingi, en í hans staö kæmi Guðrún Hall- dórsdóttir, forstööumaður náms- flokkanna, fyrir hönd Kvennalistans. Á Reykjanesi myndi Hreggviöur Jónsson Borgaraflokksmaður víkja fyrir Kvennalistakonunni Önnu Olafsdóttur Björnsson, sagnfræð- ingi og blaðamanni. Á Vesturlandi félli Ingi Björn Albertsson, Borgara- flokki, út og við það tapaði kjör- dæmið einum þingmanni þar sem flakkarinn flyttist til. Á Vestfjörðum myndi sá bláþráður sem hélt Sig- hvati Björgvinssyni krata inni slitna og Jóna Valgeröur Kristjánsdóttir kæmist þá inn sem eini þingmaður Þjóðarflokksins. Hún var einnig inni í síöustu könnun Helgarpóstsins. Engar breytingar yrðu í Norður- landskjördæmi vestra, en á Norður- landi eystra félli Stefán Valgeirsson út og Björn Dagbjartsson, fyrrver- andi þingmaður sjálfstæðismanna, kæmi aftur inn úr kuldanum. En inn- koma Björns myndi kosta það að Egill Jónsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, félli út á Austur- landi. í stól hans settist Kristin Karls- dóttír, fóstra á Seyðisfirði, fyrir hönd Kvennalistans. Flakkarinn kæmi í hlut Suðurlands og við þaö kæmi Kristín Ástgeirsdóttir, kennari og Kvennalistakona, inn á þing. Þó talnameistararnir hafi fellt of- angreinda þingmenn og sett aðra í stað þeirra mega fleiri þingmenn ótt- ast fylgistap sinna flokka. Jón Sæmundur Sigurjónsson, krati á Norðurlandi vestra, stendur tæpt, sömuleiðis Skúli Alexandersson á Vesturlandi og Margrét Frimanns- dóttir á Suðurlandi, bæði Alþýðu- bandalagsfólk.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.