Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLADID Sunnuctagur 5. Jan. 1964 Ctgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. Útbreiðsiustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskrifturgjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakí'o. AÐ FÁ KJARABÆTUR Á PAPPÍRNUM T eiðtogar Framsóknarflokks ins eru mestu hentistefnu- menn íslenzkra stjórnmála. Þeir segja eitt í dag og ann- að á morgun, allt eftir því hvernig vindurinn blæs, og eftir því hvort þeir sjálfir eru í ríkisstjórn eða í stjórnar- andstöðu. Þetta verður einkar ljóst, þegar athuguð er afstaða Framsóknarmanna til kaup- hækkana og möguleika fram- leiðslunnar til þess að taka á sig aukinn rekstrarkostnað. $1. fimm ár, eða síðan vinstri stjórnin sáluga hrökk upp af klakknum, hafa leiðtogar Framsóknarmanna tekið sér stöðu þétt við hlið kommún- ista og fylgt fast fram hvers konar kauphækkunarkröfum, hvort sem þær hafa komið frá opinberum starfsmönnum eða einstökum verkalýðssam- tökum. Peningafurstar SÍS hafa ekki hikað við að kljúfa samtök vinnuveitenda, þegar á því hefur þurft að halda til þess að knýja fram kröfur á hendur framleiðslunni, án til- lits til þess hvort atvinnu- tækin hafa haft minnstu möguleika til þess að rísa undir þeim. En þegar Framsóknarflokk Urinn var í ríkisstjórn, hefur áf staða Framsóknarleiðtog- anna verið allt önnur. Þeir létu það til dæmis verða sitt fyrsta verk í vinstri stjórn- inni að lækka kaupgjald með bráðabirgðalögum. Kommún- istar tóku að sjálfsögðu full- an þátt í þeirri ráðstöfun og lögðu sig fram um að sanna launþegum að hún væri óhjá- kvæmileg og jafnvel til þess fallin að bæta hag þeirra. Árið 1950, þegar Eysteinn Jónsson átti sæti í ríkisstjórn, lýsti hann því einnig marg sinnis yfir, að kauphækkanir væru háskalegar og til þess eins fallnar að leiða jafnvæg- isleysi og vandræði yfir ís- lenzkt efnahagslíf. Hann réð- ist harkalega á kommúnista fyrir kauphækkunarbaráttu þeirra, sem hann taldi að hefði leitt til þeirrar gengis- lækkunar, sem þá var fram- kvæmd. Um atferli kommún- ista komst hann síðan að orði m.a. á þessa leið: „Aðferðin mun verða sú sama og áður og sú sama sem þeir nota í nálægum lönd- um, þótt hún beri lítinn ár- angur þar, sem sé baráttan fyrir „nýjum kjarabótum“, eins og það verður kallað. Það væri ekki vandlifað ef það væri örugg aðferð til þess að bæta lífskjörin að knýja fram kauphækkanir.“ Sama ár ræðir Eysteinn Jónsson enn hlutverk komm- únista og kemst þá þannig að orði: „Þeirra hlutverk er að fá svokallaðar kjarabætur sett- ar á pappír, en vinna jafn- framt að því að draga úr af- köstunum og framleiðslunni til þess að koma í veg fyrir að kjarabæturnar komist lengra en á pappírinn, óánægjan geti haldið áfram og svikamyllan stöðvist ekki.“ SVIKAMYLLA U'ormaður Framsóknar- * flokksins fer ekki í neinar grafgötur um það hvað fyrir kommúnistum vak ir, þegar hann mælir hin til- vitnuðu orð hér að ofan. Það er að tryggja það, að „svika- myllan stöðvist ekki.“ Árið 1955 lýsir Eysteinn Jónsson því yfir við almenn- ar stjórnmálaumræður á Al- þingi meðan hann á enn sæti í samsteypustjórn með Sjálf- stæðisflokknum, hvernig kjarabaráttan eigi að hans dómi að vera í framkvæmd. Hann segir þá: „í framkvæmd verður stefn an þannig, að forráðamenn verkalýðsins reyna að gera sér grein fyrir því, hvað hægt sé að hækka kaupið mikið svo hækkunin sé hreinn ávinn- ingur en kastist ekki aftur í höfuð manna án tafar. Það gefur dálitla bendingu um, hvernig á þessum málum er haldið á Norðurlöndum, til dæmis að síðasta almenn kauphækkun í Noregi var um 4% og síðast þegar samið var í Svíþjóð fengu flestir 3,6% kauphækkun." Þannig er aðstaða Fram- sóknarmanna, þegar þeir eru í ríkisstjórn. Þegar þeir eru í stjórnarandstöðu taka þeir sér hins vegar stöðu við hlið kommúnista og halda því blá- kalt fram, að íslenzkir at- vinnuvegir geti hæglega bor- ið 40—50% kauphækkanir á einu ári! Þeir hafa jafnvel talið að kjaradómurinn hafi gengið of skammt í kaup- hækkunum til opinberra starfsmanna. Þannig er allt á eina bók- ina lært hjá leiðtogum Fram- sóknarflokksins. Framkoma þeirra mótast öll af full- komnu ábyrgðarleysi og hentistefnu. Slíkir stjórn- málamenn verðskulda sann- arlega ekki traust þjóðar sinnar. Burton skilinn — hyggst kvænast Liz NOKKRU fyrir jól var lög- lega gengið frá skilnaði hins margumtalaða kvikmyndaleik ara, Richard Burton, og konu hans Sybil. Eins og kunnugt er af fréttum hefur hann dvalizt undanfarna þrjá mán- I uði í Mexikó, ásamt kunn- ingjakonu sinni Elizabeth Taylor, og leikið þar í kvik- myndinni „Night of the Ig- 1 uana.“ Richard Burton og Sybil gengu í hjónaband árið 1949 og eiga þau tvö börn. Skiln- aðarástæðan var talin „van- ræksla við heimilið.“ Burton skýrði fréttamönn- um frá því, nokkru eftir að skilnaðurinn var um garð genginn, að hann hyggðist kvænast Liz Taylor jafn- skjótt og hún fengi löglegan skilnað frá Eddie Fisher. Von aðist hann til að það gengi fljótlega eftir áramótin. Burton og Liz Taylor í Puerto Vallarta, Mexikó, daginn sem Burton lýsti því yfir, að hann ætlaði að giftast Liz Jafnskjótt og hún fengi skilnað. Kjarnorkuvopna- laus Skandinavía Manehester, 3. jan. (NTB) M ANCHESTERBL AÐIÐ Guardian skrifar í dag, að á ferð sinni um Noreg, Svíþjóð og Danmörku næsta sumar muni Krúsjeff, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, senni- Stokkhólmi 3. jan. (NTB) Á landsfundi kommúnista- flokks Svíþjóðar, sem hófst í dag, var borin fram hörð gagnrýni á stjórn flokksins. Evert Karlsson, verkalýðsleið- togi frá Stokkhólmi, var harð- orðastur. Sagði hann m.a., að stjórnin hefði gert sig seka um margra ára mistök, sem hefðu leitt til samdráttar í starfsemi flokksins og hann hefði misst tökin á æsku- lýðnum. lega leggja til, að þessi lönd verði kjarnorkulaust svæði. Fréttaritari blaðsins í Kaup- mannahöfn skrifar: Havana, 3. jan. (NTB) FIDEL Castro, forsætisráð- herra Kúbu, sagði í dag á úti- fundi í Havana, að eina ástæð- an til þess að Bandaríkja- menn réðust ekki á Kúbu væri vissan um að Kúbubú- ar stæðu ekki einir og myndu ekki berjast einir. Castro hélt ræðuna í tilefni fimm ára afmælis byltingarinn- | „Krúsjeff kemur til Danmerk- ur í miðjum júní og dvelst þar I fimm daga. Þaðan fer hann til Noregs og Svíþjóðar. Rússar hafa alltaf haft mikinn áhuga á löndunum í Skandinavíu og ef til vill leggur Krúsjeff til, að þar verði kjarnorkuvopnalaust svæði. Með bættri sambúð austurs og vesturs hafa Rússar gert margar tilraunir til nánari samvinnu við þjóðir Skandinavíu". ar. Fór hann hörðum orðum um bandaríska heimsvaldasinna og gagnrýndi Johnson forseta I fyrsta sinn eftir að hann tók við embætti. Sagði Castro Johnson bera ábyrgð á því, að kúbönsk- um tundurskeytabáti hefði verið sökkt 23. des. sl. Sprenging varð í bátnum og þrír menn létu lífið, en 18 særðust. Forsætisráðherrann kvað efna- hag Kúbu í blóma og allt ástand á eyjunni hið bezta. Castro gagnrýnir Johnson HÆKKUN LISTA- MANNALAUNA Á fjárlögum ársins 1964 eru *“■ veittar 3 millj. kr. til skálda, rithöfunda og lista- manna. Er hér um að ræða mjög verulega hækkun á hin- um svokölluðu listamanna- launum. Á sl. ári námu lista- mannalaun rúmlega 2 millj. kr., en þá höfðu þau einnig verið stórlega hækkuð frá því sem var árið 1962. Tilgangur Alþingis með listamannalaunum er fyrst og fremst sá að votta íslenzk- um listamönnum viðurkenn- ingu og þakkir fyrir störf þeirra og baráttu í þágu ís- lenzkrar menningar. Enda þótt núverandi ríkisstjórn hafi hækkað listamannalaun- in stórlega, eru þó þær upp- hæðir, sem koma í hlut hvers einstaks listamanns ekki há- ar. En þær eru listamönnun- um engu að síður mikils virði og fela í sér nokkurn fjár- hagslegan stuðning við lista- starf þeirra. En það hlýtur að sjálfsögðu að vera höfuð- markmið þjóðfélagsins að örfa skapandi listastarf og stuðla að bættri aðstöðu hins íslenzka listamanns í hinum ýmsu listgreinum. Það hlýtur á öllum tímum að vera lista- mönnunum mikils virði að þjóð þeirra meti störf þeirra og list að verðleikum. Vaxandi skilningur ríkir nú á því hér á landi, að stuðn- ingur við listamenn eigi ekki aðeins að vera fólginn í því að úthluta þeim nokkrum listamannalaunum árlega, heldur fyrst og fremst í hinu að fá þeim verkefni, sem hvetja þá til starfa og gera þeim fært að njóta hæfileika sinna og þjóðinni jafnframt mögulegt að njóta listar þeirra. Að þessu takmarkí er m.a. stefnt með því að fela myndlistarmönnum, málur- um og myndhöggvurum að skreyta og fegra opinberar byggingar. í flestum menn- ingarlöndum er það talið sjálfsagt að vissum hluta byggingarkostnaðar sé varið til skreytingar þeirra með listaverkum. Að þessu ráði mun vafalaust vera horfið í enn ríkara mæli hér á landi á næstu árum. Aðalatriðið er að íslenzkir listamenn séu örfaðir til starfa og að list þeirra verði alþjóðareign.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.