Helgarpósturinn - 14.01.1988, Side 39
FRJTTAPÓSTUR
Lög um stjórnun fiskveiða samþykkt á Alþingi.
Sjávarútvegsráðuneytið vinnur nú að endanlegri
útgáfu reglugerðar í samræmi við lög um stjórnun
fiskveiða, sem samþykkt voru á Alþingi aðfaranótt
föstudags liðinnar viku. Jafnframt verða send út
bréf til útgerða þeirra skipa sem falla undir kvóta-
kerfið, þar sem mönnum er gert, eins og áður, að
velja milli sóknarmarks og aflamarks fyrir tiltek-
inn tíma. Bkki er um stórfelldar breytingar að
ræða á framkvæmd kvótakerfisins frá fyrri lögum,
en miklar breytingar verða hins vegar á veiði-
stjórnun smábáta og úthafsrækjuskipa. Strax
koma þó vandkvæði varðandi smábátana. Sam-
kvæmt fyrri lögum voru veiðar þeirra báta sem ein-
göngu stunduðu veiðar á handfæri og línu háðar
banndögum í janúar, en veiðar netabáta voru undir
kvóta. Núna er handfæra- og línubátum hins vegar
heimilt að sækja um aflahámark og falla bann-
dagar þá úr gildi. Mjög erfitt mun verða að fram-
fylgja ákvæðum um banndaga í þessum mánuði
þar eð lögin voru svo seint á ferð. Heimild ráðuneyt-
isins til að gefa út leyfi til að veiða í dragnót hefur
opnast aftur, en sú heimild féll niður frá áramótum
fram að gildistöku laganna.
Skýrsla um ammóníaksgeymi Áburðarverksmiðj-
unnar kynnt rikisstjórn.
Starfshópur á vegum félagsmálaráðuneytisins,
sem gera átti tillögur um úrlausn vandamála vegna
ammóníaksgeymis Áburðarverksmiðjunnar í
Gufunesi, hefur komist að þeirri niðurstöðu að
komi mikill leki að geyminum eins og hann er nú
geti það haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með
sér og stefnt lífi starfsmanna og íbúa á stórum
hluta höfuðborgarsvæðisins í hættu. Líkurnar eru
þó ekki taldar miklar en ekki er hægt að útiloka að
slíkt geti orðið. Niðurstöður skýrslu starfshópsins
voru kynntar á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag af
Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra. Jó-
hanna lagði til að byggður yrði nýr kæligeymir og
þeim öryggisráðstöfunum sem nauðsynlegar eru
yrði framfylgt. Að öðrum kosti yrði verksmiðjan
lögð niður, einkum vegna þeirrar hættu sem er
samfara staðsetningu hennar.
• Við rannsóknarboranir við Njarðvík og Keflavík
hefur komið í ljós að olía er í grunnvatni á svæðinu.
Vatnssýni eru enn i rannsókn og ekki vitað hvort
mengunin er afleiðing olíulekans í vetur eða merki
eldri mengunar. Sérfræðingar sem kvaddir hafa
verið til telja ólíklegt að vatnsból Njarðvíkinga og
Keflvíkinga séu í yfirvofandi hættu. Steingrimur
Hermannsson utanrikisráðherra, lagði fram gögn
á ríkisstjórnarfundi sl. fimmtudag varðandi olíu-
mengunina. Steingrímur kynnti ríkisstjórninni
stöðu mála, en nánari rannsóknir á svæðinu eru
fyrirhugaðar.
• Þrotabú Hafskips hf. hefur verið sýknað í
Skiptarétti Reykjavíkur af kröfum Ragnars Kjart-
anssonar, fyrrverandi forstjóra og stjórnarfor-
manns Hafskips hf., um skuldajöfnun kröfu sem
hann gerði í búið vegna ógoldinna viðbótarlauna á
móti kröfum búsins á hendur honum. Úrskurðað
var að Ragnari bæri að greiða þrotabúinu rúmlega
2,8 milljónir króna með vöxtum vegna skuldar
hans, m.a. vegna bifreiðakaupaláns, úttektar af
hlaupareikningum Hafskips og oftekinna viðbót-
arlauna.
• Trúnaðarráð Verkamannafélagsins Dagsbrúnar
samþykkti samhljóða á fundi í síðustu viku að
boða fljótlega til félagsfundar þar sem leitað verði
eftir heimild til verkfallsboðunar.
• Pundur framkvæmdastjórnar Verkamannasam-
bands íslands var haldinn á föstudag. Þar var
ákveðið að fresta formannaráðstefnu sambandsins
sem fyrirhugað var að halda um miðjan mánuðinn,
en efna þess í stað til funda á næstunni með stjórn-
um aðildarfélaganna viða um land. Ákvörðun um
þessa fundi var tekin til þess að skýra sjónarmið
forystu sambandsins í kjaramálum. Ennfremur til
að fá viðhorf stjórna aðildarfélaganna og tillögur
um hvað gera skuli. Staðan í kjaramálunum er
óljós og sagði Guðmundur J. Guðmundsson, for-
maður VMSÍ, að uppi væru mismunandi sjónarmið
um hvernig bæta skyldi kjör félagsmanna VMSÍ.
Hins vegar er algjör samstaða um að laun hækki
ekki öll jafnmikið i prósentum talið, lægstu launin
verði að hækka mest.
• Þrir menn björguðust, en tveggja er saknað, eftir
að fiskibáturinn Bergþór KB 5 sökk um 8 sjómílur
norðvestur af Garðskaga á Reykjanesi á föstudag-
inn. Bergþór fékk á sig brotsjó er hann var við línu-
veiðar og lagðist báturinn á stjórnborðshlið og
sökk nær samstundis. Leit að mönnunum tveimur
hefur enn engan árangur borið.
• Árni Vilhjálmsson prófessor sagði sig úr banka-
ráði Landsbanka íslands sl. mánudag, en hann var
annar af tveimur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í
bankaráðinu. Árni tilkynnti afsögn sína með bréfi
til bankaráðs og bankastjórnar Landsbankans og
sendi jafnframt Þorsteini Pálssyni, formanni Sjálf-
stæðisflokksins, bréf þar sem hann gerði grein fyr-
ir ákvörðun sinni. Ástæða úrsagnar Árna er
ágreiningur milli hans og forystumanna Sjálf-
stæðisflokksins um ráðningu bankastjóra Lands-
bankans í stað Jónasar H. Haralz sem gert er ráð
fyrir að láti af störfum um mitt ár. Ráðherrar Sjálf-
stæðisflokksins höfðu afráðið að styðja Sverri Her-
mannsson til starfans og höfðu skýrt Árna Vil-
hjálmssyni frá afstöðu sinni, en Árni studdi
Tryggva Pálsson.
<
w
S
1=
ALVÖRU
VERÐLÆKKUN
Tilboðsverð Nesco er langt
fyrir neðan tollalækkunina
Auðvitað er tollalækkunin komin
til framkvæmda hjá okkur. En við
gerum enn betur. Nú bjóðum við stór-
lækkað TILBOÐSVERÐ á sjónvarps-
tækjum, myndbandstækjum og hljóm-
flutningstækjum, sem er langt fyrir neðan
tollalækkunina. Staðreyndirnar hér fyrir
neðan tala sínu máli:
XEfMOINI CDH03 geislaspilari:
bse'zr t. sssBBaöKK : '
Verð í nóv. '87 19.900 kr. stgr.
Verð eftir tollalækkun 14.900 kr. stgr.
TILBOÐSVERÐ 11.900 kr. stgr.
XEIMOINI HV02 myndbandstæki:
Verð í nóv. '87 38.900 kr. stgr.
Verð eftir tollalækkun 31.900 kr. stgr.
TILBOÐSVERÐ 25.900 kr. stgr.
ORION 20" litsiónvcirp:
Verð í nóv. '87 35.900 kr. stgr.
Verð eftir tollalækkun 31.900 kr. stgr.
TILBOÐSVERÐ 28.900 kr. stgr.
Þetta er eins og þú sérð mun meiri
lækkun en tollalækkunin hefur í för með
sér, og meiri lækkun en gengur og gerist.
Nú eru einnig háværar raddir um að
gengisfelling sé væntanleg á næstunni.
Það er því NUNA sem þú nýtir
þetta einstaka tilboð Nesco
því það eru takmarkaðar
birgðir á þessu ótrúlega
verði.
nesco
IRLJGFHÆGUR HF
Laugavegi 10, sími 27788
Kringlunni, sími 687720
HELGARPÓSTURINN 39