Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 8
8 MORCU N BLAÐIÐ Sunnudagur 5. jan. 1964 \ UM BÆKUR „Einhver kemur eft- ir mig sem hrýtur" SVO kvað séra Björn í Sauð- lauksdal og sannarlega voru þeir allmargir á öldinni- sem leið, mennirnir, sem þannig hugsiuðu — góðu heilli. En um þá flesta hefur verið furðu hljótt hafi þeir ek.ki unnið stóra á áberandi sigra og bardagamenn stjórnmálalífsins séð sér hag- kvaemt að frægja þá og fá því til leiðar komið, að á sjálfa sig yrði að meira eða minna leyti litið sem arftaka þeirra. Einn þeseara manna var >or- lákur Olafsson Johnsen, sem Lúð vík Kristjánsson hefur nú skrif- að um tveggja binda ritverk. Eg hafði nokkra hugmynd um ger# og starf þessa sérstæða önd vegismanns, en samt sem áður hef ég orðið því meir undrandi sem ég hef kynnzt fleira af því, sem Lúðvík hefur frá honum að segja. f>á er Þorlákur var seztur að í Reykjavík, reyndist ærið margt er honum lá á hjarta, umfram þá viðleitni hans til að fræða og skemimta, sem frá er sagt í lok fyrra bindis þessa ritverks. Hann gerði sér ljóst, að frelsið sem stjórnarskráin frá 1874 veitti það sýndi sig, að danskir ráð- herrar höfðu að engu fjölda þeirra samiþykkta, sem gerðar voru á ALþingi, Oa hann gat ekki unað því, að íslenzkir stjórn málamenn létu hugfa'llast, stæðu dreifðir oig stefnulitlir í stað þess að fyl'kja sér til sóknar um merki Jóns Sigurðssonar. Hann vann að stofnun frjáilslynds lýð- ræðisflokks svo sem hann máfiti, og lét þar ekki standa fyrir sam vinnu við menn óvinsamleg skrif þeirra eða athafnir í hans garð. Hann gerðist forvígismað- ur fánamálsins, og hann barð- ist sfceleggri baráttu gegn Ame- ríkuferðum, þegar ýmsir aðrir af mestu áhrifa- og fremdar- mönnum íslendinga gerðust bein línis launaðir þjónar þess ríkis í Ameríku, sem fastast sótti eftir íslenzkum nýbyggjum. Hann vildi bwta blaðamennsku og blaðakost á íslandi, og hann var svo andstæður þrælbindandi bók stafstrú, að honum kom jafnvel til hugar, að nauðsyn bæri til að stofnuð væri fríkirkja. Hann beittj sér mjög eindregið fyrir bættum samgöngum með fram ströndum íslands og kom því til leiðar, að keyptur var gufubátur, — og er fróðlegt að lesa hvemig því máli var tekið. En þar var hann svo langt á und an sínurn tíma, að bann gerði ráð fyrir, að þegar félagi því, sem hæfi strandferðir, yxi fiskur uim hrygg, keypti það flóabáta. Hann vann að kynningu íslenzk- ra fiskafurða á erlendum sýn- ingum, og hann var mikill á- hugamaður um breytingu á fiskiiflota íslendinga og fisk- veiðum. >á kom hann fram stór- merkri tilraun um útflutning á ísuðum fiski til Bretlands, og er það sönn sorga/rsaga hve létt dönskum og hálfdönskum sel- stöðukaupmönnum veittist að drepa í dróma það vel undir- búna og glæsilega nauðsynjamál og víst er um það, að efcki fékkst stuðningur landsstjórnarinnar við það mál. Einnig er næsta fróðlegt að kynnast jafn ræki- lega og þarna er kostur á um- bótum hans á verzlun innan- landis. Hann kappkostaði sem bjölbreyttast og nýtízkuleg- ast vöruval og kurteisi og lipurð í afgreiðslu, taildi það meðal annars hlutverk kaupmanna og starfsliðs þeirra, að leiðbeina við skiptavinunum um val á smekk- legum vörum sem um leið hæfðu kaupgetu kaupanda þeirra og til gangi. Hann hóf fyrstur að aug- lýsa vörur og setti skilti á búð sína, og þótti hvort tveggja hé- gómlegt og allt að því hneyksli. Hann vildi afnema búðarstöður alþýðurr>anna og fá fólki önnur tómstundaverkefni. Honum var áhugamál að íslenzk verzlunar- stétt hlyti nauðsynlega fræðslu og var forgöngumaður verzlunar skóla, og hann vildi jafnvel, að veralunarfólk hlyti styttri vinnu tíma, meira að segja orlof! Þá vildi hann efla meg þeirn sam- töik, og varð honum nokkuð á- gegnt í þessum efnum, þótt flestu væri illa tekið oe þar kæmi, að árangur sá, er hann náði væri yfirleitt að engu gerð- ur í bili. Hann hélt fram sið- bótarstarfi sínu, og hann var á- hugasamur um mál Reykjavíkur, vildi gera veg bæjarins sem mest an og veglegastan, gerði sér og fyUstu grein fyrir mikilvsegi hans sem höfuðstaðar. En hann sást ekiki fyrir um f.iárhagsstuðning við áhugamál sín í almenningsþarfir og hreppti stór og þung áföll fjárhagslega, sem öll voru beinlínis sprottin af umihyggju h-ans fyrir þjóðar- höguim. Og þetta — ofan á megna Horfnar Elinborg Lárusdóttir: Eigi má sköpum renna. Horfnar kynslóðir III. Skuggsjá. Hafnarf. 1963. 1. EINAR H. Kvaran fylgdi úr garði fyrstu bók Elinborgar Lárusdóttur, Sögum. Hið merka og vinsæla sagnaskéld spáði góðu um framtíð skáldkonunnar. Síðan hefur hún gefið út 24 bæk- ur af ýmsu tæi, en það var með þriggja binda skáldsögunni Föru- mönnum, sem hún hlaut aknenn- ar vinsældir íslenzkra lesenda. Frá 1947—1960 kom engin löng saga frá hendi Elinborgar, en hins vegar smásagnasafn, sem meðal annars hefur að geyma smásögu, sem hlaut verðlaun í alþjóðlegTÍ smásagna keppni og hefur verið þýdd á tugi tungu- mála. En árið áður en skáld- konan varð sjötug, koom út fyrsta bindið af Horfnum kynslóðum, Sól í hádegisstað, annað bindið, E>ag skal að kveldi lofa, kotn síðan út á sjötugsafmæli Blin- borgar og þriðja bindið, Eigi má sköpuim renna, nú í haust. Með þessum sagnaflokki hefur Elin- borg orðið einn af vinsælustu rithöfundum þjóðarinnar. Elinborg Lárusdóttir hefur rer ið mjög mikilvirk og lengstum hefur hún skrifað bæfcur sínar í tómstundum frá mjög fjöl- þættum störfirm, og auk þess hef ur hún átt við að stríða lang- vaorandi vanlheilsu. Hún hóf ekki að skrifa skáldsögur, sem koma skyldu fyrir sjónir almennings, fyrr en hún var kotnin yfir fer- tugt, hafði ekki átt kost veru- legra kynna af eriendum bók- menntum og ekki haft taekiifæri til að njóta örvunair af umgengni óvild danskra og dansk-islenzkra kauipmanna, þiöngsýni stjórnar- valda, háð og spott ótíndra blaða snápa, vanþakklaeti mikils fjölda af alþýðu manna og tómlæti ým- issa mennta- og enmbættismanna lamaði smátt og amátt heilsu hans og þrek, Oig möre síðustu ár ævinnar var þessi einstaki fjör- og starfsmaður, bjartsýnn og vel menntaður heimsmaður og inn í merg og bein óeigin- gjarn hollvinur þjóðar sinnar og trúmaður á getu hennar og gæði landsins, einangraður og óvirkur, þótt enn værj jafnt höfuð og hjarta helgað veg og gengi þjóð- ar hans og raunar velferð alls mannlífs — já, alls hins gróandi lífs á jörðu hér. Lúðvík Kristjánsson hefur á undanförnum árum unnið mikið verk og þarft, og þótt alltaf hafi bækur hans borið vitni um sam- vizkusaman fræðimann, einlæg- an vin alls, sem mátt hefur og má til heilla horfa, og rithöfund, sem lætur vel að koma skipu- lega fyrir flóknu efni, sótt i margvíslegar og sundurleitar heimildir, þá er auðsætt af þessu ritverki — og ekki sízt þessu síðara bindi, að hann er enn að vaxa sem rithöfundur, framsetningin að verða æ skýr- ari og um leið léttari, stíllinn liprari og rnálið heflaðra. Eg vildi svo leyfa mér að minna hæstvirt stjórnarvöld og Alþingi á það, að ekki þarf síður að hækka ritstyrki slíkra manna á fjárlögum, heldur en bæta kjör opinberra starfsmanna — eða að minnsta kosti færa styrk- ina til samræmis við aukna dýr- tíð. En styrkur Lúðvíks Krist- jánssonar, sem gæti sagt við bjóð sína: Þér vinn ég það, sem ég vinn, er óbreyttur á fjárlög- ’jim komandi árs. Guðm. Gíslason Hagalín. kynslóðir við skáld og bókmenntalega áhugamenn sinnar kynslóðar, hvað þá leiðsagnar sér eldri og þroskaðri bókmenntamanna, — enda fáir hér á landi, sem gefa sér tóm til leiðsagnar á þeim vetvangi, ekki einu sinni svo vel, að útgefendur yfirleitt skilji nauðsyn þess, sem hvert erlent bókaforlag telur sjálfsagt, að hafa sér við hönd kunnáttuisama menn, sem snurfusi verðmæt handrit, en ekki frá gengin af þeirri hæfni, sem jafna mætti við leikni góðs handverksmanns, verkið jafnvel stundum ekki meira en sem samsvarar því, að burstuð sé góð flík, áður en í henni er farið á mannamót. Bæk- ur Elinborgar skorti nokkuð á fágun í stíl og framsetningu, og af þeim sökum vann hún sér ekki hylli þeirra bókimennta- manna sem einkum líta á þá hlið skáldsagna og meta þá lítils eðlilegan og rökrænan söguþráð, lífs- og mannþekikingu og heil- briigð og jákvæð viðhorf, jafnved þótt allt þetta fari saman. Það þarf svo ekki að taka fram, að Elinborg hefur verið dæmd úr leik hjá þeim hinna yngri kyn- slóða, sem játa trú þess forystu- liðs, er telur sérleik í stíl, ýmiss konar formbrögð — ævinlega erlends hermikyns — ’Og hunzku í mannlýsingum og lífls- viðhorfum skilyrði fyrir því, að skáldrit geti talizt hlutgengt. Loks er svo það, sem er alikiunna rneðal þeirra, er þekkja til lista- rmannalífs okkar síbreytilega höf- uðstaðar, að skáld og listamenn þurfa helzt að ganga um með fíflihúfu eða vera bundnir ein- hverri k! íku þess slúður- og rápliðs götu og kaffiihúsa, sem kemur sér saman um, þrátt fyrir innbyrðis öfund og-baknag, hvað teljast skuli list á íslandi, og ræður miklu um skoðanir list- snobba og áróðursfyrirgreiðslu æsiþyrstra blaðamanna, sem si- fellt verða að vera á slí’ku spani í þágu samkeppnisihæfni blaðs síns, að ég hef stórlega umdrazt, hve andleg heilsa þeirra þolir milklar og varanlegar pyndingar. 2. Horfnar kynslóðir eru ótvírætt veigamesta og vandaðasta skáld- rit Blinborgar, og þess varð ég greinilega vís í hitteðfyrrahaust, þá er séra Sveinn Víkingur las kafla úr Dag skal að kveldi lofa, að ýmsum þeim þótti mikið til koma, sem höfðu talið sér hæfa að skjóta verðleikum skáldkon- unnar í skugga. Þessi þrjú bindi eru samfelld sag®, sem gerist í Skagafirði á 18. öld, en þá munu kúgunar- og eyðingaröfl hafa komizt næst því að ganga af fe- lenzku þjóðinni dauðri. Þessi hörmiungatími er ekki fjær okk- ur en svo, að í bernsku hlýddi ég á frásagnir gam'allar fróð- leikskonu, sem hafði heyrt móð- ur sína segja sögur frá Móðu- harðindunum. Hún hafði þær eftiir öldruðum manni, sem rnundi göngumannahói)ana, er hröktust bjargarlaiusir vestur á Firði og kunnu frá að herma ægilegum manmfelli. Og mér þykir efkki ólíklegt, að auk skjal- og bókfestra heimilda, haifi Blin- borg í þessari sögu sinni við að styðjast arfsagnir úr uppsveit- um Skagafjarðar. Ég gerist ekki til að leggja heildardóm á gildi sögunnar sem aldarlýsingar, en ég tel mér óhætt að segja, að þar muni nærri farið um ærið margt, jafnt ytra sem innra. Sagan er ekki nýstárleg og því síður nýtízikuleg að formi, en þar á hún sam- merkt við álíka lífseig islenzk skáldverk og sögur Jóns Trausta og til dæmis það Norðurlanda- skáldrit, sem einna miesta athygli hefur vakáð síðasta áratuginn, sögur finnska skáldsins Linna. Málið á sögunni er látlaust og alþýðlegt og stíllinn fágaðri og samfelldari en á nokkru öðru riti skáldkonunnar. Hann fellur vel að efninu, er ekki sterkur eða myndrilkur, en hvergi heldur skrúðmáU, væminn eða tilgerðar legur, og stundum eru samtölin persónuega meitluð. Söguþráð- urinn er eðlilegur og rás atburð- anna mótast yfirleitt af samleik eða árekstrum ytri aðstæðna eða mismunandi persónugerðar. — Hvorki stíli né lýsingar atiburða eða umihverfis varpa neinum glæsibrag yfir söguna, en þó gæt ir víðast í henni þungrar undir- öldiu, sem stundum byltfet á grunni og lyftir veigamestu per- sónunum upp í skin sammann- legrar harmsólar, enda er j>að mótun persónanna, sem verður eftirminnileg að lestri loknum. Það er ekki á færi margra, sem nú skrifa sögur á Islandi, að móta persónur eins og konurnar í Dal, Þuríði og Solveigu — eða maddönou Jóneyju, jafnvel gömlu þrjá -— og hinn hart leikna Benjamín. Ýmsir munu telja, að skáld- konan dvelji ekki nægilega mik- ið við hungurþrautir og hörm- ungar aldarinnar, og sumir mundu segja, að sagan hefði orðið áhrifameiri, jafnvel sann- ari, ef hún hefði fyrst og fremst fjallað um örlög fátæklinga, et» ekki um ætt stórbænda. En ég hygg, að skáldkonan ha.fi þar haft ákveðið markmið. Á öllum öldum hafa menn efnast með ýmsu móti. Sumár hafa safnað fjármunum með nurli, ágengni, harðýðgi og bragðvísi, aðrir með afbrigða dugnaði, sarrvfara hóf- legri sparsemi, hyggindum og hagsýni í heiðarlegum við* skiptum. Það voru oftast þeir, sem siðar var að vikið, og þeirra aflkomendur, sem á nauðöldum íslenzku þjóðarinnar voru ekki aðeins gæddir styrk og seiiglu til að flá staðið af sér holskefl u.r hörmunganna, en reyndust líka hafa til að bera þann manndóim og þroska að tefla á tæpasta vað um eigin hag til að fá bjairgað eki einungis frændum og vinuim, helur einnig nauðleitarmönnum meðal nágranna og annarra sveit uga og jafnvel örþrota fólki úc fjarlægum héruðum. Elinborg mun ekki hafa talið það ómerki- lega staðreynd, hvers viirði slíkir menn í íslenzkri bændastétt voru þjóðinni, ekki einvörðungu á tím-um hungursneyðar- og uppflosnunar, heldur engu síður með tilliti til viðreisnar hennar, þegar rofaði til. Og svo þetta hins vegar: Þær dyggðir, sem hafa ættlið eftir ættlið, reynzt efnahagslega og siðrænt nægilega raustar persónulegar og samfé- lagslegar stoðir i heljarflóði margvíslegra yfirþyrninga: á- byrgðartilfinningin, mótuð I deiglu dýrkeyptrar ættar- og þjóðarreynsilu, og sú siðtferðilega vandlæting, sem með norrænum þjóðum er eldri en kristindóim!- urinn, þær reynast eiga sór þá ranghverfu, sem verður harm- rænn bölvaldur í viðkvæmustu einkamálum þessa fólks. Svo meinlega viðsjált er mannlegt lif. Guðm. Gíslason Hagalin. Duglegur sendisveinu óskast strax. H. F. Ölgerðin EgiII Skallagrimsson Ægisgata 10. SÖNGKEIVIIMSLA Get tekið nokkra nemendur í viðbót. NANNA EGILSDÓTTIR BJÖRNSSON Upplýsingar í síma 21609. Verkafólk óskast til starfa í frystihús vort svo og við fiskaðgerð. Mikil vinna. — Húsnæði á staðnum. Uppl. hjá Jóni Gíslasyni símar 50165 og 50865.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.