Helgarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 35
-
Alfreö hefur gífurlegan stökkkraft og hér svífur hann hátt yfir vörn andstæðinga í landsleik.
Helsta vopn okkar í Seoul?
Alfreð Gíslason er án efa ein skærasta stjarna íslensks
handknattleiks um þefesar mundir. Hann leikur í Þýska-
landi, hefur gert það um fimmi ára skeið, og er nú á leið-
inni heim aftur, ætlar í KR, sagðist í einhverju viðtali ekki
vera mikið fyrir að flakka milli félaga. Hann hefur aðeins
leikið með þremur félögum um dagana, fyrst með KA á
Akureyri, þar sem hann er fæddur og uppalinn, síðan
með KR og svo Tusem Essen í V-Þýskalandi. Ólíkt mörg-
um öðrum íþróttastjörnum hefur hann ekki verið ýkja
mikið í sviðsijósinu hér heima, enda ekki mikið gefinn
fyrir að trana sér fram. Samt hefur hann sennilegast náð
lengst af okkar handknattleiksmönnum á erlendri grund
og sennilegast lengra en sterkustu knattspyrnumenn
okkar ef hægt er að gera samanburð þar á. Að vera burð-
arás í meistaraliði Tusem Essen í úrvalsdeildinni í
V-pýskalandi, en þar hefur Alfreð orðið þýskur meistari tvö
ár í röð, er sambærilegt við að Ásgeir Sigurvinsson hefði
einhvern tíma náð að verða leikstjórnandi hjá Bayern
Múnchen, eða Arnór Guðjohnsen stjórni sókninni hjá
Real Madrid í framtíðinni. Það lið sem verður þýskur
meistari í handknattleik, einni sterkustu hand-
knattleiksdeild í heimi, er örugglega eitt af tíu bestu fé-
lagsliðum í heimi í hvert sinn. Að vera lykilmaður, bæði
í sókn og vörn, hjá slíku liði er frábær árangur.
UPPHAFIÐ
Alfreð var ekki sérstaklega efni-
legur sem unglingur. Það var ekkert
sem benti til þess að hann ætti eftir
að verða landsliðsmaður í hand-
knattleik. Hann var sæmilegur fót-
boltamaður, heldur ekkert sérstak-
ur þar reyndar. Gunnar Gíslason,
bróðir hans, landsliðsmaður í fót-
bolta, reyndar líka í handbolta, var
miklu efnilegri í báðum greinum og
Hjörtur, eldri bróðir Alfreðs, var lyft-
ingamaður og hafði þá þegar sett
mörg íslandsmet.
Alfreð byrjaði að leika með meist-
araflokki KA þegar hann var
sautján ára, árið 1976, en það er
ekki fyrr en árið eftir sem eitthvað
fer raunverulega að gerast hjá hon-
um. Þá kom norður hinn kunni
kappi Birgir Björnsson, fyrrverandi
landsliðsmaður og leikjahæsti mað-
ur á fslandi þá. Birgir tók að sér
þjálfun KA-liðsins og átti að koma
því upp í 1. deild og ná þar með
langþráðu takmarki. KA-liðið hafði
mörg undangengin ár verið í ann-
arri deild og oftast alveg við það að
komast upp, lenti í öðru sæti oftar
en tölu verður á komið og það hélt
áfram meðan Alfreð lék með liðinu.
Birgir var fljótur að sjá hvert efni
Alfreð hafði að geyma og fyrr en
varði hafði þessi piltur, sem ekki
þótti brúklegur árið áður, tekið við
því hlutverki að vera aðalstórskytta
KA-liðsins. Alfreð er reyndar ekki
alveg sammála því að hann hafi ver-
ið lélegur í yngri flokkunum. Þó
segir hann að það sé eflaust rétt að
hann hafi verið lélegur framan af,
rekur minni til að hafa verið notað-
ur sem horna- og línumaður og að
hann hafi alls ekki þótt sérlega fjöl-
hæfur leikmaður. Hann byrjaði
seint að æfa handbolta, fimmtán ára
gamall, mest vegna þess að vinir
hans og kunningjar tóku hann með
en ekki vegna einhverra sérstakra
hæfileika segir hann. Birgir Björns-
son segir þetta um Alfreð og fyrstu
kynni sín af honum sem hand-
knattleiksmanni. „Það var ekki
reiknað með miklu af honum, en ég
var ekki á sömu skoðun og benti
honum strax á að hann gæti náð
langt en jafnframt sagði ég honum
að hann myndi þurfa að leggja hart
að sér. Ég var ekkert að leyna þeirri
skoðun minni að þarna væri á leið-
inni einn sá besti." Um þetta segir
Alfreð sjálfur: „Ég var alls ekki viss
um neitt slíkt, en auðvitað stefndi ég
hátt. Ég æfði alltaf mum meira en
félagar mínir, var mikið á aukaæf-
ingum líka hjá Birgi fyrir norðan og
eins eftir að ég kom suður í KR.
Fyrsta takmarkið var á sínum tíma
að komast inn í meistaraflokk KA
og satt að segja var ég ekkert alltof
bjartsýnn á það. Ég hef reynt að
þróa mig áfram í gegnum tíðina og
held ekki að ég sé fæddur neinn
stórkostlegur hæfileikamaður, sú
geta sem ég nú hef er frekar eitt-
hvað sem áunnist hefur í gegnum
tíðina."
VILJI
Mikil vinna.og ástundun hafa ein-
mitt verið aðal Alfreðs í gegnum
tíðina, hann var óheflaður leikmað-
ur í upphafi og fram eftir ferlinum
en hefur alltaf haft viljann og agann
til að leggja hart að sér við að bæta
það sem þurft hefur. Jóhann Ingi
Gunnarsson, þjálfari Alfreðs hjá
Essen og fyrrum landsliðsþjálfari,
segir einmitt að það sé kannski það
skemmtilegasta við þann árangur
sem Alfreð hefur náð að hann hafi
þurft að leggja mikið á sig til að ná
honum og sömuleiðis þurft að læra
öll atriði handknattleiksins, fæst af
því hafi hann haft í blóðinu, eins og
sé til dæmis tilfellið með mann eins
IEFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON MYND EINAR ÓIÁSON O.Fd
HELGARPÓSTURINN 35