Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ , !, ’ i I V fi' a ' l ■ 't T*‘, -■ >■ H --L-—- Þannig urðu endalok Lakonia - LAKONIA Frarrnhald aí bls. 13. um vera það eina íslenzkt, sem brunnið hefur um borð í þessu glæsilega skipi. . -- XXX --- Ég vakna snemma á degi heilags Þorláks, og opna fyrir útvarpið, meðan ég raka mig. J>á heyri ég fréttamann lesa fregn um, að skip sé að brenna Ég heyri ekki nafn skipsins, en þulurinn telur það vera á leið frá Bretlandi til Madeira, með 650 farþega og 3—400 manna áhöfn. Ég hrekk við, því að þetta er farþegatala Lakonia. Ég leita uppi ferðaáætlun skips- ins, og það virðist geta komið heim. Hún hefði átt að fara frá Southapton fyrir þremur dögum. Síðar koma nánari fregnir, og þá heyri ég, að skipið er Lakonia. Það kom ónotanlega við mig, og ég sé fyrir hugskots- sjónum mínum andlit þeirra manna, sem á skipinu störf- uðu. Þó þekkti ég aðeins tvo þeirra með nafni. Alla jólahelgina er ég a'ð heyra nýjar, dapurlega fregn- ir af þessu mikla sjóslysi. Ég hugsa til björgunaræfinganna, og þeirra leiðbeininga, sem yf irmenn gáfu farþegum. Hvað skyldu margir hafa gefið þeim gaum? Hvað skyldu margir hafa öðlazt lífsreynslu og æðruleysi reynds sjó- manns? Sennilega vart fleiri en 40—50. Aðrir úr áhöfn eru mest megnis þjónustufólk, sem hefur að mestu starfað við gistihús á þurru landi. Þótt þetta fólk sé gott fólk, þá er annað að vera sjómaður í söl um stórskipa, en stunda venju lega sjómennsku. Næst verður mér hugsað til þeirra farþega, sem áður hafa aldrei séð sjó, sumir gaml ir og lasburða. Mér verður einnig hugsað til Zabris, skip stjóra, sem verður að horfa á eldtungurnar læsa sig um skip ið. Við hlið sér í björgunar- starfinu hefur hann 12 menn, eða 13, allt trúnaðarmenn . . . Flugvél flýgur hjá og varp ar út gúmmíbát. Skipstjóri og trúnaðarmennirnir fara síðast ir frá borði. Belgiskt skip tek ur þá um borð og flytur brott 'til Santa Cruz, þar sem ís- lenzk hjón lyftu glasi með skipstjóra fyrir þremur mán- uðum, og óskuðu honum vel- gengi í ferðum og starfi. Hann hliðraði sér við að svara spurningum frétta- manna, en það mættu þeir og aðrir hafa hugfast, að menn ættu ekki að dæma aðra, svo að þeir verði ekki dæmdir sjálfir. II Þótt för okkar hjónanna með Lakonia hafi verið á- kveðin, þá hafði ég samt löng un til að kynnast stórskipinu •Leonardo da Vinci, en með því skipi.höfðum við upphaf lega ætlað, þótt af því yrði ekki þá, þar eð skipið var fullbókað svo löngu áður. Að morgni 7. september kom Leonardo da Vinci til Napoli á Ítalíu frá New York. Síðar um daginn átti skipið að halda til Cannes í Frakk- landi. Ég hafði hug á að komast með þrátt fyrir fyrri synjun, og gerði því aðra tilraun. Hún tókst. -- XXX ----- Laugardaginn 7. september kvöddum við Rom, og fórum með hraðlest til Napoli. Við áttum að vera komin um borð kl. 2 síðdegis, en skipið átti að sigla þremur stundum síð- ar. Fyrir hvern þann farþega, sem fór í land í Napoli, kom annar í staðinn. Löngun min var að sjá skip á borð við þetta, hlaðið farþegum á hafi úti, því að það er aðeins svip ur hjá sjón að skoða slík skip í höfn. Að gefa viðhlítandi lýsingu er geysilegt vefk, og þótt ég væri á ferð og flugi allan tím ann, komst ég ekki yfir að skoða þetta undraverk tækni, sem hefur á sér slíkan glæsi- brag. Lyftur þjóta með miklum hraða milli 10 hæða, en eru þó alveg hljóðlausar. Sam- kömusalir eru glæsilegir, svo sem við var að búast. Eitt vakti þó sérstaka athygli mína. Farþegadekk er yfir stjórnpalli, og þar geta um 300 manns staðið, og fylgzt með því, sem gerist. Fannst mér það ævintýri ýlíkast að standa þarna, er skipið lét úr höfn í Napoli, þar sem Vesu- vius gnæfir í bakgrunni, en Capri er framundan. Ekki varð ég var við nein- ar bátaæfingar eða tilkynn- ingar um, hvað gera skyldi, ef óhapp bæri áð höndum. Verður að telja víst, að þær leiðbeiningar hafi verið gefn- ar í upphafi ferðarinnar, er skipið lét úr höfn í New York. í herbergi okkar fann ég þó björgunarvesti og leiðarvísi, og í litlum ramma á veggnum var tilkynning, sem sagði til um, til hvaða björgunarbáta skyldi haldið, ef kveðja þyrfti í báta. Annar rammi var þarna, sýnu stærri og viðhafn armeiri. Þar var að finna nafn herbergisþernunnar. Sjálft herbergið var nokkuð stórt, með tveimur rúmum, tveimur hægindastólum og ísnyrtiborðlL Veggir þaikktir harðviði, ótal takkar til hring inga á þjónalið, svo og sími. Aldrei fann ég þó hátalarann. og virtist hljómlistin koma úr öllum áttum. Morguninn eftir komum við til Cannes í FrakklandL og flýtti ég mér upp á efsta dekk, til þess að geta notið innsiglingarinnar. Þegar far- þegar og farangur höfðu ver- ið flutt í land, var ankerum létt, og haldið meðfram strönd Frakklands, fram hjá Antibes, Nizza, Monte Carlo og síðan áfram til Genúa. Fólkið svamlaði í þremur útisundlaugum, sólaði sig og naut veitinga. Þótt sunnudag ur væri, voru allmiklar sigl- ingar til og frá þessari miklu hafnarborg. ítalirnir voru glaðir, brosandi og léttir í spori. Um morguninn höfðu þeir farið til kirkju, og feng- ið (væntanlega) fyrirgefn- ingu synda, ef einhverjar hafa verið. Á efsta dekki hitti ég bar- þjón, sem spyr mig á þremur tungumálum, hvort ég vilji þiggja kveðjudrykk. Um leið og ég lyfti glasinu, spyr ég hann að því, hvað hann mæli á margar tungur. „Raunveru- lega tala ég enga þeirra vel“, segir hann. „Ég hræri þessu bara öllu saman, eins og kok- teilunum, og allt gefst vel.“ -- XXX ---- Leonardo da Vinci rennir fögru stefni sinu inn fyrir hafnargarðana í Genúa. Ég hrekk upp við 2 öskur úr hljóðpípum skipsins, og ég lít til skipstjórans. Hann gefur stundum merki með fingrin- um, ég get aðeins greint orð- ið macchina. Það er einkennilegt með ítölsk stórskip. Þau hafa að nafninu til 2 skipstjóra; þann, sem stjórnar skipi sínu, og vakir yfir hreyfingum þess, og annan, sem gengur prúð- búinn meðal farþeganna, og drekkur með þeim kokteila. Er skipið hefur snúið sér, og er að leggjast að, leikur skipshljómsveitin síðasta lag- ið, Arrivederci Roma. Við gengum gegnum Lido- bar, sem nú er auður. Þar situr nú aðeins barþjónninn, sem bauð okkur staup í kveðjuskyni. Við mætum sam kvæmisskipstjóranum, og um leið og hann gengur fram hjá okkur, hrekkur út úr mér: Gracia, Signor Commandante, og hann nikkar til mín, og ber höndina að einkennishúf- unni. Vernharður Bjarnason. Sunnudagur 5. jan. 1964 — Jón. Krabbe Framh. af bls. 3 árum fyrir ísland til þess að taka öll sín mál í eigin hendur. Það má nærri geta að maður sem þessum störfum hefir gegnt og auk þess unnið að margvds- legri lagasetningu fyrir ísland kann frá mörgu að segja um framvindu mála í sambandi við síðustu átfanga sjálfstæðismáls- íns, og eins um þá menn sem þar kornu fram, einkum í samskipt- um Dana og Islendinga. Er svo fyrir að þakka að Jón Krabbe lét tilleiðast að skrifa mdnninga- bók um þennan þátt í starfs- ferli sínum. Kom hún út fyrir nokkrum árum hjá Almenna bókafélaginu undir nafninu Frá Hafnarstjórn til lýðveldis. Bókin er skrifuð af þeirri hógværð sem einikennt hefir allt s'tarf Jóns Krabbe og er eitt óhlutdræg asta heimildarrit um þennan þátt Islandssögunnar svo langt sem hún nær. Árið 1899 gekk Jón Krabbe að eiga Margrethe Casse, dóttur yfirréttarmálaflutningsmanns í Kaupmannahöfn. Eiga þau 5 börn, Guðrúnu, Niels, Bodil, Bir- gitte og Henning, sem öll eru búsett í Danmörku. Frú Krabbe lifir enn, en því miður ekki við nægilega góða heilsu. Margs mætti minnast til við- bótar á þessum heiðursdegi hins aldna höfðingja. Með þeim aldar- anda sem nú ríkir mætti t. d. ætla að Jón Krabbe hefði hagn- azt vel á því að gegna tveim svo ábyrgðarmiklum opinberum störfum. Sannleikurinn er og sá að hann mun mikinn hluta æv- innar hafa haft mjög ríflegar tekjur, því að auk alls annars , var hann yfirréttarmálafærslu- maður á rðorgnana — með mági sínum — og breyttist ekki í em- bættismann fyrr en hann hafði neytt hádegisverðar. Morgun- stund gefur gull í mund, segir máltækið, og það sannaðist hér. Um laun fyrir embættisstörfin var Jón Krabbe aldrei kröfu- harður, og ég held að verulegast- ur hluti þeirra hafi farið til styrkt ar íslenzkum námsmönnum og listamönnum. Okkur ungum íslendingum, sem vorum í þjónustu danska ut- anríkisráðuneytisins á sambands- lagatímanum til þess að læra af þeim handverkið, var hann holl- ur og ljúfur ráðgjafi og af fáum sem ég hefi kynnzt hefði ég get- að lært fleira gott. Ég heimsótti Jón Kr'abbe í haust í Kaupmannahöfn. Hann tók mér með kostum og kynjum, sem fornbýll höfðingi lét hann bera á borð sherrý úr ámu, sem Gunnar Egilson fiskifulltrúi á Spáni hafði sent þeim Sveini Björnssyni fyrir nærri 40 árum. Leysti hann mig síðan út með gjöfum og þótt heyrn og sjón sé mikið tekið að förlast var ekkl við annað komandi en að hann fylgdi mér á næstu sporvagna- stöð. Líkamskraftar voru óneit- anlega minni en forðum var, en fjörið, lífsgleðin, sýndist ódrep- andi. Megi sú góða gáfa endast honum til hinnstu stundar. ,j Pétur Benediktsson. / — Minning Framhaid af bls. 25. v. hæfni við nám og síðar í starfi, enda var hann greindur maður og fullur af hugmyndum. Var hann jafnan þegar ég hitti hann . tilbúinn að ræða í góðu tómi, hvernig bezt myndi vera að haga hinum ýmsu hlutum á yerklega sviðinu. Páll var giftur Elínu Sæmundsdóttur, og áttu þau sam an tvö börn. Áður en Páll giftist átti hann barn með annari stúlku og sýndi hann því mikinn hlýhug á ýmsan máta. Ég og mínir viljum með línum þessum, votta eiginkonu Páls, börrfám, foreldrum og systkinum innilegustu samúð við fráfall og jarðarför hans. _ í þessu lífi ganga menn ýmsar leiðir, hver eftir sínum geðþótta, og ef til vill í hinu næsta að einhverju leyti. En að lokum öðlumst við sennilega öll sama áhugann að fara einu og sömu leiðina, þar sem viS eigum eftir að hittast öll. 1 Páll! Ég óska þér góðrar ferð- ar. — Blessaður. Steingr. Þórðarson. . Agætt veður og snjólétt í N-ís. ÞÚFUM, Norður-ísafirði 31. des. Ágætt veður var hér um allar hátíðarnar, snjólétt hvarvetna I byggð og vegir og samgöngur allar í bezta lagi. Nýja Fagra- nesið reynist ágætlega, m.unar nokkru á ferðum þess hve það er fljótara í ferðinni fyrir meiri ganghraða. Fénaður hefir yfir- l«itt verið -mjög léttur á það sem af er og lítið fóður farið enn í sauðfé. Lokið var við byggingu tveggja kennaraíbúða í Reykjanesi fyrir jólin og er þegar flutt í aðra þeirra. Þá hefir Guðmundur Benediktsson, garðyrkjumaður hafið störf við. endurbyggingu gamalla gróðurhúsa í Reykja- nesi og er búið að undirbúa þau undir sáningu, svo uppskera þeirra getur orðið snemma á ferðinni næsta vor. Hið bezta veðurfar hefir verið síðan í byrjun desember. Rækjuveiðar hafa verið stund aðar mikið í haust og er mest allt veitt í útdjúpinu. Virðist sem svo að lítið veiðist nú í innfjörðum djúpsins. — P.P. Kosningum að ljúha í Sjómannniélagi Rvíkur Eins og sagt var frá hér í blaðinu í gær, er kosningum senn að ljúka í Sjómannafélaginu. í dag verður kosið frá kl. 14—20 að skrifstofu félagsins í Alþýðuhúsinu. JÓLATRÉSSKEMMTUN fyrir börn félagsmanna verður haldin í Iðnó n.k. mánudag 6. janúar kl. 3,30 e.h. Aðgöngumiðar eru seldir í skrifstofu félagsins á sama tíma og kosið er. Duglegur sendill óskast til starfa á afgr. Morgunblaðsins. Vinnutími kl. 6 — 9 árd. — Gjörið svo vel að tala við skrifstofuna strax eftir helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.