Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 2
morgunbladið Sunnudagur 5. jan. 1964' Brenna á Helgafelli og nýr jólasveinn, Klukknahringir Vestmannaeyj urn, 2. jan. — Áranmótin fóru friðsamlega tfram í Vestmannaeyjum. Veður yar fremur slæmt, en samt voru brennur með mesta móti eða xiær 25. Tvær þeirra voru stærst ar, svokallaðar Kórbrennur, en í þeim var kveikt kl. 21.30—22. !>ar var mikill fjöldi fólks sam- an kominn til að brenna út árið og kveðja það. Lögreglan gætti svæðisins og urðu slys engin. Meðfylgjandi myndir voru teknar á gamlárskvöld. Ein sýn- ir stærstu brennuna í Eyjvun. Þetta kvöld var stór brenna efst á toppi Helgafells, en svo hefur ekki verið um áraraðir. Lögðu þeir sem þar brenndu út gamla árið á sig mikið erfiði við að koma brennuefni þangað upp, þó sérstaklega olíunni. Því miður var rokið of mikið til þess að hún nyti sín að fullu. Á minni myndinni sjást „brennuvargamir“ í Kórbrenn- unni, en þeir hafa undanfarin ár séð um þennan stærsta lið „kvöldprógrammsins“ með því að koma upp stóru brennunni. Þeir em sigurreifir á svip, þó útataðir séu í olíu, smurningi og tjöru, enda að nálgast sú stund þegar kveikt er í síðustu olíu- tunnunni. Á Þorláksmessu var kveikt á skreytingum í Vestmannaeyjum m.a. hinni myndarlegu ljósa- skreytingu rafstöðvarinnar. Þá var uppi á þaki jólasveinn, sem gæti af embætti sínu borið heit- ið „klukknahringir", en hann var einn af þeim sem sáu um skreytinguna. Hann stendur hér við mótordrifna.r bjöllur. Var komið fyrir segulbandi eða upp- töku, sem spilaði klukknahljóm í tákt við sjálfan sláttinn. Þann ig verður skreytingin einnig kvödd á þrettándanum. 20 bátar róa frá Sandgerði í vetur SANDGERÐI, 3. jan. — f nótt héldu fimm línubátar á sjó í fyrsta róðurinn á vertíðinni. Bát- ar þessir hafa verið á síld, en eru nú hættir þeim veiðum. Þeir eru Muninn, Sæunn, Mummi, Stein- I í GÆR var byrjaff aff grafa | grunninn að nýju Slökkvistöð inni, sem rísa á viff Reykja- nesbraut. Verktakar eru Magn I ús K. Jónsson og Magnús Árnason. Er ætlunin aff I fyrsta áfanga aff nýju stöðinni, sem er bifreiðageymslur. ’ I verði lokið 1. október 1964. Þá | verður byrjaff á affalbygging > unni, sem áætlaff er að ljúka í júní 1965 og á öllu verkinu 'að verða lokið 1966. Við ýt- I una, sem er aff hefja verkið. | standa, Gunnar Sigurffsson, varaslökkviliðsstjóri, Magnús Árnason, Aðalsteinn Sigurðs- |son og Bjarni Bjamason. un gamla og Jón Oddsson. Alls verða gerðir út 20 bátar frá Sand gerði í vetur, þar á meðal þrír Húsavíkurbátar og einn frá Akur eyri. f flota Sandgerðinga hafa bætzt fjórir nýir bátar á sl. ári. Þrjú nýsmíðuð skip komu hér, Páll Pálsson, Elliði og Guðbjörg, 150— 215 tonn að stærð. Auk þess keypti Guðmundur Jónsson á Rafnkelsstöðum hinn aflasæla Vestmannaeyjabát Gjafar, sem nú heitir Kristján Valgeir. Tveir ungir menn eru í þann veginn að hefja útgerð hér, þeir Sigurður Margeirsson og Guð- mundur Þorkelsson. Keyptu þeir hið fræga aflaskip Víði II (gamla) af Guðmundi á Rafn- kelsstöðum, en báturinn heitir nú Freyja. Mun hann hefja róðra næstu daga. Menn bíða hér óþreyjufullir eftir úrskurði yfirnefndar um bol fiskverðið, og vona að hann komi sem fyrst. -— Páll. Stjórnorkosning í Sjónionnniél- nginu STJÓRNARKOSNING í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur fer fram í dag, sunnudag, kl. 14—20. Kosiff er í skrifstofu félagsins aff Hverfisgötu 8—10. Listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs — listi lýff ræffissinna í félaginu — er A- listi. — Stjóm félagsins skorar á alla félagsmenn aff neyta atkvæð isréttar síns og hrinda enn einu sinni árás kommúnista og fylgi- fiska þeirra á félag sitt. í FRÉTT í blaðinu í gær um leigutilboð Stangaveiðifélags Reykjavíkur misritaðist dagsetn ing. í fréttinni var sagt að til- boðið og bréf þess efnis hafi ver ið dagsett 2. janúar, en hið rétta er að það var dagsett 2. desem- ber sl. Heimdallur MÁLFUNDAKLÚBBUR HEIMDALLAR heldur fyrsta fund sinn eftir jól n.k. þriðju- dagskvöld kl. 20,30 í Valhöll. Umræffuefni: HVER ER ÞÁTTUR ÍSLENZKRAR ÆSKU 1 Þ J ÓÐLÍFINU ? Frummælandi: ÁRMANN SVEINSSON, menntaskólanemi. Nýir þátttakendur eru hvattir til að koma. — Stjómin. Á MEGINLANDI Evrópu er vesturströnd Noregs, enda hægviðri og víða frosL Skygg stendur þar vindur af hafi. ni er þar lélegt, ýmist reykjar Á íslandi er milt og engar móða eða þoka. Yfir íslandi honfur á breytingum til kald er hlýrra 6-8 st. og eins á ara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.