Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 3

Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 3
2 PENINGAMÁL 2000/3 Verðbólga hefur haldist yfir 5½%… Tólf mánaða hækkun vísitölu neysluverðs hefur ver- ið á bilinu 5½-6% síðan í desember á síðasta ári. Frá apríl til júlí hækkaði neysluverð um 1,3% sem sam- svarar 5,2% verðbólgu á heilu ári. Það er heldur meiri verðbólga en á fyrsta fjórðungi ársins. Eins og verið hefur um hríð áttu hækkanir á verði húsnæðis og bensíns veigamikinn þátt í verðhækkunum á öðr- um ársfjórðungi. Lætur nærri að skýra megi helming hækkunar neysluverðs á ársfjórðungnum með þess- um tveimur liðum. Það eru takmörk fyrir því hvað bensínverð hækkar mikið, og hækkun húsnæðis er að hluta leiðrétting á lágu verði undanfarinna ára. Því er ljóst að undirliggjandi verðbólga er minni en mæld verðbólga undanfarinna mánaða. Það þýðir hins vegar ekki að við engan verð- bólguvanda sé að stríða hér á landi. Í fyrsta lagi nam hækkun neysluverðs 3,2% á heilu ári til júlí að þess- um liðum og bifreiðatryggingum slepptum. Þetta er nærri tvöfalt meiri verðbólga á þennan mælikvarða en árið áður og meiri verðbólga en er að meðaltali í aðildarlöndum ESB, en þá að meðtöldu bensíni. Reyndar mældist verðbólga hér svipuð og á Írlandi í maí, eða 5%, og er þá miðað við samræmda neyslu- verðsvísitölu ESB sem nær til bensíns en ekki hús- næðis. Í öðru lagi er mikil hækkun fasteignaverðs öðrum þræði vísbending um mikla eftirspurnar- þenslu. Í þriðja lagi er hætt við að aukin mæld verð- Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Útlit er fyrir að hægar dragi úr verðbólgu en spáð var í vor Til skemmri tíma litið hafa verðbólguhorfur spillst nokkuð vegna lægra gengis krónunnar en í vor. Seðlabankinn spáir því nú að verðbólga verði rúmlega 5½% frá upphafi til loka ársins. Það veldur einn- ig áhyggjum að verðbólguvæntingar yfir 5% virðast vera að festast í sessi. Ekki liggja fyrir í mældum hagstærðum ótvíræð merki um að ofþensla sé tekin að hjaðna. Efnahagshorfur fyrir næsta ár og at- burðir á fjármálamörkuðum á síðustu vikum gætu þó stuðlað að hjöðnun hennar á næstunni. Slík þróun myndi stuðla að minni verðbólgu. Ekki er hins vegar útlit fyrir að viðskiptahalli minnki mikið í bráð. Hann verður þannig áfram áhættuþáttur sem hagstjórn þarf að glíma við. Í meginatriðum stendur því sú greining sem sett var fram í síðasta hefti Peningamála. Svo lengi sem verðbólguhorfur breytast ekki til hins betra frá því sem nú er og ofþensla er viðvarandi mun Seðlabankinn fylgja aðhaldssamri peningastefnu. Hann mun hins vegar á næstunni fylgjast mjög grannt með hugsanlegum vendipunktum í þróuninni. 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 21. júlí 2000. M M J S N J M M J S N J M M J 1998 1999 2000 0 1 2 3 4 5 6 7 -1 -2 -3 -4 -5 % Neysluverðsvísitala Innlendar vörur og þjónusta án búvöru og grænmetis Innfluttar vörur án bensíns, áfengis og tóbaks Verðbólga og nokkrir undirþættir Mynd 1 12 mán. %-breytingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.