Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 23
Sunnudagur 3. Jan. 1964 MOHGUNBLAÐIÐ 23 9 GALON er heims- þekkt gæðavara. Einkaumboð á íslandi. HANSA Laugavegi 176 - Sími 35252. Fólkið fylgdi okkur út að flugvélinni. Allir, sem vettlingi gátu valdið unnu í steypuvinnu. — Flafey Framh. af bls. 20 láta okkkur fara með tóman maga. En nú gefst okkur tækifæri til að spyrja Hermann nokkurra spurninga um sjálfan hann og líf og starf eyjaskeggja, framtíð byggðarinnar og fyrirætlanir. Við skulum gefa honum orðið: — Ég er fæddur hér og uppal- inn, utan hvað ég var eitt ár í Fnjóskadal sem drengur. Ég hef nú stundað héðan sjóróðra í fimmtíu ár, reri síðast í sumar sem leið með dóttur minni. Ald- ursórin eru orðin 68. Ég má segja að hér hafi fólk verið flest á ár- unum 1920—30 en þá munu hafa verið hér í eyjunni 90—100 manns, en manntal er ekki ná- kvæmt, því þá er meðtalinn Flateyjardalur, því eyjan og dal- urinn eru einn hreppur og voru áður sameiginlegur hreppur með Fnjóskadal fram undir síðustu aldamót. Hér á eyjunni voru fjór- ar jarðir, sem töldu til hlunninda varps og reka og höfðu mesta grasnyt. Það voru Krosshús, Neðribær, Uppibær og Útibær. Þá var og búið í Gyðugerði, Nýja bæ og Útgörðum. — Hvernig hefir sjósókn verið háttað? — Það hefir lengst af verið ró- ið héðan á opnum bátum með færi. í 8—10 ár, meðan síldin var mest hér fyrir Norðurlandi, var róið með línu, enda var þá ekki erfitt að ná í beitu á línuna. Nú beitum við á færið og notum skelfisk. Kúskelin er plægð uppi undir Flateyjardal. Við getum notað gervibeitu þegar fiskurinn er í átu. Þess má geta til gam- ans að varðskipin hafa oftar en einu sinni litið okkur óhýru auga þegar við höfum verið að plægja eftir kúskelinni. Hafa þau þá haldið að við værum með drag- nót. — Hvað eru nú margir íbúar hér í eyjunni? — Alls eru skráðir hér 58 ibú- ar, en þeir eru sjaldnast allir heima. Og nú er að koma greini- legt los á fólkið, þótt mönnum þyki sárt að fara frá því sem þeir hafa eignazt hér, því verði ekk- ert gert af hálfu hins opinbera á næstunni flytja allir héðan á næstu 2—3 árum. Það væri eng- inn vandi að hafa hér góða lífs- afkomu, ef hægt væri að róa all- an ársins hring, en til þess þarf örugga höfn. Það er stutt á fiski- miðin. Svo er einnig á það að líta að þetta er eina höfnin með allri strandlengjunni frá Greni- vík í Eyjafirði að Húsavík og það er enginn vafi á því að hún hefði getað orðið mönnum lífs- björg, t. d. í fyrrahaust þegar stórviðrið gerði fyrirvaralítið og bátarnir frá Eyjafirði fórust á leiðinni þangað inn. Hér áður fyrr var Flatey matforðabúr heilla sveita. Þess er t. d. ein- hvers staðar getið að bóndinn í Neðribæ hélt um tíma 40—50 þurfamenn um 1700. Eitthvað hefir þá verið til af matföngum. Nú er hins vegar ekki talinn neinn kostur á staðnum, þótt hann hafi nægan matarforða. Útgerð hefir verið stunduð hér 5—6 mánuði ársins og gótu menn lifað allvel á því. En með vax andi krötfum verða menn nú að sækja sjóinn lengur ef lífsviður værið á að haldast gott og sam bærilegt við aðra staði. Það er einnig á að líta að hér lifa menn í stöðugum ótta um bátana sína ef nokkuð verður að veðri, með an ekki er búið að setja þá, en þeir eru settir langt upp á land á haustin. — Þú sagðist hafa róið með dóttur þinni í sumar. Er algengt að kvenfólk stundi hér sjóróðra? — Nei, ekki að það nú orðið. En það var altítt hér áður fyrr. Já, ég réri með dóttur minni í sumar. Við fórum 20 róðra og fiskuðum fyrir 50 þúsund. Hrogn kelsaveiðar hafa undanfarin ár verið góðar hér á vorin, en brugð ust í vor vegna ótíðar. Við seld- um hrogn í fyrra fyrir 260 þús. — Önnur hlunnindi? — Þar er að nefna dúntekjuna. Hún nemur nú um 60 þúsundum á ári og varpið fer hér vaxandi og er það andstætt við flesta aðra varpstaði. — En hvað er svo að segja um landbúnaðinn? — Við höfum hér 260 hektara, sem allt gæti verið eitt tún. Má af því sjá að hér mætti fóðra nokkra gripi. Hér hafa verið um 30 kýr, er flest var og 600 fjár, en þá er þess að geta að féð var flutt til sumarbeitar upp á Flat- eyjardal. Hér voru síðastliðinn vetur 120—30 ær á fóðrum og í sumar gekk um 350 fjár í eyjunni og hafði nægilegt fóður. Ef .iér lifnaði yfir byggðinni á ný má gera ráð fyrir að einhver, eða einhverjir, taki alveg að sér landbúnaðinn og selji hinum mjólk og kjöt. Lífsvon okkar Flateyinga er að höfn verði hér byggð. Áætlunin er góð nema hvað staðsetning bólvirkja mætti vera öðru vísi vegna athafnasvæðis að baki þeirra. Við eigum að fá 10.000 fermetra legupláss og nægir það allmörgum bátum. Nú er dvalartími okkar ferða- félaganna á þrotum í Flatey. Það væri gaman að fá tækifæri til að dveljast þar lengur og kynn- ast íbúunum nánar og lífsvið- horfum þeirra og lifnaðarháttum. Mér virðast Flateyingar ánægðir og lífsglaðir að sjá. Fólkið er hraustlegt útlits og tápmikið. Það væri raunalegt að sjá það hverfa frá litlu grösugu eyjunni sinni við hin fengsælu mið og setjast að til að erja nýja jörð og sækja nýjan sjó. Ekki er að efa að þetta fólk getur bjarg- að sér víða annars staðar á land- inu, en fljótt á litið virðist ekki í mikið lagt bótt byggð væri höfn fyrir rúmar 3% milljón til að þarna gæti blómgazt byggð á ný. vig. 7 hlutu fálkaorðul á nýársdag FORSETI fslands hefir í dag sæmt eftirgreinda menn riddara- krossi hinnar íslenzku fálkaorðu: Ásgeir Guðmundsson, fyrrv., óðalsbónda frá Æðey, fyrir bún- aðarstörf. Eðvarð Sigurðsson, alþingis- mann, formann verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar, fyrir störf í þágu verkalýðshreyfingarinnar. Eggert Gíslason, skipstjóra, Gerðum, fyrir sjómennsku. Eyþór Tómasson, forstjóra, 4kureyri fyrir iðnaðar- og fé- iagsmálastörf. Frú Oddnýju A. Metúsalems- dóttur, Ytri-Hlíð, Vopnafirði, fyrir garðyrkju- og félagsmála- störf. Frú Sesselju Sigmundsdóttur, forstöðukonu hælisins að Sól- heimum, Grímsnesi, fyrir störf i þágu vangefins fólks. Þórð Guðmundsson, skipstjóra, fyrir sjómennsku og skipstjórnar- störf. (Frá Orðuritara). Atvinnurekendur Bæjarstjórar — Sveitarstjórar Reyndur verkstjóri óskar eftir atvinnu sem fyrst. Aldur 40 ár. Hefir lokið námskeið- um í verkstjórnarfræðum,, erlendu og Í.M.S.Í. — Nánari upplýsingar gefur forseti V. S. í. Björn E Jónsson, sími 20-308 i/orur Kartöflumús — Kakómalt Kaffi — Kakó Síld & Fiskur Óska eftir að kaupa bakaraofn fyrir smáiðnað. Upplýsingar í síma 18714. Afgreiðslustúlka Afgreiðslustúlku til vinnu hálfan daginn vantar oss nú þegsu:. — Upplýsingar i verzluninni. Hljóðfæraverzlun SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR Aðalstræti 6 — Vesturveri. Skrilstofustörf Karl eða kona óskast til skrifstofustarfa. — Verzlunarskóla- eða hliðstæð menntun nauðsyn- leg. — Umsóknarfrestur til 15. janúar n.k. Rafveita Hafnarfjarðar. Sendisveinn Röskan ungling vantar til sendiferða strax. Verzlun O. Ellíngsen hf. Sendisveinar ÓSKAST. — Vinnutími fyrir hádegL CAiiOnr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.