Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 6
9 MORGUN BLAÐIÐ Sunnudagur 5. jan. 1964 Ásgeir Þorsteinsson: Um ævisögu Ha rtnesar Hafsteins ÞAÐ KOM víst engum á óvart, að næsta bindið af ævisögu Hannesar Hafsteins eftir Krist- ján Al'bertsson, mundi leiða fram á ritvöllinn enn fleiri gagnrýn- endur, með athugasemdir við ævisögugerðina, en fyrri hlut- inn, sem kom út fyrir 2 árum. Allflestir atburðirnir í stjórn- Asgeir Þorsteinsson. arstarfi Hannesar Hafsteins, sem fóru í hönd með hinu nýja bindi, voru stórmál á einn hátt eða ann an, og einn þeirra þess eðlis, að enn er sem komið sé við kviiku í holdi, þegar hans er minnst. Sá atburður var millilanda- samningurinn við Dani 1908, hið svonefnda Uppkast, sem var lagður fyrir Alþingi 1909, að undangenginni einni hinni mestu kosningabaráttu, er þekkist í ailÆri okkar stjórnarsögu. í skráninigunni um þetta mál, er höfundi ævisögunnar fundið allt-margt til foráttu, en það helzt, að þar skorti hann hlut- leysi í frásögn. Þeir, sem slíkan dóm felldu nýlega án þess þó að tilgreina ákveðin rök, eiga jafnfraimt í pokahorninu annan dóm um Uppkastið, sem er nok'kuð sér- kennilegs eðlis, því hann byggist á hreinni eftirhyggju. Sá dómur er á þessa leið: „Viðurkenning Dana á fullveldi Islands, er fékkst með sambandslaga- samn- ingnum 1918 hefði verið óhugs- andj á þeim tíma, ef sa-mbands- laga „uppkastið“ 1908 hefði verið saimiþykkt og í gildi sem sam- bandslög". Naumast er það ætlunin, að þessi full.yrðing, þótt hún stydd- jsi við rök, verði áfellisdómur á aðstandendur Uppkastsins 1908, sem luku starfi sínu sex árum áður en nokkurn grunaði að til ófriðar drægj í heimin-um, hvað þá heldur með þeim afleið- ingu að _ gerbreyta hugarfari Dana til Islands Og réttarkrafa þess En þessi fullyrðing á að rtraga Uppkastið niður. Viðurkenningin, sem Danir gifu 1918, eftir samninga, sem þeir áttu sjálfir fru-mkvæði að, var framhald af því sem gengið var inn á við íslendinga 1908, en með þeirri viðbót, sem ein- göngu stafaði af öldu þjóðréttar- bóta, er reis í lok heimsófriðar- ins og m.a. snerti danska þjóðar- brotið í Suður-Jótlandi, — en engum kom til hugar á íslandi 1908 —, að konungssambandið yrði ekki lengirr oha-gganlegt, heldur háð uppsögn samningsins. Það er vissulega enginn fær um að sanna neitt um það, hvað gerst hefði 1918, ef Uppkastið hefði þá gilt sem sambandslög; en vilji menn reyna að meta að- stöðuna 1918, með samanburði við einhverja lík-lega hliðstæðu síðar, má benda á landihelgismál Færeyinga og Breta á tímabil- inu 1955—58. Slíkur saman-burður átti sér stað í einu dagblaðanna 14. sept. 195« (Mbl.) þegar minnst var Uppkastsins eftir 50 ár. Þá var sama fullyrðingin borin á borð, að samþykkt Uppkastsins 1908 hefði orðið íslandi fjötur um fót við samningsgerðina 1918. Danir höfðu gert samning um landlhelgi Færeyinga 1955, en ný samningsathugun var í að- sigi þegar blaðagreinin var rituð. Nú var talið, að þunglega horfði íyrir Feyreyinga, vegna land- helgissamningsins, í samanburði við þjóðir sem voru samnings- lausar. Þarna var þá komin hliðstæða við það, hvernig íslandi hefði vegnað 1918, með Uppkastið sem gildandi sambandslög. Tæpum mánuði eftir þennan samanburð lauk svo samnings- gerðinni við Breta, en bara á þá leið að lan-dlhelgi Færeyinga var færð út, úr 3 sjómílum í 6 og sumstaðar í 12 sjómílur. Þessi Uppkasts-grýlungi koðnaði þann ig fyrir hrakspármönnum. Ger- breytt viðhorf orkaði svona á þann, sem undir var að sækja í sacmningunum. En það er gömul g-rýla en loð- andi við Uppkastið, sem erfið- lega gengur að kveða niður, þótt 1 nú mætti ætla að allir gætu sætt sig við að hafa það, se-m sannara reynist. Enn er látið að því liggja, að danski Uppkaststextinn hafi verið íslenzka textanum rétt- hærri. Það má víst segja með sanni, að þessi fullyrðing ásamt meðferð andstæðinga Uppkasts- ins á danska textanum í kosn- ingahríðin-ni 1908 hafi ráðið niðurlögum Uppkastsins, því mnlimunargrýlan var sótt í danska, en ekki íslenzka text- ann, sem reynt var að gera sem al-lra minnst úr. Nefndarmönnunum íslenzku var ljós nauðsýn þess að text- arnir væru örugglega samhljóða að merkin-gu. Þessvegna var gengið sérstaklega vandlega frá þýðingum vissra meginmálsat- riða danska textans (Uppkastið var vitaskuld fyrst samið á Framhald á bls. 11 • „Arabíupósturinn“ .í JÓLAKVEÐJUM frá íslend- ingum í útlöndum, sem útvarp- ið flutti um jólin, voru nokkr- ar frá Saudi-Arabíu — og vakti það töluverða athygli. Það var Jóhann F. Guðmundsson, flug- umferðarstjóri, sem sá um þann lið, en hann dvelst í Saudi Arabíu ásamt fjölskyldu sinni á vegum Alþjóðaflugmála stofnunarinnar. Er Jóhann flugumferðarstjóri í Dhahran flugvelli, en þar er töluverð umferð flugvéla á leið til fjar- lægari Austurland-a. Einnig hef ur Armaco olíufélagið þar stöðv ar. * Jóhann hefur skrifað nokkr- ar greinar fyrir Lesbók Morg- unblaðsins og þess vegna er hann ágætur kunningi okkar hér á Mbl. Fyrir nokkrum dög- um barst mér frá honum „Ara- bíupósturinn", 7. tbl. 1. árgangs, jólablaðið. í haus blaðsins seg- ir: Jólablaðið er ókeypis, en venjulegur Arabíupóstur, skal greiddur með bréfi innan mán- aðar frá útkomudegi. Beris* ekki bréf til ritstjórans skoðast aðgerðarleysið sem uppsögn. • Sýndi myndir hjá Aramco Og eigandi blaðsins, ritstjóri og afgreiðslustjóri er Jöhann F. Guðmundsson, hann sér líka um prentverkið, því það er vél- ritað, tvær síður. Þannig hef- ur Jóhann fundið upp skemmti- lega og sennilega áhrifaríka að- ferð til þess að fá bréf frá kunningjunum heima — en jafnframt að segja fréttir af sér og sínum með stuttu milli- bili. f jólablaðinu byrjar ritstjór- inn á því að eiga viðtal við Jóhann F. Guðmundsson í til- efni fertugsafmælis hans 1. des. Sagðist hann þar helzt sakna allra hátíðahaid- anna, sem venjulega væru í tilefni afmælisins uppi á ís- landi — í blöðum og útvarpi. Þá segir frá því í frétt, að hann hafi flutt tvo fyrirlestra um ísland og sýnt litskugga- myndir við góðai' undirtektir. Annar var fluttur fyrir á þriðja hundruð böm í skóla Aramco olíufélagsins. Hinn fyrir starfsmenn félagsins: „Það veitir sannarlega ekki af því að reyna að ryðja úr vegi þeim furðuhugmyndum, sem fólk gerir sér um ísland og fólkið, sem það byggir“, segir Jóhann. • Söng á íslenzku í skólanum Og svo eru það fjölskyldu- fréttimar: „Sá eini í fjölskyld- unni, sem aldrei sér fraan úr því, sem gera þarf, er Jóhann Ingi — og þykir okkur foreldr- unum þá oft nóg um. Það er ekkert notalegt að stíga hálf- sofandi fram úr rúminu — of- an á skjaldböku, eða þá cater- pillar (stór lirfa, sem hlykkj- ast áfram). Skjaldbakan á reyndar að vera frammi í kompu og lirfan niðri í gler- skál. En níu ára strákur, sem fer í skólann klukkan 7,30 á hverjum morgni, síðan beint í baseball við jafnaldra sína, æfandi þar að auki „Heims um ból“, sem hann á að syngja á íslenzku á skól askemmtu n um jólin, hann getur ekki allt- af gætt þess að allir hlutir séu á sínuim stað. En þetta var bara hálft dagsverkið, því hann þarf að reita gras handa lirf- unni, gefa skjaldbökunum fiska, skipta um sand í kassan- um þeirra, sínna spörfugli, sem hér er heimagangur, — og þax að auki páfagauki, sem hann átti — þar til í gær. Nú svo þarf að sinna heimaverkefnun- um, sem fylgja skólagöngunni. Þetta er orðinn töluverður bú- skapur og margt hægt að fyrir- gefa þessu litla bóndaefni.“ • „Det koster penge“ „Fyrir nokkrum mánuðum bar hér að flækingskettling og vegna aumkunarverðs mjálms var honum réttur kjötbiti. En nú hefur bæði köttum og bit- um fjölgað ískyggilega. Sá fyrsti var gráhröndóttur, næst fór svartur kettlingur líka að koma i ma.t með þeim bröndótta. Svo buðu þeir bröndótti og svart brúnleitum ketti í mat og er hann líka orðinn fastagestur. í gaar og í dag hefur dökkbrúnn kettling- ur verið að gaufa hér fyrir utan. Það væri svo sem allt í lagi að fæða fjóra ketti á fiski heima á íslandi, en að kaupa frosinn regnbogasilung frá Danmörku, „Det koster penge.“ • Grænn pipar dugði ekki. „Það óhapp gerðist í gær, að páfagaukurinn slapp úr búri sínu þar sem það hékk í tré hér fyrir utan. Og ég sem átti von á því að hann færi að tala á hverri stundu. Þær eru ekki svo fáar stundimar, sem ég hef látið hann sitja á tennis- spaða og endurtekið þangað til ég va,r orðinn hás: „Páfi-páfi- páfi“, en það nafn festist við hann strax í upphafi. Reyndar kom aldrei neitt því líkt úr hans barka, jafnvel þótt ég gæfi honum grænan pipar að ráði vinar míns. Það, sem út úr páfagauknum kom, minnti einna helzt á íslenzka orðið „þegiðu". Hvernig hann hef- ur lært þetta, veit ég ekki, en ég hef dóttur mína grunaða.“ Við tókum öll þátt í leitinni að páfa, ég gekk hér með öll- um húsum með tennisspaðann góða og sló honum í hvert tré og vonaði að páfi léti til sín heyra. En allt kom fyrir ekkL Það var eins gott, að enginn starfsbróðir Þórðar Möller vin- ar míns er hér á vellinum, þvl sjálfsagt væri ég hjá honum í rannsókn 1 dag. Hann hefur sjálfsagt vakið undrun hjá mörgum, þessi einkennilegi maður, sem gekk um og barði tré með tennisspaða.“ Þetta segir Arabíupósturinn og við vonum, að ekki verði þess langt að bíða, að næsta eintak berist. Nema þá, að rit- stjórinn, afgreiðslustjórinn eða prentarinn fari í verkfall. — Annað eins hefur nú gerzt Jóhann sendi okkur þessa mynd — flugturninn í Dhahran í baksýn. ÞtlRRHLÖÐUR ERL ENDINGARBEZIAR BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgötu 3. Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.