Helgarpósturinn - 14.01.1988, Qupperneq 29
af músíkalíteti og hrifningareldmóði
Og þetta kvöld var vel spilað af
öryggi og krafti. Öll túlkun Zuk-
ofskys var innblásin og rétt. Hann
gjörþekkir öll stílbrigði hljómsveit-
ar Haydns og Schumanns, þannig
að þessi gömlu meistaraverk virka
fersk og ný. Haydn virðist nú höfða
til okkar æ sterkar, og ekki skil ég þá
fræðimannauppbyggingu að Schu-
mann hafi ekki kunnað að beita
hljómsveit.
Starf Zukofskys með Sinfóníu-
hljómsveit æskunnar er frábært í
stuttu máli sagt. Svo gott að það
sprengir merkingu hástemmdra lýs-
ingarorða. Atli Heimir Sveinsson
Geiri Sæm —
Fíllinn
irk
Mér leiðist að skrifa um svona
plötur, sem gerðar eru af ungum
mönnum sem lagt hafa fé sitt að
veði. Eytt miklum og dýrmætum
tíma í hugverk sitt og fengið hina
ágætustu hljóðfæraleikara í lið með
sér. Já, lagt allt undir, en eru þó
greinilega ekki með vinningsmið-
ann í vasanum. Ég fyllist einhverri
vorkunnsemi þegar svona plötur
eru að koma út, á sama tíma og mik-
ið af góðum íslenskum plötum er að
líta dagsins Ijós.
Platan hans Geira Sæm hefur allt
til að bera til að geta talist góð. Það
er góður hljóðfæraleikur, mjög
þokkalegur söngur (nema það skilst
varla orð af því sem sungið er) og
hljómurinn er alveg ágætur. Það er
bara eitt sem er að. Lögin eru ekki
nógu góð og þar með fellur platan.
Það sem þó er verra er að textarnir
eru sérlega lélegir, að minnsta kosti
sá hluti þeirra sem skilst.
Já, „Fíllinn" fellur og fær bara
tvær stjörnur.
Greifarnir — Dúbl
í horn
★★★
Greifarnir eru fyrst og fremst
popphljómsveit. Hvort þeir eru góð-
ir hljóðfæraleikarar að gera merki-
lega hluti tónlistarlega skiptir ekki
máli þegar svona hljómsveitir eiga
hlut að máli. Það er aðalatriði að
þeir framreiði tónlist sína skamm-
laust og séu skemmtilegir. Og Greif-
arnir eru það að mati margra af
yngri kynslóðinni. Ef gengið er út
frá tölulegum staðreyndum eru þeir
meira að segja ein skemmtilegasta
hljómsveit landsins, því fram að út-
gáfu þessarar plötu höfðu flest þau
lög, sem frá þeim hafa komið, farið
hátt á vinsældalista útvarpsstöðva
þessa lands.
Á „Dúbl í horn" eru þeir víða
skemmtilegir en þeir sýna líka á sér
aðra hlið. Alvarlegri hlið — og þó
hún sé ekki alveg eins skemmtileg
og hin hliðin (sú sem við höfum áð-
ur þekkt), þá tekst þeim bara sums
staðar ágætlega upp. Á stöku stað
verður alvarlega hliðin þó slæm,
eins og t.d. í laginu '85, sem hefur
inni að halda afskaplega illa saminn
og leiðinlegan eins konar þjóðfé-
lagsvandamálatexta.
Þá hefur Greifunum greinilega
farið fram sem hljómsveit og ekki
má gleyma þætti Tómasar upptöku-
stjóra Íömassonar, sem stýrt hefur
verkinu í höfn stórslysalaust.
Ég verð að vísu að játa að ekki hef
ég nú mikla eirð í mér til að setjast
niður heima hjá mér og hlusta á
þessa plötu, en eitt og eitt lag í út-
varpi hljómar ágætlega í mínum
eyrum, það er að segja svo framar-
lega sem ég þarf ekki að hlusta á
það hundrað sinnum. Og þegar á
heildina er litið held ég að Greifarn-
ir geti bara vel við unað.
Textones —
Cedar Creek
★★★★
Textones er bandarísk hljómsveit,
sem kemur nánar tiltekið frá Austin
í Texas. Það er kvenmaður sem fer
fyrir sveitinni og heitir Carla Olson.
Hún semur hin ágætustu lög, þá er
hún liðtækur gítarleikari og við
þetta bætist að hún er hin ágætasta
söngkona.
Textones flytja rokktónlist sem er
einfaldrar gerðar og minnir helst á
þá tónlist sem John Fogerty hefur
verið að fást við. Umfram allt gera
þau í Textones vel það sem þau eru
að gera og í mínu safni er alltaf pláss
fyrir tónlist sem þessa, því þegar um
allt þrýtur stendur þetta tiltölulega
gamaldags rokk alitaf fyrir sínu.
BÍLA'HAPPDRÆTTI HANDKNATTLEIKSSAMBANDS ÍSUNDS
10 SUZUKI FOX JEPPAR - með drifi á ollum. eins og landsliðið okkar 25 SUZUKi SWiFT - tískubíilinn í ár
■ ■?$, : , ■ ■■ - : . ■ ..V.: ,' ' 35 BÍLAR
Dregið mánudagskvöld FLUGLEIÐIR/mr :r ;ysaöJ: * í S i /fe-Sfy **'f£**ti& *** i/f*®
Eitt umslag
..engin bið!
Starfsfólk Útvegsbankans segir biðröðum stríð á hendur!
Þú færð þér umslag og lætur reikningana þína í það.
Þú skilar umslaginu í næstu afgreiðslu bankans.
Við greiðum og millifærum samdægurs.
Þú færð síðan kvittanirnar sendar heim í pósti.
Komdu og kynntu þér málið.
Sóaðu ekki lengur tíma þínum í biðraðir.
Þú getur gengið frá umslaginu heima.
bað borgar sig að skipta við Útvegsbankann!
--vs-- - Qc> Sl
^ffipðpjónusfá
• 'V £ O S 3 A-N-K-A-N S
j&hostu
1 '> vt '**M<.rSrt.lpU.-v1,-,, .. J
wmbJS'Sb, „S® «
ft'
;1 ftft''™*-'****’a «Kií
J -U. o
Utvegsbanki Islandshf
HELGARPÓSTURINN 29