Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 17
Sunnudagur 5. Jan. 1964 MORCUNBLAÐIÐ 17 >,0g við minnumst á lífið” I>á er nýtt ár hafið og jólahá- tiðinni nærri því að ljúka.Hennar hefur hver og einn notið eftir því, sem hugur hans hefur sagt til um og ytri aðstæður leyft. Af náttúrunnar völdum var dimmt yfir þessum jólum hér í Reykja- vík, en í hugum flestra mun hjart ara en ella, vegna þess að verk- föllunum var lokið. Allir vissu þó, að með lausn þeirra var nýr vandi skapaður, en flestir von- uðu, að hann mundi einhvern veginn leysast og margir, að það mundi lenda á einhverjum öðr- um að finna lausnina. Ýmsir nutu hátíðarinnar með því að fara í kirkju og er það öllum sáluibót. Gaignorðustu hug- vekjuna var að lesa í Félagis- bréfi Almenna bókafélagsins. Það var nú að mestu helgað Gunnari Gunnarssyni, og birtist þar m.a. viðtal Sverris Hólmars- REYKJAVÍKURBRÉF ■onar við hinn aldna rithöfund. Sverrir segir: „Og við minnumst á lífið — eftir dauðann“. Gunnar svarar: „Mér finnst fjarstæða að af- neita tilveru annars lífs. En að halda, að við getum gert okkur grein fyrir eðli þess eða skilið það, það finnst mér guðlast. Guð- dómurinn er óskiljanlegur; það er ekki til verra guðlast en að halda, að maður skilji hann“. Bctra á íslandi Á næstsíðasta degi ársins íttu þrír blaðamenn viðtal við Halldór Kiljan Laxness í útvarpinu. f>að viðtal mun lengi haldast í hugum þeirra, er á hlýddu. Sumar spurningarnar voru ærið nærgöngular, en Hall- dór gætti þess að svara ekki öðru en honum sjálfum sýndist. Og þó? E.t.v. er skýringin sú, að hon- um sjálfum sé ekki fullljóst eðli sinnar eigin hugarfarsbreyting- ar. Hann láti sér nægja þau sann- indi, að allir breytumst við frá degi til dags. Þess vegna finnist honum hans eigin breyttu við- horf sjálfsögð, því að hann eigi hægara með að setja sig inn í sálarlíf annarra en sjálfs sín. Þekktu sjálfan þig, er gömul krafa, en ein þeirra, sem mönn- um frá aldaöðli hefur reynzt erf- iðast að fullnægja. Skarpskyggni Halldórs Kiljans Laxness á umhverfi og ytri atvik verður seint ofrómuð. Fáir eða engir íslendingar hafa víðar farið eða meira séð af heimsbyggðinni. Af Skáldatíma hans var svo að sjá sem hann teldi sig hafa kynnzt fullkomnustu þjóðfélagi í Svíþjóð. í útvarpsviðtalinu nú sagði hann íslendinga enn lengra komna en Svía í sumri félagslög- gjöf og varð eigi annað skilið en hann — þrátt fyrir allt —teldi almenning hvergi búa við betri hag en á íslandi. Bréf Hafnarstúd- enta Af hinum merkari bókum, sem út komu fyrir jólin, eru „Hafnar- stúdentar skrifa heim“ einna auð lesn-ust. Þar má lesa um ma-rg- breytileg m-annleg örlög, sem ánægjuleg, en fleiri sorg-arsögur. Hörmulegast er þó hið stöðuga tnnbyrðis kíf og glámskyggni á bá, sem fram úr sköruðu. Þetta lýsir sér þegar í bréfu-m Þorsteins Helgasonar, sem síðar varð prest ur í Reykholti og þótti hið mesta vakneimi, eins og fram kemur í ádauðlegu erfiljóði Jónasar Hall- grímssonar: Laugard. 4. jan. „Veit þá enginn, að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir guði að treysta, hlekki hrista hlýða réttu, góðs að bíða? Fagur er dalur og fyllist skógi og frjálsir menn þegar aldir renna; skáldið hnígur og margir í moldu með honum búa, — en þessu trúið! Veit þá enginn, að eyjan hvíta átt hefur sonu fremri vonum? Hugðu þeir mest á fremd og frægðir, fríðir og ungir hnigu í stríði. Svo er það enn, og atburð þenna einn vil eg telja af hinum seinni: Vinurinn fagri oss veik af sjónum að vonum, því hann var góður sonur". Sá maður, sem þvílíkt eftir- mæli fékk, hefur áreiðanlega ver ið fremri flestum. En hann hefur átt erfitt með að skilja stórleik annarra eins og sést af háði blöndnu níði hans um Magnús Stephensen, fremsta íslending þeirra tíma. Leitt er og að lesa um nart hinna yngri íslenzku samtíma- manna Rasm-us Kristjáns Rasks í þann mikla öðling, sem víðar bar hróður íslendinga en nokkur annar saimland-a hans. Rask-hneykslið Ekki batnar þegar lengra líður á og nær hámarki, þegar í dönsk blöð var fluttur söguburður um lofkvæði Þorsteins Erlingssonar um Rask á 100 ára afm-æli ha-ns. í annari vísu kvæðis síns kemst Þorsteinn svo að orði: „Því fátt er frá Dönum, sem gæfan oss gaf, og glöggt er það enn, hvað þeir vilja. Það blóð, sem þeir þjóð vorri út sugu af. það orkar ei tíðin að hylja: svo tókst þeim að meiða hana meðan hún svaf og mjög vel að hnupla og dylja; og greiðlega rit vor þeir ginntu um haf — það gengur allt lakar að skilja". Vegna þess að þetta kvæði var flutt á samkomu, sem Finnur Jónsson, er þá var nýorðinn auka kennari við Hafnarháskóla, stýrði, lá við að Finnur missti stöðu sína og Þorsteini væri vik- ið úr háskólanum. Ráðir sluppu þeir þó með ákúrur frá háskóla- ráði, Þorsteinn lét ekki bugast, en Finnur fékk auðsjáanlega skelk í bringu og gætti sín betur síðar gagnvart Dönum, þótt hann væri sannur Islendingur alla ævi. Hefur Finnur síðar, er honum bauðst að verða rektor Hafnar- háskóla, sem hann raunar hafn- aði, mátt minnast þess, hversu litlu munaði, að hann væri í upp- hafi hrakinn frá skólanum fyrir atbeina sinna eigin landa. Ens gmn veit Ef taka ætti mark á lýsingum bréfritaranna hvers um annan, sleppa fáir heilskinnaðir. Margir þeirra reyndust siðar hinir merk- ustu menn, en sumir mjög með öðrum hætti en samaldrar þeirra ætluðu. Þeir velta því t.d. fyrir sér, hver verða muni arftaki Jóns Sigurðssonar sem mikill stjórn- málaforingi. Einn þeirra fáu, sem ekkert last er á borið, og talinn er líklegur sem stjórnmálamað- ur, er Páll Einarsson, síðar hæsta- réttardómari. Rétt reyndist að Páll varð með öllu vammlaus maður, einn flekklausasti heið- ursmaður þeirra, sem hér voru í embættum á síðasta tug 19. og fyrsta þriðjungi 20. aldar. En fá- ir urðu fjarlægari stjórnmálaerj- um eða munu hafa haft minni löngun til að taka þátt í þeim. Þar urðu umsvifameiri hinir, sem samaldrarnir báru misjafn- ari söguna. Hannesar saga Einn þeirra, sem kemur við sögu í þessum bréfum Hafnarstúd enta, er Hannes Hafstein. Hlýtur hann nokkuð misjafna dóma, og dylst samt erngum, að hann skarar þá þegar fram úr, svo að menn skiptast um hann í flokka. Nú fyrir jólin kom út annað bindi af ævisögu Hannes- ar eftir Kristján Albertson. Mun það fágætt, að saga svo gamalla atburða hafi valdið og sé líkleg til að valda jafnmiklum deilum og þessi bók Kristjáns. Hún er afbragðsvel skrifuð og af mikilli aðdáun á söguhetjunni. Hún held ur fram ákveðin-ni skoðun at burðará-sari-nn-a-r og styðst við ým is gögn, sem áður voru ekki til- tæk. Við fljótan yfirlestur verður ekki betur séð en Kristján sanni, að Hannes hafi af enn meira þreki og framsýni hrint ritsíma málinu í framkvæmd, en flestir gerðu sér áður ljóst. Andstæð- ingar hans virðast þar ekki hafa haft við að styðjast málefnaleg rök, heldur snúist til heiftarlegr- ar andstöðu af annarlegum á stæðum. Við ramman reip að draga Eins sannar Kristján, að Hannes hefur að ýmsu leyti und- irbúið lausn sambandsmálsins við Dani rækilegar en menn höfðu áður gert sér grein fyrir. Hann hefur átt ríkan þátt í að efla velvild Friðriks konungs VIII í okkar garð. Eftir því, sem hægt er að sanna slíkt löngu eftir á, sýni-r Kristján t.d. fram á, að það hafi verið sama-ntekin ráð Friðriks kon-ungs og Hannesar, að Friðrik skyldi í sinni nafntoguðu Kolviðarhólsræðu tala um sín tvö ríki. Friðrik var raunar neyddur til þess, þegar til Hafnar kom, að taka þessi orð aftur, en það virðist hafa verið fyrir beina hótun danska forsætisráðherrans um að efna annars til stjórnar- kreppu. Sýnir það, hversu hér var við ramman reip að draga. Um hvað mátti semja við Dani? Þegar á þetta og aðrar ytri að stæður er litið, verður að viður- kenna, að Hannes Hafstein og fé- lagar hans komust furðanlega langt í samningum við Dani 1908. Sá söguskilningur fær hinsvegar ekki staðizt, að það hafi verið samsæri nokkurra vondra manna og verkfæra þeirra, sem réði því, að þjóðin hafnaði samningsupp- kastinu. Menn geta endalaust deilt um, hvort það mundi hafa breytt nokkru um síðari samskipti og endanleg sambandsslit Dana og íslendinga, ef uppkastið 1908 hefði verið samþykkt. En ef menn segja, að íslendingar mundu engu að síður hafa öðlazt fullt sjálfstæði, þá halda þeir því fram, að annað hvort mundu fs- lendingar hafa haft ákvæði upp- kastsins að engu eða Danir síðar af frjálsum vilja hafa fallizt á að breyta þeim. Eftir ótvíræðuim ákvæðum uppkastsins gátu ís- lendingar sem sé ekki orðið full- komlega sjálfstæðir nema með síðara samþykki Dana. Einhliða uppsagnarréttur á nokkrum meg- in-atriðum var ekki fólginn uppkastinu 1908. Það var á þessu, sem afstaða þjóðarinnar valt. Allt frá dögum Jóns Sigurðs sonar var það meginskoðun íslendiniga að danska rikis- þingið hefði tekið sér í heim- ildarleysi vald til afskipta af mál- efnum íslendinga. Þennan af skiptarétt vildu íslendingar aldrei viðurkenna að lögum, þótt þeir beygðu sig fyrir valdinu. Þeir sömdu að vísu 1918 en því aðeins, að Danir féllust á, að fs- len-din-gar fengju einhliða rétt til uppsagnar eftir tiltekið árabil Þennan einhliða rétt vildu Danir ekki veita 1908. Fram hjá þessu meginatriði verður aldrei komizt, né heldur hinu, að strax 10 árum eftir 1908 féllust Danir á að veita þá viðurkenningu, sem fylgjend- ur uppkastsins 1908 sögðu, að þeir mundu aldrei veita. Þess vegna er ómögulegt að sjá, hvern- ig hlutlaus skoðun geti — með fullri viðurkenningu á afrekum Hannesar Hafsteins — leitt til annars en þess, að dómur þjóðar- innar 1908 hafi reynzt réttur í ljósi sögunnar. Hve margir hafa raunverulega stjórnmála-áhuga? Deilurnar um bók Kristjáns Albertsonar sýna þann lifandi- stjórnmálaáhuga, sem er fyrir hendi á landi hér. Lýðræðinu er fátt nauðsynlegra en þvílíkur á- hugi sem allra flestra. í Banda- ríkjunum deildu tveir fræði- menn um það, hvort þau væru hæf til þess forystuhlutverks, sem þau gegna nú í alþjóðamál- um. Báðir viðurkenndu, að án virkrar þátttöku og vakandi skilnings kjósenda á vandamál- unum, væri forystumönnum miklu erfiðara að gegna verkefni sínu en ella. Annar hélt því fram, að það væri ekki nema í mesta lagi 10% af blaðalesendum, sem hefðu nokkurn áhuga á alþjóða- málum, en hinn, að í þessu lýsti sér alltof mikil svartsýni. Hvað sem því liði, yrðu blöðin að halda áfram að birta fréttir og ræða um þessi mál til að skapa ráða- mönnum þann bakhjarl, er þeir mættu ekki án vera. Hér leiðist mönnum stundum stjórnmálaiþvargið. Engu að síð- ur er það sá skóli, sem kjósend- um er nauðsynlegur. Þannig sí- ast smám saman út til þeirra nauðsynleg fræðsla, sem verður undirstaða heilbrigðra ákvarð- ana. Einn þátturinn í þessari fræðslu eru áramótagreinar stjórnmálaforingjanna. Er þó hætt við, að það sé ekki ýkja mikill hluti allra blaðalesenda, sem leggi á sig þann langa lestur. Una illa áhrifa leysi í þessum greinum er þó sitt- hvað skemmtilegt að sjá. Svo er jafnvel í áramótagrein Eysteins Jónssonar að þessu sinni. Menn hljóta t.d. að velta því fyrir sér, af hverju hann láti svo sem um- ræðurnar á Alþingi hafi orðið til þess að stöðva launamálafrum- varp ríkisstjórnarinnar í nóvem- ber, þó að vitað sé, að frumvarpið hafði meirihluta á Alþingi og stjórnin hætti við að fá sam- þykkt þess, vegna þess að til- gangur frumvarpsins náðist engu að síður. Skýringin er einfald- lega sú, að Framsóknarmenn una því illa að vera áhrifalausir. Þeir komu hvergi nærri sáttargerð- inni hinn 9. nóvember og vissu ekki einu sinni um hana fyrr en örskömmu áður en henni var lýst á þingi. Þess vegna reyna þeir að búa til sögu, sem á að sanna, að þeir, þrátt fyrir allt, séu ári miklir karlar og hafi fengið áorkað því, sem mælgi þeirra breytti engu um. Tímaruglingar Einars Þá er einnig gaman að gera sér grein fyrir af hverju Einar Ol- geirsson segir í áramótagrein sinni, að samtöl þeirra Bjarna Benediktssonar og Eðvarðs Sig- urðssonar hafi átt sér stað „snemma" í verkfallinu. Því að þvert á móti frásögn Einars töl- uðust þeir Bjarni og Eðvarð við á þriðjudegi, þegar verkfallið hafði staðið í viiku, og leystist það á næstu dögum í beinu fram- haldi þessara könnunarviðræðna. Tímaruglingur Einars kemur af því, að hann vill reyna að dylja að forystumenn Alþýðusam- bands íslands voru óviðmælandi um umræðuhæfa lausn þangað til all-löugu eftir að flokksstjórn Framh. a bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.