Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.01.1964, Blaðsíða 22
MORGU N BiAÐIÐ Sunrmdaíftrr 5. jjan. lð&4. 22 í HVERT skipti, sem kjöt er verð lagt hér á landi, koma upp deilur og ýmis konar orðasukk. Deilt er um réttmæti verðlagsins og sann- girni verðlagsdómstóla. Ennfrem ur eru haldnir fyrirlestrar og ritaðar greinar um gæði íslenzka dilkakjötsins, og stundum heyr- ast menn undrast yfir því, að heimsbyggðin skuli láta okkur ís lendinga óáreitta með neyzlu þessa hnossgætis. Að miklum hluta til eru þessar umræður okkar eins konar kjötpólitík og tilfinningamál, oft samtvinnað ást manna á sauðkindum, ýmist hyrndan eða kollóttum, og er þetta þannig þáttur af menning- arsögu okkar og íslenzkri fagur- fræði. Einnig hefur það sett svip sinn á menningarlíf okkar Is- lendinga siðustu áratugi, að fremsti fjárræktarfræðingur iandsins hefur verið ákafur sauð- kindaráhugamaður og staðið í ó- sættanlegu stríði við skógræktar- menn landsins, sem eru líka miklir ákafamenn. Hins vegar höfum við litið gefið okkur að raunverulegri kjötfræði og verið Gylta meo grisi. Gunnar Bjarnason, Hvanneyrí: Kjötpólitík og kjötfræði tregir að kanna fræðilega mögu- leika á fjölþættari og betri kjöt- framleiðslu. Holdanautaræktend- ur hafa þó látið til sín taka all- myndarlega nú á síðustu árum. Það er ekki um það hægt að deila, að fyrsta flokks islenzkt dilkakjöt er kjörfæða, sannkall- aður hátíðamatur, og þessi há- tíðamaður er að mínum dómi allt of góður og allt of dýr í fram- leiðslu tií að vera daglega á borð- um þjóðarinnar. Sannleikurinn er sá, að það er ekki hægt að framleiða ódýrt kindakjöt, og eigi kindakjötsframleiðendur að njóta þolanlegra lífskjara, þarf kindakjötið að verða miklu dýr- ara en það er nú. Þá mundi neyzl an hins vegar dragast verulega saman, og meira þyrfti að flytja út. Það er svo eitt vandamálið í þessari kjötpólitík. Talið er, að við neytum árlega 85 kg af kjöti og innmat á hvern íbúa í landinu og af því er um 73% fengið af sauðkindinni. Kjötneyzla nágrannaþjóða okk ar er með allt öðrum hætti, hef- ur hún tekið miklum breytingum á síðustu 100 árum (aukning á svínakjötsneyzlu) og tekur enn verulegum breytingum (aukning á neyzlu alifuglakjöts). Við ís- lendingar höfum verið mjög í- haldssamir í kjötneyzluvenjum okkar. Skyldi það nafa verið rétt mæt pólitík að halda svo mjög að okkur einhliða kindakjöti og standa gegn því að bændur legðu niður fjárbúskap, en vanrækja á hinn bóginn svo lengi hinar nýju kjötframleiðslugreinar, s. s. svína kjötsframleiðslu og alrfuglaeldi? Ég vil í þessari grein fjalla um nokkur fræðileg atriði þessa máls, sem bæði framleiðendur og neytendur þurfa að kynna sér og athuga. Það hefur reynzt sérlega auðvelt að beita tæknilegum nýjungum og skynvæðingu (rationaliseringu) við fram- leiðslu svínakjöts og kjúklinga- kjöts, og ekki mun ennþá séð fyr- ir endann á því, hversu hægt er að auka, jafnvel magfalda, fram- leiðnina í þessum greinum og af- köst hvers starfandi manns. Hér er varla lengur um að ræða landbúnað, heldur er þessi fram- leiðsla orðin líkari iðngreinum, þar sem sérhæfingin er orðin ýtarleg. Hér á eftir ætla ég að gera lauslegan samanburð á nokkrum grundvallaratriðum eggjafram- leiðslu og kjötframleiðslu af sauð fé, svínum og kjúklingum. Þau atriði, sem ég tek til meðferðar 1. Fóðureyðsla á framleitt tonn talin í fóðureiningum, en slík eining samsvarar í næringar- j gildi einu kg. af byggi eða öðru kornmjöli. 2. Framleiðni, þ. e. framleiðslu- magn á starfsmann við fram- leiðsluna. 3. Byggingaþörf, skýrð sem fer- metraþörf í gólium á fram- leitt tonn. 1. Kindakjötsframleiðslan. — Hér miða ég við útkomuna á fjár- ræktarbúinu á Hesti í Borgarfirði hvað varðar fóðureyðslu og kjöt- magn eftir hverja á. Tek ég með- altal áranna 1961 og 1962. Af vetrarfóðri þarf 6500 fóðureining ar fyrir hvert tonn af kjöti. Sum- arfóðri er sleppt. í sambandi við framleiðnina ætla ég að reikna með, að einn fullvinnandi maður geti hugsað um 1000 ær við beztu þekktar aðstæður (sbr. Gunnars- holt á Rangárvöllum). Fram- leiðsla á mann verður þá 20 tonn af kindakjöti. eins og lesandinn veit, er þetta margfalt það fram- leiðslumagn sem nú gerist í land inu, en hvort tveggja er þekkt, Sauðfé á réttardegi. komin tækni og rétt að öllu búið, að framleiðnin geti verið 60 tonn af svínakjöti (60 gyltur) eftir vinnandi mann á ári. Fóðureyðsl- an er nm 4500 fóðureiningar á tonnið, og húsþörfin er svipuð og í kjúklingaframleiðslunni, um 12 fermetrar á tonn. Ég sleppi hér að ræða um kjöt- lloldanaut. afurðamagnið á kind og fjárfjöld inn á fjárhirði. Hins er svo að gæta, að sauðkindin gefur af sér fleiri afurðir en kjöt, og bætir það nokkuð upp fyrir fjárrækt- inni í samanburðimnn. Til framleiðslu á einu tonni af kindakjöti þarí svo c. 60 fer- metra í fjárhúsi (hlöðurúm ekki meðreiknað). 2. Eggjaframleiðsla. Við góð- ar nútímaaðstæður og rétta tækni kemst verkamaður yfir að hugsa um og hirða 6000 varphænur á 8 stunda vinnudegi. Það þarf 4000 fóðureiningar (= kg. af kjarnfóðri) til að fram leiða hvert tonn af eggjum, framleiðnin er 66 tonn á mann á ári við þessar nútímaaðstæður, og byggingaþörfin er 23 fermetrar fyrir tonn af eggjum. 3. Kjúklingaframleiðsla. Ég miða við rekstur alifuglabúsins á Viksingegaard á Sjálandi, en það var fullkomnasta alifuglabú- ið og nýtízkulegasta af þeim, sem ég kynntist á ferðum mínum er- lendist sl. vetur. Fóðureyðslan er 3700 fóðureiningar á framleitt kjöttonn. Framleiðnin er um 400 tonn (425/450 þúsund kjúklingar á ári — einn maður annast rekst- ur búsins og kaupir að um 500 vinnustundir). Húsþörfin er um 12 fermetrar fyrir hvert kjöttonn framleitt. 4. Svínakjötsframleiðslan. — Sjálffóðrunartæki (fóðurauto- matar) í svínahúsum eru nýjung á tilraunastigi. Þar er svo margs að gæta, en segja má, að vand- inn sé nú leystur. Það er því örð- ugt að segja um möguleika fyrr framleiðni á þessari kjötfram- leiðslugrein í framtíðinni. Nú má reikna með, þegar notuð er full- framleiðslu af holdanautum, en nautakjötið er dýrt í framleiðslu eins og kindakjötið. Nautakjöt mun verða mest metið af neyt- endum hér á landi sem í ná- grannalöndum, þegar kjötneyzlu- menning hefur náð tökum á þjóð- inni og neytendur hafa lært að gera kröfur um íjölbreytt kjöt og vandaða vöru. Til glöggvunar vil ég sýna sam anhurðinn í töflu. Þegar þetta er athugað verður ljóst, að við högum kjötfram- leiðslu okkar ekki sérlega skyn- samlega, en þar er við að eiga gamla og rótgróna framleiðslu- hætti. Það virðist víðar en hér á landi vera talið eins konar synd að nefna þann sannleika, að bænd- ur séu of margir. í Danmörku hafa menn komizt með „dipló- matískum“ hætti framhjá þess- um vanda. Danir segja, að verð- mætið fyrir búvöruframleiðsluna SKÍptist milli of margra, svo að of lítið komið í hvers hlut. Þetta samþykkja allir. Að mínum dómi er kjarni málsins ekki um það, hvort bændum á íslandi þurfi að fækka eða fjölga, held- ur er hitt aðalatriðið að leita að fræðilegum og tæknilegum leið- um til að framleiða fyrir þjóðina nóg af góðum og fjölbreyttum kjöttegundum með sem minnst- um tilkostnaði í fóðri, vinnu og fjármagni. Það er vafalaust nokkuð langt í land með að þessi mál verði leyst með fræði- mennsku og skynsemi, því að það er svo margslungið ýmis konar erfðavenjum og kjötpólitík, en ef stjórnarvöld landsins vildu sinna málinu líkt og ýmsum verkfræði- legum nýjungum, s. s. rafmagns- málunum, þá mundi fljótt koma i ljós, að bændastéttin getur enn lagt öðrum atvinnuvegum til fjölmennt og hraust starfslið, svo að ekki þarf að sækja fólk til annarra landa og íslendinga í sveitabyggðir í Kanada til að vinna hér að framleiðslustörfum í kaupstöðum og þorpum. Það þarf sterka yfirstjórn í þessum málum, til þess að þróunin fari í réttan farveg, sérstaklega er mikilvægt að ráðstafa fjármagn- inu rétt. Við stóran og skynvædd an rekstur þarf miklu meira fjár- magn á hverja reksturseiningu, en hins vegar þarf minni fjár- magnskostnað á hverja fram- leiðslueiningu — f jármagnið ork- ar meiru. Þess vegna væri það rétt og hagkvæmt, að fjármagns- veitingin væri ekki háð hinu pólitíska valdi, heldur eingöngu farið eftir hagfræðilegum og verkfræðilegum sjónarmiðum. Pólitíkin leitast við að úthluta fjármagni til að gleðja sem flesta í svipinn, en hagfræðin er „hum- orlaus“ og leitast við að láta fjár- magnið efla sjálft sig í gagnsem- inni. Við neytum árlega um 15,300 tonna af kjötmeti. Ef við tökum þetta kjötframleiðslumál til fræðilegrar lausnar, í því mark- miði að losa um vinnuafl og minnka tilkostnað í fóðri og fjár- festingu, þá má setja dæmið upp þannig: Það mætti teljast eðli- legt, að við neyttum 4000 tonna af hverri hinna fjögurra kjötteg- unda: kindakjöts, nautakjöts, svínakjöts og alifuglakjöts. Mið- Frh. á bls. 25 , Húsþörf, Fóðureyðsla Framieiðni, fermetrar á framleitt mannsafköst á framleitt Kindakjötsframleiðsla tonn á ári, tonn tonn (vetrarfóður) ......... 6500 F.E. 20 tonn 60 ferm Eggjaframleiðsla ......... 4000 F.E. 66 tonn 23 ferm Kjúklingaframleiðsla .. 3700 F.E. 400 tonn 12 ferm Svínakjötsframleiðsla .. 4500 F.E. 60 tonn 12 ferm Alifuglar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.